Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 f 37 eða í besta falli seinka varpinu. Heiðlóan er einn af þeim fugfl- um sem standa í ströngu um þessar mundir og meðfylgjandi myndir af heimilishaldi lóunnar tók Sigurgeir Jónasson í Vest- mannaeyjum fyrir skömmu. Lóuna þarf vart að lýsa eða kynna fyrir landsmönnum, varla finnst það mannsbarn sem ekki er komið til einhvers vits og ára að það þekki ekki þetta eftirlæti flestra sem gefa fuglum gayum á annað borð. Hún er með fyrstu farfuglum sem hingað koma vor hvert og mörgum finnst vorið ekki komið í raun fyrr en þeir hafa heyrt lóukvak. Til er lítil saga um uppruna lóukvaksins, en mörgum heyrist lóan kytja stíft: dýrðin, dýrðin. Sagan er svona: sagan segir að lóan hafi ekki verið til í árdaga, heldur hafi Jes- ús Kristur sjálfur skapað hana þegar hann var ungur drengur að leika sér. Helgidag einn á hann að hafa setið úti í steikjandi sól- onni og dundað sér við að hnoða fugla úr leir. Hnoðaði hann m.a. lóur. En af því að það var helgi- dagur, þá reiddist vegfarandi nokkur er hann sá til hans og vildi eyðileggja leirlóumar í bræði sinni yfir helgidagabrotinu. Jesús á þá að hafa brugðið ósjálfrátt hendi yfír leikföngin sín til að veija þau árásinni, en við það kviknaði líf í leirlóunum og þær flugu burt eins og skot syngjandi hástöfum, dýrðin, dýrðin. Vegfa- renda rann reiðin við þessa sýn, en síðan hefur lóan að sögn verið meðal vor og glatt menn með þróttmiklum og fallegum sumar- söng sínum. Margir íslendingar telja lóuna bráðgreindan fugl og benda á m.a. hvemig hún afvegaleiðir óboðna gesti frá ungum sínum og eggjum. Reyndar gera margir aðrir fuglar slíkt hið sama, en þetta sama fólk telur það fram til nokkurs sannindamerkis um að lóan skipar hærri sess í fugl- aríkinu en margir aðrir fuglar, að hún á sér þjóna, lóuþræla. Sannleikurinn er sá, að ótrúlega algengt er að sjá lóuþræla fylgja lóum og eru hlutföllin breytileg. Einn sá 200 lóur saman á flugi. Aftast í hópnum flaug einn lóu- þræll. Ein áhrfiamesta sagan sem til er um vitsmuni lóunar er á prenti í bókinni Hamingjudagar sem Bjöm heitinn Jónsson Blöndal skrifaði fyrir mörgum árum síðan. Þar segir hann frá því að hann hafi verið á ferð með Hvítá í Borg- arfírði við annan mann, er þeir sáu skyndilega hrafn gera aðsúg að lóu. Sáu þeir, að lóunni fatað- ist flugið og kmmmi gekk einkar knálega á lagið og bjóst til að bera lóuna ofurliði. Þá greip lóan til örþrifaráðs sem kom þeim fé- lögum vægast sagt á óvart. Hún kastaði sér að fótum þeirra, horfði tindrandi augum til þeirra og sýndi þeim annan væng sinn. Þar vantaði flugfjaðrir og þess vegna gat hún ekki flogið sem skyldi. Krummi kmnkaði ófagurlega og gerði sig digran. Bjóst ekki til að skilja við lóuna og mennina tvo. Fór þá annar þeirra eftir skot- vopni og vom dagar surts þar með taldir, en lóan greri sára sinna undir vemdarvæng mann- anna tveggja. Svo á lóan auðvitað sinn sess í íslenskri þjóðtrú eins og vænta mátti. Gömul er sú trú hérlendis, spuming hvort einhver trúir því enn, að lóan fljúgi ekki til suð- rænna landa á haustin eins og venjulegir farfuglar, heldur skríði inn í hella, skúta og holur og falli “tbúðin.“ þar í djúpan dásvefn. Auðvitað em til sögur um menn sem hafa fyrir slembilukku fundið steinsof- andi lóur í slíkum felustöðum og fuglamir hafi vaknað við það að þeir væm færðir til. Ef einhver skyldi rekast á sofandi lóu í kletta- skúta um hávetur, ætti sá hinn sami ekki að fjarlægja það sem lóan er með í nefínu, sagt er að það sé ýmist birki, víðikvistur eða hreinlega laufblað. Sé þetta fjar- lægt, getur lóan ekki vaknað aftur og ekki dáið heldur, heldur sitji hún föst í svefnástandi og em það ömurleg örlög. Þá er einhvers staðar skráð saga um mann sem var á ferð á Hellisheiði í niðaþoku og fór hann fljótlega villur vega. Kom hann um síðir að klettaborg og rataði óvænt ofan í eitthvað gímald, inn um dyr, og áður en varði sá hann Leikhæfileikarnir fá að njóta sín og oft hrífur þetta bragð. fyrir sér fagrar sveitir með blóm- urn í haga. Undarleg tjöm þreif athygli hans og er hann gekk að henni, sá hann margar lóur liggja í vatninu og virtust þær sofa. í einhverri leiðslu fálmaði maðurinn ofan í vatnið, greip eina lóu og tók hana upp úr. Þar með rauf hann einhver óútskýrð álög og einhvert viðbjóðslegt skrímsli gaus upp úr tjöminni og vildi hafa hendur í hári mannsins. Tókst honum með naumindum að flýja kvikyndið, en er hann kom aftur að dymnum semlágu upp í þokuna á Hellisheiði, leit hanri snöggt við. Logaði þá öll sveitin og skyldist honum þá að hann hefði á einhvem hátt verið dreg- inn inn á aðra vídd af einhverjum öflum sem höfðu verið heft með töfmm, en vom af hinu illa og vildu losna úr læðingi til að koma hefndum yfir allt og alla. Ekki var sagan lengri. Það var ekki úr vegi að rifja ofangreint upp. Ungar lóunnar em að vaxa úr grasi og þess er því miður ejcki langt að bíða að fuglamir allir klæðist haustbún- ingi. Þá er ekki langt í veturinn. Prufu-hitamælar -r 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. VESTURGÖTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 Creda tauþurrkarar Compact R. kr. 15.645 stgr. Reversair kr. 20.895 stgr. Sensair kr. 27.859 stgr. Creda húshjálpin Söluaðilar: Viðja, Kópavogi, s. 44444 Rafbúðin, Hafnarfirðl, s. 53020 Stapafell, Keflavík, s. 2300 Vörumakaðurinn, Seltjn., s. 622200 Grimur og Áml, Húsavík, s. 41600 Rafsel, Selfossi, s. 1439 Sjónver, Vestmannaeyjum. s. 2570 Rafland, Akureyri, s. 2510 Creda-umboðið, Raftækjaverslun íslands hf., Reykjavík. S. 688660.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.