Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 Hækkun flugvallargjalds mis- tök sem verður að leiðrétta - eftir Sig-fús Erlingsson Sú stórhækkun sem ákveðin hefur verið á svonefndu flugvallar- gjaldi er eins og hnefahögg í andlit þeirra sem með ærinni fyrirhöfn hafa verið að byggja upp ferðaþjón- ustu hérlendis. Gjaldið á að hækka úr 250 krónum upp í 750 krónur frá 1. mars næstkomandi. Það er ekki aðeins að þessi mikla hækkun sé með öllu óskiljanleg, heldur kemur tilkynning um hana allt of seint. Flugleiðir hafa til dæmis kynnt verð á íslandsferðum næsta sumar á meginlandi Evrópu, Englandi, í Bandaríkjunum og víðar með bækl- ingaútgáfu, þátttöku í ferðakaup- stefnum og auglýsingum. Ekki er viðlit að breyta áður auglýstu verði gagnvart þeim erlendu aðilum sem búið er að semja við eða kynna ákveðnar upphæðir á ferðum til íslands. Dæmið lítur því einfaldlega þannig út, að Flugleiðir verða í flestum tilfellum að borga 500 króna „sekt“ til ríkisins fyrir hvem erlendan ferðamann sem félagið flytur til landsins á verði sem búið var að auglýsa. Eða ætlar fjármála- ráðuneytið ef til vill að opna inn- heimtuskrifstofu á Keflavíkurflug- velli og sjá um að enginn sleppi af landi brott nema greiða þennan skatt beint til ríkisins? En hér hefur aðeins verið drepið á einn anga þessa máls. Auðvitað verður þessi ferðamannaskattur lagður ofan á verð íslandsferða í framtíðinni. Einhvetjir virðast halda að hingað streymi tugþúsundir er- lendra ferðamanna af sjálfu sér. Svo er ekki. Við þurfum að veija gífurlega miklu fé og vinnu í að laða ferðamenn hingað. Beinn kostnaður Flugleiða við að kynna ísland austan hafs og vestan nam á síðasta ári hátt í 50 milljónum króna og er þá kostnaður við ýmis- legt annað sem tengist þessu ótal- inn. Um allan heim er lagt kapp á að efla ferðaþjónustu og æ fleiri lönd heyja harða samkeppni um að fá til sín ferðamenn. Þar geta upphæðir sem nema 13 sterlings- pundum eða 18 dollurum skipt sköpum, en upphæð nýja skattsins er sem svarar þessum upphæðum í þessum myntum. Við búum hér við mun meiri verðbólgu en gengur og gerist í nágrannalöndunum og það eitt gerir okkur nógu erfitt fyrir á ferða- mörkuðum þótt ekki sé bætt gráu ofan á svart með því að skattleggja ferðamenn svo óheyrilega. Mikil hætta er á að taki fyrir fjölgun erlendra ferðamanna til landsins og jafnvel að þeim fari fækkandi, og Sigfús Erlingsson. „Ef þetta mál er skoðað frá öllum hliðum fer ekki hjá því að stór- hækkun f lugvallaskatts nú, hljóti að vera mis- tök sem verða leiðrétt þótt ekki væri nema vegna þess eins að fyr- irhuguð tekjuaukning ríkissjóðs verður að lík- indum að engu eins og hér hefur verið bent á.“ þar með stöðnun eða samdrátt í atvinnutækifærum og í gjaldeyris- tekjum af ferðamönnum. Að afla tekna Fjármálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið, þriðjudaginn 7. janúar varðandi hækkun flugvallar- gjalds: „En á meðan útgjöld rikisins eru jafnmikil og raun ber vitni þarf að aflatekna." Ekki skal dregið í efa að ríkið þarf á auknum tekjum að halda. En í þessu tilfelli er það tvímæla- laust svo, að ríkið er að stefna í hættu miklu meiri tekjumöguleik- um en fæst með hækkun flugvallar- gjalds. Á árinu 1985 komu um 97.000 erlendir ferðamenn til lands- ins og má ætla að hver og einn hafi eytt verulegum upphæðum í landinu. Flugleiðir hafa lagt kapp á að bjóða fram úrval af ferðamögu- leikum til íslands, bæði lengri og skemmri ferðir á öllum tímum árs. Þar fyrir utan má nefna sérstakar verslunarferðir sem félagið hefur