Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. sepíember 1965 TÍMINN ! DANSSKÓLI Heiðars Ástvaldssotiar Skólinn tekur til starfa mánudaginn 4. október. — Kenndir eru allir samkvæmisdansar, þar á meðal þeir nýjustu, t.d.Jenka, Zorga (Siritaki) og Quando. Einnig eru barnadansarnir kenndir í yngstu flokkunum. REYKJAVÍK: Innritun daglega frá 1—7 í síma 10118 og 20345. — Kennt verður í nýjum, glæsilegum húsakynnum skólans að Brautarholti 4. KÓPAVOGUR: Innritun daglega frá 1—7 í síma 1-31-29. HAFNARFJÖRÐUR: Innritun daglega frá 3—7 í síma 1-31-29. KEFLAVÍK: Innritun daglega frá 1—7 í síma 2097. Nemendur þjálfaðir til að taka heimsmerkið í dansi. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000 MIRAP ALUMPAPPÍR Nauðsynlegur f hverju eldhúsi HEILDSÖLUBIRGÐIR KRISTJÁN Ó SKAGFJÖRÐ HF. SfMI 2-41-20 Flugvirkjanemar Þeir, sem hafa í hyggju að nema flugvirkjun, vinsamlega hafi samband við skrifstofu Flug- virkjafélag íslands^ Skipholti 19, á fimmtudögum kl. 17 til 18.30. F.V.F.Í. Tilboð óskast í 2nn fiblora; jíuc .íi^ofinncm: TtrjfivfiÍjfyoH m BÖ'ieTaíhc FORD TAUNUS 1961 fcdksbifreið í því ástandi, sem bifreiðin nú er í, eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis norðan við húsið Ármúli 3, 30. september og 1. október n.k. milli kl. 8—17. Tilboð merkt TAUNUS 1961 óskast send skrifstofu Samvinnutrygginga, Tjóna- d«ld, herbergi 307, fyrir kl. 17, föstudaginn 1. október n.k. Stúlkur óskast Stúlkur óskast i veitingasal og tii afgreiðslustarfa í sælgætisbúð. Upplýsingar I Hótel Tryggvaskála, Selfossi. FRÁ GRÆNLANDI Framhald af bls. 9 á borð við frú Lund telja það því, að Grænlendingar fari að líta á sig sem þjóð- íbúar lands líta ekki á sig sem þjóð fyrr en þeir finna til sameiginlegs uppruna og sam- eiginlegrar menningar. Grænland er — og var — eitthvert strjól- býlasta land jarðarinnar, og þfatt fyrir margvísleg samskipti, var aldrei um að ræða náið samband með hinum ýmsu hópum þeirra, enda þótt menningin væri hin sama á öllum sviðum. Stundum rofnaði sambandið við einstaka hópa í margar aldir, eins og raunin varð með Thule-eskimóa og íbúa Austur-Grænlands. Það er fyrst á síðustu áratugum, að þjóð erniskennd Grænlendinga er að vakna, og hún á vafalaust eftir að eflast að mun næstu árin. Þessar athugasemdir komu mér í hug, er ég dvaldist í Kanisartut, og á ég þeim Lund-hjónum að iþakka, að mér gafst kostur á að kynnast, þótt í litlu væri, afstöðu menntaðra Grænlendinga til um- hverfis síns félagslegs og menn ingarlegs. Mér fannst í fyrstu dá- lítið merkilegt að finna hér ná- kvæmlega sömu þróun mála og skýrt er frá í flestum þeim ríkj- um, sem á síðustu árum hafa hlot ið sjálfstæði, og áður hafa verið nýlendur Evrópuríkja. Einkum finnst mér .merkilegt, að innlim un Grænlaúds í danska rikið skyldi vekja svo mikinn fögnuð á Grænlandi, að helzt verður líkt við er nýlendur hljóta sjálfstæði. En jafnframt efldi