Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 16
220;'fb1. — Miðvikudagur 29. september 1965 — 49. árg HEYFLUTNINGAR TEFJ- AST VEGNA RIGNINGA FB-Reykjavík, þriðjudag. Heyflutningarnir til Austur- lands ganga samkvæmt ölliun von um, að þvi er Kristján Karlsson hjá Stéttarsambandi bænda tjáði blaðinu í dag. í dag var verið að Iesta tvö skip, sem leggja af stað austur á morgun, og eru þá komnir fjórir skipsfarmar til kal- svæðanna. Ekki er enn orðið ljóst, hvenær búast má við að hey- flutningunum verði lokið, en nokkrar tafir hafa orðið vegna rigninga. í dag var verið að lesta Dísar- fellið í Reykjavík og á morgun fer það upp í Borgarnes, þar sem lest- að verður til viðbótar í skipið. Þá var verið að lesta heyi í Mælifell- ið í Þorlákshöfn í dag. Bæði skip- in til samans flytja um 400 lest- ir af heyi austur en áður höfðu Selá og Esjan farið með um 200 lestir. Mælifellið fer með sinn farm til Reyðarfjarðar, en Dísar- fellið á að flytja heyfarminn til Norðfjarðar. Það hefur gengið nokkuð skrikkjótt að binda heyið til flutn- Myndin er af jarðarför eins lögreglumannanna fjögurra, er myrtir voru á Amager fyrir utan Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Á myndinni er vcrið að bera kistu lögreglumanns- ins. O. Andersens til grafar og sést ekkja hans ásamt föð ur sínum og systur á mynd inni. 1 SÞ-Búðardal, þriðjudag. f sumar og haust hefur geisað þrálátúr faraldur í kúm hér í Döl- um. Hefur hann einkum verið skæður í Miðdölum, en eitthvað hefur hann einnig stungið sér nið- ur í Hörðudal. Þetta er bráðsmit- andi meltingarsjúkdómur og kýr verða nytlausar, þótt nýbornar séu, en ekki munu þær hafa drep- izt svo nokkru nemi úr sjúkdómn- um. Sjúkdómsins varð vart um eða fyrir mitt sumar. Virtist hann mjög skæður, þannig að allar kýr í fjósi veiktust með stuttu milli- bili. Var í fyrstu óttazt að verið gæti að sjúkdómurinn stafaði frá fóðurblöndu eða bærist með um- búðum hennar. Voru þá gerðar ýmsar varúðarráðstafanir í sam- vinnu við dýralækninn hér, Brynj- VERKBANN k TRÉSMIÐ! EJ-Reykjavík, þriðjudag. Trésmiðafélagi Reykjavíkur barst í dag tilkynning um verk- bann, sem' Meistarafélag húsa- smiða hefur boðað frá 7. október að telja. Um helgina, þ. e. á sunnu dag og mánudag, fór fram at- kvæðagreiðsla í Meistarafélaginu um verkbannsboðunina, og greiddu 78 félagsmenn atkvæði með verk- banni, 29 voru á móti, einn scðill var auður og einn ógildur. Enginn sáttafundur hafði verið boðaður, þegar blaðið hafði sam- band við Jón Snorra Þorleifsson, formann Trésmiðafélagsins, síð- degis í dag. ólf Sandholt, og sala á fóðurblönd unni stöðvuð um sinn. í Ijós kom, að fóðurblandan mun ekki eiga sök á þessum far- aldri, heldur mun að honum vald- ur sýkill, sem er ákaflega smit- andi og berst hann með mönnum milli bæja og með fatnaði, sem menn nota í fjósinu. Hafa kýr á fjölmörgum bæjum í Miðdölum veikzt og einnig hefur veikin stung ið sér niður í Hörðudal. Er veikin enn í kúm hér um slóðir. Þetta er meltingarsjúkdómur og kýr verða nytlausar af völdum hans. Nýbornar kýr, sem voru í góðri nyt og fengu þennan sjúk- dóm, þornuðu alveg upp og hor- uðust niður. Telja menn að þessar kýr muni ekki ná sér aftur og ekki komast í neina verulega nyt, fyrr en eftir næsta burð. MATU LOÐINA SER A RÚMLEGA EINA MILLJ. IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. f kvöld barst Tímanum frétta-1 tilkynning frá dóms- og kirkju-1 málaráðuneytinu, þar sem gerð ■ er grein fyrir kaupum ríkisins á | húseign Guðmundar f. Guðmunds- 1 sonar, fyrrverandi ráðherra. Kem ur í Ijós í matsgerðinni, sem fylg- ir í tilkynningunni, að lóðin er metin á rúma milljón, en alls var eignin keypt samkvæmt mati á 4.737.000.00. Lögð er áherzla á það í tilkynningunni, að bréfið frá 1958 kveði á um það, að fullt til- lit skuli tekið til kostnaðar við lóð hússins og húsgrunn, og séu með því teknar meiri skuldbind- ingar á ríkissjóð en segir í lögum um kaup héraðsdómarabústaða. Þessi samanburður breytir að sjálfsögðu engu um matið á eign- inni, enda hvergi tekið fram, að lóðina skuli meta sér. f lögunum er sagt, að ríkisstjórnin „skuli kaupa eignina" ef þess er óskað, og vitanlega fylgir lóð húsum, þótt í mati á eign G.