Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 Horfst í augu víð dauðann Dr. Thomas West yfirlæknir St. Christopher’s Hospice ræðir um líknarmeðferð dauðvona fólks „Við lifum á tölvu- og tækniöld. Þið sendið menn út í geim, takið á móti alls kyns geislum í gegnum gervihnetti og geymið heilu bóka- söfnin á pínulitlum plötum - en þið getið ekki læknað konuna mína — leyft henni að lifa,“ sagði hann og bætti síðan við: „Til hvers í ósköp- unum er þá öll þessi tækni — ja, ég bara spyr.“ Við þessari og öðrum álíka spumingum kunnum við hinsvegar engin svör. Vísindamenn veraldar virðast geta rutt hvers konar ver- aldlegum hindrunum úr vegi — en manninn með ljáinn ráða þeir enn ekki við. Brögðin sem hann beitir eru líka margbreytileg — og ýmist gerir hann boð á undan sér að birt- ist án nokkurrar viðvörunar, öllum að óvörum. Ekki alls fyrir löngu kom hingað til lands, dr. Thomas West, yfir- læknir St. Christopher’s Hospice í London. Læknir þessi hefur til margra ára lagt stund á líknarmeð- ferð dauðvona fólks — sérhæft sig í að líkna þeim, sem enga lækningu er hægt að veita. St. Christopher’s Hospice var stofnað fyrir rúmum tuttugu árum af Dame Cicely Saunders og síðan hefur Hospice- hreyfíngunni stöðugt vaxið fískur um hrygg. — Nú er svo komið, að líknarheimili eða heimahlynningu í anda Hospice-hreyfíngarinnar er að fínna í 27 löndum heims. Dr. Thomas West kom hingað til lands í boði Krabbameinsfélags íslands og hélt hann tvo fyrirlestra um líknarþjónustu í nafni þeirra, auk fræðsluerindis, sem hann flutti í Háskóla íslands. Hótel Saga átti einnig sinn þátt í að gera heimsókn þessa að veruleika. — En í hveiju felst líknarmeð- ferð? — Til að fá nánari upplýsing- ar um það mæltum við okkur mót við dr. Thomas West í húsakynnum Krabbameinsfélagsins, kvöld eitt í síðustu viku. „Við hjálpum fólki til að lifa — þar til það deyr“ „Veistu það,“ sagði dr. West, um leið og hann rétti mér kaffibollann, „að í öllum orðabókum er orðið „hospice" skilgreint sem griðastað- ur fyrir þreytta og jafnvel þjáða ferðamenn — og það er einmitt það, sem við reynum að veita sjúkl- ingum okkar — bæði andlegan og líkamlegan frið. Flestir þeirra, sem til okkar leita eru með krabbamein á háu stigi — fólk, sem á aðeins fáeinar vikur eða mánuði ólifaða. Hlutverk okkar er að þvi leyti frá- brugðið hlutverki almennra sjúkra- húsa að hjá okkur er það ekki markmið að lækna — heldur að líkna, í því felst m.a. að lina sárs- aukann og halda öðrum einkennum í skeijum. Við gerum okkur grein fyrir því að við ráðum ekki við sjúk- dóminn sjálfan, en einkennunum getum við haldið niðri með viðeig- andi lyfjum — og það gerum við,“ bætti hann við. „Eg hef stundum verið spurður að því hvort þetta viðhorf leiði ekki til þess að sjúkl- ingamir misnoti verkjatöflurnar, bryðji þær eins og brjóstsykur," sagði dr. West. „Svarið er nei. Á venjulegum sjúkrahúsum þar sem reynt er að halda lyfjanotkun í lág- marki, heyrast allt of oft setningar á borð við: „Reyndu að þrauka í tvo tíma til viðbótar, vinur, og svo skulum við gefa þér eitthvað við verkjunum." Það er margsannað og ofur eðlilegt að lyfjaþörf manna er einstaklingsbundin. Það segir sig sjálft að skammtur, sem nægir til að halda smágerðri áttræðri konu fyrir ofan sársaukamörk, myndi varla hagga stórum og stæðilegum karlmanni. Þetta gleymist oft að taka með í reikninginn. Reynsla mín er í stuttu máli sú, að kvarti sjúklingur undan