Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 51 Ekkert uppboð á stóðhestastöðinni — óskað eftir tilboðum í tvo fyrrverandi stóðhesta betri úr stóru klaki en litlu. 2. Við ráðum engu um afdrif seið- anna, af því að við ráðum ekki hitastigi né átumagni. Það get- ur verið vitlausara að vernda seiðakökk í innfjörðum en að grisja hann. 3. Við vitum ekki um áhrif eins fiskárgangs á annan. Það getur verið við þyrftum að veiða mik- ið úr einum árgangi, til dæmis núna, og 4—5 ára árgöngum, til að vernda yngri árganga eða bæta uppeldisskilyrði þeirra. 4. Við vitum ekki hvort við eigum að stefna að stórum stofni full- orðins fisks, af því að við vitum ekki hvað hann étur mikið und- an sér og ekki heldur hvernig þessi ætisfreki fiskur, sem hættur er að vaxa en étur óhemju, leikur ætisslóðina fyrir yngra fisk. Við höfum að vísu söguna, en viljum ekki taka mark á henni að óhemjuafla við Suðurland i nokkur ár fylgir ævinlega ördeyða næstu ár. 5. Við þekkjum ekki áhrif skyldra stofna á þorskstofninn í sam- keppni um æti. 6. Við þekkjum ekki áhrif ýmissa skepna sem sækja í þorskinn, fugls í seiði, sels í ungfisk og hvals í átu. Samantekið: Við hvorki þekkj- um né ráðum nokkru um lífsskil- yrði í sjávarhögunum, strauma, hitastig, átumagn, víxláhrif innan stofnsins sjálfs né áhrif annarra stofna á hann sem keppa við hann um æti og þeirra skepna sem sækja í átu, seiði og ungfisk. Hvernig má það vera að menn með gróinni fiskveiðiþjóð skuli, vitandi um þekkingarleysi fiski- fræðinga og með 15 ára reynslu af uppeldistilraunum þeirra og spám um framvinduna, japla eins og róbottar á þessu sama: Fiskifræð- ingar segja það... Kemst það alls ekki inn í haus- inn á mönnum að fiskifræðingar okkar eru að taka sér vald langt umfram þekkingu sína og þeir eru orðnir svo haldnir af valdasýkinni, að þeir eru að miklu hættir að stunda fiskifræði, meirihluta þeir- ra liggur orðið í stjórnunar- braskinu, reiknandi með líkinda- reikningi, hvað.veiða megi, svo að þeir geti alið upp stofn, og þeir líta ekki á það, að þeir séu að hafa af þjóðinni hundrað þúsund tonna afla og þó oft meira árlega. Það er rétt að renna aðeins yfir það, hver útkoman verður, ef við höldum áfram að láta hafrann- sókn leika sér með fiskveiðarnar og menn eins og þennan horn- firzka ungling í sjávarútvegsráðu- neytinu. Hafrannsóknar- sveiflur og náttúru- legar sveiflur Hafrannsóknarsveiflurnar í þorskveiðunum hafa reynzt meiri en náttúrulegu sveiflurnar fyrrum (að ekki sé talað um loðnusveifl- una frægu). Það vill ekki ganga inn í menn, svo fastir eru þeir í „Fiskifræð- ingar segja“, að á 20 ára stjórn- leysistímabili, það er á árunum 1950—70, var jafnaðarþorskaflinn 438 þúsund tonn á ári af íslands- miðum, en undir 15 ára stjórn Hafrannsóknar og sjávarútvegs- ráðuneytisins (skip bundin, svæði takmörkuð, skrapdagar, kvóti) hafa bæði sveiflurnar orðið stærri og jafnaðaraflinn minni. Það eru engin dæmi um aflahrap úr 469 þúsund tonnum í 200 þúsund tonn á fyrra tímabilinu, og jafnaðarafl- inn á stjórnunartímabilinu 1971—85 er 358 þúsund tonn á móti 438 þúsund á því fyrra, sem áður segir. Hvernig lyktar þessu, ef við höldum áfram að láta Hafrann- sókn stjórna og verðum óheppnir með sjávarútvegsráðherra. Undir Hafrannsókn verður afl- inn trúlega næstu ár, hvað lengi veit enginn, 200—300 þúsund tonn, þá gerist það að þeir leyfa 500 þús- und tonna afla. Áður hefur verið rakið, hvernig þegar er komið fyrir fiskimanna- stéttina