Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 38
Martin 38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 LAUGAVEGI 118 SlMI 28980 V ^ Metsölublad á hverjum degi! f Don Covay með Jerry Wexler, en Jerry Wexler átti mikinn þátt í þróun soul tónlistarinnar. Sálartónlist Blús Árni Matthíasson Oft er það svo að það eru tón- listaráhugamenn og gagnrýnend- ur sem búa til heiti á tónlistar- stefnu og afbrigðum, nöfn sem oft er erfitt að sjá ástæðu fyrir eða tilgang i. Svo er það með heitið „soul“ tónlist; tónlist sem tónlistarmennimir kalla sjálfir rythmablús, enda er oft erfitt að greina á milli. Á meðal þeirra tónlistarmanna sem mest áhrif höfðu á þróun soul tónlistarinnar, eða ryhmablúsins, má nefna Ray Charles, Sam Cooke, sem oft hefur verið kallaður faðir soul tónlistarinnar, og Jackie Wilson. Ekki verður saga þeirra rakin hér, það bíður betri tíma, en getið verður tveggja soul tónlistarmanna, þeirra Don Covay og Clarence Carter. Don Covay Don Covay fæddist í Orangeburg í Suður-Carolina 1938. Þegar um 1950 var hann farinn að syngja gospeltónlist blendna country tónlist og blús, en það varð ekki fyrr en í kring um 1957 sem tónlistarferill hans hófst fyrir alvöru. Don ólst upp í Washington og í skóla þar stofnaði hann söngsveit með m.a. Marvin Gaye. Síðar k)mnt- ist hann Little Richard og var einskonar skjólstæðingur hans. Sitt fyrsta lag tók hann upp með hljóm- sveit Little Richard, lagið Bip Bop Bip sem gefíð var út sem Pretty Boy. Covay hélt uppteknum hætti og tók upp nokkur lög sem seldust þokkalega, fram yfír 1960, að hann komst að raun um að honum færi best að semja lög fyrir aðra. Hann fékk enda nóg að gera við að semja lög fyrir stórstjömur eins og Solom- on Burke, Arethu Franklin (m.a. Ship of Fools, sem hlaut Grammy verðlaun) og Little Richard. Ekki hætti hann þó að taka upp sjálfur og 1964 tók hann upp tvö lög sem náðu hátt á vinsældalistum, lögin Can’t Stay Away og Mercy Mercy, sem Rolling Stones stældu rækilega ári síðar. Reyndar er söngur Covay og Jagger svo líkur í því lagi að Clarence Carter ótrúlegt má virðast. Covay kom fleiri lögum hátt á lista, t.d. Please Do Something og See-Saw, en mestum árangri náði hann sem lagahöfund- ur. Ahrif hans á aðra tónlistarmenn hafa staðið í öfugu hlutfalli við vin- sældir hans sem söngvara og má sem dæmi um það nefna Rolling Stones, sem tóku upp Mercy, Mercy, eins og áður sagði, og í laginu Fool to Cry, sem gefið var út á plötunni Black and Blue 1975 má glöggt heyra áhrif frá A Woman’s Love, sem kom út með Covay 1965. Góð samansafnsplata með nokkru af því besta sem Covay tók upp, kom út á vegum Demon fyrir nokkru. Á plötunni, sem ber heitið Mercy, heyr- ist vel hvað Covay var góður söngvari og um leið hvað Mick Jagg- er sótti mikið í smiðju til hans. Bestu lög eru Sookie, Sookie, falsettulagið snjalla A Womans Love, Temptation Was to Strong, Mercy Mercy, Come See About Me og Precius You. Clarence Carter Clarence Carter fæddist í Alab- ama 1936 og fékk skólun í trúartón- list og gítarleik á heimili sínu. Hann missti sjónina ársgamall, en það hindraði hann ekki í því að afla sér tónlistarmenntunar við háskóla í Alabama. Hann hóf tónlistarferilinn sem helmingur söngdúósins Calvin and Clarence og komst á samning hjá Atlantic sem slíkur. Calvin lenti ( slysi og slasaðist það illa að hann varð að hætta og Clarence var ráð- inn einn síns liðs hjá Atlantic 1965. Clarence naut þar góðs af tónlist- armenntun sinni þar eð hann gat sjálfur séð um útsetningar fyrir öll hljóðfæri í lögum sínum jaftiframt því sem hann samdi sjálfur flest þau lög sem hann söng inn á plötu og lék á gítar. Fyrsta lagið sem náði einhveijum vinsældum var Slip Away, en síðan komu lög eins og Too Weak to Fight, Snatching it Back, The Feeling is Right, Doing Our Thing og Grammy verðlauna- lagið Patches, sem var eitt af fáum lögum sem hann samdi ekki sjálfur. Clarence spilar soul tónlist líkt og Don Covay, en það er nokkur munur á tónlistinni. Clarence er skemmra frá poppinu en Covay, og meira ber á blásturshljóðfærum og strengja- hljóðfærum. Hann er liðtækur gítarleikari og hefur skemmtilega og hijúfa söngrödd sem hann beitir vel. Demon hefur gefíð út safnplötu með Clarence líkt og með Covay, á hverri eru mörg hans helstu laga. Platan heitir Soul Deep og eru öll lögin tekin upp á vegum Atlantic á árunum frá 1967 til 1971. Ekki seg- ir þessi plata þó alla söguna, þv( Clarence Carter átti síðast lag á vin- sældalistum 1981, lagið Let’s Bum. Hún er þó engu að síður góð kynn- ing á Clarence Carter. Til gamans má geta þess að í mörgum laganna leikur Duane Allman á „slide" gítar, enda var hann lengi fastráðinn hljóð- verstónlistarmaður hjá Muscle Shoals hljóðverinu þar sem Clarence starfaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.