Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1965, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUIt 29. september 1965 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — í lausasölw kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. . —- Hví var Helgi valinn? Allmikið umtal hefur orðið um kaup ríkisins á húsi Guðmundar í. Guðmundssonar og það ekki að ástæðu- lausu, því að verðið er ótrúlega hátt. Bæði í Þjóðviljanum og Mbl. hefur verið reynt að kenna Hermanni Jónassyni um, því að kaupin voru ákveðin í dómsmálaráðherratíð hans, þótt þau væru ekki framkvæmd fyrr en nú. Rétt þykir því að rekja það, að það er á engan hátt sök Her- manns, hve fjarri lagi kaupverðið er. Samkvæmt gildandi lögum frá 1947 skal ríkið láta byggja eða kaupa bústaði fyrir héraðsdómara eða hæsta- réttardómara. í samræmi við þau hefur ríkið nú eignazt bústaði fyrir alla héraðsdómara, nema þrjá. í flestum tilfellum hefur þetta verið framkvæmt þannig, að keypt ir hafa verið bústaðir af fráfarandi héraðsdómurum. Ekki var óeðlilegt^ að Guðmundur í. Guðmundsson nyti hér sama réttar og aðrir hliðstæðir embættismenn. í þessu máli er því vart rétt að deila á þá ákvörðun, að hús Guðmundar í. Guðmundssonar skyldi keypt, held- ur hitt hvernig kaupin voru framkvæmd. Samkvæmt bréfi Hermanns Jónassonar, þar sem kaup- in voru ákveðin, skyldi verð hússins ákveðið þannig, að seljandi (þ. e. Guðmundur) tilnefndi matsmann af sinni^ hálfu, og kaupandinn (þ. e- ríkið) annan. Ef þessir tveir matsmenn yrðu ekki sammála um verðið, skyldi Hæsti- réttur tilnefna hlutlausan matsmann til að ákveða verð ið. Samkvæmt þessu átti ríkið að hafa í hendi sér, að verðið yrði sanngjarnt, þar sem matsmaður þess þurfti ekki að ganga að neinu, sem var óeðlilegt, heldur gat 1 sambandi við ráðherra skotið málinu til hlutlauss yfir- mats. Af hálfu núv. ríkisstjórnar, er þetta framkvæmt þannig, að hún velur sem matsmann sinn Helga Eyjólfs son, sem lengi hefur verið og er undirmaður Guðmundar í. þegar matið fer fram. Það er með öllu óeðlilegt, að undirmaður sé þannig látinn meta hjá yfirmanni sínum. Það verður þó að teljast ótrúlegt, að Helgi Eyjólfsson hafi gengið að hinu háa kaupverði án þess að láta viðkomandi ráðuneyti vita og gefa því þannig kost á að skjóta mál- inu tíl yfirmats. Erlendis myndi það þykja mikið hneykslismál, ef undirmaður væri látinn meta éign yfirmanns síns í slíku tilfelli, og undirmaðurinn ákvæði kaupverðið, án vitund- ar viðkomandi ráðuneytis. Ótrúlegt er, að íslendingar séu á lægra siðferðisstigi í þessum efnum en aðrar þjóðir. Þessvegna hlýtur þáð að vera krafa, að eftirfarandi fáist upplýst: Hvers vegna var Helgi Eyjólfsson valinn sem matsmaður og ákvað hann húsverðið án allrar vitundar viðkomandi ráðuneytis? Stríð við sjúklinga í seinasta sunnudagsblaði Tímans var skýrt frá því, að vegna deilu við lækna, hefði Tryggingastofnun ríkis. ins ákveðið, að sjúkrasamlögin mættu ekki greiða einka- sjúkrahúsunum, nema visst daggjald, sem er mun lægra, en húsin þurfa að fá. Afleiðingin er sú, .að sjúklingar verða sjálfir að taka á sig miklu meiri greiðslur en ella. Hér er vissulega rangt farið að. Sjúklingar eiga ekki að gjalda þess, þótt læknar og Tryggingastofnunin deili. Landlæknir og heilbrigðismálaráðherra verða tafar- laust að hlutast til um, að þessari deilu við læknana sé ekki snúið í stríð gegn sjúklingum, eins og nú á sér raunverulega stað. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Nýr forsætisráöherra Noregs Hann hefur breytt íhaldssömum bændaflokki í frjálslyndan miðflokk EG VAR staddur í Osló dag- inn eftir að kunnugt varð um úrslitin í norsku kosningunum. Eg spurði nokkra óbreytta borgara, sem ég hitti um dag inn, einkum bílstjóra og skrif stofufólk, hver myndi verða næsti forsætisráðherra Noregs. Þeir, sem ég spurði, voru yfir leitt annaðhvorf Alþýðuflokks menn eða hægri menn. Svar hægri manna var, að þeir kysu helzt John Lyng, en sennilega fengju þeir ekki for- sætisráðherrann, og þá væri Per Borten bezta forsætisráð herraefnið. Svar Alþýðuflokks manna var undantekningarlít- ið að Per Borten væri bezta forsætisráðherraefni borgara- legu flokkanna. Hann væri frjálslyndur, traustur og gæt inn og myndi ekki rasa um ráð fram. Um Röiseland voru skoðanir meira skiptar. Dag- inn eftir fluttu blöðin yfirleitt þær fréttir, að Röiseland myndi verða fyrir valinu. Sagt var, að Vmstri fl. styddi hann eindregið og einn af leiðtogum Kristilega flokksins hafði lýst stuðningi við hann, enda hefur Röiseland tekið þátt í félagsskap heimatrúboðs- manna. Vitað var líka, að Per Borten myndi ekki sækjast eft ir embætti