Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 10. JANÚAR1986 15 en enginn á tímum reynsluleysis og óframfæmi. Hann kom brosandi á vaktina og brosandi lauk hann henni. „Við verðum að vera góðir við stelpuna okkar," — sagði hann og þar með var ég tekin inn í hóp- inn. Þannig var Krummi okkar — alltaf kátur — jákvæður og umfram allt réttsýnn. Á A-vaktinni hófst samstarf okkar og hélst það nær óslitið þau níu ár sem ég starfaði í lögreglunni. En það var ekki einungis á vett- vangi löggæslumálanna sem leiðir okkar Kmmma lágu saman. Saman stóðum við í eldlínu félagsmálanna öll þessi ár — fyrst í stjóm Lög- reglufélags Reykjavíkur og síðar í stjóm Landssambands lögreglu- manna þar sem Hrafn gegndi stöðu formanns um tíma. Að öðram fé- lagsmálagörpum lögreglunnar ólö- stuðum var Krammi e.t.v. eftir- minnilegastur. Hann hafði þá sér- stöðu umfram marga aðra sem starfa að félagsmálum að hann stóð og féll með skoðunum sínum og var jafnframt óspar á að reifa þær þegar svo bar undir. Gilti þá einu hvort slíkar skoðanir kynnu að falla í kramið hjá „réttum aðilum" eða ekki. Ár og dagur mun líða þar til lögreglumenn eignast jafn klókan og lipran samningamann sem Hrafn var. Oft dáðist ég að langlundargeði hans á maraþonsamningafundum þar sem hann var í framlínu — gegnt lítt hagganlegum og út- smognum boðberam ríkisvaldsins. Þar kom þrautseigja hans og tiyggð við sína stétt gleggst í ljós — þar fór félagsmálagarpur sem lögreglu- menn munu lengi minnast. Hann var maður stórra orða — en hann lét ekki þar við sitja — verkin fylgdu í kjölfarið. En fleiri verða verkin hans ekki hérna megin móðu. Hann mætir ekki framar á vaktina sína með bros á vör. En minningin um góðan dreng og afbragðs félaga lifir. Ég kveð Hrafn Marinósson með virðingu og þökk um leið og ég votta bömum og öðram aðstand- endum samúð. Ragnheiður Davíðsdóttir dóttur og eiga þau einn son. Bama- bömin eru fjögur, efnileg og indæl börn. Ég hef þekkt Ólöfu Jónsdóttur frá því ég var bam. Á þau kynni hefur aldrei fallið skuggi. Þegar á ævina leið mat ég hana betur og betur eftir því sem kynnin urðu lengri. Eftir að ég var að mestu leyti fluttur frá ísafirði og kom vestur tíma og tíma þá kom ég hvergi oftar en til þeirra hjóna. Það var gott að koma til þeirra hvernig sem á stóð. Maður naut þess að þiggja hjá henni góðgerðir í hvert skipti. Við Kristín og börnin okkar þökkum Ólöfu fyrir samfylgdina á liðnum áram. Við vitum að hún hefur fengið góðar móttökur í nýj- um heimkynnum og veikindastríði hennar er lokið. Ég sendi Charles bróður mínum og allri fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þau hafa öll misst mikið en eftir lifir björt og hlý minning um góða og elskulega konu. Guð blessi minningu Ólafar Jónsdóttur. Matthías Bjarnason ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir- vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marg- gefhu tilefhi, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Megin- regla er að minningar- greinar birtist undir fullu höfundarnafni. Jóla- og líknarmerki 1985 Frlwerki Jón Aðalsteinn Jónsson Um allmörg ár hefur Bolli Davíðsson í Frímerkjahúsinu sent þættinum til birtingar þau jóla- og líknarmerki, sem ýmis félög hafa gefíð út til styrktar starfsemi sinni. Skulu honum færðar þakkir fyrir. Undanfarin ár hefur gætt samdráttar í útgáfu þessara jóla- merkja, en þó hafa þau átta félög, sem sendu merki á þennan mark- að í fyrra, haldið ótrauð áfram útgáfu sinni. Bendir það óneitan- lega til þess, að þau telji sig hafa árangur sem erfíði. Á meðfylgj- andi mynd er jólamerkjunum raðað að ofan frá vinstri eftir aldri félaganna á þessum markaði, svo sem venja hefur verið. Þá kemur Thorvaldsenfélagið fyrst og síðan Framtíðin á Akureyri, en þau era langelzt í þessum hópi. Þá kemur merki frá Lionsklúbbi Siglufjarðar og síðan frá þessum félögum: Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar, Odd- fellow-reglunni, Rotaryklúbbi Kópavogs, Lionsklúbbnum Þór og Lionsklúbbnum Bjarma í V.