Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 4i % t Dóttir mín, GUÐRÚN ELÍSABET ÁGÚSTSDÓTTIR, Aðalstrœti 25, ísaflrði, * andaðist í Landspítalanum 14. ágúst. Fyrir hönd aöstandenda, , Agust Pótursson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALBORG JÚLÍUSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum hinn 31. júlf. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auösýnda samúð. Arndfs Egilson, Egill Egilson, * Júlíus Egilson, Egill Egilson yngri, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og iangafi, KRISTÓFER KRISTÓFERSSON, Sörlaskjóli 11, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 13. ágúst. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Kristrún Kristófersdóttir, Styrmir Gunnarsson, Oddrún Kristófersdóttir, Guðmundur Magnússon, Smári Kristófersson, Þóra Valentinusdóttir, t Elsku dóttir okkar og systir, HRUND JÓNSDÓTTIR, Sævangi 40, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Halldóra Valdimarsdóttir, Valur Svavarsson, Vilhjálmur Gunnar Jónsson, Bjarney Valsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HANSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Njálsgötu 12, Reykjavík, er lést laugardaginn 8. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriöjudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Jarðsett verður í Hafnar- fjarðarkirkjugarði. Karl K. H. Ólafsson, Sveinbjörg Karlsdóttir, Guðmundur Guðbergsson og barnabörn hinnar látnu. . t Útför ömmu okkar, SIGRÚNAR EINARSDÓTTUR hárgreiðslumeistara, Lönguhlfð 3, Reykjavfk, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Skaftadóttir, Sigrún H. Gunnarsdóttir, Ólafur R. Gunnarsson. t > Móðir okkar, STEINUNN GRÓA BJARNADÓTTIR, Háaleitisbraut 117, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á líknar- stofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Inger T raustadóttir, Bjarni Traustason. Móðursystir mín og fósturmóður okkar, MARÍA S. HJARTAR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 17. ágúst kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu vinsamlega láti góðgerðar- stofnanir njóta þess. Svava Proppé, Ólafía Ágústsdóttir, Hans Bjarnason. Minning: Liihr Oldigs Fæddur 14. febrúar 1907 Dáinn ll.júlí 1987 Til okkar hefur borist sú frétt, að hann Herr Oldigs okkar sé dáinn. Sonur hans, Onno, átti þess kost að koma hingað til lands í stutta heimsókn í tengslum við Natófund- inn nú fyrir skömmu. Hann sagði okkur frá uppskurði, sem faðir hans hafði gengist undir skömmu eftir 80 ára afmælið, sem var 14. febrú- ar. Þessi uppskurður hafði tekist vel og allir voru bjartsýnir, en eftir stutta sjúkrahúsvist að nýju lést hann 11. júlí og mun banameinið hafa verið krabbamein. Okkur, sem áttum þess kost að kynnast honum og hans ágætu konu, Enke Oldigs, er ljúft að minnast hans. í fallegu, litlu þorpi, Lunden í Dietmarschen í Norður-Þýskalandi, er gamalt, virðulegt hús sem lengi var notað sem skóli. Þarna var heimavistarskóli í lýðháskólastíl fyrir ungar stúlkur. í hartnær ald- arfjórðung var Liihr Oldigs skóla- stjóri þar. Á hverju námskeiði voru um 30 stúlkur búsettar þar og skólastjórahjónin tóku þeim opnum örmum og sameinuðu sinni eigin fjölskyldu. Þau létu sér mjög annt um útlendingana, sem hjá þeim dvöldu, og áttum við flestar góð jól og góða hátíðisdaga með þeim hjón- um og bömum þeirra fimm. Þetta voru mannvænleg og góð böm og gott að vera eins og einn af fjöl- skyldunni. Herr Oldigs var stór og myndar- legur maður og raungóður að sama skapi. Það er mannbætahdi að fá að kynnast fólki eins og þessum ágætishjónum og fá að njóta hand- leiðslu þeirra um tíma. Það var þannig af hendi leyst að þau verða alltaf