Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANtJAR 1986 Hún nálgast Þessa dagana situr svokölluð útvarpsréttamefnd á rökstól- um undir forsæti Kjartans Gunnars- sonar lögfræðings og þingar um reglugerðir þær er fjölmiðlar hér- lendis munu starfa eftir á næstu árum og jafnvel áratugum. Svona markast nú líf okkar hversdags- manna af hljóðlátu starfi karla og kvenna er bauka í litlum hópum bak við tjöldin. Þau okkar er ekki hafa uppá vasann flokksskírteini eiga sjaldnast þess kost að sitja í slíkum ráðum. Já, kæru lesendur, ekki er allt sem sýnist en nóg um það; er ekki þess að vænta að lýðræðið styrkist. í sessi með tilkomu nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva slíkra er starfa ekki undir smásjá flokksráða eins og blessaðir ríkisfjölmiðlamir? Lít- um aðeins nánar á staðreyndir málsins. ístartholunum Það er býsna fróðlegt að skoða þá aðila er nú bíða þess með óþreyju að ríkiseinokuninni létti af útvarpi og sjónvarpi. Samkvæmt þeim upplýsingum er ég hefi aflað mér verða á næstunni reistar hér um 30 nýjar útvarps- og sjónvarps- stöðvar. Kennir þar margra grasa þannig hefír ísfilm sótt um leyfi til rekstrar útvarps- og sjónvarps- stöðva, launþegasamtökin hafa og sýnt áhuga á slíkum rekstri og ekki má gleyma því að Frairifeóknar- flokkurinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn hafa leitað hóf- anna um samstarf á þessu sviði. Isman nefnist fyrirtæki, að hluta í eigu Rolfs Johanssen stórkaup- manns, en þetta fyrirtæki byggir á rekstur einskonar myndbanda- stöðvar þar sem eingöngu verður að aðkeypt efni að ræða. Má sum sé búast við því að þættir á borð við Staupastein og Dallas verði fyrirferðarmiklir í þeirri dagskrá. Þá skilst mér að eigendur Helgar- póstsins, hverjir sem þeir nú eru, hyggi á rekstur útvarpsstöðvar. Og ekki láta eigendur DV sitt eftir liggja í baráttunni um glápendur og hlustendur hér á skerinu, hyggja þeir dagblaðsmenn á rekstur frétta- útvarps. Ber að fagna því framtaki. Þá má ekki gleyma kapalsjónvarp- inu en ýmsir „uppar" í þjóðfélagi voru ku líta vonaraugum til rekstrar slíkra stöðva. Og ekki láta lands- byggðarmenn sitt eftir liggja. Skrá- sett eru firmaheitin: Utvarp Akra- nes, Keflavík, Isafjörður, Akureyri, Suðumes og mætti reyndar auka við þennan lista en ég sé ekki að slík upptalning þjóni neinum til- gangi, mestu skiptir hversu ólíkir hagsmunaaðilar standa að baki þeim útvarps- og sjónvarpsstöðvum er senn hillir undir á landi voru. Ég fæ ekki betur séð en að alls konar fólk úr hinum ólíklegustu stjóm- málaflokkum og jafnvel utan flokka komi til með að leggja hönd á plóginn þá upplýsingabyltingin ríðuryfirísland. Reyndurkaup- sýslumaður Reyndur kaupsýslumaður hvísl- aði því að mér á dögunum að senni- lega myndu lélegustu útvarps- og sjónvarpsstöðvamar verða ofan á í þeirri hörðu samkeppni er senn tæki hér við á útvarps- og sjón- varpsmarkaðinum. Kvaðst hann þeirrar skoðunar að þær stöðvar er eingöngu byggðu dagskrá sína á aðkeyptu ódýru efni yrðu styrk- astar Qárhagslega er frammí sækti enda kostnaðurinn lítill og spum- ingfin hvort ekki væri eins gott að leyfa erlendum aðilum að reka slík- ar stöðvar. En hér kemur væntan- lega til kasta Kjartans Gunnarsson- ar og félaga i útvarpsréttarráðinu en þeir eiga að gæta þess að fjöl- miðlabyltingin kaffæri ekki íslenska tungu og menningu. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / SJÓNVARP Djass og blús ■■■■ Djass og blús — Ol 00 þáttur í umsjá u Jl Vemharðs Lin- nets — er á dagskrá rásar 2íkvöld kl. 21.00. Vemharður sagði í sam- tali við blaðamann að ætl- unin væri að kynna helstu djass- og blúshljómplötur liðins árs, þar á meðal nýja plötu með Pétri Östlund þar sem hann leikur með þekktri sænskri hljómsveit. .V.....>. Vernharöur Linnet Frá borgarstjómarfundi 24. okt. sl. Helgarútvarp barnanna l7oo Helgarútvarp bamanna hefst árás 1 kl. 17.00 í dag. Umsjónarmaður er Vemharður Linnet. Ætiunin er að fylgja máli eftir er upp kom á borgarstjómarfundi 24. október sl. þegar krakkar úr skólum og félagsmið- stöðvum fjölmenntu á fund borgarstjómar og héldu framsögur um ýmis mál sem þeim þótti betur mega . fara. M.a. komu krakkar úr félagsmiðstöðinni Þrótt- heimum og létu óánægju sína í ljós hvað varðar far- gjald unglinga með stræt- isvögnum Reykjavíkur- borgar. Fannst þeim mjög ósanngjamt að krakkar frá 12 til 16 ára aldurs þyrftu að greiða fullt fargjald. Vemharður sagði að krakkar þessir kæmu í þáttinn sinn í dag auk Siguijóns Fjeldsteð borgar- fulltrúa og stjómarfor- manns SVR. Þá væri einn- ig von á öðmm aðila frá strætisvögnunum og gefst krökkunum því kostur á að ræða málin við þá aftur um fargjöldin. Þá hefur annar íslend- ingur gert garðinn frægan erlendis — Sveinbjöm Sváfnisson, sem leikið hef- ur í Danmörku í fímm ár með Kenn Lending blús- band. Hljómsveit