Morgunblaðið - 24.07.1985, Side 19

Morgunblaðið - 24.07.1985, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 19 Ljósm /Árni Sæberg Vigdís Finnbogadóttir ásamt Elínu Methúsalemsdóttur í minjasafninu á Burstafelli. Elín sér um minjasafnið, en hún bjó í þessum gamla burstabæ fram til ársins 1966. Bærinn er f eigu Þjóðminjasafnsins, en Vopnfirðingar eiga þá muni sem í bænum eru. Ljósmynd/Þorkell Á Dalatanga heimsóttu opinberu gestirnir vitahjónin Elfríði Páísdóttur og Erlend Magnússon. Hér gengur Elfríður um garðinn ásamt Vigdísi. Til að gróðurinn dafni í sjávarrokinu þarf að spúla plönturnar en húsfreyjan lætur það ekki aftra sér frá garðyrkjunni. Ljósmynd/Þorkell Vigdís Finnbogadóttir ásamt séra Sverri Haraldssyni í Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði eystra. Heimsókn forseta íslands til Borgarfjarðar eystra Borgarnrói eystra, 20. júlf. ÞAR sem mér þykja fjölmiðlar, sem fylgdust með ferðum Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands um Austurland, hafa valið þá stefnu að geta sem minnst um heimsóknir hans til minnstu byggðarlaganna, þykir mér hlýða að senda nákvæm- ari fréttir úr byggð minni. Þegar for- setinn og fylgdarlið hans komu til Borgarfjarðar þann 15. þessa mán- aðar kom hreppsnefnd Borgarfjarð- arhrepps til móts við gestina uppi á Vatnsskarði, þar sem hreppstjórinn, Óli Jóhannsson, bauð forsetann velkominn með stuttu ávarpi. Síðan hélt hópurinn til Bakka- gerðis og staðnæmdist við félags- heimilið Fjarðarborg þar sem hans beið hópur barna með litla fána og færði honum blóm. Siðan var farin skrúðganga upp á íþróttavöll þar sem forsetinn gróðursetti þrjár trjáplöntur. Því næst var haldið til hinnar 85 ára gömlu kirkju, þar sem sóknar- presturinn, Sverrir Haraldsson, tók á móti forsetanum og fylgdar- liði hans. Sagði hann þar sögu kirkjunnar í fáum orðum og af- henti forsetanum litla gjöf frá kirkjunni til minningar um komu hans þangað, — lítinn platta með mynd af kirkjunni og upplýsing- um um hana á bakhlið. Jafnframt sagði hann sögu hinnar þekktu altaristöflu Jóhannesar Kjarval, hins viðurkennda listaverks. Eftir það skoðaði forsetinn hina fögru muni steiniðjunnar Álfa- steins. Um kvöldið sat forsetinn kvöldverðarboð hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps og loks var opið hús þar sem allir voru vel- komnir til að ræða við forseta sinn. Þar var honum afhent gjöf frá þegnum sínum í Borgarfirði, sem oddviti Borgarfjarðarhrepps, Magnús Þorpteinsson, afhenti með stuttri ræðu. Var það steinklappi með mynd af Dyrfjöllum unninn í Álfasteini. Forsetinn þakkaði gjafirnar og móttökurnar og rabb- aði stundarkorn við veislugesti, sem höfðu fjölmennt til að hylla forseta sinn. Segja má að forset- inn hafi unnið hug og hjörtu Sauóárkróki. 17. júlí. 'EINS og frá var greint í Morgun- blaðinu 9. júní sl. gaf Ottó A. Mich- elsen, forstjóri í Reykjavík, Hér- aðsskjalasafni Skagfírðinga merka og verömæta bókagjöf, alls 35 rit, prentuð á Hólum, Leirárgörðum og Viðey, allt gömul rit guðræknislegs efnis. En auk þess er í gjöf Ottós eitt rit af veraldlegu tagi: ágætt eintak Heimskringlu Snorra Sturlusonar í tveim bindum, sem Svíinn Perkingskiöld lét prenta í Stokk- hólmi 1697 og er fyrsta prentút- borgfirskra þegna sinna með alúð sinni og elskulegri framkomu. Um nóttina gisti hann í Borgarfirði og hélt áfram ferð sinni snemma næsta dags, þann 16. júlí. Áður hafði veður verið dimmt og drungalegt, en meðan á heimsókn- inni stóð létti til og sá til sólar. Sverrir gáfa þessa rits, gersemi mikil eins og gefur að skilja. Ottó A. Mich- elsen og Gyða Jónsdóttir kona hans, sem bæði eru Sauðkræk- ingar að uppruna, hafa oft áður fært Héraðsskjalasafni Skagfirð- inga verðmætar gjafir, og sýnt æskuslóðum sínum margvíslega ræktarsemi. Hluti bókargjafar Ottós er nú til sýnis í Safnhúsi Skagfirðinga og er meðfylgjandi mynd tekin af henni. Stærsta bókin er Heims- kringla Snorra Sturiusonar. kári. Sauðárkrókur: Bókagjöf sýnd í Safnahúsinu MMTSUBMSHM GALANT framhjóladrífínn kjörgrípur Það eru einmitt bílarnir frá MITSUBISHI sem njóta mestra vinsælda hérlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.