Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Saga Hafnarfjarð- ar Þriðja bindi BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar firði, hefur gefíð út þriðja bindi af Sögu Hafnarfjarðar 1908—1983, sem Ásgeir Guðmundsson sagnfrsð- ingur hefur skráð í tilefni af 75 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar, sem var 1. júní 1983. Þetta er loka- bindi Sögu Hafnarfjarðar. Það er um fjórðungi stærra en fyrri bindin, sem út komu á síðasta ári, eða 35 arkir (500 bls.). Samtals eru öll þrjú bindin um 1.500 bls. að stærð með um 1.200 Ijósmyndum, gömlum og nýium, auk korta og uppdrátta. I fyrsta bindi ritsins er eftirfar- andi efni: Formáli höfundar. Inn- gangur, sem fjallar um sögu bæj- arins fram til 1908. Hafnarfjörður Ásgeir (judmumkson Saga Hafttatfarða 19081983 X , ÞRIDJA BINDI verður kaupstaður. Bæjarstjórn í Hafnarfirði 1908—1983. Hafnar- fjarðarkjördæmi. Lögsagnarum- dæmi Hafnarfjarðar. Bæjarland- ið. Krýsuvík. Skipulagsmál. Fjár- mál. Hafnarfjarðarhöfn. Atvinnu- mál. í öðru bindi ritsins er fjallað um: Rafmagnsmál, hitaveitu, Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Slökkvilið Hafnarfjarðar, lög- gæslu, skólamál, íþróttir, heil- brigðismál og kirkjumál. í þriðja bindi Sögu Hafnar- fjarðar 1908—1983, sem nú er komið út, er þetta efni: Stéttarfé- lög, félagsstarfsemi, menningar- mál, félags- og æskulýðsmál, hús- næðismál. Verzlun og viðskipti. vegamál og samgöngur, nokkrar bæjarstofnanir, 75 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar, ævi- ágrip bæjarfulltrúa og bæjar- stjóra, eftirmáli, tilvitnanir og heimildir, nafnaskrá, örnefnaskrá og heildarefnisyfirlit. „Saga Hafnarfjarðar 1908- —1983 er ein ítarlegasta bók, sem gefin hefur verið út hér á landi, og vandað rit að sama skapi. Fyrir utan hinn mikla fróðleik um Hafnarfjörð, sem texti ritsins hef- ur að geyma, segir hið mikla magn ljósmynda, korta og uppdrátta sina sögu, en margar ljósmynd- anna hafa aldrei fyrr birzt á prenti,“ segir I frétt frá útgefanda. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf. Káputeikningu gerðu Þóra Dal. Kammersveitin í Áskirkju á þriðjudagskvöldið FYRSTU tónleikar á ellefta starfs- ári Kammersveitar Reykjavíkur verða í Áskirkju næstkomandi þriðjndag og hefjast klukkan 20.30. Kammersveitin býður upp á þrenna tónleika á þessu starfsári. A þeim fyrstu verða fluttir tveir strengja- sextettar: Sextett nr. 1 1 B-dúr op. 18 eftir Brahms og „Verklárte Nacht“ op. 4 eftir Schönberg. Evrópuráðið ákvað að árið 1985 skyldi verða ár tónlistarinnar og ber efnisskrá Kammersveitar Reykjavikur á næsta ári svip af því. 1985 verður þess minnst að nokkur af þekktustu tónskáldum sögunnar eiga stórafmæli. í janú- ar verður efnisskrá Kammer- sveitarinnar helguð fyrsta „afmælisbarninu“, Johann Seb- astian Bach, en liðin eru 300 ár frá fæðingu hans. 1 mars minnist Kammersveitin aldarafmælis Al- ban Bergs. Og á hausti komanda er ætlunin að gera Georg Fried- rich Hándel skil. Að venju býður Kammersveitin áskrift að tónleikum vetrarins og er verð áskriftarkorts krónur 600, en aðgangur að einstökum tón- leikum kostar 250 krónur. Ás- kriftarkort verða til sölu við inn- ganginn á fyrstu tónleikunum. Hljóðfæraleikarar á fyrstu tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur I Ásldrkju á þriðjudagskvöldið. Frá vinstri: Robert Gibbons, Inga Rós Ingólfsdóttir, Szymon Kuran, Rut Ingólfsdóttir, Arnór Jónsson og Helga Þóraríns- dóttir. SIUNDARÞÚ VAXIARÆKT? MeðKJÖRBÓKINNI leggur þú rækt vió fjárhag þinn LANDSBANKINN Grxeddur er geymdur eyrir Aðventukvöld á Hótel Loftleiðum Á AÐVENTUNNI verður margt gert til hátíðarbrígða á Hótel Lfotleiðum, að því er segir í frétt frá hótelinu. Fyrsta hátíðin er í kvöld, sunnu- dagskvöld, og er það aðventukvöld. I fréttatilkynningu Hótels Loft- leiða segir ennfremur: „öll hátíðakvöldin verða tisku- sýningar þar sem sýndur verður jólafatnaður. Ennfremur verður víkingaskipið sérstaklega skreytt og þar sýndar jólavörur og jóla- gjafir. Aðventukvöldið 2. desember syngur söngfólk úr Söngskólanum jólalög. Lúsíukvöldið 9. desember heim- sækja lúsiur úr æskulýðsdeild Bústaðakirkju Hótel Loftleiðir og syngja jólalög i Blómasal. Söng- stjóri verður Þórunn Björnsdóttir og einnig verður séra Sólveig Guð- mundsdóttir með lúsíunum. Skóla- kór Kársnesskóla syngur jólalög í anddyri hótelsins meðan gestir koma til kvöldfagnaðarins. Jólapakkakvöldin 15. og 18. des- ember mun Ingveldur Hjaltested söngkona skemmta gestum við undirleik Guðna Þ. Guðmundsson- ar. Allir aðgöngumiðar að hátíða- kvöldunum fjórum eru númeraðir og síðasta kvöldið, 16. desember, verða dregnir út aðalvinningar, sem eru ferð til Húsavíkur og dvöl að Hótel Húsavík, og farseðlar fyrir tvo til London. Á matseðli Aðventukvölds verð- ur grafinn silungur með sinneps- sósu, steikt önd með portvinssósu og marineruð vinber í kampavíni. Lúsíukvöldið verður matseðillinn grafið heiðarlamb með Dijon- sósu, fylltur kalkún að hætti húss- ins og ferskur ananas Grand Marnier. Jólapakkakvöldin 15. og 16. des- ember verða bornar fram rjúpur með ávaxtasalati, heilsteiktar nautalundir Chasseur skornar á silfurvagni, perubroddgöltur og kaffi með konfektkökum. Hinn 3. desember breytist sjáv- arréttahlaðborðið vinsæla i jóla- hlaðborð með steiktri gæs, svína- steik og jólagraut. Frá byrjun jólaföstu verður jólaglögg einnig á boðstolum. Til þessað auka enn á jólastemmninguna nú á aðvent- unni verður blómasalurinn sér- staklega skreyttur."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.