þessi hefur spilað með þekktum Úr kvikmyndinni „Ást og kvöl“. Maggie Smith og Timothy Bottoms. bandarískum blúsnöfnum víðsvegar svo sem Louis- iana Red, Memphis Slim og Champion Jack Dupre. Innan tíðar stendur til að hljómsveitin fari í tónleika- ferð til Japans með þessum þremenningum. „ Ast og kvöl“ 23 ■ Breska bíó- 15 myndin „Ást og — kvöl“ frá árinu 1973 er á dagskrá sjón- varps í kvöld kl. 23.15. Leikstjóri er Alan J. Pakula og með aðalhlutverk fara Maggie Smith og Timothy Bottoms. Saga myndarinnar er á þá leið að fertug kona og átján ára piltur verða sessunautar í hópferð um Spán. Þrátt fyrir aldurs- muninn fella þau hugi saman og fara tvö ein í ævintýraleit. Kvikmynda- handbókin gefur mynd þessari þijár stjömur af fjórum mögulegum. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 10. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7Æ0 Morguntrimm. 7.30 Frétt- ir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöur- fregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Stelpurnar gera uppreisn" eftir Fröydis Guldahl. Sonja B. Jónsdóttir les þýöingu sina (5). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður sem Siguröur G. Tómasson flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 10.40 „Sögusteinn". Umsjón: Haraldur I. Haraldsson. (Frá Akureyri.) 11.10 Málefni aldraöra Umsjón: Þórir S. Guðbergs- son. 11.25 Morguntónleikar a. Pepe og Celin leika spænska tónlist á tvo gitara. b. Ungverskir listamenn leika ungverska þjóödansa. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Ævin- týramaöur," — af Jóni Öl- afssyni ritstjóra Gils Guðmundsson tók sam- anogles(7). 14J0 Sveiflur. — Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akureyri.) 15JM) Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar Planókonsert nr. 3 I c-moll op. 37 eftir Ludwig van Beethoven. Wilhelm Back- haus leikur með Filharmonlu- sveit Vlnarborgar. Hans Schmidt-lsserstedt stjórnar. 17.00 Helgarútvarp barnanna Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.40 Úr atvinnullfinu — Vinnu- staðir og verkafólk Umsjón: Hörður Bergmann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Staðastaðarprestar. Þórð- ur Kárason flytur fyrri hluta frásagnar sinnar. b. Endurminning. Þorsteinn frá Hamri les úr Ijóðum Grims Thomsens. c. Ljósið I hrlðinni. Svanhild- ur Sigurjónsdóttir les frásögn eftir séra Sigurö Einarsson. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.00 Djassogblús. Stjórnandi Vernharður Linn- et. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir fiðlutónlist eftir Jónas Tóm- asson og Jón Nordal á ein- leikshljómplötu Guönýjar Guömundsdóttur. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. orö kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Kvöldtónleikar „Rómeó og Júlla", svlta nr. 2 eftir Sergej prokofjeff. „National"-hljómsveitin I Washington leikur. Mstislav Rostropovitsj stjórnar. 22.55 Svipmynd Þáttur Jónasar Jónassonar. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. FÖSTUDAGUR 10. janúar 10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Asgeir Tómasson. Hlé. 14.00—16.00 Pósthólfið. SJÓNVARP 19.10 Adöfinni Umsjónarmaður: Karl Sig- tryggsson 19.20 Nú getur hann talið kýrn- ar (Ná bara man kan tælle köerne) Dönsk barnamynd um það hvernig drengur I Bhútan eignast gleraugu. Þýðandi: Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður FÖSTUDAGUR 10. janúar 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós 21.10 Skonrokk Innlendur poppannáll 1985 Umsjónarmenn: Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 22.10 Derrick Þrettándi þáttur. Þýskur sakamálamyndaflokkur. Aðalhlutverk: Horst Taþpert og Fritz Wepper. Þýðandi: Veturliöi Guðnason 23.10 Seinni fréttir 23.15 Astogkvöl (Love and Pain) Bresk bfó- mynd frá 1973. Leikstjóri Alan J. Pakula. Aðalhlut- verk: Maggie Smith og Ti- mothy Bottoms. Fertug kona og átján ára piltur verða sessunautar I hópferð um Spán. Þrátt fyrir aldursmun- inn fella þau hugi saman og fara tvö ein I ævintýraleit. Þýðandi: Rannveig Tryggva- dóttir. 01.10 Dagskrárlok. 00.05 Djassþáttur — Jón Múli Arnason. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl 03.00. Stjónandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir. Stjórnandi: Jón Ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. Hlé. 20.00—21.00 Hljóðdósin. Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 21.00—22.00 Dansrásin. Stjórnandi: Hermann Ragnar Stefánsson. 22.00—23.00 Rokkrásin. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23.00—03.00 Næturvaktin. Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. SVÆÐISÚTYÖRP AKUREYRI 17.00—18.30 Rlkisútvariö á Akureyri — Svæðisútvarp. REYKJAVÍK 17.00—18.00 Svæðisútvarp Reykjavlkur og nágrennis (FM 90,1 MHz).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.