forsætisráðherrans. Niðurstaðan hefur samt orð ið sú, að Per Borten varð fyrir valinu. Mér er ekki fjarri lagi að halda, að það stafi af því, að forustumenn borgaralegu- flokkanna, hafi komizt að raun um, að meðal hinna óbreyttu borgara landsins nyti hann mests trausts, næst á eftir Gerhardsen. John Lyng er einnig í miklu áliti, en geldur þess að vera hægri maður. Eg hefi fáa menn heyrt tala, sem vekja öllu meiri tiltrú en hann. Röiseland þykir annars snjall astur og skemmtilegastur ræðu maður þeirra aUra. Samt var mér sagt, að af þeim þremenn ingum hafi Borten þótt standa sig bezt í útvarps- og sjónvarps umræðunum fyrir kosningar. Hann hélf sér bezt við aðal- atriðin og virtist hafa mestan áhuga, en var þó rólegur og íhugandi, að vanda. Honum tókst að vekja mesta tiltrú. PER BORTEN er 52 ára gam all, fæddur og uppalinn í Þrændalögum, lauk ungur bú- fræðiprófi frá búnaðarháskól- anum í Ási og gerðist síðan héraðsráðunautur í heima- byggð sinni. Hann hóf strax afskipti af stjórnmálum að sfríðinu loknu og hlaut fljótt ýmsar trúnaðarstöður sem full trúi Bændaflokksins í sveita og héraðsstjórunum. Árið 1950 var hann kosinn á þing og hefur átt þar sæti síðan. Árið 1956 var hann kosinn formaður þingflokks Bændaflokksins en formannsskipti höfðu þá verið tíð í flokknum um skeið. Per Borten hafði fram að þeim tíma ekki haft sig mikið í frammi, því að hann er rólynd ur og hlédrægur að uppiagi. Margir töldu þá, að það væri hálfgert neyðarúrræði að gera hann að flokksformanni en reynslan hefur sýnt hið gagn stæða. FLOKKURINN, þar sem Per Borten tók við forustu fyrir níu árum, var fremur hægri sinnaður bændaflokkur. Hann hét þá líka Bændaflokkur. Þótt Per Borten væri sjálfur bóndi, var honum ljóst, að flokkurinn ætti sér ekki mikla framtíð, ef hann starfaði ein- göngu sem bændaflokkur, þar sem fólki í sveitum fækkar stöðugt. Hann hóf undirbúning að því að flokkurinn breytti nokkuð um stefnu og einnig um nafn. Hann fór samt ekki að þessu með neinum asa, held ur undirbjó málið í kyrrþey. Niðurstaðan varð sú, að flokk urinn hlaut nafnið Miðflokkur- inn. Jafnframt setti hann sér frjálslynda og al- hliða stefnuskrá, þar sem landbúnaðarmálin skipta ekkert æðra rúm en aðrir málaflokkar. Félagsmál og menningarmál eru sett í önd vegi og þó umfram allt það mál, sem Borten nefnir jafn- ræði og jafnrétti. „Jafnræðið er einskonar lykilorð í stefnu og starfi Miðflokksins", segir Borten í grein um Miðflokkinn, sem hann skrifaði rétt fyrir kosningarn ar. í grein þessari vitnar hann jafnframt til þeirra orða í upp haflegri stefnu Bændaflokks- ins, að eins ákveðið og fJokk urinn beiti sér gegn sósíalisma, eins ákveðið muni hann líka styðja íhlutun ríkisins til að afstýra tjóni af völdum skefja lausrar samkeppni. í baráttu flokksins fyrir jafnræði og jafnrétti, hefur einna mest borið á því atriði í seinni tíð, að eflt verði jafnvægi í byggð landsins og valdinu dreift, en þó hefur þessi barátta verið reldn án allra öfga, eins og sést bezt á því, að þingmenn flokksins studdu á seinasta þingi, að Osló og nágrannakjör dæmi hennar, Akurshus, fengi fleiri þingmenn. Jafnframt því sem flokkur inn hefur breytt um nafn og endurskoðað stefnu sína undir forustu Bortens hefur allt flokksstarfið verið stórlega eflt. Árangurinn kom í Ijós nú í kosningunum 13. sept., þegar flokkurinn jók stórlega fylgi sitt, og þó einkum í kauptúnun um og þéttbýlli héruðunum. En þessi sókn á að halda á- fram, því að strax eftir kosn ingarnar settu æskulýðssamtök flokksins sér það mark að fjölga félagsmönnum sínum um 50%. Borten fylgist ekki sízt með starfi æskulýðssam- takanna. Eg sá hann snemma morguns daginn eftir kosning ar á flokksslcrifstofunni um- kringdan hópi ungra manna, sem voru auðsjáanlega í góðu skapi, en Borten virtist jafn rólegur og óhagganlegur og endranær. ÞAÐ ER stundum cagt um Per Borten að menn vití ekki alltaf hvað hann ætlast fyrir. Hann hugsar ráð sitt vel og hraðar sér ekki að taka ákvarð anir. En þegar stefnan hefux verið mótuð, er henni fylgt eftir, en þó fullt tillit tekið til aðstæðna. Borten hefur reynzt góður samningamaður í flokki sínum og hefur hlotið þar góðan undirbúning undir það starf, sem hann hefur nú tekið að sér. Val hans sem forsætisráðherra mælist því ekki aðeins vel fyrir meðal samherja hans, heldur einnig meðal andstæðinga hans. En starf hans sem forsætisráð- herra í fjögurra flokka stjórn mun reynast allt annað en vandalaust. Þar mun hann oft þurfa að halda á hinni skörpu og köldu íhygli sinni og þeim sérstæða hæfileika sínum að láta fátt raska ró sinni og jafnvægi. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.