Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Minning: Páll Guðjónsson trésmíðameistari Óðum fækkar fólki þeirrar kynslóðar sem fæðingardag sinn átti nærri síðustu aldamótum. Þau sem nú falla í ljáfari hins slynga sláttumanns hafa lifað meiri atburði en e.t.v. allar fyrri kynslóðir í landinu samanlagt. Þau hafa séð ísienskt þjóðfélag breytast úr frumstæðu samfélagi bænda og fiskimanna í tæknivætt velferðarþjóðfélag tölvualdar. Með vinnu sinni og atorku hefur þetta fólk fært okkur sem nú búum í landinu slíka gnótt efna- legra gæða að íslenskt meðalheim- ili nú á tímum fer um flesta hluti fram úr því er ólmasta ímyndun- arafl fyrri kynslóða skapaði og setti í hallir konunga í ævintýrum. Þetta aldamótafólk gaf sér ekki mikinn tíma til ímyndana og ævindýradrauma, það aflaði, byggði og breytti umhverfi sínu og okkar, barna þess og barnabarna, svo að okkur sem nú erum á miðj- um aldri grunar að e.t.v. verði ekki mikið lengra komist í eign og neyslu lífsgæðanna, við megum hrósa happi að halda í framtíðinni því sem fengist hefur. Hinn 14. október sl. andaðist í Hrafnistu í Hafnarfirði einn vask- ur liðsmaður úr sveit aldamóta- fólksins, föðurbróðir minn, Páll Guðjónsson, trésmíðameistari, Kirkjuteigi 13, Reykjavík, tæplega áttræður, fæddur 22. nóvember 1904. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Daðadóttir og Guðjón Guðmundsson, bæði borgfirskrar ættar, sem bjuggu allan sinn búskap á Gestsstöðum í Sanddal, Norðurárdalshreppi í Mýrasýslu. Þar fæddist Páll Jakob Blöndal eins og hann hét fullu nafni, einn í hópi 8 systkina og náðu 6 þeirra fullorðinsaldri en eftir lifa nú að- eins tvær systur, Gunnhildur klæðaskerameistari og Þórdís saumakona, báðar búsettar i Reykjavík. Gestsstaðir hafa á vori kom- anda verið í eyði í fjóra áratugi enda býlið afdalajörð, snautt að öllum þeim kostum sem hæfa nú- tímabúskap. Höfuðbjargræði þess, ágætt sumarbeitiland fyrir sauðfé, skipti miklu máli fyrir af- komu bændafólks á þeim árum sem Páll ólst þar upp með foreldr- um sínum og systkinum svo að ég hygg að þar hafi ekki verið skort- ur í búi en langar leiðir frá að um auðsæld væri að ræða. Um það leyti sem Páll náði full- orðinsaldri var gengin í garð sú öld bygginga og mannvirkjagerðar til sjávar og sveita sem enn varir hér á landi. Fullvaxinn reyndist Páll gæddur góðu líkamlegu at- gervi og gáfum auk sterkrar hneigðar til smíða sem hvatti hann þegar á unglingsárum til að leita sér starfa við byggingar, brú- arsmíði og vegagerð. Einnig munu honum hafa fundist takmörkuð verkefni heima fyrir þar sem bú- rekstur var eðlilega í smáum stíl og eldri bróðir hans tók að sér um- sjón hans. Rúmlega tvítugur afl- aði Páll sér iðnréttinda í trésmíði. Iðnina lærði hann hjá Kristjáni F. Björnssyni húsasmið og bónda á Steinum í Stafholtstungum. Mat Páll lærimeistara sinn mjög mik- ils enda naut Kristján mikillar mannhylli og trausts í Borgarfirði og trúa mín er sú að hann hafi heldur ekki verið svikinn af verk- um lærisveinsins. 10. desember 1932 gekk Páll að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Theódóru Sigurjónsdóttur, hún- vetnskrar ættar. I útfararræðu gat sr. Gunnar Björnsson frí- kirkjuprestur þess að nafnið Theódóra merkti „Guðs gjöf“ og taldi þau orð sannmæli um það happ er féll Páli í skaut með gjaf- orði sínu. Get ég fyllilega tekið undir þau ummæli því að ekki veit ég til að nokkurn skugga hafi bor- ið á í hjónabandi þeirra í hartnær 52 ár. Páll var sérstaklega um- hyggjusamur heimilisfaðir og Theódóru, frændkonu minni, finnst mér best lýst með þeim orð- um að hún er fágæt mannkosta- kona, gædd einstaklega ljúfri og glaðværri skapgerð. Þau hjón eignuðust einn son, Guðmund Þór arkitekt, búsettan í Reykjavík. Sonurinn valdi einmitt þá braut í námi sem faðir