minnisstæð og maður býr lengi að handleiðslu þeirra. Það var fyrir tilstilli hans að nokkuð margar íslenskar stúlkur fengu fría skóla- vist. Honum fannst það ávinningur fyrir skólahaldið og fyrir þýsku stúlkumar að fá jafnframt náminu að kynnast erlendum gestanemend- um. Vegna vinfengis við íslandsvin- inn Reginu Dinse kom hann því til leiðar að bjóða íslenskum stúlkum til námsdvalar. Lengi var það von okkar, að ósk þeirra hjóna rættist og að þau kæmu í heimsókn til ís- lands. Við ætluðum svo sannarlega að taka vel á móti þeim og endur- gjalda þeim eftir bestu getu. Því miður mun það ekki rætast héðan af. Þó getum við enn vonað að hún Enke okkar treysti sér til ferðar, ef hún á eitthvað eftir af sínum mikla krafti og dugnaði. Mikill mannvinur og góður fræðari er nú r genginn, blessuð sé minning hans. Megi Guð styrkja Enke og börn þeirra, svo og tengdaböm og barna- bömin 9. F.h. íslenskra Lunden-námsmeyja.i Dóra Jónsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Minning: Jóhann Játvarður Franksson (Jean le Sage de Fontenay) Fæddur 12. júní 1929 Dáinn ll.júlí 1987 Jean var sonur Franks le Sage de Fontenay, sendiherra Dana hér á landi, og konu hans, Guðrúnar Eiríksdóttur, jámsmiðs í Reykjavík, Bjarnasonar. Jean varð stúdent frá Rungsted í Danmörku 1949. Gegndi svo her- þjónustu þar og hefur hún vafalaust mótað.hugarfar hans og framkomu. Búfræðingur frá Hvanneyri 1953 og kandidat þaðan 1955. Var ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar frá 1955 til 1960 og verksmiðjustjóri hjá Grasköggla- verksmiðjunni á Stórólfshvoli til dánardægurs. Þegar menn eru á góðum aldri eru ævilok víðs §arri í hugum sam- ferðafólksins og þess vegna koma þau jafnan samferðafólkinu á óvart. Fundum okkar Jeans bar fyrst saman á Hvanneyri. Maðurinn vakti strax athygli mína vegna þess að hann bar af öðrum. Framkoma hans var fáguð og yfírbragð annað en okkar hinna. Enda kom það á dag- inn að hann var heimsborgari í allri sinni hegðun. Jean féll strax inn í hóp okkar. Hann hafði tekið þá ákvörðun að verða íslenskur sveita- maður og kom hingað til Islands til þess að læra búfræði. Ásetningur hans var að helga íslenskum bænd- um krafta sína. í hópi skólapilta var Jean hrókur alls fagnaðar og bætti hann hvern fund með hógværð sinni og skemmtilegri fyndni. Alltaf var gott að leita til Jean því að hann var ekki nískur á þá visku er hann bjó yfír. Árin liðu og samfundir voru frek- ar fáir enda langt á milli. Svo lágu leiðir okkar saman aftur veturinn 1972 til 1973 er ég var kennari á Hvolsvelli. Þann vetur opnuðu þau hjón heimili sitt og mátti, ég þar koma þegar ég vildi. Stundum var slegið í spil og lomber spilaður við Kristófer Ólafsson, tengdaföður Jeans, bónda í Kalmannstungu í Hvítársíðu. Þennan vetur kynntist ég konu hans og þá sá ég að Jeaní hafði valið sér traustan og góðan lífsförunaut. Með þeim hjónum var jafnræði. Ekki minnist ég þess að Jean leggði nokkrum manni illt til. Hann var einn þeirra sem allt vildi bæta. Allar umræður hans um menn og málefni voru grundaðar af góðvild og hlýhug. Nú hefur Jean verið kallaður yfír landamærin og frá sjónarhóli skammsýnna manna hefði sú ferð mátt dragast. Kallinu verður að hlýða þegar það kemur. Við hjón sendum konu hans, Ólöfu Sesselju Kristófersdóttur, Útgörðum, og bömum þeirra hjóna innilegar samúðarkveðjur. Góður íslendingur er genginn. Þökk fyrir samfylgdina. Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum. Blömostofa Friöfmns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opí^ öll kvöld tll kl. 22,- éínnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sími 681960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.