Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 182. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins A Fimmvörðuhálsi Morgnnblaðið/RAX Syneta-slysið við Skrúð: Rannsókn lokiðá Bretlandi London, Reuter. í SKÝRSLU breskrar rannsókn- arnefndar, sem fjallaði um Syneta-slysið við Skrúð sl. jól, er sagt að yfirmaður sá, er var á vakt, hljóti að hafa verið sof- andi, veikur eða fjarverandi. Öll áhöfn skipsins, alls 12 manns, fórst í slysinu en skipið strandaði við eyna Skrúð í desember síðast- liðnum. Nefndarmenn segja að engin önnur skýring sé hugsanleg á því að yfírmaðurinn hafí ekki fylgst með stefnu skipsins er það stefndi upp í klettana á jólanótt. Skipið var á 7,5 hnúta hraða er það strandaði. Syneta var um 1230 tonn að stærð og var áhöfnin að hálfu frá Bretlandi, hinir frá Grænhöfðaeyj- um. Áhöfninni tókst ekki að koma út björgunarbátum sakir öldugangs að því er sagði í tilkynningu skip- stjórans. Birgðaflutningaskip springur á Persaflóa Talið víst að það haf i siglt á tundurduf 1 Abu Dhabi, Bahrain, Reuter. í GÆR sprakk skip í mynni Persaflóa í loft upp og telja eigendur þess að það hafi siglt á tundurdufl. Ellefu manns voru um borð og hefur lík eins fundist, fimm eru í sjúkra- húsi, en fimm er enn saknað. Þá bar það til í gær að sprenging varð í olíuhreinsunarstöð í Saudí-Arabíu, en ekkert bendir til annars en að þar hafi verið um iðnaðar- slys að ræða. Skipið sprakk í loft upp í mynni flóans, um 11 km norðvestur af Fujairah-höfn í Sameinuðu furstadæmunum og sukku leifar þess samstundis. Skipið, Anita, var notað til þess að flytja vistir um borð í önnur skip. „Ef skip af þess- ari stærð siglir á tundurdufl er hægt að afskrifa það,“ sagði skipa- miðlari nokkur. Sameinuðu furstadæmin höfðu tilkynnt daginn áður að landhelgi þeirra væri örugg og svo að segja laus við tundurdufl. Prá því að bandaríska olíuskipið Texaco Caribbean sigldi á dufl skammt frá Fujariah-höfn síðastlið- inn mánudag hafa þrjú tundurdufl fundist og verið gerð óvirk. í vik- unni lést saudi-arabískur sjóliðs- foringi við það verk norðarlega í flóanum, en að sögn fréttastofu Saudi-Arabíu var duflið sprengt of nálægt slæðaranum. Sprengingin í olíuhreinsunar- stöðinni, sem átti sér stað klukkan fímm í gærmorgun að íslenskum tíma, olli talsverðum eldum og slys- um á mönnum. Nokkrir voru fluttir í sjúkrahús, en utan fjögurra, sem brenndust illa, fengu þeir að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Ólíklegt er talið að um skemmdarverk hafi verið að ræða og sögðu heimildarmenn að allt benti til þess að hér væri á ferð- inni „venjulegt iðnaðarslys". Olíuhreinsunarstöðin er í eigu Aramco og er í Ras al-Juaimah við strönd Persaflóa um 70 km norður af Bahrain. Með allt á homum sér Amsterdam, Reuter. HOLLENZK kýr gekk af göflun- um í sláturhúsi i Amsterdam í fyrradag. Hún hefur ef til vill gert sér grein fyrir því að gripi hún ekki til örþrifaráða yrði hún ekki mikið lengur í tölu lifenda. Að minnsta kosti tók hún á rás út úr sláturhúsinu og slasaði fjóra vegfarendur í miðborg Amsterdam áður en lögregla yfirbugaði hana. Ungri konu tókst með naumind- um að hrifsa bam sitt áður en kusa hljóp niður bamavagn hennar. Fjór- ir aðrir vom of seinir að forða sér og slösuðust tveir þeirra alvarlega er flóttakýrin tók þá á homin. Lög- regla og dýragarðsstarfsmenn eltust við kúna í 20 mínútur áður en þeim tókst að skjóta í hana svæf- ingarlyfí. Óróaseggurinn hafði þá valdið ómældri ringulreið og um- ferðartmflunum í stórborginni. David Lange á kjörstað. Nýja Sjáland: Verkamannaflokkur- inn vinnur öðru sinni Wellington, Reuter. Verkamannaflokkur Davids Lange vann annan kosningasigur sinn í gær og verður því við völd á Nýja Sjálandi næstu þijú ár. Það var leiðtogi sljórnarandstöð- unnar, Jim Bolger, sem hringdi í Lange og játaði sig sigraðan, þremur stundum eftir að kjör- stöðum var lokað. „Til hamingju, þú hefur greini- lega atkvæðin til þess að axla byrðina næstu þrjú ár,“ sagði Bolg- er. „Megi þér famast vel og megi Nýja Sjálandi famast vel.“ Kosningabaráttan stóð fyrst og fremst um efnahagsráðstafanir Verkamannaflokksins. Dreifbýlis- fólk, sem helst varð fyrir barðinu á þeim, studdi Þjóðarflokkinn, en það dugði ekki til, því Verkamanna- flokkurinn hafði traust fylgi í stærri borgum og bæjum. Þetta er í fyrsta sinn frá 1946, sem stjóm Verkamannaflokksins situr tvö kjörtímabil í röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.