Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 9
? MEÐ'VlKUDAGUR 29. september 1965 TÍMINN grænlenzkum þjóðsögum og í ugt af fomum sögum og sögnum fátt eitt verður beinlínis Haraldur Ólafsson: MINNjNG OG ÞJÓÐERNISKENND Á CRÆNLANDI Eg átti þess kost að ferðast um Suður-Grænland í sumar, og fátt er mér minnisstæðara úr þeirri för en dvölin í Kanisartut, á bæ þeirra góðu. hjóna Cecilie og Henn ing Lund. Kanisartut er eini baer inn á Grænlandi, sem ekki stendur við sjó. Hann er við Einarsfjörð sunnanverðan, og er yfir lágan háls að fara til bæjarins, sem stendur við vatn, en allt um kring eru víðivaxnir hálsar og birki- kjarr. Hér heitir Vatnahverfi, eða hét til forna, meðan norrænir menn byggðu þetta græna land. Nú er fámenn byggð í Vatnahverfi, og þriggja tíma lestagangur til næsta bæjar frá Kanisartut. Hér byggðu þau hjónin bæ fyrir átján árum, og stendur hann eins og aðrir svéitabæir á Grænlandi á rústum býKs norrænna manna. Þar var svolítið tún, mesta grjótinu hafði verið rutt burt af smáblettum milli klappa, og er tiltölulega auð velt að slétta og rækta hin gömlu tún- Lund-hjón byggðu Þama bæ og keyptu nokkrar kindur. Eftir nokkur ár var fjártalan farin að nálgast þúsimdið, og nú eiga þau yfir eitt þúsund ær. DvöBn í Kanisartut var í marga sfcaði skemmtileg. Ekkd fyrst og fremst fyrir það, hve þau hjón em skemmtileg og þægileg í við kyuningu og heimilishald þar allt með fallegum blæ, heldur miklu feemur vegna þess, að þarna kynnt ist ég nokkuð hinu nýja Græn- landi, sem er að verða til. Á heimili Lund-hjóna var margt, sem minnti mig ákaflega mikið á betri sveitaheimili á íslandi, eins og Þau voru búin húsgögn um og búshlutum fyrir nokkrum áratugum. Hin dönsku áhrif em mikil, danskt postulín og dönsk húsgögn setja svip sinn á flest grænlenzk heimili. Danmörk er greinilega hin mikla fyrirmynd en fólk eins og Lund-hjón vita, að Grænlendingar verða sjálfir að skapa framtíð sína og um- hverfi, að vísu með aðstoð Dana, en samt sem áður á grundvelli grænlenzkrar menningar. Á heim ili Lund-hjóna virtust tengslin við hina fornu menningu ekki hafa rofnað, þrátt fyrir nútímabrag á flestum hlutum. í þorpum og bæjum hafa á undanförnum ára tugum orðið gagngerðar breyting ar á atvinnulífi og samfélagshátt um. Fiskveiðar eru nú stundaðar í stað selveiða áður fyrr. Stór fjölskyldan hefur leystst upp og samhiálp fyrri tíma er að hverfa fyrir aðstoð þjóðfélagsins. Hin forna menning er á hröðu undan haldi og ekki margt, sem stend- ur í vegi fyrir áhrifum evrópskr- ar menningar á öllum sviðum. Danskir og norskir þjóðfélagsfræð ingar hafa að undanförnu margt rætt og ritað úm upplausn hins gamla þjóðfélags á Grænlandi, og fundið þar efni í margar doktors ritgerðir. Eitt hefur þó gleymzt til þessa en það er að kanna, hvern ig sveitabúskapurinn grænlenzki varðveitir vissa þætti hinnar fornu menningar. Fjárbúskapur hófst ekki á Grænlandi fyrr en á fyrstu áratugum aldarinnar, og fjöldi bænda er innan við 130, og nær fjöldi þeirra, sem býr í sveitum landsins varla einu