Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 Hávarður Friðriks son — Minning Fæddur 7. nóvember 1891 Dáinn 31. desember 1985 Löngu og merku æviskeiði er lokið, æviskeiði sem okkur bömum hitaveitu og rafmagnsljósa er flest- um fjarlægt en fleirum óþekkt. Það fólk, sem um aldamótin síðustu og nokkuð fram á þessa öld las við grútartýru bak við hélaðan skjá og átti lífsgæði af skomum skammti, er okkur samt svo nálægt, svo óve- fengjanlegur hluti af sjálfum okkur I eins og mannlíflð er sjálft frá upp- hafi til endaloka. Þetta horfna fólk er upphaf okkar og við framhald þess en hið ókomna er á valdi skapanomanna. A vegamótum er rétt að staldra við, og þegar við lítum um öxl yfír lífshlaup gamals vinar sjáum við í hnotskum myndir liðinna ára dansa í hugskoti okkar og þeir, sem áttu því láni að fagna að eiga Hávarð Friðriksson að vini, geta nú sem fyrr glaðst yfír kynnum og minning- um, sögum og alls kyns athuga- semdum þessa óvenjulega manns. Hann fæddist í Lágadal við Djúp þann 7. nóvember 1891, kominn af þróttmiklum bændaættum þar .j* vestra. Móðir hans var Kristín Kristjánsdóttir frá Fremri-Bakka í Langadal, en faðir hans Friðrik Sigurður Bjamason frá Rauðamýri á Langadalsströnd. Hávarður var næstyngstur sjö systkina, en aðeins Qögur komust til fullorðinsára. Nú em þau öll látin. Systumar frá Lágadal vom: Guðbjörg, sem giftist Ólafi Ólafssyni, bónda í Skálavík, hún lést í blóma lífsins, Salvör, er giftist Guðjóni Sæmundssyni, bónda í Heydal, og síðar í Vogum, og Elísabet, er giftist Þorvaldi Sigurðssyni, kaupmanni á Akur- eyri. Salvör og Elísabet létust báðar í hárri elii. Á heimili þeirra Kristínar og Friðriks dvaldist á æskuskeiði Kristín Friðrika Óiafsdóttir, sem var fædd 1903, en hún kom í fóstur þangað á fyrsta ári eftir að henni hafði verið gefið nafn þeirra hjóna beggja. Komu Kristínar frænku sinnar á Lágadalsheimilið minntist Hávarð- ur oft, og hin síðari árin oftast með tárvotum augum. „Þegar blessað bamið kom inn í þennan lágreista bæ með gleðibros ungbamsins og breiddi faðminn móti sól og nýjum degi,“ en á þessum bæ hafði dauð- inn minnt á nærvem sína skömmu áður og hrifíð á braut yndislega systur í blóma æskunnar. Hávarður sleit bamsskónum í Lágadal þar sem „eyrarrós hjúfrar kolli að hörðum steini". Þegar Há- varður var tóif ára gamall fluttust foreldrar hans búferlum ásamt skylduliði að Hallsstöðum á Langa- dalsströnd og bjuggu þau þar uns kraftar tóku að þverra og fluttust þá til Skálavíkur og bjuggu í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar þar til yfír lauk. Hinn ungi Djúpmaður kaus ekki að ganga hina venjulegu einföldu braut umkomulausra og févana sveitapilta þess tíma, heldur hélt 18 ára til búnaðamáms að Hólum norður og lauk þaðan prófí tvítugur og hélt svo ári síðar til Noregs til frekara náms í búvísindum, vafa- laust hugfanginn og innblásinn af bjartsýni aldamótamanna. Ekki mun hugur Hávarðar hafa staðið til langdvalar erlendis, enda vom fjölskyldu- og vinabönd ofín sterkum þáttum. Hann kom heim eftir tveggja ára dvöl og mátti þá gjörla sjá að þar var maður á ferð, sem hleypt hafði heimdraganum og verið „með tignum". Hóf hann þá ævistarfið, sem fyrst í stað var við margvísleg sveitastörf, jarðrækt á sumrin og bamakennslu á vetmm, en síðan stundaði hann búskap langt á annan áratug, síðast á Bjamastöðum í ísafírði. Framan af ævi mun Hávarður hafa verið kappsfullur og áræðinn, enda ágætlega greindur og betur menntaður en almennt gerðist um hans kynslóð. Hann var góður frá- sagnarmaður, hafði ágætt skop- skyn og kunni því vel að meta kímn- ar sögur. Hávarður var meira en meðalmaður á hæð, vörpulegur á velli, ávallt vel klæddur og var