Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 3
MTOTTKTJDAGUR 29. september 1965 TMMN f SPEGLI TfMANS um. Lifi Sovét. Þið finnið okk ur aldrei.“ En eftir tveggja ára leit var hann afhjúpaður. Nótt eina í maíbyrjun árið 1951 var skotið á tvo lögregl menn á Christianshavns Vold. Sá sem skaut, var Palle Sören sens „hægri hönd“ í glæpa- flokknum sem nú var starf- ræktur samkvæmt alþjóðlegum fyrirmyndum. Þetta varð til þess að sex þeirra, sem íglæpa flokknum voru, voru handtekn ir — þeirra á meðal Palle Sör ens^i. mikla vopnasafn glæpa flokksins fannst einnig. Höfðu glæpamennirnir riffla vélbyss ur og skammbyssur, sem þeir höfðu stolið í vopnageymslum hersins. Vopnin og sprengiefn ið hafði glæpaflokkurinn notað við nokkra tugi innbrota. Talið var, að Palle Sörensen hefði á þeim tveim árum, sem hann var laus notað u. þ. b. 100.000 danskar krónur. Hann lifði eins og kóngur, keypti marga dýra bíla, m. a. Merced es-kappakstursbíl. Var hann ár ið 1951 talinn kosta um 50 þúsund danskar kr. Fyrir hluta af peningunum keypti hann logsuðutæki raf magnsborvélar, lykla og fleiri tæki, sem hann notaði við inn brot sín- Síðustu tvo mánuðina áður en hann var handtekinn hafði hann eyðilagt Mercedesbíl sinn, stykki eftir stykki, og sigldi síðan með hann út á Eyrar- sund og sökkti honum þar til þess að fá greidda trygging una. Hann fékk hana líka, og gróðinn varð um 50 þúsund danskar krónur. Skömmu fyrir árið 1960 var Palle Sörensen sleppt úr fang elsi að nýju, en ekki leið á löngu, þar til hann hóf afbrota feril sinn að nýju. Hann framdi nokkur innbrot og sat oft í fangelsi fyrir þau afbrot. Síðast var honum sleppt úr fangelsi, til reynslu, í lok síð asta árs. Hann hefur ekki haft neina fasta atvinnu síðan og lögregl an taldi mjög líklegt, að hann lifði enn einu sinnj á innbrot um. Bílana tvo, sem mikið voru nefndir í sambandi við morðin, Simca og Cadillac, keypti hann notaða og Þessir bílar voru notaðir er hann fór i innbrotsferðir sínar. Hann hafði ekkert ákveðið heimilisfang en dvaldist oftast á Italiensvej 6. Þýfi sitt gróf hann í jörðu á ýmsum stöðum þar til hann gat selt það, Palle Sörensen er ókvæntur, og hefur alltaf verið það. Hann drekkur ekki, og fer mjög sjald an út að skemmta sér- Eina skemmtun hans eru glæpasögur, segir ættingi hans. Hann elskar að svelgja í sig dramatískar frásagnir glæpa- sagnanna og þaðan fær hann hugmyndir sínar. Þegar við höfum reynt að rétta hann við og fá hann til þess að lifa sem heiðvirður borgari, hefur hann vísað okk ur á bug með háði. Hans eina ósk er að vera ,,kaldur karl“. Það kostaði fjóra lögreglumenn lífið. Og það er enn sorglegra fyrir fjölskyldu Palle Sörensen, að hann er sonur lögreglumanns, sem lézt fyrir 15 árum. Hér á myndinni sézt Palle Sörensen, sem myrti fjóra lögreglumenn, á Amager ásamt lögregluþjónum. Var farið með hann á staðinn til þess að láta hann vfsa lögreglunni á stað þann, sem hann hafði fallð morðvopnið. — Við vissum, að Palle myndi lenda í vandræðum. Frá því hann var drengur, var hann afbrotamaður — og glæp ir hans urðu sífellt alvarlegri og alvarlegri. Það kemur mér ekki á óvart, að það var hann, sem drap lögregluþjónana fjóra. Þetta eru orð eins af ættingj um Palle Sörensen vélsmiðs, er játað hefur að hafa myrt fjóra lögreglumenn á Amager. Ætt inginn sagði einnig, að -einn úr fjölskyldunni hefði þegar snemma á laugardaginn, sem morðin voru framin, farið til lögreglunnar og skýrt henni frá því, að hann hefði séð Palle Sörensen á Amager Strandvej tveim tímum áður. — Við vissum öll að væri Palle frjáls, gæti hann vel verið morðinginn, — segir ætt inginn. Hann er af Þeirri mann gerð sem hefur enga samvizku, og sem, að köldu og velyfir- veguðu máli, getur framið svo hræðilegan glæp sem morðin ern. Palle Sörensen hefur verið á öndverðum meiði við lögin síð an hann var unglingur. Hann byrjaði með smáafbrotum. Þá var hann í unglingaflokki ein- um, sem stundaði