Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 29. september 1965 14 TÍMINN Síðasti innritunardagur er á föstudaginn kemur (1. október). Innritað verður daglega í Miðbæjarskólanum í 1. stofu (gengið inn um norðurdyr) kl. 5—7 og 8—9 síðdegis. Velja má eina námsgrein eða fleiri. INNRITUNARGJALD er kr. 250.00 fyrir bóknáms- flokka, og kr. 400.00 fyrir verknámsflokka. — Kennsla fer fram Á KVÖLDIN kl. 7.45—10-20 í bóklegum greinum, en 7.30—10.30 í verklegum greinum. í hverjum flokki verða kenndar tvær kennslustundir á viku, sín hvorn vikudag (nema sniðteikning, kjólasaumur^ barnafatasaumur, elik- húskynning, foreldrafræðsla, sálfræði, íslenzka fyrir útlendinga, algebra, bókmenntir, bókfærsla og þýzka, 3. fl. tvo samliggjandi tíma einu sinni í viku.) Kennsla hefst mánudaginn 4. október. — Síðasti kensludagur 31. marz. BÓKNÁMSFLOKKAR: íslenzka (1.—2. fl.) danska (1.—5- fl.), enska (1.—6. fl.), þýzka (1.—3. fl.), franska (1.—2. fl.), spánska (1.—2. fl.), reikningur (1.—2. fl.), algebra, bókfærsla (1.—2. fl.), íslenzka fyrir Englendinga, Þjóðverja og Dani (1.—2. fl.), foretdrafræðsla (1—2. fl.) sálfræði, leikhúskynn- ing, bókmenntakynning. — Englendingar kenna ensku í 1. D, 2.D_ 3.B, 4.B, 5. B og 6. — Danir kenna dönsku í 4. og 5. fl. VERKNÁMSFLOKKAR: (Ritvélar og seumavélar eru til afnota í tímum) Vélritun, föndur, barnafata saumur, kjólasaumur, sniðteikning. Stundaskrár og upplýsingablöð liggja frammi við innritun. — Innritunargjald greiðist við innritun. (Gjörið svo vel að geyma þessa auglýsingu.) HOTEL-SELFOSS óskar eftir tvehnur stúlkum til framreðslustarfa. Vaktavinna. Upplýsingar hjá hótelstjóra. HÓTEL SELFOSS. Innilegar þakkir fyrir auSsýnáa r.amúð viS andlát op jsrðarför, Sigurveigar Árnadéttyr f;k Akranesi ASsfaridsndur. Innilegar þakkir fyrir auíísýnda samúS við andiát og útfor fö'ður okkar og tengdaföSur Sveinbjarnar Krísfjánssonar byggingameistara SigurSur Svoinbjörnsson, Ingibjörg Ingimundardóttir Óskar Syelnbjörnsson, Jóna Ágústsdóttir, Júlíus Sveinbjörnsson, Þóra Kristjánsdóttir, Erla Sveinbjörnsdóttir, lngólfur Jónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát eiginkonu minnar og móður okkar Ingibjargar Benediktsdóttur YtriVöllum Lúðvík Jóhannesson, Guðrún Lúðvíksdóttir. Steinar J. Lúðvíksson. Málverkasýning Siguringi E. Hjörleifsson opnaði málverkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins á laugardaginn. Sýningin verður daglega opin frá kl. 14—22, sunnudaga kl. 10—22. JARÐSKJÁLFTI Eldgosið hófst snemma morg- uns að þarlendum tíma, og sváfu íbúarnir þá, eins og venjulega á þeim tíma, undir hinum háu kókos trjám. Skyndilega gaus upp geysi- stór eldstunga úr gígnum. Fór hún langt upp í loftið og lýsti eins og sól á næturhimninum. Síðan komu geysimiklar þrumur og öfl- ugir Ijósglampar. Flestir þeirra, sem lifðu af fyrsta gosið, komust í báta og voru fluttir til lands. Sögðu þeir, að skyndilega hefðu þeir vaknað við ofboðslega sprengingu, eyjan hefði titrað öll og skolfið og stein um og ösku hefði rignt yfir þá eins og um skýfall væri að ræða. Talið er hugsanlegt, að um 2000 manns hafi ekki tekizt að koma sér burt frá eyjunni, eða öðrum smáeyjum þar í kring, sem einnig eru í hættu. Fimm þorp á eyj- unni grófust í hrauni og ösku. Nokkrir bóndabæir voru skammt fyrir neðan eldfjallið, og munu sumir íbúanna þar hafa farizt strax i byrjun eldgossins. Er vitað með vissu um eina fjölskylduna, sem fórst, en bær hennar var rétt við eldgiginn. Sífiasta