efnt til frá bandarískum borgum en þátttakendur í þessum þriggja daga ferðum eyða hér tugum þús- unda hver, í kaup á ullarfatnaði, minjagripum og í mat og drykk á veitingahúsum. Það þarf ekki marga ferðalanga til að fá jafn- mikinn erlendan gjaldeyri inn í landið, eins og fæst fyrir tonn af fiski til útflutnings. Það eru ýmsar leiðir til að fá erlenda ferðamenn hingað til lands. Hætt er við að þetta hefði óheilla- vænlegust áhrif á hin styttri ferða- lög útlendinga til Islands utan hins hefðbundna ferðamannatíma, þar sem dvalartími er venjulega fremur stuttur, en Flugleiðir hafa varið miklu fé og tíma til að ná árangri á þessu sviði. Hér hefur ekki verið rætt um með hve miklum þunga þessi aukna skattheimta leggst á íslendinga sem fara til annarra landa. Ekki þarf að hafa mörg orð þar um. Nægir að vitna til ummæla Eyjólfs Konráðs Jónssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins við umræður á Alþingi árið 1978, er þáverandi rík- isstjóm hækkaði flugvallargjaldið. Samkvæmt Mbl. 7. janúar síðastlið- inn sagði Eyjólfur Konráð meðal annars að verið væri „að leggja gífurlegar byrðar á fólkið sem þarf að ferðast, — og auðvitað kemur það verst við fátæka fólkið". Ef þetta mál er skoðað frá öllum hliðum fer ekki hjá því að stór- hækkun flugvallarskatts nú, hljóti að vera mistök sem verða leiðrétt þótt ekki væri nema vegna þess eins að fyrirhuguð tekjuaukning ríkissjóðs verður að líkindum að engu eins og hér hefur verið bent á. Höfundur er framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða. Guðný Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 29. mars 1890 Dáin 25. desember 1985 Síðastliðinn jóladag, 1985, var Guðný Guðmundsdóttir kölluð frá þessum heimi, til sælustaða af- mælisbamsins sem er drottinn vor Jesús Kristur, og veit ég að Guðný hefur átt þar góða og ástríka heim- komu eftir sína löngu veru hér á meðal okkar, því þegar hún lést, var hún komin hátt á nítugasta og sjötta árið. Guðný Guðmundsdóttir fæddist 29. mars 1890. Hún ólst að mestu upp á Neðri-Þverá í Fljótshlíð til 17 ára aldurs, en þá bám örlögin hana til Vestmannaeyja. En þar átti hún þá eftir að lifa langan kafla æfi sinnar við hamingju og sorg. Árið 1912 giftist Guðný Kristjáni Jónssyni skósmið og sjómanni. Svo eftir nokkra sambúð byggðu þau sér íbúðarhús, sem þau kölluðu Minni-Núp. En það fór hjá Kristjáni eins og svo mörgum sjómanninum okkar, að hann komst aldrei heim úr síðasta róðrinum sem hann fór í á árinu 1922. Þá stóð Guðný ein uppi með 4 böm, en árið 1926 giftist hún í annað sinn, þá Helga Guðmundssyni, og eignuðust þau eina dóttur. Á kreppuárunum svo- kölluðu flutti Guðný til Reykjavíkur og öll fyölskylda hennar, og þar átti Guðný ætíð heima síðan. En dvaldi þó síðustu ár ævi sinnar á Sólvangi í Hafnarfirði. Leiðir okkar Guðnýjar lágu fyrst saman um það leyti sem yngsta en þó uppkomin dóttir hennar, Klara Helgadóttir, giftist bróður mínum, Núma Jónssyni. Þau giftu sig og hófu búskap á árinu 1946. Eg fann strax að þar sem Guðný var áttum við hjónin trausta og góða vinkonu, hún hafði svo glaða, hlýja, fjörmikla framkomu, sem ekki var hægt annað en taka eftir og hrífast af. Við hjónin áttum ætíð góðar og ánægjulegar vinastundir hjá Guðnýju þegar við heimsóttum hana í Blönduhlíð 22, þar sem hún hafði íbúð hjá dóttur sinni og tengdasyni. Þá var hún orðin ekkja í annað sinn og bjó því ein. Þegar við Olga konan mín kynntumst þeim hjónum fyrst, Guðnýju og Helga, áttu þau heima á Oðinsgötunni og kom ég í nokkur skipti til þeirra og ætíð