Morgunblaðið - 24.07.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 24.07.1985, Síða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 163. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Olíuráðherrar OPEC-ríkja: Samkomulag um verðlækkun? Genf, 23. júli. AP. SAMKOMIILAG um Iskkun á nokkrum tegundum oiíu frá Samtökum olíu- útflutningsríkja (OPEC) er í sjónmáli, að því er Arahed Zaki Yamani, olíuráð- herra Saudi-Arabíu, skýrði blaðamönnum í Genf frá í kvöld. Olíuráðherrar OPEC-ríkjanna tólf sitja þar á fundi. „Við erum nálægt því, að komast að málamiðlun," sagði Yamani, en vildi ekki skýra frá því hver lækk- unin yrði. Fyrr í dag var haft eftir heimild- um á fundi olíuráðherranna, að lík- lega yrði samið um að olíutunnan lækkaði um 50 bandarísk cent (jafnvirði um 20 ísl. króna), en lækkunin tæki aðeins til gæða- minni olíu, sem nú er seld á 26,50 Líbanoh: ísraelar réðust á kaupskip Beirút, 23. aprd. AP. STJORN Líbanons hefur kært til Sameinuðu þjóðanna skot- árás, sem fjórir fallbyssubátar frá fsrael gerðu í morgun á flutningaskip fyrir utan strönd Suður-Líbanons. Skipið varð fljótlega alelda, en líbanska strandgæslan bjargaði sjö mönnum, sem voru um borð. Hernaðaryfirvöld í Tel Aviv hafa staðfest að árásin hafi verið gerð, en segja að sigling- ar skipsins hafi verið „grun- samlegar". Þau segja að einn ísraelskur hermaður hafi særst lítillega í skotbardaga við skipverja og libanska strandgæslumenn. Flutningaskipið, sem ísrael- ar réðust á, heitir Roula og er skráð í Hondúras. Skipstjór- inn segir að það hafi verið að flytja sement frá Rúmeníu til hafnarborgarinnar Sídon f Suður-Líbanon. dollara (rúmar 1.000 ísl. krónur) hver tunna. Talið er fulltrúar írans beiti sér gegn tillögum Saudi-Araba um lækkun olíuverðsins. Þeir eru sagð- ir hlynntari því að framleiðsla olíu- útflutningsríkjanna verði dregin saman. Ráðherrarnir samþykktu hins vegar í gær, að bíða með allar ákvarðanir um samdrátt í fram- leiðslu til haustsins. Subroto, olíumálaráðherra Indó- nesíu, sem er forseti OPEC um þessar mundir, sagði á fundi með blaðamönnum í gær, að hlutdeild OPEC í olíumarkaði heimsins hefði lækkað verulega á undanförnum árum. Árið 1979 hefði hún verið rúmlega 63%, en á síðasta ári 43%. Á þessu ári væri hún um 30%. Öryggissveitir lögreglunnar í Jóhannesarborg á ferð í Kwa-Thema í gær AP/Símamynd Fjöldahandtökur halda áfram í Suður-Afríku: Neyðarlögin megna ekki að lægia ólguna í landinu Jóh»nnf»arbore. 23. júli. AP. YFIRVÖLD í Suður-Afríku segja, að 441 maður hafi verið handtekinn á grundvelli laga um neyðarástand, sem tóku gildi í landinu á sunnudag. Lögin voru sett til að koma á röð og reglu eftir kynþáttaóeirðir, sem staðið hafa með litlum hléum í eitt ár. Samkvæmt neyðarlögunum þarf ekki að gefa út ákæru á hendur mönnum sem sitja í varðhaldi á meðan rannsókn fer fram á meintu broti þeirra. Nær allir hinna hand- teknu eru svertingjar. Neyðarlögin hafa ekki megnað að lægja ólguna í Suður-Afríku. Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Jóhannesarborg hafa a.m.k. átta svartir menn beðið bana í óeirðum síðan þau voru sett. Þá hafa a.m.k. AP/Símamynd Forseti Kína í Bandaríkjunum Li Xiannian, forseti Kínverska alþýðulýðveldisins, átti í gær viðræður við Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, ( Hvíta húsinu ( Washington. Þeir ræddu samstarf þjóðanna á ýrasum sviðum. Sjá: „Undirstöður lagðar að vináttu þjóðanna", á bls. 24. 