eldgosið á Taal, átti sér stað árið 1911, og þá fórust 1300 manns, og margir meiddust. Lög- regluforingi einn sagði í dag, að hann hefði rætt við lítinn dreng, sem er einn þeirra, sem björguð- ust, þegar báturinn, sem hann var í, sökk. Sagði drengurinn, að um 50 manns hefðu verið í bátnum, en ekki er vitað hvort allir aðrir en hann hafi drukknað. Öskubyljir gengu oft langt út á vatnið og féllu þá yfir bátana. Er talið að fleiri bátar hafi sokkið. Meðal þeirra, sem óku niður að vatninu til þess að horfa á eld- gosið og kynna sér ástandið, var Diosadado Macapagal, forseti Filippseyja. Skipaði hann her landsins að taka þátt í björgunar- aðgerðum á staðnum. Rauði kross- inn sendi einnig menn til staðar- j ins. Filippseyjaklasinn, sem í eru I samtals um 7000 eyjar, liggur j þvert yfir eldf jallabelti Kyrrahafs i inSj og um ein milljón manna búa j rétt við 12 hættulegustu eldfjöll; Filippseyja. i MÁTU í.6Ð!NA ( var fram i bréfinu. Það hefði ekki i skaðað að láta hlutlausan manr. \ frá Hæstaréttí aihuga reikuirigana.; Hér fer á eftir fréttatilkynn- \ ingin: ; Nokkur blaðaskrif hafa spunn- j izt undanfarið urn kaup rikissjóðs j á húseigninni nr. 13 við Brekku i götu í Hafnarfirði af Guðmundi í.! Guðmundssyrsi, þáv. utanrikisráð herra. Með því að ekki hefur ver- ið farið rétt með staðreyndir varð andi tildrög og framkvæmd húsa kauparina. þykir rétt að málsatvik verði rakin. Er Guðmundur í. Guðmundsson tók við embætti bæjarfógeta í Hafnarfirði 1945 fylgdi því ekki embættisbústaður og byggði hann þá sjálfur hús við Brekkugötu 13 í Hafnarfirði. Á árinu 1958 fór Guðmundur í. Guðmundsson þess á leit bréflega við dómsmálaráðu neytið, með vísun til þess, að langt væri komið að byggja eða kaupa embættisbústaði fyrir öll bæjarfógeta- og sýslumannsemb- ætti landsins, að fallizt yrði á að kaupa umrætt íbúðarhús hans. Með bréfi dómsmálaráðuneytis, dags. 1. apríl 1958, samÞykkir ráðuneyt ið, að umrædd húseign verði keypt af honum eftir árslok 1959, ef hann óski þess þá og þó eigi síðar en hann láti af embætti sem bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslu maður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Um ákvörðun kaupverðs segir í bréfinu, að það fari eftir mati tveggja manna og verði annar til- nefndur af dómsmálaráðuneytinu, en hinn af Guðmundi f. Guðmunds syni. Geti matsmenn ekki orðið ásáttir tilnefni Hæstiréttur odda mann. Við matið verði lagt til grxmdvallar byggingarkostnaður íbúðarhúsa á þeim tíma er matið fer fram að frádreginni eðlilegri fymingu, og fullt tillit verði tekið til kostnaðar við lóð hússins og húsgrunn. Snemma á þessu ári til- kjmnti Guðmundur f. Guðmunds- son dómsmálaráðuneytinu, að hann óskaði þess, að húskaupin kæmu nú til framkvæmda, svo sem að framan segir. í byrjun apríl s. 1. nefndi Guðmundur í. Guðmunds- son sem matsmann af sinni hálfu Tómas Vigfússon, húsasmíðameist- ara, en dómsmálaráðuneytið til- nefndi af sinni hálfu Helga Ey- jólfsson, húsasmíðameistara. f matsgerð þeirra kemur fram, að húsið Brekkugata 13 er 1325 rúm metrar að stærð. Niðurstaða mats- gerðarinnar hljóðar svo: „í mat- inu höfum við tekið tillit til að- stæðna við byggingaframkvæmdir, þegar þær fóru fram, ástand eign arinnar nú og fymingu, samanber bréf dóms- og kirkjumálaráðuneyt isins dags. 1. apríl 1958, eins og að eðan greinir. „ . . . . Við matið verði lagt til grundvallar byggingarkostnað ur íbúðarhúsa á þeim tíma er mat- ið fer fram að frádreginni eðli legri fyrningu, og fullt tillit verði tekið til kostnaðar við lóð hússins og húsgrunn . . . .