Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGJJR 17. APRÍL 1988 DORGVEIÐI Ný tegund sportveiði að ryðja sér til rúms á íslandi hávetur. Miklir dellukarlar eru fam- ir að dekra ánamaðka í upphituðum bflskúrum í svartasta skammdeginu. Það næst besta er rækja, en sá er galli á gjöf Njarðar, að erfitt er að fá hana til að tolla á önglinum og mætti skilja það betur ef hún væri lifandi. Þetta hefst þó allt með lagni. Sumir beita sfld og fá á hana, ekki síst urriðann, en hann er ekkert nema græðgin þótt vatnið kólni. Svo má auðvitað nota hvort heldur er sþón eða spinner, slíkt gefur góða raun og sumir nota slíkt ekki síður til að lokka fiska að vökinni, en demba svo út rækju eða maðki. Þegar sá er þetta ritar var að stelast í Vffilsstaðavatnið í gamla daga varð þess vart, að við kalda: vermslisvakir í norðausturhlutanum voru oft vænar bleikjur innan um smáfísk. ísinn í kringum vakir þess- ar var ævinlega ótraustur, þannig að við félagamir tókum það til Veiði niður um ís á vaxandi vinsældum að fagna hér á landi og er það raunar rökrétt þróun, en fjöldi þeirra sem stunda stangveiði hefur aukist gífurlega síðustu árin og dorgið getur talist hliðargrein. Þó er það ekki einhlítt, því þótt margir dorgarar í dag séu stangveiðimenn sem eru að ná úr sér veiðiskjálftanum og stytta biðtímann þar til ný vertíð hefst, þá er dorgið einnig með gamla hefð á bak við sig. Áratugum saman hefur það verið stundað, hvort heldur í Mývatnssveit eða Borgarfírði, og einstaklingar náð gífurlegri leikni með mikilli ásturidun. Svo eru þeir til sem eru forfallnir dorgarar, en hvorki stunda stangveiði né hafa áhuga á því að taka upp þá íþrótt. Þannig séð er fráleitt að tala um of um dorg og stangveiði í sömu andránni. Það er vel til í dæminu að marga sem ekki hafa prófað dorgveiði fýsi að gera það, en viti ekki almennilega hvemig þeir eigi að snúa sér í málinu. Hvemig verkfæri ber að físka með, hvemig útbúnaður er ■ notaður. Hvar er veitt og á f hvað? Og þannig mætti áfram telja. Hér verður leitast við að svara einhveijum spumingum, en annars er það þannig með dorgið eins og svo margan veiðiskap, að það er blessuð reynslan sem skiptir sköpum. Það er aldrei hægt að kenna neinum til hlítar, rétt að leiða menn af stað og svo taka eigin sérviska, siðir og greind við stjóminni og þá kemur í Ijós hversu megnugir menn em. Það ætti e.t.v. að segja fjallavötnin fagurgrá við þessi tækifceri. Hvað um það, það er ekki síður fagurt við silungsvötn okkar á vetrum eða sumrum. Myndín er frá Geitabergsvatni. Veiðitækin eru svo sem margvísleg. Til eru sér- stakar dorgveiðistangir sem eru auðvitað ör- stuttar með þar til gerð- um veiðihjólum. Sumir nota hand- færi, aðrir skafthlutann á stuttum kaststöngum með hefðbundnum hjólum, eða jafnvel heilar kaststang- ir, en þurfa þá að standa svolítið frá vökinni. Það sviptir menn hluta af sportinu, því það ku senda adrena- línflæði um kroppinn að geta skyggnst ofan í holumar á ísnum og sjá stóra skuggana hnusa af bei- tunni. Til þess að geta dorgað, þarf veiði- vatn, ísi lagt, veiðitæki og útbúnað. Einnig áhuga á málefninu og sjálfs- aga, því dorgveiði getur verið köld athöfn, sérstaklega þegar lítið eða ekkert veiðist, en það kemur fyrir í þessum veiðiskap ekki síður en öðr- um. Það þarf að verða sér úti um vök. Hægt er að kroppa holumar með frumstæðum en öruggum að- ferðum eins og með exi eða jám- stöng. Miklu betra er að nota sér- stakan ísbor sem fæst í sportveiði- verslunum og vinnur verkið fljótt og vel. Við hendina þarf oft einnig að hafa væna sleif, því krapi á það til að myndast í vökinni. Besta agnið er ánamaðkur, en það er kunnara "fen frá þurfí að segja, að þeir eru ekki á hverju strái um Því fylgir kyrrlátur friður að dorga frjáls í ijallasal á kyrrum vetrardegi. Svo má fá í soðið í leiðinni. Mynd- in er frá Geitabergsvatni. Morgunblaðið/GB. Aðstoðarmaðurinn búinn að bora gatið og veiðimaður rennir. Skömmu sfðar er sá fyrsti ko- minn„á land“. Kuldalegur dorgari neðst á Norðurá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.