Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 5 Hér sérðu þrjár vaxtatölur. Hver þeirra er hæst? íi .r § i =1 T» CD >' Nú hafa vextir af spariskírteinum ríkissjóðs hækkað í allt að 8,5% unifram verðtryggingu. Þar með hefur ríkissjóður tekið af allan vafa um hvaða sparnaðarleið sé þér öruggust; því þegar vel er að gáð eru spariskírteini ríkissjóðs vænlegri kostur en víða býðst þrátt fyrir að vextirnir séu þeir sömu eða jafnvel hærri. Þrír nýir flokkar spariskírteina ríkissjófts. Ríkissjóður íslands er nú að hefja sölu á nýjum flokkum spariskírteina sem bera vexti á bilinu 7,2% til 8,5% eftir lengd lánstíma. Nýju skírteinin eru: 1. Söfnunarskírteini sem greiðast eftir 2 ár með 8,5% ársvöxtum umfram verð- tryggingu. 2. Söfnunarskírteini sem greiðast eftir 4 ár með 8,0% ársvöxtum umfram verð- tryggingu. Söfnunarskírteinin safna árlega vöxtum, vaxtavöxtum og verðbótum sem þú færð greitt í einu lagi að lánstímanum loknum. 3. Hefðbundin spariskírteini með 6 ára binditíma en allt að 10 ára lánstíma og 7,2% ársvöxtum umfram verðtrygg- ingu. Að binditímanum loknum eru skírteinin innleysanleg hvenær sem er af hálfu eiganda, en hægt er að láta þau standa í allt að 4 ár í viðbót með 7,2% ársvöxtum. Þannig getur þú rúmlega tvöfaldað höfuðstólinn á tíu árum. Örugg og arðbær sparnaðarleið. Spariskírteini ríkissjóðs eru arðbær sparnaðarleið og öruggari og traustari fjárfesting er vandfundin. Ríkissjóður tryggir þér að vextirnir lækka ekki með- an á lánstímanum stendur og þú getur því verið öruggur um að sparifé þitt beri góða raunvexti til langs tíma. Hafðu þetta í huga þegar þú óvoxtar sparifé þitt. Spariskírteini ríkissjóðs bera ekkert stimpilgjald og eru auk þess tekju- og eignaskattsfrjáls. Fjárfestir þú í spariskírteinum ríkis- sjóðs gctur þú sclt þau í gegnum Verð- bréfaþing íslands, þótt binditíminn sé ekki útrunninn. Spariskírteini ríkissjóðs eru innlent lánsfé og þannig getur þú lagt þitt af mörkum til að draga úr erlendri skulda- söfnun og treysta efnahag þjóðarinnar. Að þessu leyti hagnast þú enn frekar með því að fjárfesta í spariskírteinum ríkissjóðs. Allt þetta hefur í för með sér, að spari- skírteini ríkissjóðs eru án efa einn álit- legasti kosturinn fyrir sparifé þitt. Þótt sumir bjóði hærri vexti er ávinningur- inn með fjárfestingu í spariskírteinum ríkissjóðs mun meiri en vextirnir segja til um. Allir geta keypt spariskírteini ríkissjóds. Spariskírteini ríkissjóðs eru gefin út í fimm verðgildum þannig að allir ættu að geta keypt skírteini. Verðgildin eru: 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1,000.000. Þú færð spariskírteini ríkissjóðs í Seðlabanka íslands og hjá iöggiituni verðbréfasölum sem eru m.a. viðskipta- bankarnir, ýmsir sparisjóðir og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.