boðinn velkominn af hús- móðurinni, því hennar skapgerð og viðmót var í þá átt að helst vildi hún sem mest og best fyrir alla sína vini gera. Við hjónin bárum því til hennar okkar hlýjasta hug og kæra þökk fyrir öll okkar kynni. Nokkrum sinnum átti ég þess kost að heimsækja Guðnýju að Sól- vangi síðustu árin sem hún var þar, og enn var þá andlitssvipur hennar mjög sléttur og líkur því sem hann áður var, þó var aldurinn búinn að gefa líkama hennar sitt fangamark, því þróttur hans og þrek var horfið, þó sérstaklega í fótunum. En þrátt fyrir það þótti mér vænt um að koma í heimsókn þangað til hennar og geta kvatt hana í síðasta sinn. Að svo mæltu veit ég að mér er óhætt að skila bestu kveðjum, kærum þökkum með hlýjum hug til Guðnýjar frá systkinum mínum öllum, fyrir þeirra góðu kynni og vinarhug frá Guðnýju. Svo óska ég bömum hennar, öllu skyldfólki og venslafólki Guðs blessunar og hand- leiðslu. Og nú að enduðum þessum fá- nýtu orðum kveð ég Guðnýju Guð- mundsdóttur minni hinstu kveðju með kærri þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Haraldur Jónsson Lækkarlífdagasól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginhvildinniverð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ ogblessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. H.A. Á jóladag sl. andaðist í Sólvangi í Hafnarfirði amma mín, Guðný Guðmundsdóttir, á 96. aldursári. Hún fæddist í Skálakoti undir Eyjafjöllum, dóttir hjónanna Guð- laugar Sigurðardóttur og Guð- mundar Jónssonar, og var yngst fjögurra barna þeirra. Þau brugðu búi þegar amma var sjö ára og gerðust vinnuhjú hjá sæmdarhjón- unum Elínu Ambjamardóttur og Árna Guðmundssyni að Neðri- Þverá í Fljótshlíð. Þau reyndust ömmu einstaklega vel og sagði hún þau ekki hafa gert upp á milli sín og sinna eigin bama. Enda lét amma skíra eitt bama sinna í höfuð þessarar konu. Þegar amma er um fermingu deyr faðir hennar, og um 1907 flytjast þær mæðgur til Vestmanna- eyja. Þar eins og annars staðar á landinu á þessum ámm er lítið um lífsþægindi og er unnið hörðum höndum til þess að hafa í sig'og á, aðallega í fiskvinnu. Árið 1912 giftist hún Kristjáni skósmið Jóns- syni frá Dölum í Vestmannaeyjum. Þau áttu saman fimm böm, eitt dó í fæðingu. Elstur er Guðmundur, þá Elín, en hún lést 15. des. 1984, þá Þorgerður og yngst Guðlaug Alda. Árið 1922 dmkknaði Kristján í sjóferð með mb. Sigríði frá Vest- mannaeyjum, en hann hafði farið í nokkrar sjóferðir síðustu ár sín. Þá stóð amma ein eftir með fjögur bömin. Það vom erfiðir tímar og mikið basl og það var þá, sem amma tók líklega sína allra erfið- ustu ákvörðun í lífi sínu. Hún sendi Þorgerði dóttur sína í fóstur til mágs síns, Guðjóns Jónssonar, og konu hans, Guðbjargar Þorsteins- dóttur í Vík í Mýrdal, og þar ólst hún upp. Þótt Þorgerður hafi fengið þar gott atlæti hvarflaði oft að ömmu, hvort hún þá í erfiðleikum sínum, hefði gert rétt að slíta þann- ig einn kvistinn sinn upp með rót- um. Árið 1926 giftist hún öðm sinni. Mannsefnið var Helgi Guð- mundsson sjómaður ættaður frá Súðavík. Með honum eignaðist hún eina dóttur, Klöm. Til Reykjavíkur flyst íjölskyldan svo árið 1936, og er leigt fyrst á Bergstaðastræti 6, síðan á Þórsgötu 19, en loks á Óðinsgötu 21. Helga mann sinn missir hún 1952, einnig af slysfömm, en hann varð undir malarbing, er hann var í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Eftir það leigði amma ýmist á Kárastíg, Rauðarár- stíg eða Lokastig. En frá árinu 1962 og í ein 18 ár er hún í ömggu og traustu skjóli dóttur