þessi innlim un þjóðarkennd Grænlendinga og ýtti undir metnað þeirra. Eg ætla engu að spá um fram- tíð Grænlands. Til þess brestur mig þekkingu, en ég held, að þjóð erniskennd, studd nánum tengsl um við hina fornu menningu sé þeim nauðsynleg jafnt í dagleg- um störfum og menningarstarf- semi. AFLINN í ÁGÚST aV * -U!hnn2mÖLl ......''V'un-iTfipJis: Framhald af bls. 8 ^5 lestir og Freyja 45 lestir, en þeir stunduðu allir dragnótaveið- ar. Ágætur kolkrabba-afli var eft ir miðjan mánuðinn. ÞINGEYRI: 3 bátar stunduðu handfæraveiðar frá Þingeyri og öfluðu 150 lestir í mánuðinum. Aflahæstir voru Tindfell með 43 lestir,- Valdís með 35 lestir og Púi með 23 lestir. FLATEYRI: 5 bátar réru með línu og 8 með handfæri í mánuð- inum. og varð heildarafli þeirra 154 lestir. Bragi fékk 64 lestir í 14 róðrum, Helgi 27 lestir í 12 róðrum og Sigurvon 11 lestir í 7 róðrum, en þessir bátar réru allir með línu SUÐUREYRI: 15 bátar stund- uðu róðra i mánuðinum, 13 með línu og 2 með handfæri, og varð heildarafli þeirra 280 lestir. Afla- hæstir voru Jón Guðmundsson j með 32 íestir í 17 róðrum, Gyllir j með 31 lest í 14 róðrum og vonin f með 31 iest i 18 róðrum, sem all- 1 ir réru með línu. i BOLUNGAVÍK: 20 bátar stund uðu róðra í mánuðinum, 15 með handfæri, 3 með línu, 1 með net og 1 með dragnót. Nam heildarafli þeirra í mánuðinum 166 lestum. Af færabátunum voru aflahæstir Húni með 14 lestir, Haflína með 12 lestir og Guðbjartur með 10 lestir, en af línubátunum var Guð- rún aflahæst með 13 lestir, Sædís var með 21 lest í dragnót og Geir- ólfur 12 lestir í net. HNÍFSDALUR: 4 bátar stund- uðu róðra í mánuðinum, 1 með dragnót, 2 með færi og 1 með færi og net. Heildaraflinn i mán- uðinum var 139 lestir. Gylfi fékk 81 lest í dragnót, og er það bezti afli í fjórðungnum í ágústmánuði. Dynjandi var með 35 lestir, en hann var bæði með færi og net, og Einar var með 15 lestir á færi. 111V ' íji L;i- talAitn JORD Óskum eftir að kaupa litla jörð eða hluta úr jörð í nágrenni Reykjavíkur. Má vera eyðijörð. Tilboð sendist blaðinu merkt „Jörð“. KEFLVÍKINGAR - NJARÐVÍKINGAR Karlmaður óskast við hreinsun og viðhald á verk. smiðjuhúsi. Kona óskast að stóru verkstæði til þess að sjá um kaffiveitingar og fleiri létt störf.. Upplýsingar á skrifstofunni, Klapparstíg 7, Kefla- vík, daglega kl. 6—7 e.h. Iðnaðarmannafélag Suðurnesja. Tilkynning frá Síldarverksmiðju ríkisins um pantanir o$ verð á síldarmjöli. Verð á síldarmjöli hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins af framleiðslu sumarsins 1965 hefur verið ákveðið kr. 682,00 per 100 kg frítt um borð á verksmiðjuhöfn eða afgreitt á bíl. Eins og áður hefur verið tilkynnt þarf að panta mjölið hjá skrifstofu vorri á Siglufirði fyrir 30. þessa mánaðar, og hafi kaupendur leyst út pant- anir sínar eigi síðar en 10. nóvember 1965. Síldarverksmiðjur ríkisins-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.