Morgunblaðið - 24.07.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.07.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 31 Iðntæknistofnun íslands: Athugasemd vegna skrifa um svaladrykki MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Iðntæknistofnun íslands: Vegna auglýsinga og skrifa í fjölmiðlum undanfarna daga um magn C-vítamíns og sykurs í svaladrykkjum óskar Iðntækni- stofnun að koma á framfæri, að samanburður á C-vítamíni og syk- urmagni í drykkjunum Gosa, Hi-C og Svala er ekki rannsókn á veg- um stofnunarinnar. birta á annan hátt án skriflegrar heimildar Iðntæknistofnunar." Stofnunin hefur ekki heimilað slíkt fyrir ofangreinda skýrslu. Á sama hátt er Iðntæknistofnun óheimilt að láta þriðja aðila i té upplýsingar um verkefni, sem unnin eru gegn greiðslu, nema með samþykki verkkaupa. Iðntæknistofnun ábyrgist niðurstöðurtölur mælinganna, en sé um að ræða á vegum stofnunar- innar samanburðarrannsókn, sem birta skal opinberlega, verður stofnunin sem slík að skipuleggja rannsóknina og sjá um birtingu niðurstaðna. Sýnataka yrði þann- ig í umsjá stofnunarinnar og öll- um hlutaðeigandi framleiðendum og dreifendum að óvörum. Rögnvaldur S. Gíslason, deildarstjóri Efna- og matvælatæknideildar. Skákþíng Norðurlanda í Gjövik: Helgi, Jóhann og Agde- stein berjast um sigur Cjövik i Noregi, 23. júlí. Krá Áskeli Krni Káraoyni, fréuamanni Morsunblailsins. ÍSLENSKl! keppendurnir, Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson, eru jafnir og efstjr ásamt Agdestein frá Noregi meö 6 vinninga aó loknum 8 umferóum hér á Skákþingi Noróurlanda. Ljóst er orðió að þessir þrír skákmenn berjast um sigur í mótinu og aó aörir blanda sér ekki í þá baráttu, enda aóeins 3 umferðir eftir. Mikið var um jafntefli í 8. um- Önnur úrslit urðu þau að Maki ferðinni, sem tefld var í dag. Jó- og Öst-Hansen gerðu jafntefli og hann hafði hvítt gegn Agdestein. sömuleiðis Helmers og Yrjöla. Þeir sömdu um jafntefli eftir Wiedenkeller vann Jens Chr. nokkrar sviftingar þar sem Jó- Hansen en skák Westerinen og hann sótti og Norðmaðurinn Scusslers fór í bið. varði. Svipað var upp á teningn- um hjá Helga og Curt Hansen. Skákirnar sem fóru í bið úr 7. Helgi var með hvítt og tefldi til umferð voru tefldar í morgun, þ.e. vinnings en Hansen varðist vel og Agdestein-Maki og Öst-Hansen- sömdu þeir um jafntefli þegar Wiedenkeller, og enduðu báðar Hansen hafði jafnað taflið._með jafntefli._____________ Hið rétta er, að fyrirtækið Sól hf. óskaði eftir mælingum á C-vítamíni og sykri í nokkrum sýnum svaladrykkja, sem fulltrúi fyrirtækisins afhenti stofnuninni. Skýrsla með niðurstöðum mæl- inganna er dagsett 10. júlí sl. Á skýrslublöðum Iðntæknistofnunar er skýrt tekið fram: „Skýrsluna má ekki nota í auglýsingaskyni né Ritstjóri DV kærður LÖGÐ hefur veriö fram kæra á hendur Jónasi Kristjánssyni, rit- stjóra DV, fyrir ummæli, sem féllu í leiöara DV í gær. Kæruna leggur fram Jón Oddsson, hrl., lögmaður lögreglumannsins, sem dæmdur var til greiðslu sektar fyrir aó hafa af gáleysi valdið Skafta Jónssyni, blaöamanni, áverka í lögreglubfl á leiö frá Þjóóleikhúskjallaranum til lögreglustöóvarinnar í Reykjavík og krefst hann opinberrar rannsóknar á skrifum DV um svokallað „Skafta- mál“. Lögmaðurinn kærir eftirfarandi ummæli í DV: „framdi ofbeldið í vinnutímanum". Hann telur þetta meiðandi ummæli vegna „sýknu í Hæstarétti allra 5 dómenda og Sakadóms Reykjavíkur". fslensk bók á metverði í Noregi NÚ ER TIL sölu í Noregi eintak af Ólafssögu Tryggvasonar, sem prent- uð var í Skálholti árið 1689. Bókin er til sölu hjá fornbókaversiuninni Damms Antikvariat í Osló og er hún verðlögð á 42.500 norskar krónur (u.þ.b. 200.000 ísl. kr.) og er að sögn verslunarinnar dýrasta íslenska bók sem þeir hafa haft til sölu. Þetta kemur fram í verðlista verslunarinnar fyrir júnímánuð, sem Morgunblaðinu barst fyrir skömmu. Verðlistinn ber nafnið Saga og í honum eru nær tvö- hundruð islenskar bækur og margar þeirra mjög sjaldgæfar að því er segir í kynningarbréfi sem fylgdi verðlistanum. Áðurnefnd útgáfa ólafssögu Tryggvasonar mun vera mjög sjaldgæf og miklu sjaldgæfari en aðrar fornsögur sem prentaðar voru í Skálholti. Mun það stafa af því að hún er í þrisvar til fjórum sinnum stærra broti en aðrar og upplagið var af þeim sökum mun minna. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! JltorgiittiÞIitfób i GERÐU ÞÉR GLAÐAFÍ DAG. Gikiiríjúlí og ágúst í öllum góöum vershmum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.