Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 1
I 220. tbl. — Miðvikudagur 29. september 1965 — 49. árg. Slysum fjölgar en banaslysin eru færri í ár MB-Reykjavík, þriðjudag. Frá áramótum til loka ágúst- mánaðar hafa 269 manns slasazt meira og minna í umferSarslysum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, og af þeim hafa 3 beðið bana. Á Lítið um murtuna GE—Kárastöðum, þriðjud. Murtuveiðin .stendur nú yfir í Þingvallavatni og er sótt frá öllum bæjum, sem eiga land að vatninu, m.a. einum bæ í Grímsnesi, Kald ádiöfða. Það munu vera 12—14 aðilar sem þessa veiði stunda. Murtuveiðin er fremur treg þetta árið. Þeir, sem hafa stundað þessa veiði í áratugi, hafa orðið þess varir, að það er eins og veiðin nái hámarki á tíu ára fresti. Þessar tíu ára sveiflur minna á þær breytingar sem verða á rjúpnastofnmum hér á landi, þótt ólíklegt sé, að hér sé um samband að ræða. Murtuveiði var í hámarki í Þingvallavatni árið 1929 og síðan 1939 og 1949, og 1959 og ‘60 var mokveiði. Síðan hefur verið að draga úr veiðinni, en samkvæmt fyrrgreindri kenningu á veið in aftur að vera komin í há- mark árið 1969. Murtan, .sem veiðist í Þingvallavatni, er seld til niðursuðuverksmiðj. Ora í Kópavogi og fá bændur þrettán krónur fyrir kílóið. sama tíma I fyrra höfðu 239 slas- azt í umferðarslysum frá áramót- um á sama svæði og 6 beðið bana. Tíminn ræddi í dag við Ólaf Guðmundsson, varðstjóra í Slysa- rannsóknadeild götulögreglunnar í Reykjavík, en sú deild vinnur úr skýrslum um öll þau umferð- arslys í lögsagnarumdæmi Reykja víkur, sem götulögreglan í Reykja vík hefur afskipti af. Vera má að einhver minni háttar óhöpp í um- ferðinni komist ekki í bækur götu lögreglunnar, heldur séu kærð beint til rannsóknarlögreglunnar, en öll meiri háttar slys eru þar bókfærð. f slysum þeim, sem götulögregl an hefur haft afskipti af, hafa 269 manns slasazt meira og minna frá áramótum, og af þeim hafa 3 beðið bana. Til fróðleiks skulu slysin flokkuð hér nokkuð. Flestir hinna slösuðu hafa verið 'farþegar í bifreiðum, eða alls 104. Langsamlega hæsta slysatalan á bifreiðafarþegum varð í siðasta mánuði, en þá slösuðust alls 27, þar af 20 í einu slysi, þegar áætl- unarbíllinn með Loftleiðafarþeg- ana og strætisvagninn rákust á í Vesturbænum. Næst hæsti mánuð urinn hvað þetta áhrærir er marz, en þá slösuðust 19, í júní 17, í maí 15, í janúar, apríl og júlí 8 í hverj um mánuði og 2 i febrúar. Næstflest hafa slysin orðið á gangandi vegfarendum, sem orðið hafa fyrir bifreið. Þeir eru sam- tals 77 og þar af hafa orðið tvö banaslys. Flest slys á gangandi vegfarendum urðu í aprílmánuði, eða 13, í marz 12, í janúar 11, í febrúar 10, 9 í júlí, 8 í maí, og í júní og ágúst 7 í hvorum mánuði. 50 ökumenn bifreiða og bif- hjóla hafa slasazt á þessu svæði í umferðarslysum, það sem af er árinu. Flestir voru þeir í maí eða 10, 8 í marz og 8 í apríl, 6 í janú- ar og júlí, 5 í júní, 4 í ágúst og 3 í febrúar. 38 hjólreiðarmenn slösuðust, og Framhaid bls z EKKERT TILB0D B0RIZT ENNÞÁ IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. Enginn samningafundur var haldinn í dag í launadeilu prent- ara og prentsmiðjueigenda. Á fundinum, sem haldinn var í gær, kom ekkert nýtt fram, svo að lausn málsins er að því leyti jafn fjarri og áður. Hefur blaðið eftir góðum heimildum, að enn hafi ekkert tilboð borizt frá prent- smiðjueigendum, og prentarar munu ekki hafa vikið frá fyrri kröfum sínum í þeim viðræðum, sem átt hafa sér stað milli deilu- aðila. Eins og áður hefur verið skýrt frá, þá hafa prentarar boðað verk- fall frá og með 1. október. Það er þvi að verða skammur tími til stefnu. Komi fram tilboð frá prentsmiðjueigendum á samninga fundi, sem á að halda annað kvöld gefst lítill tími til umræðna, og vart um annað að ræða en bera samningstilboð svo að segja beint undir félagsfund hjá prenturum, pem auglýstur hefur verið á fimmtudag. Vonandi er að launa- deila þessi leysist áður en til verk falls kemur, en það auðveldar ekki lausn hennar, hvernig haldið hef- ur verið á málum fram að þessu, en nálega fjórir mánuðir eru síð- an samningunum var sagt upp. Þessl símsenda mynd frá gosstöðvunum sýnir gjöreyðinguna í nágrenni eldfjallsins. 7 I eldgosi við Manila Tjminn fékk þessa mynd sfmsenda frá ManiVli í gær. Hún sýntr gosiS í Taal í gærmorgun. NTB-Manila, þriðjudag. Að minnsta kosti 630 manns hafa látið lífið í hinu öfluga eld- gosi í Taal-eldfjallinu í dag, að því er lögreglan tilkynnti í kvöld. Enn er mörg hundruð manna saknað, og er hætt við að flestir þeirra séu látnir. Auk þess er mikil hætta á nýju eldgosi hvenær sem er, að sögn jarðfræðinga. Mikið eldgos hófst snemma í morgun á eyjunni Taal í Filipps- eyjaklasanum, og er óttazt um líf mörg hundruð manna. í dag var talið, að um 300 manns hefðu farizt, er þeir flúðu eyjuna í bát- um og lentu í flóðbylgjum. Einn ig er óttazt, að margir hafi graf- izt undir ösku og hrauni. Aðstoð- arvarnarmálaráðherra Filippseyja sagði í dag, að aðeins væri vitað með vissu um að átta manns hefðu farizt, en vel gæti verið, að um 2000 manns hefðu ekki get- að komizt undan, er eldgosið hófst. Ráðherrann sagði þetta eftir að 5000 manns höfðu verið fluttir frá Taal- og_nærliggjandi smáeyjum, sem liggja í vatni einu um 80 km fyrir sunnan höfuðborg Filipps- eyja, Manila. Flugvél frá her lands ins flaug yfir eyjuna í dag, og til- kynnti flugstjórinn, að ekkert lífs J mark væri að sjá þar. Taldi hann 200 dauð húsdýr á jörðu niðri. Lögreglan tilkynnti í dag, að fimm ferkílómetrar lands á þeim hluta eyjunnar, sem eldgosið átti sér stað, hafi sokkið. Á þessu svæði lá þorp að nafni Alas-As. Aska þakti eyjuna í dag, og var hún sums staðar 20 metra þykk. Fnamhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.