Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 11
MEÐVIKCDAGUR 29. september 1965 TIMINN — Jæja? — Jafnvel þeim sem halda að þeir séu ómissandi! — Ég er allur eyra, herra Fum al. — Gleymið þó ekki að ég kem sem vinur yðar. Og . . . ? — Þér sýnið mér þegar í stað viðmót sem ekki ber vott um . . . — Kurteisi, herra Fumal. — Gott _ og vel. Eins og yður þóknast. Ég óskaði eftir að hitta yður sérstaklega vegna fornrar Vináttu okkar . . . — Leyfið mér að minna yöur á að ég er einnig önnum kafinn. — Ég er meira önnum kafinn en þér en samt kom ég á yðar fund. Eg hefði fullt eins vel getað gert boð fyrir yður á einhverja skrifstofu mina .. . Hvað tjóaði að mögla? Það var satt að hann þekkti ráðherrann, hafði gert honum greiða — og vafalaust öðrum stjórnmálamönn- um líka — og bezt að fara að öllu með gát. — Þér þarfnist lögreglunnar? — Það má ekki verða opinbert. — Gerið svo vel að skýra frá málavöxtum. — Það sem ég segi verður að- eins okkar á milli. — Nema þér hafið gert yður sekan um glæp . .. — Ég kæri mig ekki um svona hótfyndni. Þolinmæði Maigrets var á þrotum. Hann reis úr sessi og hallaði sér að veggnum við skorsteininn, hann varð að beita sig hörðu til að vísa ekki gestinum á dyr. — Einhver situr um lif mitt. Það var komið fram á varir Maigrets að anza: Það er ósköp skiljanlegt. En hann sat á strák sínum. — Síðastliðna viku hef ég feng ið nafnlaus bréf sem ég veitti enga athygli fyrst. Fólk í minni stöðu getur búizt við að vekja öf- und og jafnvel hatur hjá öðrum. — Hafið þér bréfin meðferðis? Fumal dró úr vasanum veski úttroðið eins og veski föður hans í gamla daga. — Hér er fyrsta bréfið. Ég henti umslaginu, gerði mér ekki grein fyrir hvað í því var. Maigret tók bréfið og las orðin sem skrifuð voru með blýanti: • „Þér verður rutt úr vegi.“ Hann lagði bréfið aftur á borð- ið. — Hvað segir í hinum? — Hér er annað bréfið, það kom daginn eftir. Ég geymdi um- slagið, — eins og þér sjáið er það póstlagt nálægt Operunni. Þetta var einnig ritað með blý- anti með afritunarhönd, þar sagði: „Ég á eftir að murka úr þér líftóruna.“ Þau voru fle..i, Fumal rétti þau fram hvert af öðru. „Dagar þínir eru taldir.“ — Ég býst ekki við þér hafið nokkra hugmvnd um sendandann? — Bíðið. Þau eru samtals sjö Reynið nýju Tempo deíííeSí m&;-. Jqqeidebnc^ jnptqæae filter-sígaretturnar Póstuð viðsvegar um borgina. Boð in voru mismunandi orðuð: „Þú átt ekki langt eftir ólifað.“ „Gerðu erfðaskrána." „Svín“ Síðasta oréfið var endurtekn- ing á hinu fyrsta: Þér verður rutt úr vegi.“ — Viljið þér skilja þessi bréfa viðskipti eftir hjá mér? Maigret hafði af ásettu ráði notað orðið bréfaviðskipti. — Ef það verður til þess að þér getið haft uppi á sendandan- um. — Þér haldið þetta eigi ekki að vera brandari? — Það fólk, sem ég skipti við gerir yfirleitt ekki að gamni smu. Hvað sem þér haldið, Maigret, þá er ekki auðvelt að hræða mig. Þeg ar öllu er á botninn hvolft, þá getur enginn náð áhrifum á borð við mig án þess að eignast her- skara óvina. Ég hef alltaf litið nið ur á þá. — Hvers vegna komið þér hing að? — Vegna þess að ég á rétt á vernd eins og hver annar borgari Ég vil ekki láta murka úr mér líftóruna. Ég talaði við ráherrann um málið og hann sagði . . . — Ég veit. í stuttu máli, þér óskið þess að yðar verði gætt með leynd? — Það er ekki fjarri iagi. — Og þér vilduð vita einn ig hver hefur sett þessi nafnlausu bréf? \ — Ef þess er nokkur kostur. — Kemur yður nokkur til hugar? — Enginn sérstakur, nei. Nema . . . — Haldið áfram. - Ég er ekki að ásaka hann. Hann er óstyrkur maður og veik- geðja og þó hann hafi i hótun- um þá er hann enginn maður til að framfylgja hótunum sínum. — Hver er sá? — Náungi sem heitir Gaillard- in, Roger Gaillardin. hjá „Kjöt- markaði alþýðu". — Hvaða ástæðu hefur hann til að hata yður? — Ég gerði hann gjaldþrota. — Af ásettu ráði? Þegar annað Hósið bilar . nægir ekki að skipta um bað eitt! Þá verða Ijósin mis'öfn! SKIPTIE UM BÆÐI! Jöfn lýsine 'íykur umferð- aröryggið! Reykjavíkurdeild BFÖ. ÖKUMENN ATHUGIÐ! nyju Tempo filter-sígaretturnar Tempo er með nýrrí tegund af filter, sem veitir yður meiri ánœgju, mildara og betra bragð. Tempo eru framleiddar úr úrvals tóbaki. Tempo eru framleiddar af stœrstu sígarettu- framleiðendum Bandaríkjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.