og er þá þvi við að bæta um ástandið eins og það er, að fiskifloti okkar er að verða of gamall og fiskvinnslufólk farið að flytja úr sjávarplássum. Eftir nokkur ár til viðbótar þeim 15, sem liðin eru undir stjórn Hafrannsóknar og ráðuneytisins, en hvorttveggja fer versnandi, hefðum við ekki skip, ekki fiski- menn eða fiskvinnslufólk til að nýta okkur fiskinn á miðunum, ef leyft væri að afla hans, og auk þessa búnir að tapa öllum okkar mörkuðum. Það er ekki hægt að halda mörkuðum til lengdar eins og afli er látinn sveiflast nú. Staðreyndirnar, sem fyrir liggja, eru þessar: „Ef við stjórn- um fiskveiðunum svo, að fiskiflot- inn úreltist, fiskimennirnir flýja í land og fiskvinnslufólkið flýr úr sjávarplássunum, náum við fisk- veiðunum aldrei upp aftur. Hvað svo sem líður stundar- vandamálunum, verðbólgu, vaxta- stefnu, olíuverði, þá megum við aldrei láta það henda okkur að hrekja það fólk úr atvinnuvegin- um, sem alizt hefur upp við hann. Við fáum þá aldrei fólk í hann aft- ur. Fiskveiðar okkar og fisk- vinnsla eru hvort tveggja svo erfið atvinna, að nútimafólk, sem ekki er uppalið við hana og þjálfað í henni frá barnæsku, fæst ekki til að róa eða vinna i fiski, það svelti heldur. Um langa framtíð enn verðum við fslendingar að treysta á fiskveiðarnar sem aðalgjaldeyr- isöflunaratvinnuveginn, draumar okkar um annað kunna að uppfyl- last eftir þrjár kynslóðir en ekki á næstunni. Það er ekki óskemmti- legt að hugsa sér, að „íslenzkur hugbúnaður", „íslenzkur lífefna- iðnaður“ eða annar íslenzkur iðn- aður geti orðið þjóðinni það sem fiskveiðar eru nú, en það verður ekki með þeirri kynslóð, sem nú lifir í landinu, og ekki þeirri næstu. Frjáls sókn byggð á hagnaði Við sitjum einir hér að sókninni á íslandsmiðum, við þurfum því ekki að óttast að hingað sæki skip þeirra þjóða, sem gera út með rík- isstyrk. Við getum því gefið sókn okkar frjálsa byggða á hagnaði. Sóknin takmarkast þá af sjálfu sér við það sem stofninn þolir. Það yrði hver einasti útgerðarmaður löngu kominn á hausinn áður en svo nærri væri gengið stofninum, að hann væri í hættu, ófær um að endurnýja sig. Það er áreiðanlega þjóðinni langfarsælast að stunduð sé, það sem á enskunni kallast „commercial fishing“, sem merkir nánast að hagnaður stjórni sókn- inni. Það tryggir jafnastan afla, heldur vönu fólki í atvinnuvegin- um og tryggir að við höldum mörkuðum, sóknin eykst þá, ef vel árar en dregst saman í slæmum árum, þeir halda velli í útgerð, veiðum og vinnslu, sem bezt standa sig og þannig haldast afköstin uppi og jafnframt fisk- gæðin, skipin vel mönnuð og kaup- andinn borgar vel fyrir góðan fisk en ekkert fyrir slæman, annars er hann farinn um koll. Við erum á valdi náttúrulegra sveiflna í fiskveiðunum, annað er óskhyggja. Nú, eftir 200 þúsund tonna skammtinn, á enginn maður með einhverri virðingu fyrir eigin skynsemi að taka sér í munn oftar: „Fiskifræðingar segja það... “ Þetta gengur ekki lengur að binda skipin, nýta ekki miðin og hrópa: „Aflaleysi." Frjáls sókn og frjáls fiskverzlun eru frumskilyrði sem ekki á að hrófla við, þegar glimt er við ýms- ar uppákomur eins og verðbólgu, vaxtastefnu og olíuverðshækkan- ir. fslenzkar fiskveiðar þrffast ekki nema við frelsi til sóknar. Rétt er því að setja 400 þúsund tonna aflatakmark, sem við höfum reynslu fyrir að miðin þola við frjálsa sókn og láta síðan veiðarn- ar afskiptalausar, og kaupandinn borgar vel fyrir góðan fisk en tek- ur ekki slæman