smá þjófnaði. Brátt færði flokkurinn sig upp á skaftið og tók að stela úr sjálfsölum og fremja innbrot. Palle var sendur í æsku- lýðsfangelsi og á heimili fyrir vandræðadrengi en það liafði engin áhrif á hann. Hann hélt ótrauður áfram að sínu æðsta takmarki: — að verða alræmd ur stórglæpamaður. Einu á- hugamál hans voru afbrot, vél fræði og glæpasögur. Fyrir 14 árum komst hann á forsíður allra dagblaða í Danmörku. Það var þegar lög- reglan komst að því, að hann var leiðtogi mjög vel skipulagðs og vel vopnaðs glæpaflokks sem hafði ýmsa stórglæpi á samvizk unni. Hann tók út refsingu sína í æskulýðsfangelsi og þegar hann slapp út, framdi hann næsta glæp sinn einn. Það var í janúar 1949- Hann sprengdi upp peningakasss Aívinnuleys istryggingasjóðs í Ingerslevs- gade í ICaupmannahöfn. Rán ið var skipulagt eins og um hernaðaráætlun væri að ræða. Hann sprengdi upp hurð skáps ins með aerolit og fór á brott með 14.000 danskar krónur í peningum. Sprengiefninu hafði hann stolið átta dögum áður í sprengiefnisgeymslu einni á Faxe Kalkbrud. Þar skyldi hann eftir svohljóðandi kveðju til lögreglunnar: „Kveðja frá kommúnistun- Og honum varð að ósk sinni. Lögreglumaður leitar að morðvopninu á Amager. Á VÍÐAVANGI Ómagaorð forsætis- ráðherrans Þau furðulegu tíðindi hafa gerzt, að dr. Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, hefur veitzt að fjarstöddum embætt- ismanni ríkisins, dr. Kristni Guðmundssyni, með ógeðsleg- um dylgjum. Þetta er enn víta- verðara af forsætisráðherran- um fyrir þá sök, að bað er gert í pistli, sem hann skrííar nafn- laust í Morgunblaðið en aíiir vita að er eftir hann, enda liet'- ur hann aldrei á móti því borið. Bjarni segir svo í Reykja- víkurbréfi s. 1. sunnudag: „Síðar báru þeir Eysteinn Jónsson og Hermann Jónassott stjórnskipulcga ábyrgð á því, !að dr. Kristinn Guðmundsson var skipaður sendiherra. Hann v gegnir sendiherraembætti enn og mundi enginn jafna hæfi- leikum hans né starfskröftum saman við þeirra Gunnars Thoroddsens og Guðmundar í. Guðmundssonar", Þessi ómagaorð forsætisráð- herrans, fram sett í nafnlausu skrifi, cru ósæmandi forsætis- ráðherra og óréttmæt með öllu. Þar liggur hundur Bjarna grafinn Dr. Kristinn Guðmundsson er af öllum, sem til þekkja, talinn hinn hæfasti embættis- maður í utanríkisþjónustunni. Ilins vegar skilja þeir, sem þekkja bæði skapferli forsæt- isráðherrans og starf dr. Krist- ins sem utanríkisráðherra, hvernig á frumhlaupi Bjarnr. stendur nú. Dr. Kristinn Guðmundsson tók við sambúðarmálum við varnarliðið í hinu mesta ófremdarástandi úr hendi Bjarna Benediktssonar, sem þá hafði farið með þessi máf. sem utanríkisráðherra um skeið. Þá gengu hennennirnir í flokk um um götur, og annan hvern dag kom til árekstra á götum og í skemmtihúsum. Þannig hafði Bjarni látið máiin dank- ast og hafði hvorki vilja né getu til þess að koma fram úr- | bótum. Það varð hlutskipti dr. Kristins að skipa þessum mál- um svo að sæmandi væri af hálfu íslendinga og moka þannig flórinn eftir Bjarna Benediktsson. Þetta tókst svo vel, að næstu árin voru sam- búðarvandræðin við herinn hverfandi Iftil. Þetta er stað- reynd, sem öll þjóðin viður- kennir, en Bjarni hefur aldrei getað fyrirgefið það, að þessi mannamunur skyldi verða lýð- um ljás á honum og dr. Kristni. Sá fleinn situr bersýnilega enn í holdi hans og hefur orðið orsök frumhlaupsins á sunnu- daginn. Undanhald Guðmund- ar f utanríkisráðherratíð Guð- mundar í. Guðmundssonar hef- ur svo aftur hallað á ógæfuhlið í samskiptunum við varnarlið- ið, og er hersjónvarpið talandi tákn og minnisvarði um fram- tak og viðhorf þess manns í ráðherradómi. Það sýnir og vel, hver réttsýni er í því að jafna þeim dr. Kristni og Guð- mundi saman á þann hátt, sem 'forsætisráðherra gerir. Einnig gæti forsætisráðherra spurt Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, að því hvort hann telji Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.