Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1986 13 Islenzkt sjó- mannaalmanak komið út í 61. skipti 7 ára drengur teikn- aði forsíðu þess ÍSLENZKT sjómannaalmanak fyrir árið 1986 er nú komið út og er þetta 61. útgáfa þess frá því það kpm fyrst út árið 1914. I almanakinu er að finna flestar upplýsingar, sem nauðsynlegar geta talizt íslenzkum sjófarend- um og er skylda að hafa það um borð i hveiju skipi. Fiskifélag Islands gefur almanakið út. I tilefni árs æskunnar er forsíða almanaksins teiknuð af 7 ára dreng, Gunnari Friðrikssyni, og sýnir húr kaupskip, bát og togara. Meginmá! almanaksins er unnið í tölvu Fiski- félags íslands og fiskimálastjóri, Þorsteinn Gíslason, segir í formála, að af því sé mikið hagræði og auk þess ætti skipaskrá almanaksins og töflur henni viðkomandi að vera réttari en ella. Nýlunda í almanak- inu að þessu sinni er listi yfir trún- aðarmenn Fiskiféiagsins á öllu landinu. íslenzk skip eru nú talin 936, samtals 186.656 rúmlestir að stærð, þar af 826 fiskiskip. Vél- bátar eru flestir, 719, skuttogarar 107, vöruflutningaskip 41 og olíu- skip 8. Skemmtibátar eru taldir 7. Elzta skip flotans er enn Nakkur SU 380 frá Djúpavogi, en hann var byggður í Færeyjum árið 1912. Flest skip, 64, eru frá árinu 1972. í almanakinu eru að finna mjög margvíslegan fróðleik auk reglu- gerða af ýmsu tagi. Má þar nefna fjarlægðir milli staða bæði við ís- land og til erlendra hafna, fískaheiti á ýmsum tungumálum, yrfírlit yfir ræðismenn íslands erlendis og for- vitnilegt yfirlit um gamalt mál. Má af því tilefni nefna mælieininguna ámu, sem samsvarar eftirfarandi mælieininguni: 1 áma = 6 uxahöfð- uð = 36 anker =12 lagertunnur = 1.440 pottar. íslenskt sjómanna Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Hollandspistill/Eggert H. Kjartansson Garðyrkjuskóli ríkisins í heimsókn í Hollandi Fyrir skömmu voru nemendur, skólastjóri og sérfræðingar Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ólfusi á ferð í Hollandi. Að sögn Grétars Unnsteinssonar skóla- stjórá, sem var fararstjóri í ferðinni, var tilgangur Hollandsferðarinnar m.a. „ ... að kynna sér það allra nýjasta á sviði hollensks garðyrkju- iðnaðar, jafnframt því að komast í ný sambönd og styrkja þau sem fyrir voru.“ Undirritaður fylgdi hópnum á ferð hans um Holland. Frá mánudegi til föstudags Fyrst á dagskrá var heimsókn í fræframleiðslufyrirtækið Royal Sluis, sem er eitt stærsta fyrirtæki Hollands á sínu sviði. Að sögn Grét- ars Unnsteinssonar og Magnúsar Á. Magnússonar, tilraunatjóra Garð- yrkjuskólans, er það eitt af hlut- verkum Garðyrkjuskólans að að- stoða og leiðbeina garðyrkjubænd- um við tegundaval til ræktunar. Til þess að geta sinnt því starfi sem skyldi, er nauðsynlegt að halda uppi góðu samstarfi við fræfram- leiðendur og tryggja á þann hátt streymi upplýsinga og fræsýna til íslands. i Garðyrkjuskólanum eru síðan fræin og upplýsingamar kannaðar, áður en farið er að mæla með þeim við garðyrkjubændur. Eftir að hafa gengið og skoðað fræfyrirtækið var boðið upp á brauðmáltíð. Síðan var farið í Flevo- hof-garðinn, sem er einskonar sýn- ishorn af hollenskum landbúnaði og garðyrkjuiðnaði og hann skoðað- ur, en þá haldið til Wageningen. í Wageningen biðu nokkrir hollenskir stúdentar, sem höfðu verið í starfs- þjálfun á íslandi, komu hópsins. Sem þakklætisvott fyrir þá gest- risni, sem þeim hafði verið sýnd þegar þeir dvöldust á íslandi, höfðu þeir boðist til þess að vera bílstjórar hópsins þann tíma sem valist yrði í Hollandi að þessu sinni. Næsta dag var móttaka á vegum Landbúnaðarháskóla Hollands í Wageningen, sem hafði aðstoðað við skipulagningu ferðarinnar. Frú Eva van Drie hjá upplýsingadeild háskólans hélt stuttan fyrirlestur og sýndi skyggnimyndir, skýrði hún frá hlutverki háskólans í hollensku menntakerfi og þeirri tilraunastarf- semi sem þar fer fram. Fyrirlestur frú Evu van Drie, var síðasta sameiginlega dagskráratriði ferða- langanna. Eftir það skiptust þeir í þtjá