Morgunblaðið - 17.09.1987, Síða 47

Morgunblaðið - 17.09.1987, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 47 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Við biðskýli SVR: „Hvaða vagn kemur þar?“ spyr ein nærsýn eldri dama. „Það er fimman, “ segir ungur piltur hæversklega. Full vandlætingar spyr hún og nú ákveðnari. „Hvaða vagn er þar fýrir aftan?“ „Fjarkinn, “ segir strákur. „HvaðlKunna íslensk böm ekki leng- ur að nefha tölumar réttum nöfnum?“ segir hún með þótta. „Nútíma nafngift vagnanna er skemmtileg, “ segi ég. Hún starði á mig en segir svo: „Hvaða vagn kemur þá þar?“ „ Tvisturinn, “ segi ég. Þá lítur hún til himins og segir með þungum áherslum. „ÉG tek vagn númer sex.“ Ungir skynja flótt — að þar sem dramblætið er, þar er fyrirlitning — því getur ósanngimi oft valdið mikilli þverúð. Ég leyfi mér fijálsa framsetningu og nefni næsta rétt: Fiskettur 4 smálúðuflök '/2 sítróna Pylling: 125 g rækjur 2 matsk. söxuð púrra eða graslauk- ur 1 egg ’/2 sitróna 2 greinar steinselja eða 1 tsk. þurrkuð 2 matsk. brauðmylsna salt og pipar 40—50 g smjörlíki 2—3 matsk. niðurskorin púrra 1. Flökin eru roðflett og sett á disk, safi úr hálfri sítrónu er settur yfir fiskinn svo og salt og pipar. 2. F'yllingin er útbúin: Rækjumar era skomar í litla bita, púrran er söx- uð smátt. Rækjur, púrra, sítrónu- safinn 1 matsk., 1 egg steinselja og brauðmylsna er síðan sett í skál og blandað vel. 3. Eldfast fat er smurt vel með smjörlfki. Tvö smálúðuflök sett á fat- ið og á roðhlið að snúa upp. Fylling- unni er síðan komið fyrir á miðju á hvora flaki og era hin fiskflökin, með roðhliðina niður, lögð yfir fyllinguna. 4. Bráðnu smjörlíki er síðan hellt yfir fiskinn og niðurskorinni púrru er raðað meðfram fiskettunum á fatinu. 5. Fiskettunum er bragðið undir grillið í 5 mínútur. Fatið er síðan fært neðar í ofninn. Hitinn er stilltur á 200 gráður og era fiskettumar bak- aðar áfram í 10 mínútur til viðbótar. Feitinni er ausið yfir fiskinn öðra hvora á bökunartíma, svo hann þomi ekki en fái fallega léttbrúnan steikar- hjúp. Besta meðlætið með þessum ilm- andi rétti era nýjar íslenskar kartöfl- ur. Verð á hráefni: 1 kg smálúða . kr. 290,00 1 sítróna ....... kr. 15,00 125grækjur .. kr. 85,00 1 egg ........... kr. 9,00 1 púrra ......... kr. 23,00 Kr. 422,00 OSRAM Magnús NK 72 S heimahöfn. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Neskaupstaður: Breytíngará Neskaupstað. NÝLEGA kom vélskipið Magnús NK 72 til heimahafnar eftir gagngerar breytingar sem gerð- ar voru á skipinu hjá Skipalyft- unni hf. í Vestmannaeyjum. Sett var á skipið perastefni og nýr skutur með rennu svo og allur MagnúsiNK útbúnaður fyrir togveiðar, þá var allt spilkerfi endumýjað og nýjar togvindur settar í það. Magnús NK mun fyrst halda til rækjuveiða en síðan á loðnu. Eigendur Magnúsar er útgerðarfélagið Ölver hf. í Nes- kaupstað. — Ágúst. RAFMOTORAR 5 HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER HÉR FYRIR NEDAN SÉRÐU SNJÓBRÆDSLURÖR SEM NOTUÐ VORU í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR OG BÍLASTÆÐI KRINGLUNNAR lörkur hf. framleiöir snjóbræöslurör úr grimmsterku POLYBUTYLENE plast- efni, sem þolir ótrúlegustu frosthörkur og veðrabrigði. Börkur hf. hefur einka- leyfi á framleiöslu úr POLYBUTYLENE hérlendis, - sem gerir framleiðsluna einstaka í sinni röö. U marks um gæði snjóbræðsluröranna frá Berki hf., voru þau valin í flugvéla- stæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og í bílastæði Kringlunnar í Reykjavík. ■ •' ■ ' »r ... Þú getur nálgast snjóbrædslurörin frá Berki hjá söluaðilum víðsvegar um landið og hjá söludeildinni Hjallahrauni 2, í Hafnarfirði. Vi$ veitum þér ráðgjöf og gerum tilboð í stærri verkefni. Sýncju fyrirhyggju og veldu Barkar snjóbráeðslurör fyrir veturinn. Sölustaðir eru m.a.: Bygg- ingavöruverslun Sam- bandsins Krókhálsi i Reykja- vík, BYKÓ í Hafnarfirði og Kópavogi, og Bygginga- vöruverslunin Hús og lagnir Réttarhálsi í Reykjavík. BÖRKUR hf. HJALLAHRAUNI 2 • SÍMI 53755 PÓSTHÓLF 239 220 HAFNARFIRÐI vis/vso

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.