hans hefði senni- lega kosið hefði hann verið uppi einum eða tveimur áratugum síð- ar en raun bar vitni. Einnig tóku þau til fósturs og ólu upp sem sína eigin dóttur Hrafnhildi Valgarðs- dóttur kennara, búsetta á Áifta- nesi. Þótt börnin yrðu ekki fleiri rúmaðist innan veggja hjá Páli og Theódóru ekki einungis vísitölu- fjölskylda nútímans heldur stór- fjölskylda fyrri tíma. Árum og áratugum saman voru þar í heim- ili aldraðir foreldrar Theódóru og systur hennar tvær ógiftar. Auk þess var þar óvandabundið fólk í fæði og sá sem þetta ritar átti þar athvarf um fæði og húsnæði tvo vetur skólagöngu sinnar í Reykja- vík. Gesti bar einnig marga að garði, frændfólk og vinir úr Borg- arfirði og Húnavatnssýslu höfðu þar viðdvöl ef þeir áttu leið til höf- uðstaðarins. Svo sem fram er komið stofnuðu þau Páll og Theódóra heimili í Reykjavík þegar eftir brúðkaup sitt. Fyrsta áratuginn bjuggu þau að Laugarnesvegi 77. Keypti Páll það hús fokhelt og fullgerði. Á þessum tíma var efnahagslíf allt þrúgað af heimskreppu, atvinna ótrygg og stopul. Líklega hafa þær ástæður átt þátt í því að Páll ákvað að hverfa frá smíðavinn- unni sem hann hafði stundað hjá Slippfélaginu í Reykjavík og tak- ast á hendur stöðu lögregluþjóns um það bil ári eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Opinberir starfsmenn þóttu á þeim tímum búa við meira atvinnuöryggi en aðrar stéttir og var það hátt metið á tímum atvinnuleysis. Lögreglustörfin stundaði Páll til ársins 1941. Þá var hernám Breta komið til sögunnar og færði þjóðinni og landsfeðrum ýmis ný vandamál að höndum. Eitt þeirra var „ástandið", náin samskipti ís- lenskra kvenna við hina erlendu hermenn. Stjórnvöld vildu kanna umfang þessara samskipta og skyldi lögregluliði höfuðstaðarins beitt í því efni. Ég þykist þess nærri fullviss að slík störf hafi verið frænda mínum mjög á móti skapi. Fleira kann einnig að hafa valdið því að dró til þeirrar sund- urþykkju með Páli og yfirboðurum hans, ungum og áhugasömum lög- reglustjóra, að Páll lét af störfum. Hvarf hann þá aftur til fyrri at- vinnu sinnar og var fyrsta verk- efnið að byggja sér íbúðarhús að Kirkjuteigi 13. Fluttu þau hjónin þar inn 1943 og hefur heimili þeirra staðið þar síðan. Traust forsjá húsbóndans og hlýleiki hús- móðurinnar sáu til þess að þar þótti öllum gott að koma. Eftir þetta stundaði Páll húsa- smíðar í Reykjavík meðan heilsa og þrek entist eða fram yfir sjö- tugt. Verkefni hans framan af voru einkum við byggingu íbúð- arhúsa en er á leið starfstímann sneri hann sér að rekstri verk- stæðis til smíða á innréttingum, gluggum og hurðum. Verka Páls i húsbyggingum sér víða stað í höfuðborginni en fæst af því kann ég að nefna. Þó skal þess getið að í byrjun starfstíma síns byggði hann hús Nóbels- skáldsins, Gljúfrastein í Mos- fellssveit, og þar á eftir í félagi við annan byggingameistara „Rúg- brauðsgerðina" er nú þekkist sem Borgartún 6. Páll var alinn upp í vinnusið- gæði því sem tíðkaðist fyrir þá þjóðlífsbyltingu er varð á tímum stríðs og hernámsgróða. Hann gekk að verkum af kappi og óhvik- ulli samviskusemi, vægðarlausri kröfu um að allt skyldi unnið sem best mátti verða og viðskiptavin- urinn skyldi engan misbrest á verkinu finna. Hygg ég enda að hann hafi aflað sér álits og orð- spors í samræmi við ofangreint hátterni. Sömu kröfu um vinnu- brögð gerði hann til þeirra sem hjá honum unnu og gat mönnum á stundum fundist hann harður hús- bóndi. Aldrei varð þó upp á hann hermt að hann hlífði sjálfum sér við erfiðum verkum eða óþrifa- legum heidur gekk hann þar á undan mönnum sinum. Vinnan virtist Páli vera nautn og ástríða sem hann fórnaði bróð- urpartinum af tíma sínum og kröftum. Ekki lét hann sér nægja verkstjórn og erfiðisvinnu virka daga heldur eyddi drjúgum tíma um