þúsundi. Þessi hópur býr á tiltölulega takmörk uðu svæði, og hefur með sér tals verðan félagss'kap. Danskur mað- ur, sem mikið hefur ferðazt um Grænland og mörgum kynnzt, sagði mér, að sér virtist bænd- urnir vera glaðasta og hamingju- samasta stétt landsins. Sveitafólk fólkið í þorpunum, árekstrar væru Þar sjaldgæfir, og flestir yndu glað ir við sitt- Eg veit ekki, hvort þetta er rétt, en mér fannst af þeim litlu kynnum, sem ég hafði af fólki, að nokkuð væri til í þessu. Og kem ég þá aftur að því, sem sagt er hér að ofan, að heimilisbragur í Kanisartut virt ist mótaður af menningu, sem er að verða til, byggðri á hinni fornu menningu. í Kanisartut var margt fag- urra gripa, bæði danskra og grænlenzkra. Á yngri árum hafði húsbóndinn sjálfur fellt hvíta- bjötn, og lá ég á feldinum um nætur í stóru tjaldi þar á tuninu, og var hlýtt. Mest fannst mér þó til um bókakost hússins. Þar voru margar bækur um Grænland og sögu þess, bæði á dönsku og grænlensku. Margt var danskra skáldverka og þýðinga úr heims málum, og loks grænlenzkar bók menntir. Það kom mér á óvart, hve mikið er skrifað á græn- lenzku. Fyrsta s'káldsagan á grænlenzku kom út 1914, og sið- an liðu 17 ár, áður en næsta skáldsaga á því máli kom út. En síðan hafa komið út margar sög- ur, og jafnvel leikrit. Grænlend ingar hafa, eins og aðrir Eski- móar, alltaf verið ágæt skáld, og ljóðagerð er þar talsverð. Allt þetta var að finna hjá Lund-hjónum, og við nánari kynni kom í ljós, að Cecilie er systir Hans Lynge, sem er einn fjölhæf asti og merkilegasti listamaður Grænlendinga í dag. Hann skrif ar skáldsögur, leikrit og ljóð, mál ar og býr til leirmyndir í stór- |im e+íl Tofirfromt Viqcoii cof noP '] Þetta er Narssakþorpið við Eiríkisfjörð. gefur út. Frú Lund er einnig rit- höfundur og hafa birzt sögur eft ir hana í grænlenzkum blöðum. Enda þótt engum dyljist, að hin dönsku áhrif eru gífurleg á græn- lenzka menningu, Þá bendir margt til þess, að Grænlendingar séu sjálfir að móta menningarlíf sitt á sjálfstæðan hátt. Það. var einmitt sú hugsun, sem ég kynnt ist í Kanisartut. Grænlendingar hljóta að byggja á hinum foma grunni í stað þess að apa erlend- ar fyrirmyndir. Kannski er þetta auðveldara í sveitunum en sjávar þorpunum þar, sem byltingin hef- ur orðið svo gagnger. Búskapurinn er nýr af nálinnii en þróunin, sem hófst þar áður en byltingin varð í þorpunum, hefur gengið hægar og stefnt í aðra átt. Þetta eru einungis yfirfeorðsleg ar athuganir, en gaman væri að fylgjast með þessum málum um hríð, og ætla ég, að í ljós kunni að koma, að búskapur sé alltaf íhaldssamt aflt í menningarlegum skilningi, — og auðvitað nota ég orðið íhaldssamur ekki í niðrandi merkingu. Einhver hefur sagt, að miðlungs bókmenntir á eigin tungu séu meira virði en snilldarverk í Þýð ingu. Ekki hvað sízt á þetta við nrn TvíASir cam tolo mcirn 911?!. og grænlenzkan. Á undanfömum árum hefur miklu verið safnað af þessum sögum, en margt er enn ógert- Mér skildist á Lund-hjón- um,, að hér væri að finna margt af 4>ví skemmtilegasta í