Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 2
imim MIÐVIKUDAGUR 29. september 1965 ■l f Þriðjudag'ur, 28. sept. NTB-Saigon. — Miklir bar- dagar geisuðu í kvöld milli Vietcong og Suður-Víetnam- manna á svæðinu við Phu Cu um 480 km norðaustur af Saigon. Er talið, að Vietcong, sem venjulega gerir árásir í 100—200 manna hópum, hafi um 1000 manns í þessum bar- dögum. Flugvélar Suður-Víet- nam hafa verið sendar til bar- dagasvæðisins til þess að gera loftárásir á stöðvar Víetcong. NTB-París. — í dag hófust viðræður milli Frakklands og Kínverska Alþýðulýðveldisins um menningarleg, vísindaleg og tæknileg tengsl ríkjanna. NTB-Leopoldville. — Flugvél ar úr her Kongóstjórnar gerðu í dag árásir á þann hluta Bar- aka við Tanganyika-vatnið, sem uppreisnarmenn ráð yfir. Kveiktu flugvélarnar í mörg- um byggingum. Jafnframt voru bermenn stjómarinnar óvænt settir á land í gær í Bara’ka og komu Þeir upp herstöð þar. Vinnur herinn nú að því að útrýma uppreisnarmönnum í Kongó. NTB-Washingtoh- — Brezki fjármálaráðherrann, James Callaghan, sagði í ræðu í Wash ington í dag, að Bretland hefði unnið baráttuna gegn hallanum á greiðslujöfnuði sínum, og sýnt heiminum að gengi punds ins yrði ekki fellt. Hann sagði, að þetta væri þó ekki hið sama og að segja, að efnahagsvand ræði landsins hefðu verið leyst. HL YÐNAST EKKIFYRIRSKIPUN ÖR YGGISRÁÐSINS UM VOPNAHLÍ NTB------New York Rawalpindi og New Delhi, þriðjudag. Bæði Indland og Pakistan til- kynntu í dag um nýja liðsflutn- irega og bardaga á vopnahléslín- unni. Virðist hvorugur aðilinn hafa í hyggju að hlýða fyrirskip- u.n Öryggisráðsins, sem samþykkt var í nótt, um að hörfa með lið sitt til þeirra’stöðva, sem það var á, áður en bardagarnir hófust. Pakistanar fullyrtu í dag, að indverskar flugvélar hefðu gert árásir í Sunbhra í Sind-svæðinu í Rajastan. Indland neitar þessu, og segir, að tilkynningin sé hrein lygi. Indversk yfirvöld tilkynntu í Sfðasta tilraania til vín- lausra unglingaskemmtana JHM-Reykjavík, þriðjudag. Annað kvöld, miðvikudag, verð- ur haldin hljómleikaskemmturi í Háskólabíói á vegum forráða- manna skemmtistaðarins Lídó, og koma þar fram m. a. bandarískir skemmtikraftar, sem kalla sig „the Dave Bunker Show“. Þessi liópur sem í er m. a. móðir og þrjár ung- ar og fjölhæfar dætur, mun einn ig koma fram nokkur kvöld í Lídó. Á hljómleikunum koma einnig fram Savanna-tríóið með ný lög, Hermann Ragnars mun sýna nýj- ustu dansana, og Dátarnir munu leika nýjustu bítlalögin. Forráða- menn Lídós, þeir Hilmar Helga- son og Róbert A. Kristjónsson, boð uðu blaðamenn á sinn fund í til- efni af þessum hljómleikum, og einnig til að ræða við þ‘á úm fr'árn- tíð hirina vínlausú skériimtana, sem haldnar eru í Lídó fyrir ungl- inga. Hilmar og Róbert tjáðu blaða- mönnum að þetta yrði sennilega síðasta tilraunin af þeirra hálfu til að halda uppi rekstrinum þar og byggja hann eingöngu á ungl- ingum. Komið hefur í ljós, að skilningsleysi hins opinbera varð- andi aldurstakmörk unglinga er nú að sliga allan reksturinn, og þó einkum afstaða lögregluyfirvald anna. Kváðust forráðamenn ekki sjá fram á annað en lokun, ef ekki fengist leiðrétting. Undanfarin misseri