helgar og kvöld til skrifstofu- vinnu tilheyrandi byggingum sín- um svo sem launaútreikningum. Margir áttu erindi við Pál vegna starfa hans og er mér það sér- staklega minnisstætt að er ég þekkti til leið ekki svo hádegis- matartími á virkum degi að hann þyrfti ekki oftar en einu sinni að standa upp frá máltíð sinni til að svara í síma. Er ég í engum vafa um að vinnukapp Páls og hlífðar- leysi við sjálfan sig kom fram í líkamlegu sliti og fötlun sem gæta tók þegar fyrir starfslok en ágerð- ist eftir því sem árin liðu. Einnig tók minni hans að förlast fyrst á það sem nær var í tímanum en lengi vel stóðu atburðir fyrri ára honum glöggt fyrir hugskotssjón- um. Lengst af þessara síðustu ævi- ára var Páll háður aðstoð og um- hyggju eiginkonu sinnar. Annað- ist Theódóra hann af þeirri tryggð og elskusemi er einkennt hafði hjónaband þeirra og var þó hlut- verk hennar áreiðanlega erfitt á stundum því Páli fór eins og mörgum sem notið hafa hreysti og heilbrigði lengst af ævi að þeim veitist erfitt að viðurkenna hrörn- un elliáranna. Allra síðustu miss- erin hafði hugsun hans og minni einnig hrakað svo að erfiðleikum var bundið að hafa hann á venju- legu heimili. Aðeins nokkra mán- uði á þessu ári dvaldi hann þó á sjúkrahúsum þar til yfir lauk. Ekki væri hér rétt frá sagt ef gleymdist að geta þess að Páll átti tima aflögu til félagsstarfa þótt hann helgaði sig vinnu sinni svo sem raun bar vitni. Um áratuga- skeið starfaði hann í Oddfellow- reglunni. Þau hjón voru bæði í Fríkirkjusöfnuðinum og tóku auk þess þátt í söng- og safnaðarlífi í Laugarneskirkju er reis svo að segja á hiaðinu við Kirkjuteig 13. Aður er fram komið að ég sem þetta rita átti heimili hjá Páli og Theódóru tvo vetur skólagöngu minnar skömmu eftir stríð. Á þeim árum vann ég einnig hjá frænda mínum í byggingavinnu fjóra sumarparta. Fór ekki hjá því að strangt þætti mér stundum að vinna svo honum líkaði og honum eflaust með sanni fundist afköstin lítil hjá unglingi sem ekki var sérlega hneigður til erfiðisvinnu. Glöggt er mér það í minni að hon- um þótti viðurhlutamikið og mælti til mín aðvörunarorðum um þá ábyrgð er því fylgdi að ég réðst til kennslustarfa í fjarlægum landshluta ungur og óreyndur, nýkominn frá stúdentsprófi. Einn- ig man ég vel viðurkenningarorð hans að liðnum fyrsta kennslu- vetrinum er hann vissi að sæmi- lega hafði til tekist. Atvikin höguðu því svo að bú- seta mín varð til frambúðar fjarri frænda mínum en jafnframt nokkuð árviss viðburður að ég og fjölskylda mín legðum leið okkar til Reykjavíkur og var þá heim- sókn á Kirkjuteig 13 næsta sjálf- sögð. Var hvergi betra að koma en til þeirra hjóna enda fannst mér með nokkrum rétti að ég væri að heimsækja fyrrverandi heimili mitt. Páll rækti frændsemi okkar hið besta og eftir því sem árin færðust yfir hann fundust mér frændatengsl og minningar fyrri ára verða honum stöðugt hug- stæðari. 23. október sl. kvöddum við, vandamenn Páls, hann hinstu kveðju. Var þá haustdagur einn hinn fegursti sem orðið getur. Fannst mér það næstum vera ráðstöfun æðri máttarvalda frænda mínum til heiðurs að hann fékk að fara sína hinstu ferð undir heiðum, björtum himni. Einnig leitaði á hugann þar sem við stóð- um við gröf hans í Gufuneskirkju- garði og sáum yfir höfuðborgina að með verkum sínum lagði Páll drjúgan skerf til vaxtar hennar úr bæ í borg. Að endingu er aðeins eftir að þakka honum samfylgd hartnær fimm áratugi, frændatryggð og hjálpsemi við mig og fjölskyidu mína. Theódóru vottum við inni- lega samúð og vonum að mega enn um ókomin ár njóta samvista við hana, vináttu hennar og ljúflynd- is. Guðmundi Þór, Rögnu, Hrafn- hildi og Karli og börnum eru einn- ig sendar samúðarkveðjur. Öll eigum við aðstandendur Páls eftir minningu um heilsteyptan drengskaparmann