sinnar, Elín- ar, og tengdasonar, Jóhannesar, í Blönduhlíð 22. Síðustu ár sín sem hún var í Blönduhlíðinni var hún orðin lasburða og þurfti mikla umönnun. Þetta hljóta að hafa verið erfiðir tímar fyrir Elínu, sem sjálf var orðin sjúk. Því miður er of seint að þakka Elínu sem skyldi, en ég vil leyfa mér að þakka Jóhannesi af alhug, því ég veit að amma var þeim hjónum afar þakklát og minnt- ist hún oft á það við mig hversu heppin hún hefði verið að komast til þeirra. Það var því kærkomin lausn þegar amma fékk inni á Sólvangi í Hafnarfirði. Þar leið henni vel sín allra síðustu ár, og öll umönnun þar var til stakrar fyrirmyndar. Vil ég færa Braga Guðmundssyni lækni og starfsfólki hans mínar innileg- ustu þakkir fyrir þeirra góðu störf. Einnig vil ég þakka Guðlaugu Öldu fyrir að hafa tekið ömmu heim til sín í nærfellt ár og annast hana. Ef ég lít til baka þá minnist ég ömmu með hlýhug fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Til hennar var alltaf gott að koma. Upplífgandi, kát, fjörug, en þó fyrst og fremst sterk á erfiðum stundum. Hún hafði alltaf áhuga á því sem maður var að fást við, og ætíð til taks þegar á þurfti að halda. Hún amma var svo sannarlega stór í sniðum og rík af rausn í fátækt sinni. Áhugi, ósér- hlífni og dugnaður var henni í blóð borinn. Með ástúð mun ég alltaf minnast hennar og hugsa til henn- ar. Þau bönd sem slíkar hugsanir skapa bera ávöxt - og þau bresta ekki. Ég og fjölskylda mín þakka ömmu fyrir allar okkar stundir. Blessuð sé minning hennar. Helgi Löggulíf frá Könum Kvikmyndir Árni Þórarinsson Austurbæjarbíó: Lögregluskól- inn 2, fyrsta verkefnið — Police Academy II, Their first Assign- ment ☆ >/2 Bandarísk. Árgerð 1985. Hand- rit: Barry Blaustein, David Sheffield. Leikstjóri: Jerry Paris. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg, Bubba Smith, David Graf, Michael Winslow, Colleen Camp, Howard Hesse- man, George Gaynes. í Bíóhöllinni er nú verið að sýna amerískan tískufarsa um kyndugt lið að fíflast í ökuskóla. Ökuskól- inn heitir myndin eða Moving Violations. Hún er hugsuð og framkvæmd af meiri kunnáttu og hnyttni en flestir amerískir farsar af þessari gerð. í henni eru raun- verulegar brandarahugmyndir og skemmtilega dregnar persónur. Útkoman er því góð afþreying. Myndin hittir í mark. Þegar slíkt gerist þá fá aðstandendur banda- rískra bíómynda eiginlega aðeins eina hugmynd: Gerum framhald! Græðum meira! Þynnum út! Ekki veit ég hvort það verður hlutskipti Moving Violations að fæða af sér Moving Violations II, en það kæmi mér ekki á óvart. Slík urðu ein- mitt örlög Police Academy eða Lögregluskólans sem sló í gegn á síðasta ári. Þótt sú mynd hafí á engan hátt skarað fram úr í hugviti eða fagmennsku dugði formúlan ein — kyndugt lið fíflast í lögregluskóla — til að höfundar græddu á henni næstum 200 milljónir Bandaríkjadala. Þess vegna er nú Polica Academy II komin upp á tjald Austurbæjar- bíós. Police Academy II hefur ekkert fram að færa umfram Police Academy I. Ef eitthvað er þá er hún fátæklegri. í Police Academy II er kjmduga liðið úr Police Academy I látið fíflast á götum úti við svökölluð löggæslustörf eftir að hafa útskrifast úr skólan- um. Þar eru nokkrar þolanlega fyndnar uppákomur á stöku stað. En myndin er í heild undanrenna. Þeim mun þynnri og daufari sem fyrri mjmdin var undanrenna líka. Ég þarf varla að taka fram að vestur í Bandaríkjunum er nú verið að gera splunkunýjan farsa. Hann heitir Police Academy III.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.