-Húnavatnssýslu. Ekki gerist þörf að lýsa mynd- efni þessara jólamerkja nákvæm- lega, en þau minna öll á jólin með ýmsum hætti. Ég hef oft vikið að því, að menn muni ekki almennt kaupa jóla- eða líknarmerki til þess að nota á jólapóstinn. Hitt mun sönnu nær, að þessi merki era orðin að hluta a.m.k. söluvara til safnara. Mætti því segja mér, að þó nokkuð af þessum merkjum hafni í söfnum og fari því aldrei á jólabréf. Auðvitað skiptir það ekki heldur öllu máli, því að félög- in afla engu að síður íjár til líknar- starfa sinna og jólamerkjasafnar- ar fá viðbót í söfn sín. Fyrir ári ræddi ég um það, að íslenzka póststjórnin væri farin að etja kappi við líknarfélög með útgáfu jólafrímerkja, sem að flestri gerð minna á hátið frelsar- ans. Jafnframt tók ég fram, að menn veldu þessi frímerki gjarnan á jólapóst sinn, enda væri verð- gildi þeirra í samræmi við almenn burðargjöld. Af þessu leiddi svo aftur það, að menn teldu sig ekki þurfa sérstök jólamerki til við- bótar á bréf sín til að minna á jólahátíðina. Þannig mætti spara sér kaup jóla- og líknarmerkja. En um leið minnka tekjur félag- anna væntanlega eitthvað. Þetta hef ég sem sé sagt efnislega áður. En þar sem jafnmörg merki komu út fyrir nýliðin jól og í fyrra, verður tæplega önnur ályktun dregin af því en sú, að útgáfan beri sig þrátt fyrir jólafrímerki póststjómarinnar. Jólafrímerkin enn á dagskrá Líklega þurfa líknarfélög ekki að óttast mjög harða samkeppni af hálfu póststjómarinnar eftir þeim viðtökum að dæma, sem síð- ustu jólafrímerkin hafa fengið hjá almenningi. Því er fljótsvarað, að flestir þeir, sem við mig hafa talað, telja þau algerlega mis- heppnuð sem slík. Eg ritaði þátt hér í Mbl. 6. des. sl. og ræddi þessa útgáfu sérstaklega og benti á ýmsa hluti með og móti. Verður að vísa til þess, sem þar segir, en skoðun mín er óbreytt í þessum efnum. Vitaskuld verða menn seint sammála hér sem víða ann- ars staðar, en jólafrímerkin virð- ast að þessu sinni hafa komið sérlega miklu róti á hugi margra. Póstmaður sagði mér t.d. nokkra fyrir jól, að ýmsir viðskiptavinir hefðu jafnvel beðið um 8 kr. blómafrímerki til að nota á jóla- póstinn, þvi að þeir gætu alls ekki hugsað sér að líma 8 kr. jólafrí- merkið á bréf sín. Vissulega er það alvöramál og útgáfunefnd póststjómarinnar íhugunarefni, þegar svo tekst til, að menn vilja forðast notkun ákveðinna frímerkja, þar sem þau falla þeim ekki í geð. Þrátt fyrir þessa óánægju hef ég samt aðeins orðið var við einn greinarstúf, þar sem deilt er á merkin og útgáfu- nefndina. Birtist hann í Mbl. 29. des. sl. og er eftir Bolla Davíðsson. Jólafrímerki - til hvers? Þannig spyr Bolli. Ég svara auðvitað fyrir sjálfan mig, að jólafrímerkin eiga að minna á jólin með einhveijum hætti, og um það held ég allir séu sammála. En þetta má gera á ýmsa vegu. Ég vék að því síðast, að ákveðinn listamaður væri val- inn til þess að teikna jólafrímerki hvers árs og það með hæfilegum fyrirvara. Síðan hefur hann eðli- lega óbundnar hendur um efnisval og túlkun þess, en leggur svo til- lögur sínar fyrir útgáfunefndina, sem velur úr þeim. Ekki neita ég því, að sú aðferð að afhenda ein- um manni þetta verkefni, getur verið vandasöm. En hver segir, að samkeppni milli Iistamanna leiddi til jákvæðari viðbragða meðal almennings en nú hefur orðið raun á? Eg ætla annars ekki að íjölyrða frekar um þetta mál, en vil einungis endurtaka þau ummæli inín frá því síðast, að sú ákvörðun að fá listamenn til þess að teikna jólafrímerki okkar verði vonandi upphaf að því, að þeir fái fleiri verkefni á þessu sviði. Hvernig til tekst, er svo annað mál. Listamennirnir og nefndin verða að sjálfsögðu að hlusta á misjafna dóma og oft harða. Einsætt er, að öll jákvæð gagnrýni er ágæt og nauðsynleg, því að íslenzku póststjórninni hlýtur að vera í mun, að frímerki hennar séu ásjáleg og eftirsóknarverð bæði til póstnota og söfnunar. Hins vegar þori ég sem nefndar- maður að hafa minn eiginn smekk og gef jáyrði mitt því, sem ég álít bæði skemmtilegt og fram- legt. Og hvers vegna þarf alltaf að fara troðnar slóðir? En það er ýmislegt annað, sem gagnrýnt er um þessar mundir í útgáfumálum póststjórnarinnar, og að því verður vikið í næstu þáttum mínum. BARNAFATA- OTSALAN ER HAFIN ALLT AÐ 70% AFSL. & VÖRUAAARKAÐURINN 111 1 1 ... ÁRMÚLA 686113

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.