eftir honum tekið í íjölmenni og oft spurt hver þar færi. Á heimsstyijaldarárunum síðari brá hann búi og fluttist til Reykja- víkur og átti þar heima síðan. Stundaði hann þar ýmis störf er til féllu. Ævistarfí sínu lauk hann sem eftirlitsmaður á Miklatúni. Hann var einstakt snyrtimenni, hirti bú sitt vel og fór svo vel með skepnur að orð fór af. Meðan Hávarður stundaði bú- skap átti hann oftast góða reiðhesta og er í minnum sagan, er hann bjargaði manni frá dmkknun með því að sundríða reiðskjótanum í ís- köldum sjónum við Djúp. í einkalífí var Hávarður fremur innhverfur maður og lengst af ein- búi og ekki ætíð við alþýðuskap, þótt hann væri í eðli sínu félags- lyndur og hefði yndi af að vera samvistum við fólk. Hann starfaði mikið í ungmennafélagshreyfíng- unni á yngri ámm og var formaður Ungmennafélagsins Huldar í Naut- eyrarhreppi á fyrstu ámm þess. Við sem áttum því láni að fagna að eiga Hávarð að vini og félaga eigum um hann sérstæðar og ógleymanlegar minningar. Mikill vinur hans, sá ljúfi og skemmtilegi maður Friðfinnur Ólafsson færði honum áttræðum drápu dýra, og segir þar meðal annars: Siturnúem í elli sinni ogminningasímu margarekur. Orðheppinn, glaður ennsemfyrr. Hræðist aldregi hinstan róður. Nú þegar frændi minn og vinur er horfinn á fund feðra sinna er honum vottuð virðing og þökk. Megi heimkoman verða svo sem hann trúði og vænti. Ólafur Jónsson Birting aímælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrein- ar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning- arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundarnafni. Kveðja: Guðmundur St. Einarsson Kveðja frá gömlum nemend- um. Nú þegar Guðmundur Einarsson, okkar góði kennari, er látinn viljum við minnast har.s með örfáum orð- um. Hann var kennari okkar í Heym- leysingjaskólanum í Stakkholti, skemmtilegur kennari, sem við gleymum ekki. Kennslustundimar vom vel und- irbúnar og við minnnumst hans með hlýjum hug. Við þökkum þolinmæði hans við okkur og vottum konu hans og bömum innilega samúð. Gamlir nemendur Cterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Peningamarkaðurinn GENGIS- SKRANING Nr. 5 - 9. janúar 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala gengi DoIIari 42,210 42,330 42,120 St.pund 60,993 61,167 60,800 Kaé.dollari 30,096 30,181 30,129 Dönskkr. 4,6887 4,7020 4,6983 Norsk kr. 5,5587 5,5745 5,5549 Sænskkr. 5,5361 5,5518 5,5458 Fi.mark 7,7635 7,7855 7,7662 Fr. franki 5,5704 5,5863 5,5816 Belg.franki 0,8362 0,8385 0,8383 Sv.franki 20,1865 20,2439 20,2939 Holl. gyllini 15,1780 15,2211 15,1893 V-þ.mark 17,0915 17,1401 17,1150 Ít.líra 0,02506 0,02513 0,02507 Austurr.sch. 2,4309 2,4378 2,4347 Port. escudo 0,2663 0,2671 0,2674 Sp. peseti 0,2738 0,2746 0,2734 Jap.yen 0,20853 0,20912 0,20948 írsktpund 52,087 52,235 52,366 SDR(Sérst. 46,1508 46,2827 46,2694 INNLÁNSVEXTIR: Sparisjóðsbækur................... 22,00% Sparisjóðsreikningar meó 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 25,00% Búnaðarbankinn.............. 25,00% Iðnaðarbankinn.............. 23,00% Landsbankinn................ 23,00% Samvinnubankinn............. 25,00% Sparisjóðir................. 25,00% Útvegsbankinn............... 23,00% Verzlunarbankinn............ 25,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 30,00% *» Búnaðarbankinn................... 28,00% Iðnaöarbankinn............. 26,50% Samvinnubankinn............. 30,00% Sparisjóöir................ 28,00% Útvegsbankinn.............. 29,00% Verzlunarbankinn............ 31,00% með 12 mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 32,00% Landsbankinn............... 31,00% Útvegsbankinn.............. 