sem miklir hæfileikar voru gefnir og notaði þá svo að hann má með sönnu kallast ágætur af verkum sínum. Guðmundur Gunnarsson Katrín Pálsdóttir — Minningarorð Fedd 18. september 1888 Dáin 13. nóvember 1984 Þann 13. nóvember síðastliðinn lést í Reykjavík Katrín Pálsdóttir, 96 ára gömul. Katrín, eða Kata eins og við ævinlega kölluðum hana, fæddist á Hörgslandi á Síðu 18. september 1888. Foreldrar hennar voru Halldóra Einarsdótt- ir og Páll Stefánsson. Systkini hennar voru Einar bóndi á Hörgslandi, dáinn 31. júlí 1972, og Þuríður búsett í Reykjavík, sem enn er á lífi. Samband þessara systkina var ætíð náið. Ung hélt Kata til Reykjavíkur og var þá til heimilis hjá ömmu okkar og afa. Dvaldist hún þar í rúman áratug. Á veturna var hún í fiskvinnu og aðstoðaði jafnframt við heimilisstörfin. Á sumrin var hún hjá ættingum sínum á Hörgslandi og vann þar við sveita- störf. Eftir að dvöld Kötu hjá okkar fjölskyldu lauk réðst hún í vist til Stöðvarfjarðar. Eftir nokkurra ára dvöl þar, kom aftur til Reykja- víkur. Þá gerðist hún vinnukona hjá Lilju Kristjánsdóttur og Árna Jónssyni, sem bjuggu á Laugavegi 37. Nokkru áður en Lilja féll frá hóf Ari Jónsson rekstur sauma- stofu í húsinu. Eftir daga Lilju tók Ari húsið á leigu og stofnaði versl- unina FACO. Fyrir tilstilli afkom- enda Lilju bjó Kata áfram í hús- inu. Starfaði hún hjá fyrirtækinu við ræstingar og sá um kaffi fyrir starfsfólkið. Fékk hún að starfa hjá FACO eftir því sem getan leyfði, þar til hún þurfti að flytja vegna veikinda fyrir rúmu ári síð- an. Alls bjó Kata í tæplega 50 ár á Laugavegi 37. Húsráðendur þar voru alla tíð sérstaklega góðir og tillitssamir við Kötu og mat hún það mikils. Um svipað leyti og Kata kom í vist til ömmu og afa fæddist faðir okkar, Halldór. Frá því að hann var 5 ára tók Kata hann með sér í sumarvistina á Hörgslandi. Sam- veran batt þau sterkum vináttu- böndum. Þessi tryggð og um- hyggja færðist síðar yfir á okkur bömin og síðan barnabörnin. Var hún okkur systkinum eins og amma. Faðir okkar og yngsta systir hans voru á unglingsaldri þegar þau misstu móður sína. Þá var Kata þeim ómetanleg stoð. Alla tíð fylgidst hún vel með hög- um okkar. Umhyggju hennar og gjafmildi voru engin takmörk sett. Á 85 ára afmæli Kötu fæddist fyrsta barnabarn foreldra okkar. Ber það nafn hennar. Þó Kata væri ekki mjög mann- blendin eignaðist hún marga góða vini. Hún var heilsteypt og rólynd, en hafði ákveðnar skoðanir, sem hún þröngvaði ekki uppá aðra. Til marks um dugnað hennar og kjark bjó hún í tæpa tvo áratugi alein í verslunarhúsi FACO. Fáum höf- um við kynnst jafn nægjusömum og viljasterkum og Kötu. Sá hún um sig til 95 ára aldurs. Börn hændust að Kötu og alltaf var sælgætisskálin sótt þegar vinir hennar litu inn. Alla tíð fylgdist hún vel með atburðum líðandi stundar. Hún var mjög trúuð, las og hlustaði á Guðs orð. Kata var afar vinnusöm, eins og lífshlaup hennar ber vitni um. Hún prjónaði t.d. mikið og mörg voru þau sokka- og vettlingapörin, sem litlu vinir hennar fengu. Kata var alla tíð mjög heilsuhraust. Síðastliðið ár fór heilsu hennar að hraka og hún lést á Elliheimilinu Grund eftir tæplega eins árs veru. Andlegum kröftum hélt hún fram til þess síð- asta. Að leiðarlokum viljum við þakka Kötu fyrir allt það, sem hún gerði fyrir okkur og fjölskyldu okkar. Þuríði, systur Kötu, og öðr- um ættingum vottum við samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. „Ég fel í forsjá þína Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M.J.) Ingibjörg og Einar Ingi. f dag fer fram frá Dómkirkj- unni útför Katrínar Pálsdóttur. Katrin fæddist á Hörgslandi á Síðu 18. september 1888. Þar ólst hún upp ásamt bróður sínum, Ein- ar, og yngri systur, Þuríði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.