Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 19 Vetrarríki íDanmörku Nýja árið hófst að þessu sinni með kulda og snjókomu i Danmörku. Óttast margir, að veturinn kunni að verða langur og erfiður eins og í fyrra, en þá byrjuðu harðindin einmitt eftir áramótin. Kuldatíðin beit sig sem fastast við landið og hélst allar götur fram i maimánuði. En eins og sjá má á þessari mynd, er langt frá þvi, að öllum þyki veturinn kaldur og erfiður. Alnæmi fyrir dóm- stólum í Svíþjóð Stokkhólmi, 9. jan. Frá fréttaritara Morgunbiaðsina, Erik Liden. ALNÆMI HEFUR nú í fyrsta sinn komið fyrir dómstóla i Svíþjóð. Varð það með þeim hætti, að læknirinn Carl Frederik de Ron, yfirmað- ur ónæmisvarna í Stokkhólmi, kærði mann, sem smitazt hafði af alnæmi, fyrir dómstólunum. Allt frá því að alnæmi var skipað á bekk með kynsjúkdómum í Svíþjóð í fyrra, hafa hinir smituðu orðið að sæta nokkrum þvingunarráðstöfun- um, sem hafa þann tilgang að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúk- dómsins. Leynd sú, sem sænsk lög mæla fyrir um varðandi þær upplýs- ingar, er læknar fá um fólk í starfi sínu, hefur þó komið í veg fyrir, að unnt væri að beita þessum þvingun- arráðstöfunum í þeim mæli, sem áformað var. Þannig hefur de Ron aðeins tekizt að fá uplýsingar um 200 sjúklinga með alnæmissmit, þrátt fyrir það að allir læknar séu upplýsingaskyldir gagnvart honum og þrátt fyrir það, að yfirvöld telji, að í Stokkhólmi hafi 600—700 manns tekið alnæmi- sveiruna. Samkvæmt lögum eru þessir menn skyldugir til þess að fara að fyrirmælum lækna. Nú hefur de Ron í fyrsta sinn kært alnæmissjúkling fyrir dómstólum fyrir að virða að vettugi slík fyrirmæli læknis en halda í stað þess áfram fyrri lífs- háttum, sem fela í sér sýkingarhættu fyrir aðra. Mál þetta er talið mjög aðkallandi og verður því fljótlega tekið til meðferðar af dómstólum. Hræðsla og reiði ríkjandi meðal vændiskvenna í Los Angeles: Leit að morðingja 15 þeirra árangurslaus Ólympíuleikarnir 1988: N-Kórea vill fá helminginn Luzanne, 9. janúar. AP. ALÞJÓÐLEGA Ólympiunefndin hefur ákveðið fresta um fimm mán- uði viðræðum við Norður- og Suður-Kóreu um Ólympíuleikana, sem halda á í Seoul í Suður-Kóreu árið 1988. Norður-Kóreumenn gera kröfu til þess að hluti Ólympíuleikanna fari fram í þeirra landi. Enginn árangur varð af tveggja leik í byrjun júní í sumar. Nefndim- Los Angeles, 9. janúar. AP. MIKILLAR hræðslu og reiði gætir meðal vændiskvenna í borginni, vegna morða á 15 vændiskonum undanfarin tvö ár. Segja þær lögreglu sýna þvi lítinn áhuga að leysa málin. Fyrsta morðið var framið árið 1983, en það síðasta að kvöldi gamlársdags. „Sá skortur á alvöru sem kemur fram í meðferð þessara mála, ber vott um það viðhorf að það séu allt í lagi þó nokkar hórur sé drepnar. Að gefa slíkri afstöðu undir fótinn, að það sé í lagi að drepa fólk vegna þeirrar atvinnu sem það stundar, er ómannúðlegt," sagði Margaret Prescott, sem er í forsvari fyrir Coyote-hópnum, sem berst fyrir því að vændi verði leyft í Bandaríkj- unum. Coyote er skammstöfun fyrir „Call of your old tired ethics" (Hróp þinnar gömlu þreyttu siðfræði). „Enginn gerir sér rellu út af þessu, vegna þess að þetta eru svartar vændiskonur. Ef þær byggju i Beverly Hills, myndu allir hafa áhuga," sagði hún ennfremur. Lögreglan segir hins vegar að 17 manna hópur, þeirra hæfustu snuðrara, vinni öllum stundum að lausn morðmálanna. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga og raðmynd af morðingjanum, sem lögreglan hefur undir höndum, er hún hóflega bjart- sýn á að takist að hafa hendur í hári morðingjans á næstunni. Þeir segjast vera að vinna úr um 500 vísbendingum nú og ef eitthvað sérstakt komi ekki til á næstunni, þá verði málið mjögtímafrekt. Lík hinnar 22 ára gömlu Tammy Lynn var það síðasta sem fannst. Krufning sýndi að hún hafði verið kyrkt, eins og raunin er um flest hinna fómarlambanna, en í sumum tilvikum hefur morðinginn notast við hníf. Konumar hafa verið á aldrinum 22 ára til 41 árs, lang- flestar svartar. Myndin sem lögregl- an hefur af morðingjanum, sýnir svertingja á aldrinum 30-35 ára, þrekvaxinn með lítið yfírskegg. Lýsingin er byggð á umsögnum tveggja fómarlamba mannræn- ingja, en lögreglan telur að þar geti verið um sama manninn að ræða og morðin framdi. daga samningaviðræðum þjóðanna nú með Olympíunefndinni og fundi með forsetum Ólympíunefndum beggja ríkjanna og forseta alþjóð- legu Ólympíunefndarinnar, Juan Samaranch, var slitið eftir aðeins 15 mínútur. Ákveðið var að hittast á nýjan ar áttu fyrst fund með Alþjóðlegu Ólympíunefndinni í október á síð- asta ári. Þá hótuðu Norður-Kóreu- menn því að kommúnistaríki myndu ekki mæta til leiks í Seoul, ef ekki yrði fallist á kröfur þeirra. Sovét- menn hafa lýst yfir stuðningi við afstöðu Norður-Kóreu. íslenska yölvan spálr fyrir Svíum Stokkhólmi, 9. janúar. Frá BergUótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENSKA völvan hefur spáð þvf að smákafbátur verði gripin við Karlskrona á þessu ári, að því er segir í forsíðufrétt Svenska Dag- biadet í dag. Enginn mun efast um hvaðan kafbáturinn er ættaður, nema Sovétmenn sem ekkert munu vilja við hann kannast. Að sögn völvunnar mun kafbáta- dómshæfileika völvunnar, segja að ævintýrið verða til þess að Svíar gleyma um stund þeim gífurlega efnahagsvanda sem þjóðjn mun þurfa að glíma við á árinu. Á síðasta ári spáði völvan því að leiðtogar stór- veldanna myndu hittast að máli. Þeir Svíar sem vantrúaðir eru á spá- fundur leiðtoganna hafi verið óhjá- kvæmilegur og ekki hafi þurft spá- konu til að sjá hann fyrir. Fylgjendur spákonunnar skella skollaeyrum við yfirlýsingum hinna vantrúuðu og segja spoádómshæfileika völvunnar ótvíræða. Hvað um það, á síðasta ári reynd- ist völvan sannspá er hún spáði fyrir um miklar umrseður um loftmengun og súrt regn í Evrópu og árangurs- lausum viðræðum um kjamorku- vopnalaus Norðurlönd. Það hefúr jafnan vakið mikinn úlfaþyt hér í Svíþjóð, þegar sovéskir kafbátar hafa skotið upp kollinum í Skeija- garðinum. Nú er bara að biða og sjá hversu sannspá íslenska völvan reynist. HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI 'esió reglulega af ölmm fjöldanum! UTSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.