Morgunblaðið - 24.07.1985, Page 7

Morgunblaðið - 24.07.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 7 rVentariiin sem maigir lita öfundaraugum IBMeinkatölvuprentarinn sem beðið var eftir er kominn. Þessi nýi prentari vekur aðdáun viðskiptavina en öfund keppinauta. Hann er hraðvirkur, fjölnýtur og prentar sérlega vel. Og verðið slær öllu við. Best að byrja á verðinu því að þegar þú hefur lesið um allt sem um er að velja, hraðann og gæðin, þá er eins víst að þú trúir ekki að verðið geti verið svona hagstætt: Aðeins kr. 24.500.-* Þrír hraðar; þú velur þann prenthraða sem hæfir verkefninu, 40 stafi á se.kúndu fyrir bréfaskriftir (næstum eins gott letur og úr ritvél), 100 stafi á sekúndu fyrir venjulegt lesmál, lista o.þ.h. og 200 stafi á sekúndu fyrir uppköst og önnur verk þar sem hraðinn skiptir meira máli en leturgæðin. Þessi ótrúlegi prentari býður upp á margar leturgerðir og stærðir. Hann prentar auðveldlega mismunandi tungumál því hann hefur stafróf hinna ýmsu mála á valdi sínu og auk þess ýmis sértákn úr tæk þetta ekki getur þú jafnvel búið til þitt eigið letur og tákn. * Notkunarkostirnir eru nær óteljandi. Ekki þarf að telja upp allt það sem færa þarf í letur á skrifstofum, verkfræðistofum, rannsóknarstofum og víðar. Þar á ofan teiknar þessi „galdrakarl“ línurit, súlurit og hvers konar grafískar myndir. Prentarinn skilar nótum, reikningum, kvittunum, listum og slíkum pappírum á venjulegan hátt með drifgötum á jöðrun- um og auðvelt er að rífa eyðublöðin beint úr hvert fyrir sig án þess að snúa valsi eða losa um drifklemmur. EN JAFNFRAMT ER HÆGT AÐ PRENTA BEINT Á VENJULEGT BRÉFSEFNI OG UMSLÖG ÁN ÞESS AÐ TAKA SAMHANGANDI EYÐUBLÖÐIN ÚR. Það kostar því engin tafsöm pappírs- skipti þó sinna þurfi bréfaskriftum sam- hliða öðrum verkefnum. Söiuumboð: Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, sími 20560 Ortölvutækni hf., Armúla 38, Z Reykjavík, sími 687220 Miðað við gengi á Bandaríkjadal 15.07.’85.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.