Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 n-z& *• AP hoerju part ép otf> Spila \A& 6-trájcana.? Getur&u ekki utvegab mér &\kthi/cui bdna.fi/rii' tO ooa kr cl dag ?' Ast er... ^ 7-» . . . aÖ hlusta meÖ athygli þegar hann vill létta á ser. TM Reg. U.S. Pat. Oft—all rlghts reserved • 1Ö78 Los Angeles Tirnes Með morgunkaffíjiu Ég get ekki kvartað. Konan mín hefur veitt mér síðasta tækifærið? Látið mig hafa nokkur bindi, sem falla vel að eikarlituðum bóka- skáp ... HÖGNI HREKKVÍSI ER ÞEssy ./ NÆUE> SK.OTTI€> ~A APANN " LO<lE> t' PA6 ! " Hljómsveitin Duran Duran Skrúfum niður í þeim sem vilja skrúfa niður í Wham og Duran Duran Kæri Velvakandi. Mig langar til að svara 5270- 7684 sem lét svo um mælt að skrúfa ætti niður í Duran Duran og Wham. Kæri herra (eða frú) 5270-7684, þú verður að sætta þig við að fólk hefur mismunandi tónlistarsmekk. Það hafa ekki allir sama tónlistars- mekk og þú, varla getur þú ætlast til þess. Skeður eitthvað voðalegt þó við hlustum á þessa tónlist? Deyjum við? Förum við frekar út í eiturlyf eða áfengisneyslu? Eða verðum við frekar aumingjar fyrir bragðið? Ég er nú hrædd um ekki. Hvað í ósköpunum hafa Duran Duran og Wham að gera með ffarn- tíð íslands? Hver kynslóð hefur eins (eða lík- an) tónlistarsmekk. Þín kynslóð hefur sjálfsagt átt sína uppáhalds- tónlist þegar þú varst yngri. Og svo langar mig til að spyrja — hefurðu hlustað á öll lög Duran Duran og Wham? Hefurðu hlustað á Careless Whisper sem er talið mjög gott lag, og ekki bara af þeim yngri? Það er líka margt jákvætt við popptónlist. Stóðu ekki flestir fræg- ustu poppsöngvarar heims fyrir Band Aid og Live Aid (þar á meðal Duran Duran og Wham) og gerirðu þér ljóst hversu mikla hjálp var hægt að veita í Afríku fyrir ágóðann af þessum hljómleikum? (Allur ágóði af plötunni „Last Christmas" fór líka til bágstaddra í Afríku.) Hversu mörgum mannslífum held- urðu að hafi verið bjargað? Svo segir þú að það ætti að skrúfa fyrir þessa músík. Þú ættir að endur- skoða afstöðu þína. SJ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkverji skrifar Nýlega keypti maður nokkur lít- ið mælitæki í Bretlandi, sem kostaði í brezkum pundum 5,80. Þetta var í nóvembermánuði og þá var gengi pundsins kr. 59,51, þann- ig að innkaupsverð tækis þessa var í íslenzkum krónum 345 krónur. Burðargjald frá Bretlandi til íslands í bögglapósti fyrir þetta litla og ódýra tæki reyndist vera 342 krón- ur eða nánast hið sama og inn- kaupsverðið. Vátryggingarkostnað- ur vegna flutningsins var 7 krónur, þannig að þegar tæki þetta var komið til landsins hafði það tvö- faldazt í verði og kostaði nú 694 krónur. Þá átti eftir að reikna af því tolla og önnur opinber gjöld og eru þau lögð á þessa heildarupphæð eins og þeir kannast við, sem flytja vörur til landsins. Nú var þessi innflytjandi svo heppinn, að tæki hans lenti aðeins í 7% tolli, þannig að sjálfur tollurinn nam aðeins 49 krónum. Á póstaðflutningsskýrslu böggladeildarinnar frægu í Ármúla eru síðan færð tvö gjöld, sem ekki eru nafngreind og er annað upp á 178 krónur en hitt nemur 50 krón- um. Síðan er reiknað sölugjald, sem