33,00% Innlánsskírteini Alþýðubankinn............... 28,00% Sparisjóðir................. 28,00% Verðtryggðir reikningar miðað við lánskjaravís'rtölu með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 1,50% Búnaðarbankinn...... ...... 1,00% Iðnaðarbankinn............... 1,00% Landsbankinn....... ....... 1,00% Samvinnubankinn...... ....... 1,00% Sparisjóðir.................. 1,00% Útvegsbankinn................ 1,00% Verzlunarbankinn..... ....... 2,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýöubankinn................ 3,50% Búnaðarbankinn............... 3,50% Iðnaðarbankinn...... ........ 3,50% Landsbankinn....... ......... 3,50% Samvinnubankinn.............. 3,00% Sparisjóðir.................. 3,00% Útvegsbankinn................ 3,00% Verzlunarbankinn..... ..... 3,50% með 18 mánaða uppsögn: Útvegsbankinn................ 7,00% Ávísana- og hlaupareikningar: Alþýðubankinn - ávísanareikningar......... 17,00% - hlaupareikningar.......... 10,00% Búnaðarbankinn...... ........ 8,00% lönaðarbankinn...... ........ 8,00% Landsbankinn................ 10,00% Samvinnubankinn...... ....... 8,00% Sparisjóðir.................. 10,00% Útvegsbankinn................ 8,00% Verzlunarbankinn............ 10,00% Stjörnureikningar: I, II, III Alþýðubankinn................ 9,00% Safnlán - heimilislán - IB-lán - pkístón með 3ja til 5 mánaða bindingu Iðnaðarbankinn.............. 23,00% Landsbankinn................ 23,00% Sparisjóðir................. 25,00% Samvinnubankinn............. 23,00% Útvegsbankinn............... 23,00% Verzlunarbankinn............ 25,00% 6 mánaða bindingu eða lengur Iðnaðarbankinn.............. 26,00% Landsbankinn................ 23,00% Sparisjóöir................. 28,00% Útvegsbankinn............... 29,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar: Bandarikjadollar Alþýðubankinn................ 8,00% Búnaðarbankinn............... 7,50% Iðnaðarbankinn............... 7,00% Landsbankinn....... ......... 7,50% Samvinnubankinn.............. 7,50% Sparisjóðir.................. 8,00% Útvegsbankinn................ 7,50% Verzlunarbankinn............. 7,50% Steríingspund Alþýðubankinn.............. 11,50% Búnaöarbankinn............. 11,00% Iðnaðarbankinn............. 11,00% Landsbankinn............... 11,50% Samvinnubankinn............ 11,50% Sparisjóðir................ 11,50% Útvegsbankinn.............. 11,00% Verzlunarbankinn............ 11,50% Vestur-þýsk mörk Alþýðubankinn............... 4,50% Búnaðarbankinn.............. 4,25% Iðnaðarbankinn..... ........ 4,00% Landsbankinn....... ........ 4,50% Samvinnubankinn...... ...... 4,50% Sparisjóðir................. 4,50% Útvegsbankinn............... 4,50% Verzlunarbankinn..... ...... 5,00% Danskarkrónur Alþýðubankinn............... 9,50% Búnaðarbankinn...... ..... 8,00% Iðnaðarbankinn..... ........ 8,00% Landsbankinn....... ...... 9,00% Samvinnubankinn............. 9,00% Sparisjóðir................. 9,00% Útvegsbankinn............... 9,00% Verzlunarbankinn............ 10,00% ÚTLÁN S VEXTIR: Almennir víxlar, forvextir: Landsbankinn...... ........ 30,00% Útvegsbankinn.............. 30,00% Búnaðarbankinn............. 30,00% Iðnaðarbankinn............. 30,00% Verzlunarbankinn............ 30,00% Samvinnubankinn............. 30,00% Alþýðubankinn............... 29,00% Sparisjóðir................ 30,00% Viðskiptavíxlar Alþýðubankinn............... 32,50% Landsbankinn............... 32,50% Búnaðarbankinn............. 34,00% Sparisjóðir................. 32,50% Yfirdráttarián af hlaupareikningum: Landsbankinn............... 31,50% Útvegsbankinn...............31,50% Búnaðarbankinn............. 31,50% Iðnaðarbankinn............. 31,50% Verzlunarbankinn............ 