Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 40
HlfKKUR IHBMSKHMU FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 VERÐ LAUSASÖLU 40 KR. Morgunblaðið/Júlíus Varnarliðsmenn ásamt Magnúsi Einarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, og Gylfa Geirssyni, sprengjusér- fræðingi Landhelgisgæslunnar, með búnaðinn til að gera sprengju óvirka. Á innfelldu myndinni eru leyfar hólkanna. Sérþjálfað lið lögreglu og hermanna kallað til Þrír sívalningar með tímaverki við Oddfellowhúsið líktust sprengju, en engin hleðsla var í þeim ÞREMUR sívalningum með tíma- verki, þannig að líktist sprengju, var komið fyrir í blómabeði við hús Oddfellow-reglunnar í Von- arstræti í gærkvöldi. Varnarliðs- menn tættu sivalningana í sund- ur með sérhannaðri vökvabyssu í nótt og kom þá í ljós, að sprengjuefni var ekki í sívalning- unum, eins og menn höfðu óttast. Lögreglan í Reykjavík hafði mikinn viðbúnað vegna „sprengj- unnar“ og auk þess voru varnar- liðsmenn, sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar og slökkvi- Iiðið í Reykjavík kvödd á staðinn. Upp úr hálftvö í nótt skutu Vamarliðsmenn á sívalningana, en tilkynning um „sprengjuna" barst lögreglunni um klukkan tíu í gærkvöldi. Tveir piltar tilkynntu lögreglu um torkennilegan hlut við Odd- fellow-húsið. Ungur piltur, Ragnar Þórisson, sá hettuklæddan mann "** hlaupa frá húsinu út í Kirkjustræti. „í blómabeði sáum við sívalningana, sem voru tengdir saman með vírum og ofan á þeim var klukka, sem tifaði, og þræðir úr henni tengdir í sívalningana. Við höfðum okkur þegar á brott og tilkynntum lög- reglu," sagði Guðlaugur Guð- mundsson, 19 ára. Skömmu áður en Guðlaugur og Ragnar tilkynntu um fundinn í Vonarstræti, hafði lögreglu borist tilkynning um að sprengju hefði verið komið fyrir i Tjamargötu 14. Um gabb reyndist að ræða og er ekki vitað hvort tengsl eru þama á milli. Lögregla brást hart við og var Oddfellow-húsið rýmt. Þar voru yfir 100 manns og gekk greiðlega að fá fólk út úr húsinu. Vonarstræti var lokað, frá Suðurgötu í vestri til Lækjargötu í austri og að Kirkju- stræti. Fjölmennt lið lögreglu kom á staðinn, svo og slökkvilið og sprengjusérfræðingur Landhelgis- gæslunnar og upp úr miðnætti komu vamarliðsmenn með sér- hannaða byssu til að gera sprengjur óvirkar. Vökva var skotið á sprengj- una og hún tætt í sundur. Vökvinn er til að koma í veg fyrir að neistar myndist. Hár dynur heyrðist í mið- bænum þegar skotið úr vökvabyss- unni reið af. Lögregla hóf þegar í gærkvöldi að rannsaka hver hefði verið að I verki. Um miðnætti var maður handtekinn, en grunur reyndist ekki á rökum reistur og var honum LAUNAGREIÐSLUR til þeirra starfsmanna Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem ráðnir hafa verið án heimildar á fjárlögum námu á síðasta ári 8 milljónum og 18 þúsundum króna. Fé þetta er tekið af framlagi ríkisins í lánasjóðinn og endurgreiðslum námsmanna í sjóðinn, og skerðist því sjóðurinn sem því nemur. Jón Pétursson í Veðdeild Lands- banka íslands segir að það hafi sleppt skömmu síðar. Rannsóknar- lögregla ríksins hóf rannsókn máls- ins í nótt. viðgengist í nokkur ár að þeir starfs- menn sjóðsins, sem fyrrverandi framkvæmdastjóri hefur lausráðið, fái greidd laun í Veðdeildinni eftir reikningi, sem þeir framvísa og undirritaður er af framkvæmdastjór- anum eða fulltrúa hans. Hafi fyrr- verandi framkvæmdastjóri litið svo á, að ákvæði í reglugerð LÍN heimil- aði þetta. Jón Pétursson sagði, að á síðasta ári hafi Veðdeildin að meðaltali Norðmönn- um heimiluð loðnulöndun hér á landi ÁKVEÐIÐ hefur verið að lieimila norsku loðnuskipunum, sem hér eru að veiðum, löndun í íslenzkum höfnum, svo fremi sem einhveijar verksmiðjur vilji kaupa af þeim loðnuna. Auk þessara heimilda hafa grænlenzk rækjuskip leyfi til löndunar hér á landi og Færey- ingar hafa af og til fengið slík leyfi, en aðrar þjóðir ekki. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ákveðið hefði verið að verða við beiðni Norðmannanna svo fremi sem verksmiðjumar vildu kaupa loðnuna af þeim. Hann sæi ekkert þessu til fýrirstöðu. Menn vildu ógjaman að íslenzku skipin sigldu með fiskinn til annarra landa og því hlyti það að vera okkar hagur, ef einhveijir vildu landa héma. Vissulega væri það gott fyrir íslenzku verksmiðjumar að fá auk- inn afla til vinnslu. Halldór sagði ennfremur að Grænlendingar hefðu heimild til að landa hér rækju samkvæmt gömlum samningi, sem framlengdur hefði verið út þetta ár. Hins vegar hefði verið óskað eftir viðræðum við Grænlendinga um sameiginlega nýt- ingu landanna á hafsvæðinu milli þeirra, meðal annars í tengslum við þessar löndunarheimildir. Rækju- verksmiðjumar á ísafirði hefðu nokkrum sinnum fengið Ieyfi fyrir færeysk skip til löndunar á rækju frá Svalbarðssvæðinu. Enginn samningur væri gildandi þar um. Aðeins væri samningur við Græn- lendinga og hefði til dæmis dönskum skipum verið neitað um heimild til löndunar hér. greitt 18-19 starfsmönnum LÍN laun með þessum hætti. Indriði H. Þorláksson, deildar- stjóri launadeildar fjármálaráðu- neytisins, sagði að alltaf væri eitt- hvað um það að fólk væri lausráðið til afleysinga og ýmissa annarra starfa hjá ríkinu. En það væri þá yfirleitt gert í samræmi við fjárveit- ingar á fjárlögum og forsenda þess að launadeildin afgreiddi laun í slík- um tilvikum væri að fyrir lægi heim- ild frá viðkomandi ráðuneyti. Hann kvað launadeildina ekki geta fylgst með þessum málum hjá sjálfstæðum sjóðum og stofnunum ríkisins, en taldi að ekki væru mikil brögð að launagreiðslum af því tagi sem við- gengist hefur hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Indriði H. Þorláksson sagði enn- fremur, að það væri ekki í samræmi við lög að Lánasjóður íslenskra námsmanna ákvæði sjálfur í hvaða launaflokka lausráðnum starfs- mönnum sjóðsins _er raðað, eins og gert hefur verið. Ákvörðun um kjör starfsmanna ríkisins og ríkisstofn- ana væri í höndum fjármálaráðherra og ekki hefði verið leitað til ráðu- neytisins um ráðningar þessa fólks eða aðrar ákvarðanir í sambandi við þeirra mál. Handtekínn að ósk Interpol Grunaður um fjársvik og misferli með demanta í Lúxemborg FRANSKUR maður með ríkis- fang í Lúxemborg var hand- tekinn í ibúðarhúsi í Reykjavik í gærkvöldi eftir að beiðni barst frá alþjóðalögreglunni, Inter- pol. Maðurinn er grunaður um stór- felld fjársvik í Lúxemborg. Um- fangsmikil rannsókn fer þar fram vegna gjaldþrotamála og er mað- urinn, sem rak fjárfestingarfyrir- tæki, grunaður um að hafa svikið milljónir króna af fólki. Þá er hann grunaður um misferli í við- skiptum með demanta. Lögreglan í Reykjavík hafði mikinn viðbúnað vegna handtök- unnar, þvi í telexskeyti frá Inter- pol, sem barst lögreglunni síð- degis í gær, var varað við því, að maðurinn kynni að vera vopnaður. Víkingasveit lögreglunnar var grá fyrir jámum þegar handtakan fór fram, en maðurinn sýndi engan mótþróa þegar hann var hand- tekinn og var óvopnaður. Maður- inn, sem er á fertugsaldri, kom hingað til lands um jólin undir sínu rétta nafni og hefur undanfarið dvalið hjá íslenskri vinkonu sinni. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er búist við því, að yfírvöld í Lúx- emborg setji fram kröfu um framsal. Fé til námslána í launagreiðslur 8 milljónir króna greiddar 18-19 starfsmönnum LIN á síðasta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.