hópa eftir námsbrautum, Garð- plöntubraut, Ylræktarbraut og Skrúðgarðyrkjubraut. Á þann hátt nýttist best sá tími sem til stefnu var. Hópurinn á Garðplöntubraut var undir leiðsögn Ólafs Njálssonar. Hann fór þennan dag m.a. í heim- sókn til Skógræktardeilda háskól- ans. Fjórir af helstu sérfræðingum deildanna héldu fyrirlestra þar sem rakin var þróun skógræktar í Hol- landi, jafnframt því sem fram kom var ýmislegt athyglisvert, sem taka verður tillit til við skógrækt. Eftir fyrirlestrana gafst ágætis tækifæri til þess að leggja spumingar fyrir Blóma- og grænmetismarkaður. Trj ár ótartilraun við háskólann í Wageningen. þessa sérfræðinga, og var rætt saman dijúga stund. Síðan var farið út í gróðurhús þar sem gerðar eru rannsóknir á samlífí sveppa og rót- arhárra tijáa. Á sama tíma var tekið á móti Ylræktarbraut hjá Garðyrkjudeild háskólans. Þar var tilraunastaða deildarinnar m.a. skoðuð og ný aðferð við framleiðslu Rósa-græðl- inga kynnt. Skrúðgarðyrkjubraut, sem var undir leiðsögn Guðmundar R. Sig- urðssonar, heimsótti þennan dag m.a. trjá- og plöntugarð, auk þess sem komið var við í „Sjúkdóma- garði“, þar sem sjúkdómum er eingöngu haldið við í þeim tiigangi að kynnast áhrifum þeirra á plöntur og grænmeti sem þeir leggjast á. Á þriðja degi var risið árla úr rekkju og haldið á blóma- og græn- metismarkaði sem eru frá klukkan 5—7.30 á morgnana. Þennan dag var grænmetinu og blómunum fylgt frá því salan fór fram á mörkuðun- um og þar til varan var komin á útimarkaði eða í verslanir. í beinu framhaldi af skoðunarferðinni í verslanir, var síðan farið í heimsókn til Sprenger-stofnunarinnar. Sprenger-stofnunin er mjög vel þekkt af rannsóknum og því braut- ryðjendastarfi sem þar hefur verið unnið varðandi gevmslu og flutn- inga á grænmeti og blómum. Við komuna þangað ávarpaði Ing. Jan de Maaker-hópinn á íslensku. Það kom skemmtilega á óvart og skýr- ingin lét ekki á sér standa. Jan hafði ásamt eiginkonu sinni verið búsettur í nokkur ár á íslandi. Síðan var hlýtt á fyrirlestur um geymslu á grænmeti, þar sem sérstök áhersla var lögð á það hvaða græn- metistegundir 'er ekki hægt að geyma saman án þess að þær hafí neikvæð áhrif hvor á aðra. Eftir kvöldverð mættu nokkrir af stjórnarmönnum Hollands í Al- þjóðasamtökum landbúnaðar- og garðyrkjustúdenta (IAAS) og kynntu starfsemi samtakanna. I framhaldi af því ræddu þeir við Garðyrkjuskólanema um það hvort ísland hefði ekki áhuga á að gerast félagi í samtökunum. Á fundum samtakanna í Sviss og Austurríki síðastliðið sumar hafí verið lagður grunnur að því að ísland gæti gerst félagi í IAAS. Niðurstaðan varð að stofnuð var undirbúningsnefnd sem vinna skyldi að því að koma íslands- deild samtakanna á laggirnar. Fimmtudagurinn var einnig mjög áskipaður frá morgni til kvölds. Það virtist þó Iítil áhrif hafa á ferðalang- ana. Sá áhugi sem nemendur sýndu vakti óskipta athygli þeirra sem tóku á móti þeim, hvort heldur það var í tilraunastöðinni í Naaldwijk, sem er aðalmiðstöð hollensks gróð- urhúsaiðnaðar, eða í Wageningen, þar sem fræðileg störf eru unnin. Ný tengsl komust á og skipst var á upplýsingum. Sem dæmi má nefna upplýsingaskipti milli til- raunastöðvarinnar PAGV (Proef- station voor de akkerbouw en de grouententeelt in de vollegrond) hjá Lelystad annarsvegar, þar sem síðustu árin hefur verið unnið að tilraunum með upphitun jarðvegs og áhrifum þess á vöxt nokkurra grænmetistegunda, og Garðyrkju- skóla ríkisins hinsvegar, þar sem svipaðar tilraunir hafa verið gerðar. Garðar R. Árnason hefur unnið að þeim rannsóknum við Garðyrkju- skóla ríkisins. Leið nú að lokum ferðarinnar. Lokaverkefni hópsins var hönnun, skipulagning, útfærsla og þó fyrst og fremst uppræktun nýrra land- svæða sem höfðu verið unnið frá sjó. Þegar við komum til Amster- dam var farið að bregða birtu. Næsta dag skyldi haldið til íslands. Árangursríkri ferð Garðyrkjuskóla ríkisins til Hollands var lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.