“ Með hliðsjón af byggingarkostn aði, eins og hann er í dag og á- statnd eignarinnar metúm við hús ið á kr. 3.710.000.00. Samkv. framanlögðum reikning- um eiganda á framkvæmdum við lóðina og önnur mannvirki, er á henni eru, fært til núverandi verð lags , metum við þær á kr. 1.027. 000.00. Heildar mat kr. 4.737.000 00“. Svo sem fram kemur af ofan grein^um tölum er rúmmetraverð í húsinu metið kr. 2.800.00. Komið hafa fram í blaðaskrif um, ábendingar um, að ekki hafi verið gætt nægilega við kaupin ákvæða laga um embættisbústaði dómara. í 2. gr. þeirra laga segir: „Nú verða héraðsdómaraskipti og sá er af störfum lætur, eða bú hans á hús, sem að dómi ráðherra er hæfur héraðsdómarabústaður, og skal þá ríkisstjórnin kaupa eign ina, ef viðtakandi héraðsdómari óskar- enda fáist hún fyrir hæfi- legt verð að dómi sérfróðra óvil- hallra manna" Af þessu er ljóst, að með bréfinu frá 1. apríl 1958 eru teknar aðrar og meiri skuld bindingar 6 ríkissjóð en sam- kvæmt tilvitnaðri lagagrein, þ.á-m. um matsgrundvöll. Matsmönnunum er> samkvæmt bréfi ráðherra 1. apríl 1958, bein línis fyrir lagt að meta hús og lóð miðað við kostnaðarverð hvorttveggja á þeim tíma, þegar matið fer fram. Frá þessu ber að draga eðlilega fyrningu á húseign og er við það miðað í matinu. En lóðaverðið er, samkvæmt fyrir- mælum bréfsins byggt á framlögð um kostnaðarreikningum á fram- kvæmdum við lóðina og önnur mannvirki, er á henni eru, fært til núverandi verðlags, eins og áður segir. Kostnaðurinn varð svo mikill vegna alveg sérstakrar mannvirkja gerðar á lóðinni, þar sem sprengt er inn í Hamarinn svo kallaða fyr- ir húsinu. Um þessar ákvarðanir ber ekki að saka matsmennina, heldur leiðir þær af þeim skuld bindingum, sem teknar voru á ríkissjóð með bréfinu 1. apríl 1958. Af því er varðar val á mats- manni af hálfu dómsmálaráðuneyt isins hefur verið fundið að því, að Helgi Eyjólfsson, húsasmíða- meistari, hafi verið valinn, þar sem haan væri jafnframt fram- kvæmdastjóri sölunefndar varnar liðseigna, og málefni hennar heyri undir utanríkisráðherra. Helgi er þó ekki á neinn veg svo háður utanríkisráðherra um Það starf, að skert geti sjálfstæði hans í matsstörfum eða réttdæmi, enda verður ekki véfengt, að Helgi Ey- jólfsson er einhver færasti kunn- áttumaður, sem völ er á í því efni, sem matið fjallaði um. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 28. september 1965. A VÍÐAVANGI fjármálastjórn Gunnars Thor- oddsens og viðskilnað hans við ríkiskassann svo verðlaunaverða sýslu, að ekki þyrfti hann önn- ur meðmæli í sendiherrastöðu. Bjarni hefur líklega ekki heyrt hvernig Magnús lýsir þeim við- skilnaði á fundum Sjálfstæðis- manna úti á landi um þessar mundir. Sá sérstæði mannjöfnuður og dylgjur, sem forsætisráðherr- ann hefur í frammi haft að þessu sinni, er þó fyrst og fremst heimild um hann sjálf- an og mætti verða þjóðinni allri nokkurt hugleiðingarefni um það, hvers konar stjórnar- hatt hún ber á höfði um þess- ar mundir. Kýr til sölu 12 ungar kýr og kvígur til sölu. Björn Lárusson, Fitjarmýri, V-Eyjafjöllum. VERÐLISTAR 1966 AFA NORÐURLÖND OG SAMEINUÐU ÞJÓÐIRN- AR Kr- 65.00 FACIT NORÐURLÖND Kr. 130.00 FRÍMERKJASALAN Lækjargöfu 6A Atvinna Kvenmann vantar til þvotta og fráganga á fatnaði nemenda í Reykjaskóla á komandi vetri. Nánari upplýsingar hjá skólastjóranum. Sími um Brú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.