nemur 27,5% og er það 267 krónur. Loks kostar þessi tollmeðferð inn- flytjandann 17 krónur. Samtals nema gjöldin, sem lögð eru á þetta mælitæki 561 krónu. Heildarkostn- aður þessa tækis, sem í Bretlandi kostaði 345 krónur reyndist því vera 1255 krónur, þegar það var endanlega komið í hendur kaupand- ans á Islandi. Þetta þýðir að kaup- verðið í Bretlandi hafði nálægt því fjórfaldast þegar tækið hafði fengið venjulega meðferð af hálfu stjóm- valda hér á Islandi og lenti þó í lágum tolli. Þjóðfélag, sem fer svona með þegna sína, er auðvitað ekkert annað en ræningjaþjóðfélag. Þegar þolandinn sýndi Víkveija þessa póstaðflutningsskýrslu riijað- ist upp atvik fyrir allmörgum árum, þegar litlar leiktölvur fyrir böm vom að ryðja sér til rúms og kost- uðu í stórverzlunum í Kaupmanna- höfn um 200 íslenzkar krónur á þeirra tíma verði. Nokkmm dögum síðar mátti sjá sömu tölvu frá sama framleiðanda á tæplega 1000 krón- ur í verzlun í Reykjavík. Fyrstu viðbrögð Víkverja þá vom að sjálf- sögðu að bölva kaupmanninum en þá gleymdist sá, sem fer höndum um svona innflutning áður en hann kemst í hendur kaupmanna. Hámenntaður sérfræðingur, sem kominn er á fertugs aldur og hefur um skeið dvalið við nám og rannsóknir erlendis, þar sem hann hefur fengið mikla viðurkenn- ingu fyrir störf sín hafði fyrir nokkm samband við föður sinn á Islandi og bað hann selja eigur sínar hér á landi. Hann kvað ástæðuna þá, að hann gæti ekki til þess hugsað að flytja hingað og setjast hér að og láta opinbera aðila fara ræningjahöndum um tekjur sínar eins og hann hefði reynslu af vegna starfa sinna hér fyrr á ámm. Þegar menn lesa póstaðflutningsskýrslur af því tagi, sem getið var um hér að framan, þarf engum að koma þetta á óvart. Ung kona, sem aflað hefur sér vemlegrar menntunar, sem gjaldgeng er víða um heim, tilkynnti foreldrum sínum fyrir nokkm að hún hygðist flytjast af landi brott, þar sem hún gæti ekki unað því skattaráni, sem hér færi fram. Vel má vera, að áhyggjur manna af því, að hámenntað fólk, sem er gjaldgengt á vinnumarkaði í hvaða landi hins vestræna heims sem er, flytji af landi brott vegna betri kjara annars staðar, séu nú þegar orðnar að köldum vemleika. Inýju hefti af tímaritinu Time er skýrt frá þeirri byltingu, sem orðið hefur í flugfargjöldum í Bandaríkjunum. Þar kemur fram að fargjöld hafa lækkað mjög vem- lega fyrst og fremst fyrir tilverknað hins nýja flugfélags, People Ex- press, sem áður hefur verið gert að umtalsefni f þessum dálkum. Sem dæmi má nefna, að nú er hægt að fljúga milli Boston og Washington fyrir 19 Bandaríkja- dali, en Víkveija er kunnugt um íslenzkan ferðamann, sem varð að borga 120 dali á þeirri flugleið í ágústmánuði sl. Þá er hægt að fljúga milli New York og San Fran- cisco fyrir 65 Bandaríkjadali, sem er helmingi lægra verð en gilti á þessari flugleið lægst fyrir nokkmm mánuðum. Ennfremur hefur People Express boðið mönnum að fljúga fyrir 99 dali frá San Fransisco til Bmssel, sem er náttúrlega lygilegt verð. En m.a.o. hvenær hefur þessi fargjaldabylting innreið sína á ís- landi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.