31,50% Samvinnubankinn............. 31,50% Alþýðubankinn............... 31,50% Sparisjóðir................. 31,50% Endurseljanleg lán fyrir innlendan markað............ 28,50% láníSDRvegnaútfi.framl............. 9,50% Bandaríkjadollar............ 9,50% Sterlingspund............... 12,75% Vestur-þýskmörk.............. 6,25% Skuldabréf, almenn: Landsbankinn................. 32,00% Útvegsbankinn................ 32,00% Búnaðarbankinn............... 32,00% Iðnaðarbankinn............... 32,00% Verzlunarbankinn.............. 32,0% Samvinnubankinn.............. 32,00% Alþýðubankinn................ 32,00% Sparisjóðir.................. 32,00% Viðskiptaskuldabréf: Landsbankinn................. 33,00% Búnaðarbankinn............... 35,00% Sparisjóðirnir............... 35,00% Verðtryggð lán miðað við lánskjaravísitölu í allt að 2 ár......................... 4% Ienguren2ár............................ 5% Vanskilavextir....................... 45% Óverðtryggð skuldabréf útgefin fyrir 11.08. ’84 .......... 32,00% Líf eyrissjóðslán: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins: Lánsupphæð er nú 400 þúsund krón- ur og er lánið vísitölubundið með lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt að 25 ár, en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt lánstímann. Greiðandi sjóðsfólagar geta sótt um lán úr lífeyrissjóðnum ef þeir hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í tvö ár, miðað við fullt starf. Biðtími eftir láni er sex mánuðir frá því umsókn berstsjóðnum. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú, eftir 3ja ára aðild að lífeyrissjóðnum, 216.000 krónur, en fyrir hvern ársfjórðung umfram 3 ár bætast við lánið 18.000 krónur, unz sjóðsfélagi hefur náð 5 ára aðild að sjóðnum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaðild bætast við höfuðstól leyfilegar lánsupphæðar 9.000 krón- ur á hverjum ársfjórðungi, en eftir 10 ára sjóðsaðild er lánsupphæðin orðin 540.000 krónur. Eftir 10 ára aðild bætast við 4.500 krónur fyrir hvern ársfjórðung sem líður. Því er í raun ekkert hámarksláni sjóðnum. Höfuðstóll lánsins er tryggður með lánskjaravísitölu, en lánsupp- hæðin ber nú 5% ársvexti. Láns- tíminn er 10 til 32 ár að vali lántak- anda. Þá lánar sjóðurinn með skilyrðum sórstök lán til þeirra, sem eru eignast sína fyrstu fasteign og hafa greitt til sjóðsins samfellt í 5 ár, kr. 590.000 til 37 ára. Lánskjaravísitala fyrir janúar 1986 er 1364 stig en var fyrir desem- ber 1985 1337 stig. Hækkun milli mánaðanna er 2,01%. Miðaö er við vísitöluna 100íjúní 1979. Byggingavísitala fyrir janúar til mars 1986 er 250 stig og er þá miðað við 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabréf i fasteigna- viðskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Sérboð Nafnvextir m.v. óverðtr. kjör Óbundið fé Landsbanki, Kjörbók: 1) .................... ?-36,0 Útvegsbanki, Abót: ....................:... 22-36,1 Búnaðarb., Sparib: 1) ...................... ?-36,0 Verzlunarb., Kaskóreikn: .................. 22-31,0 Samvinnub., Hávaxtareikn: ................. 22-37,0 Alþýöub., Sén/axtabók: .................... 27-33,0 Sparisjóöir, Trompreikn: ..................... 32,0 Iðnaðarbankinn: 2) ........................... 28,0 Bundiðfé: Búnaðarb., 18mán.reikn: ...................... 39,0 verðtr. kjör 1,0 1,0 1,0 3,5 1-3,0 3,0 3,5 3,5 Höfuðstóls- Verðtrygg. færslurvaxta tímabil vaxta á ári 3mán. 1 mán. 3mán. 3mán. 3mán. 1 mán. 1 mán. 6mán. 1) Vaxtaleiörétting (úttektargjald) er 1,7% hjá Landsbanka og Búnaðarbanka. 2) Tvær úttektir heimilaðar á hverju sex mánaða tímabili án, þes að vextir lækki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.