Í.G. hafi verið valin sú sérstæða aðferð að meta lóðina sér. Það stertdur eftir sem áður | að firra sig ámæli og eðlilegri óhaggað, að mátsmaður ríkissjóðs I tortryggni með því að láta hlut- var undirmaður ráðherra, þegar lausan mann tilnefndan af Hæsta- matið fór fram, og ráðuneytið I rétti ákveða verðið, eins og tekið fóllst á hið háa verð í stað þess Framhald á bls 14 inganna hér sunnanlands a3 «nd- anfömu vegna sífelldra rigninga, en þar sem allt heyíð er bnndið utanhúss, vegna þess að hiððar eru allar fullar, hefur orðið að hætta vinnu í hvert skipti sem rignt hefur. Getur veðráttan næstu dagana og vikurnar því haft nofck- ur áhrif á það, hvenær allt hey- ið verður að lokum komið til bænda fyrir austan. Endanlegar tölur liggja nú fyrir um það, hve mikið þarf að senda austur, og eru það rúmlega 30.000 hestar, eða 3000 tonn, eins og kalnefndin svokallaða hafði gizkað á í upp- hafi. Að sögn Kristjáns eru enn að berast gjafatilboð, svo ekki er útséð um það enn, hve mikið gjafaheyið verður þegar flutning- unum er lokið. Gæsaskyttur kvarta undan gæsaleysinu KJ—Reykjavík, þrjðjudag. Gæsaskyttur hafa þá sögu að segja, að áberandi minna sé af gæs hér sunnanlands núna í haust en und- anfarin haust. Sömu sögu segja bændur, sem iililega hafa orðið varir við gæsina á undanförnum haustum. Þetta á eflaust rætur sínar að rekja til hins mikla gæsadauða í Arnarfellsveri, sem gangna- menn úr Hrunamanna- og Gnúp- verjahreppi urðu varir við í fyrstu göngum og sagt var frá hér í blað inu á sínum tíma. Þá er ekki ólík legt, að hinn aukni fjöldi gæsa- ‘ skytta hafi sitt að segja, en bændur sem eru kunnugir þess- um málum segja, að aldrei hafi annar eins fjöldi gæsaskytta leitað austur í sveitir og núna í haust. T.d. komu átta bílar, sem í voru gæsaskyttur, að einum bænum við Þjórsá um helgina. Þar hafa reyndar gæsaskyttur leg ið við að undanförnu, og er Tím anum kunnugt ,um eina skyttu héðan úr Reykjavík, sem var þar í þrjá daga og hafði 24 gæsir. Mikill straumur gæsaskytta var austur fyrir fjall um síðustu helgi, en eftirtekja mun víðast hvar hafa verið lítil, eða ekki nein og afsakanir skyttanna fyrir lít- illi veiði voru, að lítið væri af gæs, og það litla, sem sæist, væri ljónstyggt. Askenasí er einleikari á sinfóníutónleikunum FB—Reykjavík, þriðjiidag Fyrstu tónleikar sinfóníu- hljómsveitarinnar verða haldn ir á fimmtudaginn í Háskóla- bíói og hefjast þeir klukkan 21. Einlcikari með hljómsveitinni að þessu sinni er Vladiniír Askenasí. Stjórnandi er Bohd an Wodiczko. Af óviðráðanlegum ástæðum varð að breyta efnisskrá hljóm leikanna þannig, að i stað Tokkötu og Fugu eftir Bach og píanókonsertsins nr. 3. eftir Prokofíeff verða eingöngu flutt verk eftir Beethoven, og mun Askenasí leika píanókon sert nr. 5 í es-dúr. Auk þess verður á efnisskránni Egmond forleikurinn og Sinfónía nr. þrjú eftir Beethoven. Vladimír Askenasí er íslend ingum að góðu kunnur, enda kvæntur Þórunni Jóhannsd. píanóleikara, og hefur hann leikið hér margsinnis. Asken así er fæddur í Moskvu, og settist fyrst við hljóðfærið sex ára gamall, en fékk inngöngu í Músíkskóla Tónlistarháskól- ans í Moskvu árið 1945. Lauk hann prófi frá skólanum árið 1955. Hann hefur ferðast víða um og haldið tónleika og hlot ið verðlaun fyrir leik sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.