60 manns verið teknir höndum fyrir þátttöku í óeirðum til viðbót- ar hinum 441, sem sitja inni á grundvelli neyðarlaganna. Um 20 til 25 þúsund svertingjar fylgdu í dag 15 kynbræðrum sínum til grafar í Kwa-Thema, útborg Jó- hannesarborgar, en mennirnir lét- ust í uppþotum í vikunni sem leið. Athöfnin fór friðsamlega fram, en fólkið söng baráttusöngva og hróp- aði vígorð gegn stjórn hvíta minni- hlutans. Desmond Tutu, hinn þeldökki biskup í Jóhannesarborg og hand- hafi friðarverðlauna Nóbels, flutti ávarp við útförina. Hann fordæmdi stefnu stjórnvalda og jafnframt þá kynbræður sína, sem myrt hafa aðra svertingja fyrir meint sam- starf við stjórnvöld. „Ef þetta ger- ist aftur, verður erfitt fyrir mig að taka málstað ykkar,“ sagði Tutu. „Þá fer ég ásamt fjölskyldu minni frá þessu landi, sem ég ann svo mjög,“ sagði hann. Á síðasta ári hafa 500 manns lát- ist í pólitískum átökum í Suður- Afríku. Flestir hinna látnu eru svertingjar, sem lögregla hefur skotið til bana, en nokkrir hafa lát- ið lífið fyrir hendi eigin kyn- bræðra, sem hafa sakað þá um að eiga samstarf við yfirvöld og segja til félaga sinna. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, fordæmdi í dag aðskilnaðarstefnu stjórnvalda Suður-Afríku. Hann áréttaði hins vegar, að breska ríkisstjórnin væri andvíg því að beita Suður-Afríku efnahagsþvingunum til að knýja fram stefnubreytingu. Hann sagði, að slíkar þvinganir mundu fyrst og fremst bitna á svertingjum í land- inu og auk þess skaða efnahag ríkja svertingja í nágrenni Suður- Afríku, jafnvel þótt þau ættu ekki aðild að hugsanlegu viðskipta- banni. Sjá á miéopnu frásögn blaðamanns Morgunblaðsins sem var á ferð í Jóhannesarborg og nágrenni um helgina. Danmörk: Hryðjuverkameimirnir eru líklega farnir brott Kaunmannahöfn. 23 hilí AP. ^ Kaupmannahofn, 23. júlí. AP. DANSKA lögreglan telur líklegt, að hryðjuverkamennirnir, sem komu fyrir sprengjunum sem sprungu á tveimur stöðum í miðborg Kaupmannahafnar í gær, hafi komist úr landi. Lýst hefur verið eftir þremur mönnum með „arabískt yfirbragð“ vegna rannsóknar málsins. Einn mannanna, sem leitað er að, sást fleygja frá sér handtösku í sjóinn við brottfararstað flugbáts- ins i Nýhöfn nokkrum klukku- stundum eftir að sprengjurnar sprungu í miðborginni. í töskunni var að finna sams konar sprengju og sprakk hún þegar verið var að gera hana óvirka á æfingasvæði lögreglunnar í borginni. Engan sakaði, en tölvustýrt tæki sem not- að er til að aftengja sprengjur í tilvikum af þessu tagi gereyðilagð- ist. Kunn hryðjuverkasamtök shíta, sem nefna sig „Heilagt stríð" (Jihad) hafa lýst ábyrgð hryðju- verksins á hendur sér. Þau segjast hafa verið að hefna fyrir árás ísra- ela á þorp í Suður-Líbanon. 27 manns særðust í sprengingunni og eru fimm þeirra þungt haldnir. Einum er vart hugað líf. Paul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur, hefur frestað fyrir- hugaðri för sinni til Bandaríkj- anna á meðan ríkisstjórnin ræður ráðum sínum. Allur þorri þing- manna á danskra þinginu hefur lýst sig reiðubúinn til að standa að nýjum ráðstöfunum til að vinna gegn hryðjuverkum. Sjá: „Dönsku blöðin fordæma hryðjuverkið“, á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.