fisk. Áageir Jakobsson er rithöfundur. Ekki verður haldið uppboð á stóð- bestastöð íslands að þessu sinni eins og venja hefur verið á hverju hausti frá því stöðin tók til starfa. í samtali við Þorkel Bjarnason hrossaræktarráðunaut kom fram að aðeins tveir folar í eigu stöðvarinnar voru geltir í ár og þótti ekki taka því að vera að halda uppboð á tveimur hestum, auk þess sem þessir hestar eru nokkuð þekktir af sýningum. Einnig kom fram hjá Þorkatli að í stað uppboðs væri óskað eftir tilboð- um í hestana og þyrftu þau að vera skrifleg. Sagði Þorkell að tilboðin þyrftu að berast fyrir næstu mánaða- mót og áskildi hann sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Þeir hestar sem .hér um ræðir eru Ýmir 951 frá Ystabæli og Hólmi 959 frá Stykkishólmi. Báðir voru þeir sýndir á síðasta Lands- móti og hlaut Ýmir þar fyrstu verðlaun, einkunn 8.07, en Hólmi hlaut önnur verðlaun enda aðeins fjögurra vetra þá. Ýmir er undan Blesa 577 frá Núpakoti sem stóð efstur stóðhesta með afkvæmum á Landsmótinu ’74 og ösku frá Ystabæli. Hólmi er aftur undan Hlyn 910 frá Hvanneyri sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum í sumar og Þotu 3201 frá Innra- Leiti sem hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Kaldármelum 1980. Það vekur nokkra athygli að þessir hestar skulu geltir, sér- staklega Ýmir, sem hlotið hefur fyrstu verðlaun og var Þorkell spurður um ástæður þess. „Aðalástæðan er sú að ekki virt- ist vera áhugi fyrir þeim, það hef- ur ekki tekist að skapa stemmn- Almenna bókafélagið: Bók um íslenzk efnahagsmál ÚT ER komin á vegum Almenna bókafélagsins bók um íslensk efna- hagsmál undir nafninu íslensk hag- lýsing. Er hér um að ræða 12 ritgerðir eftir íslenska hagfræðinga um mis- munandi þætti í þjóðarbúskapnum, en ritstjóri og umsjónarmaður verksins er Þórður Friðjónsson hagfræðingur. Höfundar ritgerðanna eru þessir: Ásmundur Stefánsson, Björn Matthíasson, Bolli Þór Bollason, Eiríkur Guðnason, Guðmundur Magnússon, Jóhannes Nordal, Jón Sigurðsson, Jónas H. Haralz, ólaf- ur Björnsson, Þórður Friðjónsson og Þráinn Eggertsson. Auk þess fylgja bókinni Viðauki I, sem er annáll heildarráðstafana f efnahagsmálum 1956—1983, og Við- auki II sem er töfluyfirlit um þróun nokkurra hagstærða. I frétt frá AB segir að bókin sé einkum ætluð til kennslu í íslenskri haglýsingu við Háskóla íslands, en ingu í kringum þá. Þeir eru ekki geltir út af einhverjum sérstökum áberandi göllum, síður en svo, þeir virðast einfaldlega ekki vera i tísku.“ Þá var Þorkell inntur eftir hvort ástæðan fyrir því að ekki væru fleiri folar í eigu stöðvarinn- ar geltir væri batnandi hestakost- ur og kvað hann ekki endilega svo vera. Sagði hann það frekar bera vott um að folum í eigu stöðvar- innar hafi fækkað og væri ástæða þess minna ráðstöfunarfé stöðvar- innar til kaupa á folaefnum. Kvað Þorkell þetta ekki koma að sök þar sem mikil áhugi væri meðal ein- staklinga á að koma folum á stöð- ina. ÍSLENSK HAGLYSING GREINAR UM ISLENSK EFNAHAGSMAL hver sá sem áhuga hafi á hagfræði og íslenskum efnahagsmálum geti haft gagn og ánægju af bókinni, „enda er í henni að finna sumt af því besta sem skrifað hefur verið um þjóðarbúskap íslendinga,“ segir Þórður Friðjónsson m.a. í formála fyrir henni. Bókin er 237 bls. að stærð, gefin út sem kilja. Bráðum koma... ; y Nýtt... Bakkar^og skrínur til skreytinga <&> GL.IT HÖFÐABAKKA9 — SÍMI685411 REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.