græn- lenzkri menningu. Aðlögun þess að hinu nýja er merkilegasta verk efni menningarfrömuða Græn- lands, og mér virtist, að sú væri einnig skoðun Lund-hjóna, Kannski fannst mér merkilegast Kannski fannst mér merkilegast við það heimili og það andrúms loft, sem ég kynntist þar, að ein hvern veginn var þar að finna skemmtilega blöndun óskildra menningarþátta. En víkjum aftur að sveitalíf inu. Enda þótt það hafi ekki ver ið til á Grænlandi nema í rúm fimmtíu ár, sýnist það í fljótu bragði hafa verið aðalatvinnuveg ur bændanna við Eiríksfjörð og Einarsfjörð í þúsund ár. En ég hitti menn í Görðum, sem ólust upp sem selveiðimenn og refa- skyttur. Enda þótt skutullinn hafi vikið fyrir byssunni fyrir þeirra daga, þá var húðkeipurinn, kajakinn, helzta farartækið á sjó, ásamt konubátnum. Þessir menn stökkva beint úr steinöldinni inn í sveitabúskap, sauðfjárrækt, og nmclrin+i-n om oim ooðntmr jjð gað Knattspyrnuleikur í Görðum vi'ð Einarsfjörð. (H. Ól. tók myndirnar). hinu nýja, heldur verður hið gamla mest minningar, er verða dýrmætari því lengra sem líður. Fjölbýlið í sveitunum er þó áþreif anlega svipað því, sém tíðkaðist áður fyrr, og tengir þannig á at- hyglisverðan hátt nýtt og gamalt. Eitt sinn spurði ég frú Lund hvað Grænlendingar ræddu eink um sín á milli. — Pólitík, svaraði hún, án þess að hugsa sig um. Þetta svar kom mér talsvert á óvart. Eg vissi, að Grænlendingar hafa til þessa ekki skipt sér mik ið af stjórnmálum út á við að minnsta kosti, og fyrsti stjórn- málaflokkur landsins var ekki stofnaður fyrr en á síðasta ári. Með pólitík virtist frú Lund samt fyrst og fremst eiga við samskiptin við Dani. Ekki þann ig að skilja, að Grænlendingar vilji slíta tengslin við Danmörku, þvert á móti vilja þeir flestir efla þau, og mér skilst, að tak- markið sé, að lífskjör Grænlend inga verði ekki lakari en kjör alls almennings í Danmörku. Þetta takmark er nú langt undan, en grænlenzk pólitík byggist á því, að bilið verði brúað milli þegna Danakonungs í norðri og suðri. Það, sem mesta athygli mína vakti, var, hve frú Lund taldi framfarir landsins tengdar menn ingarlegum framförum. Hún virt ist þeirrar skoðunar, að rétt væri og æskilegt að ræða félagsmál í skáldverkum, og hafði sjálf skrifað sögur, sem fjölluðu um ákveðin þjóðfélagsleg vandamál. Eg átti þess ekki kost að hitta forystumenn þeirra ungu Græn- lendinga, sem nú láta mest að sér kveða í Inuit-flokknum, stjórn málaflokknum, sem stofnaður var í fyrra. Af stefnuskrá þeirra verð ur þó ráðið, að þeir telja nauðsyn legt og gagnlegt, að hin gamla grænlenzka menning fái að njóta sín í hinu nýja þjóðfélagi,' sem verið er að byggja upp. Ann að höfuðatriði i stefnuskrá þeirra er, að vinna að jafnrétti Dana og Grænlendinga í öllum greinum, en þeir benda einnig á, að Græn- lendingar geti aldrei orðið Dan- ir. Hér er kannsld þungamiðja stefnu þeirra. Inuit-flokkurinn, grænlenzkir menntamenn, og fólk á borð við Lund-hjónin telja eitt aðalhlutverk sitt að vinna að Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.