Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 40

Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Saga Hafnarfjarð- ar Þriðja bindi BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar firði, hefur gefíð út þriðja bindi af Sögu Hafnarfjarðar 1908—1983, sem Ásgeir Guðmundsson sagnfrsð- ingur hefur skráð í tilefni af 75 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar, sem var 1. júní 1983. Þetta er loka- bindi Sögu Hafnarfjarðar. Það er um fjórðungi stærra en fyrri bindin, sem út komu á síðasta ári, eða 35 arkir (500 bls.). Samtals eru öll þrjú bindin um 1.500 bls. að stærð með um 1.200 Ijósmyndum, gömlum og nýium, auk korta og uppdrátta. I fyrsta bindi ritsins er eftirfar- andi efni: Formáli höfundar. Inn- gangur, sem fjallar um sögu bæj- arins fram til 1908. Hafnarfjörður Ásgeir (judmumkson Saga Hafttatfarða 19081983 X , ÞRIDJA BINDI verður kaupstaður. Bæjarstjórn í Hafnarfirði 1908—1983. Hafnar- fjarðarkjördæmi. Lögsagnarum- dæmi Hafnarfjarðar. Bæjarland- ið. Krýsuvík. Skipulagsmál. Fjár- mál. Hafnarfjarðarhöfn. Atvinnu- mál. í öðru bindi ritsins er fjallað um: Rafmagnsmál, hitaveitu, Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Slökkvilið Hafnarfjarðar, lög- gæslu, skólamál, íþróttir, heil- brigðismál og kirkjumál. í þriðja bindi Sögu Hafnar- fjarðar 1908—1983, sem nú er komið út, er þetta efni: Stéttarfé- lög, félagsstarfsemi, menningar- mál, félags- og æskulýðsmál, hús- næðismál. Verzlun og viðskipti. vegamál og samgöngur, nokkrar bæjarstofnanir, 75 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar, ævi- ágrip bæjarfulltrúa og bæjar- stjóra, eftirmáli, tilvitnanir og heimildir, nafnaskrá, örnefnaskrá og heildarefnisyfirlit. „Saga Hafnarfjarðar 1908- —1983 er ein ítarlegasta bók, sem gefin hefur verið út hér á landi, og vandað rit að sama skapi. Fyrir utan hinn mikla fróðleik um Hafnarfjörð, sem texti ritsins hef- ur að geyma, segir hið mikla magn ljósmynda, korta og uppdrátta sina sögu, en margar ljósmynd- anna hafa aldrei fyrr birzt á prenti,“ segir I frétt frá útgefanda. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf. Káputeikningu gerðu Þóra Dal. Kammersveitin í Áskirkju á þriðjudagskvöldið FYRSTU tónleikar á ellefta starfs- ári Kammersveitar Reykjavíkur verða í Áskirkju næstkomandi þriðjndag og hefjast klukkan 20.30. Kammersveitin býður upp á þrenna tónleika á þessu starfsári. A þeim fyrstu verða fluttir tveir strengja- sextettar: Sextett nr. 1 1 B-dúr op. 18 eftir Brahms og „Verklárte Nacht“ op. 4 eftir Schönberg. Evrópuráðið ákvað að árið 1985 skyldi verða ár tónlistarinnar og ber efnisskrá Kammersveitar Reykjavikur á næsta ári svip af því. 1985 verður þess minnst að nokkur af þekktustu tónskáldum sögunnar eiga stórafmæli. í janú- ar verður efnisskrá Kammer- sveitarinnar helguð fyrsta „afmælisbarninu“, Johann Seb- astian Bach, en liðin eru 300 ár frá fæðingu hans. 1 mars minnist Kammersveitin aldarafmælis Al- ban Bergs. Og á hausti komanda er ætlunin að gera Georg Fried- rich Hándel skil. Að venju býður Kammersveitin áskrift að tónleikum vetrarins og er verð áskriftarkorts krónur 600, en aðgangur að einstökum tón- leikum kostar 250 krónur. Ás- kriftarkort verða til sölu við inn- ganginn á fyrstu tónleikunum. Hljóðfæraleikarar á fyrstu tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur I Ásldrkju á þriðjudagskvöldið. Frá vinstri: Robert Gibbons, Inga Rós Ingólfsdóttir, Szymon Kuran, Rut Ingólfsdóttir, Arnór Jónsson og Helga Þóraríns- dóttir. SIUNDARÞÚ VAXIARÆKT? MeðKJÖRBÓKINNI leggur þú rækt vió fjárhag þinn LANDSBANKINN Grxeddur er geymdur eyrir Aðventukvöld á Hótel Loftleiðum Á AÐVENTUNNI verður margt gert til hátíðarbrígða á Hótel Lfotleiðum, að því er segir í frétt frá hótelinu. Fyrsta hátíðin er í kvöld, sunnu- dagskvöld, og er það aðventukvöld. I fréttatilkynningu Hótels Loft- leiða segir ennfremur: „öll hátíðakvöldin verða tisku- sýningar þar sem sýndur verður jólafatnaður. Ennfremur verður víkingaskipið sérstaklega skreytt og þar sýndar jólavörur og jóla- gjafir. Aðventukvöldið 2. desember syngur söngfólk úr Söngskólanum jólalög. Lúsíukvöldið 9. desember heim- sækja lúsiur úr æskulýðsdeild Bústaðakirkju Hótel Loftleiðir og syngja jólalög i Blómasal. Söng- stjóri verður Þórunn Björnsdóttir og einnig verður séra Sólveig Guð- mundsdóttir með lúsíunum. Skóla- kór Kársnesskóla syngur jólalög í anddyri hótelsins meðan gestir koma til kvöldfagnaðarins. Jólapakkakvöldin 15. og 18. des- ember mun Ingveldur Hjaltested söngkona skemmta gestum við undirleik Guðna Þ. Guðmundsson- ar. Allir aðgöngumiðar að hátíða- kvöldunum fjórum eru númeraðir og síðasta kvöldið, 16. desember, verða dregnir út aðalvinningar, sem eru ferð til Húsavíkur og dvöl að Hótel Húsavík, og farseðlar fyrir tvo til London. Á matseðli Aðventukvölds verð- ur grafinn silungur með sinneps- sósu, steikt önd með portvinssósu og marineruð vinber í kampavíni. Lúsíukvöldið verður matseðillinn grafið heiðarlamb með Dijon- sósu, fylltur kalkún að hætti húss- ins og ferskur ananas Grand Marnier. Jólapakkakvöldin 15. og 16. des- ember verða bornar fram rjúpur með ávaxtasalati, heilsteiktar nautalundir Chasseur skornar á silfurvagni, perubroddgöltur og kaffi með konfektkökum. Hinn 3. desember breytist sjáv- arréttahlaðborðið vinsæla i jóla- hlaðborð með steiktri gæs, svína- steik og jólagraut. Frá byrjun jólaföstu verður jólaglögg einnig á boðstolum. Til þessað auka enn á jólastemmninguna nú á aðvent- unni verður blómasalurinn sér- staklega skreyttur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.