Morgunblaðið - 24.07.1985, Page 17

Morgunblaðið - 24.07.1985, Page 17
Það kostar 4 kr. 96 aura að flytja hvert kg hingað með bíl frá Reykjvík en 2 kr. 40 aura með skipi og þá á eftir að sækja vöruna á Reyðarfjörð. Ofan á þetta bætist síðan 25% söluskattur. Með flugi er þetta margfalt dýrara, t.d. kost- ar 151.- kr. undir allt að 4 kg; 208.- kr. undir 5—9 kg; 265.- undir 10—14 kg og 400.- kr undir 20—24 kg að viðbættum söluskatti. Af þessu má sjá hvað flutningskostn- aðurinn getur verið stór hluti vöruverðsins hér. Ég held raunar að jöfnun vöruverðs sé ein for- senda fyrir hinu margumtalaða jafnvægi í byggð landsins — en vörudreifing Smjörlíkis hf. er stórt spor ( rétta átt svo að maður skyldi ekki örvænta. — Hvernig hefur verslunin annar gengið undanfarið? Allvel. Sumrin eru alltaf góð hjá okkur. Að vísu hefur veðrátt- an sett strik í reikninginn síðustu daga en það er nú bara til þess að við gleymum ekki að þakka fyrir þá veðursæld sem við annars búum við hérna á Héraði. Síðan við fluttum inn í þetta nýja versl- unarhús hér að Lagarfelli 4 í des- ember ’83 hefur orðið umtalsverð söluaukning og reksturinn orðinn allur annar. Nú er starfsemin öll undir einu þaki en var áður tvístr- uð. Jú, jú, ég er bjartsýnn á viðgang verslunarinnar. Veltuhraðinn verður að vísu alltaf of lítill í svona verslun úti á landsbyggð- inni og vitanlega kemur það niður á vöruúrvali en takist að lækka eða jafna flutningskostnaðinn er góðum áfanga náð. Og verði rang- látum skatti á verslunarhúsnæði aflétt, versluninni greitt fyrir inn- heimtu söluskatts og eðlileg sam- keppni tryggð er bjart framundan fyrir verslunina, — sagði Sigurður Grétarsson að lokum. — Ólafur TOFRA.ORÐ ÞEIM SEM TIL ÞEKKJA GW^fjan Esja hf ’ Völuteig Mos(ei^22!L SÍMI 666160 esid reglulega öllum öl fjöldanum! MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 24. JULl 1985 17 Kristberg Kristbergsson doktor í matvælaverkfrædi KRISTBERGUR Kristbergsson varði doktorsritgerð sina í matvæla- verkfræði við Rutgers University í New Jersey-fylki í Bandaríkjunum þann 5. nóvember sl. Ritgerðin fjallaði um áhrif vatns á matvælum á niðurbrot á C-vítamíni, einkum m.t.t. hvort vatnið sé bundið risamólekúlum. Koma fram nýjar hugmyndir um hvernig má lýsa og reikna út ástand vatns í matvælum og áhrifum þess á niðurbrot nær- ingarefna, sem brjóta nokkuð í bága við hina hefðbundnu kenningu um vatnsvirkni. Ritgerðin heitir á ensku „Effect of the state of water in foods on ascorbic acid degradation." Rann- sóknirnar og ritgerðin voru mjög lofuð af öllum andmælendum. Kristberg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina og lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Islands 1979. Hann hefur st.undað rannsóknir og fram- haldsnám í matvælaverkfræði við fyrrnefndan háskóla í Bandaríkj- unum og lauk M.Sc. og M. Phil (Hon) gráðum þaðan árið 1982. Kristberg hefur einnig starfað sem ráðgjafi í pökkun á matvæl- um og matvælaverkfræði við mörg stórfyrirtæki í Bandaríkunum. Dr. Kristberg hefur ásamt Dr. Edvard Seltzer hlotið 100.000 doll- ara styrk til framhaldsrannsókna í matvælaverkfræði. Verkefnið heitir „Effect of ectrusion and extrusion cooking on textural and rheologycal properties of foods". Kristberg er sonur hjónanna Kristbergs Guðjónssonar, flug- umsjónarmanns, og Valgerðar Ármannsdóttur. Hann er kvæntur Guðrúnu Marteinsdóttur líffræð- ingi sem vinnur að doktorsritgerð í fiskalíffræði. Þau eiga eina dótt- ur, Hlín, sem er 5 ára. Dr. Kristberg Kristbergsson B 0 K I N Sparibókmeðsávaxtim Gullbókin sameinar kosti annarra spamaðar- leiða, en sníður af vankanta þeirra. og þeim fer sífellt fjölgandi,enda höfum við hækkað vextina um 2% - úr 31 upp í 33% á ári. Samkvæmt spá Seðla- bankans, hækkar lánskjara- vísitala um 10,6% til áramóta, | en það samsvarar 22,3% á ári. Ársfj órðungslega er gerður samanburður á kjömm Gullbókar og verðtryggðum þriggja mánaða reikningum. Pað skiptir engu máli hve oft þú tekur út, þú færð ætíð fulla vexti á alla þína innstæðu. Dæmi: Þú tekur út 10.000 kr. af 100.000 króna innstæðu. 1,7% vaxtaleiðrétting, 170 kr. af 10.000 króna úttekt, dregst frá við vaxta- færslu um næstu áramót. Innstæðan, 90.000 krónur, ber eftir sem áður hæstu vexti - nú 33% - allan tímann. BÓNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.