hefur Lídó verið rekið eingöngu fyrir unglinga, áfengis- laust, og aldrei borizt kvartanir um drykkjuskap gesta þar. Lög- reglusamþykktin mælir svo fyrir, að 12—14 ára unglingar fái að vera úti á kvöldin til klukkan 10 á vetrum en til kl. 11 á sumrum. Um fimmtán ára unglinga er ekki rætt, og er því, að því bezt virð- ist, gatan þeirra eina athvarf, en ekki vínlausir skemmtistaðir eins og þessi. Hefur Lidó margsinnis léitað eftir undariþágú frá þéssari reglu varðandi fimmtán ára ungl- iriga, en árangurslaust. Lögðu þeir Hilmar og Róbert enn áherzlu á, að allar skemmtanir á vegum Lídós væru undir strangasta eft- irliti. Þeir sögðu að mikið bæri á því, að unglingar undir aldurstakmark- •hiMíu Vetrarstarfsemi áhugaljósmynd- ara að hefjast Félag áhugaljósmyndara hefur vetrarstarfsemi sína næstkomandi miðvikudagskvöld, með fundi í Breiðfirðingabúð uppi kl. 20.30. Á fundum félagsins í vetur verða að venju sýndar kvikmynd ir og litgeislamyndir, og auk þess verður reynt að fá menn til að flytja erindi um ýmis efni, sem að einhverju leyti snerta áhuga- ljósmyndara. Myndasamkeppni með verð- launaveitingum hefur verið fast ur liður í starfsemi félagsins, og mun svo verða áfram. f vetur geta félagsmenn unnið mörg verð laun, því að myndasamkeppnin verður í fimm liðum. Þar verður keppt um frjálst verkefnaval (tvö keppnistímabil), um landslags- myndir og andlitsmyndir. Þetta eiga að vera svart-hvítar myndir, og verðlaun eru silfurbikarar og bækur, Meðal þessara verðlauna eru tveir stórir og fallegir bikarar úr silfri, sem nú verður keppt um í fyrsta skipti. Afga-umboðið gefur annan þeirra, en Haukar hf- hafa gefið hinn. Ennfremur verð ur keppni um litgeislamyndir. Skulu það vera landkynningar- myndir. Verðlaun í þessari keppni gefur Flugfélag íslands, og eru það flugferðir, bæði innanlands- flug og utanferð. Nýtt heimili fyrir van- gefna tekur til starfa GE—Reykjavík, þriðjudag. Frétta- og blaðamönnum var í dag boðið að sjá nýtt heimili fyrir vangefin börn, sem er að taka til starfa um þessar mundir að Tjaldamesi í Mosfellsdal. Heimilið er vistlegt og rúmgott og getur tekið á móti tíu börnum í einu, þar eru fimm svefnherbergi, setu stofa, eldhús, borðsalur o>g hrein- 'ætisherbergi auk skrifstofu, kennsíustofu og hcrbergja fyrir starfsliðið. Heimilið er sjálfseign- arstofnun og var formlega skrá- sett í júní s.l. Félag það, sem stendur að þess- ari stofnun, var stofnað fyrir rúm um tveim árum, og var formaður félagsins Friðfinnur Ólafsson, for stjóri. Félagið keypti þriggja hekt ara land af Mosfellskirkju í því skyni að reisa þar heimili fyrir vangefin börn. Markmið þeirra félagsmanna var að láta heimilið minna sem minnst á hæli, heldur hafa það sem .smæst í sniðum og láta það vera sem líkast venjulegu, stóru heimili, eins og Friðfinnur Ólafs son opnaði það. Tilraunir með slík heimili hafa verið gerðar víða um lönd og víðast hvar þótt gefa góða raun. / Yfirlæknir Kópavogshælis úr- .skurðar sjúklingana á heimilið og ] hefur yfirumsjón með því, enn- ; fremur er heimilið undir umsjón 5 landlæknis og heilbrigðisyfirvalda i og Sigurjón Björnsson, sálfræð- ' ingur fylgist með andlegri heilsu ! sjúklinganna. Ef heimilið hættir ! störfum af einhverjum sökum, munu allar eignir þess renna til ríkisins. Friðfinnur gat þess, að heimil inu hefði áskotnazt ýmsar stórgjaf ir frá fjölmörgum félögum og j einstaklingum. Meðal annars hefði I Styrktarfélag vangefinna lagt i fram 1.8 milljón króna, Reykjavík ! urborg 100 þús. krónur, og svo hefðu tveir Lionsklúbbar, Þór og Njörður og kvenfélag Styrktarfé- lags vangefinna gefið stórfé til heimilisins. Báðu forráðamenn heimilisins um, að þessum mönn um yrðu fluttar kærar þakkir fyr ir framlögin, og sögðust vona, að stjórnarvöld mundu sýna málefn um vangefinna meiri áhuga hér eftir en þau hefðu gert hingað til. Forstöðumaður heimilisins er Alan Stenning en hann hefur starf að mjög að málefnum vangefinna og er sérmenntaður á því sviði. Eins og áður er getið, getur heim ilið veitt tíu börnum viðtöku, og nú þegar eru þar sex drengir, en heimili þetta miðast eingöngu við drengi. inu væru nú með fölsuð skírteini, eða með lánuð frá eldri systkinum eða vinum. Þar til í ágústmánuði s. 1. þá var ekki svo gott að fylgj- ast með aldursmörkunum, en um leið og skírteinin komu til sög- unnar minnkaði aðsóknin að Lídó, í fyrsta lagi vegna eftirlits- ins við innganginn og margur ungl ingurinn vill ekki ganga með þessi skírteini. Þeir sögðust vita til þess að unglingar þeir, sem vísað hefði verið frá hefðu farið á aðra staði, þar sem eftirlitið er minna, bæði hér í borginni og fyrir utan hana. Eitt kvöldið komust inn í Lídó 80—90 unglingar af um 400 —500, sem voru fyrir utan. Þeir hafa gert ýmsar tilraunir til að breyta þessu, og m. a. boðið ÆJskulýðsráði að reka staðinn í sarrivinriu við þá, bæði fyrir dans- skemmtanir - og tómstundagaman. Þeir sögðu að lokum, að ef þessi tilraun með að fá erlenda skemmtikrafta til að auka aðsókn- ina mistækist, þá yrðu þeir að breyta staðnum yfir í vínveitinga- hús. Þetta þýddi það, að ekkert athvarf væri fyrir hina ungu borg ara, sem gaman hafa af að dansa j og hlusta á hljómlist, en slíkt yrði Imjög bagalegt ástand fyrir alla ! aðila hér í Reykjavik. j ÍÞRÖTTIR ig hinum sanna tilgangi iþróttanna náð. Reynir vill á þessum tímamót j i um þakka öllum þeim, sem greitt: : hafa götu félagsins. Félagar Reyn ! | ir vita, að þeir hafa ekki bolmagn ■ j til að lyfta Grettistaki á afreks-; I sviði íþrótta, en Þeir eru ákveðnir j | að láta merkið ekki niður falla j heldur vera með í lífi og starfi ! íslenzkra íþrótta, gleðjast yfir i sigri og taka ósigri með jafnaðar ; geði og reyna betur næst. Þess má að lokum geta, að nú- verandi formaður Knattspyrnu- félagsins Reynis er Gottskálk Ólafsson-“ iÞROTTIR fyrsta skipti, sem ísl- kvennalið j tilkynnir þátttöku í Evrópubikar; keppni í hand'knattleik. Áður hafa j karialið tekið þátt í Evrópubikar j keppni með ágætum árangri en ] það var Fram, sem var með 1962 og á síðasta ári. Og nú hafa ís- landsmeistararnir frá síðasta ári, FH, tilkynnt þátttöku í keppninni í fyrsta sinn. H-ingar þúrfa ekki að lei'ka í fyrstu umferð keppn innar, en ekki er vitað hverjum Þeir mæta í annarri umferðinni, en lið í hana verða dregin saman 17. nóvember n. k. Sem sé; keppnistímabil hand- knattleiksmanna sem framundan er verður að öllum líkindum viðburð arríkt — landsleikir hjá kvenna- og karlalandsliðunum og keppni karla- og kvennaliða i Evrópubik arkeppninni. dag, að herlið þeirra hefði útrýmt pakistanskri herdeild á svæðinu um 45 km. fyrir suðaustan Gadra í Rajastan, og að þeir hefðu náð á sitt vald þorpinu Sachu 125 km norðaustur af Bikaner, sem Pakistanar hefðu náð á sitt vald eftir að vopnahléð hófst, að því er Indverjar segja. Pakistanska útvarpið tilkynnti í dag, að Indverjar hefðu rofið vopnahléð á svæðinu fyrir austan Lahore og við Chamb í Kasmír. Kasmír-málið var rætt á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna í dag. Bhutto, utanríkisráð- herra Pakistans, lagði til, að bæði indverskt og pakistanskt herlið yrði kallað út úr Kashmír og Sþ- herlið sent þangað til þess að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu. Gagnrýndi hann mjög að gerðarleysi Sameinuðu þjóðanna í málinu síðustu 18 árin. SLYS Framhald af bls. 1. þar af varð eitt banaslys. Flest slysin á hjólreiðarmönnum urðu í júlí eða 10, í maí 8, 5 í apríl og júní, 4 í ágúst, 3 í marz, 2 í janú- ar og eitt í febrúar. Innifalin í þessum slysatölum eru slys á „skellinöðrunum" svonefndu, þ. e. reiðhjólum með hjálparmótor, en í þeim hafa 8 manns slasazt. Af þessum 269, s^m ^lasazt hafa eru a.m.k. 65 börn en enn er ekki lokið við að gariga frá skýrslum um aldursskiptingu farþega í bif reiðum, og hafa börnin ‘65 flest slasazt þannig, að þau hafa orðið gangandi fyrir bíl en einnig hafa nokkur slasazt á reiðhjólum. í fyrra höfðu nokkuð færri slas- azt í umferðarslysum í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur, a.m.k. í þeim slysum, sem götulögreglunni var tilkynnt um, í lok ágústmánað ar, eða 239. Hins vegar hafa nú orðið helmingi færri banaslys en þá, því að þá höfðu 6 manns beð ið bana í umferðarslysum hér í borg. í janúar í fyrra slösuðust 45, en 27 í ár. í febrúar ‘64 slösuðust 26, en 16 í ár. í marz ‘64 24, en 42 í ár, í apríl í fyrra 38, en 34 í ár í maí ‘64 35, en 41 ‘65, í júní í fyrra 15, en 34 í ár, í júlí ‘64 34 en 33 í ár, og í ágúst í fyrra 22 en 42 í ár. Banaslysin í ár skiptast þannig að tvö þeirra urðu í janúar, þá beið kona á áttræðisaldri bana, er hún varð fyrir bíl, og barn á reiðhjóli hlaut bana, er það varð fyrir bíl. Þriðja banaslysið varð svo í marz, en þá varð kona um sjötugt fyrir bíl. Þótt banaslysin séu sem betur fer helmingi færri það, sem af er árinu ber einnig á það að líta, að tala slasaðs fólks er hærri, og að enn er hættulegasti tími ársins eftir. Er því nauðsynlegt fyrir alla löggæzlumenn og borgara að vera vel vakandi á verðinum. Rétt er að benda á það, að einmitt núna stendur yfir mikil herferð lög- reglunnar í Reykjavík í umferð- armálunum. Lögegluþjónar heim sækja alla skóla og upplýsa börn in, bæði með fyririestrum og með því að útbýta bæklingum um umferðarmál, og lögregluþjónar leggja mikla áherzlu á að leið- beina gangandi fólki, sem því miður er ekjji vanþörf á. Er von andi, að allir leggist á eitt um að þetta ár verði ekki eins mikið slysaár í umferðinni í heild sinni hér í Reykjavík og árið 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.