verkjum — þá er hann í flestum tilfellum kvalinn. Ég held að það sé best að útskýra þetta á myndrænan hátt,“ hélt dr. West áfram, eftir andartaks hlé. „Neðst höfum við sársaukaástand- ið, sem við viljum að sjálfsögðu ná okkur upp úr. Það fyrir ofan er svo eðlileg líðan — og þar viljum við vera. Efst trónir svo vímu-ástandið, sem við forðumst eftir fremsta megni. Hér, sem og annars staðar verðum við að reyna að þræða hinn gullna meðalveg — og oftast tekst okkur það. Formúlan er einföld: Réttur skammtur af réttu lyfi með reglulegu millibili. Útkoman: Sjúkl- ingurinn þarf ekki að beijast við að halda andlitinu út á við, fela þjáningar sínar fyrir vinum og vandamönnum, sem heimsækja hann — heldur getur hann nýtt bæði krafta sína og tíma í að ganga frá sínum málum, rifja upp horfnar stundir, renna yfír líf sitt í hugan- um og jafnvel bæta fyrir það, sem miður fór. Það er þetta, sem ég á við þegar ég segi um Hospice- hreyfínguna: Við hjálpum fólki til að lifa — þar til það deyr,“ sagði dr. Thomas West. „Ótti, afneitun og reiði — eðlileg' viðbrögð“ „Það ættu allir að hugsa dálítið um dauðann á hveijum degi,“ sagði Maeterlinck einhveiju sinni og bætti við, „þá verður nefnilega mun auðveldara að deyja, þegar þar að kemur." Við bárum þessi ummæli undir manninn, sem daglega stend- ur við hlið sjúklinga sinna, sem verða að horfast í augu við dauð- ann. „Maður venst því aldrei að horfa upp á fólk í blóma lífsins hrifíð brott,“ svaraði dr. West að bragði. „Dauðinn er hluti af mínu daglega lífí, en hann er samt langt frá því að vera orðinn hversdags- legur í mínum augum. Hann verður það aldrei. Ef ég stæði frammi fyrir mínum eigin dauða í dag, geri ég ráð fyrir að ég myndi ganga í gegnum nákvæmlega sama ferli og flestir sjúklingar mínir hafa gert. Fyrstu viðbrögð eru venjulega alger afneitun. „Það getur ekki verið“ er oft fyrsta setningin, og svo „þetta hljóta að vera mistök, þið hafíð ruglast á röngtenmynd- um, læknirinn er óhæfur...“ o.s.frv. Fólk verður að fá smá tíma til að jafna sig. Þá tekur tortryggn- in við, svo óttinn og reiðin. Ef allt gengur síðan að óskum hverfa bæði hræðslan og reiðin smám saman og við tekur æðruleysi og sátt,“ sagði dr. West. „Hugmynda- fræðin að baki Hospice-hreyfíng- unni snýst ekki síst um þennan andlega stuðning — að hver sjúkl- ingur hafi einhvern til að tala við um bæði lífið og dauðann, einhvern til þess að deila með áhyggjum sínum og ótta. Við gerum þær kröf- ur til starfsfólks okkar að það veiti hveijum þeim sjúklingi, sem hefur þörf fyrir að ræða málin, algerlega óskipta athygli sína,“ upplýsti hann. Þegar hér var komið sögu þögð- um við dágóða stund, bæði djúpt sokkin í eigin hugsanir. Loks rauf hann þögnina og sagði: „Þó starf mitt sé oft og tíðum æði sorglegt, þá gerast þar líka gleðilegir at- burðir. Til að mynda sendum við 25% sjúklinganna heim í frí, sem geta varað allt frá einni viku upp í ár.“ Heimahlynning Á St. Christopher’s Hospice eru 62 rúm. Fullnægir það þörfínni í suðausturhluta London? — „Við gætum fyllt mun fleiri rúm, því er ekki að neita,“ svaraði dr. West. „Við fylgjum hinsvegar svokölluðum forgangslista, tökum þá inn, sem þjáðastir eru, andlega Tvímælalaus þörf fyrir heima- hlynningu hér á landi — segja Lilja Þormar og Bryndís Konráðsdóttir Til að fræðast örlítið nánar um stefnu og stöðu líknarmeðferðar hérlendis, leituðum við upplýsinga hjá þeim Lilju Þormar og Bryndísi Konráðsdóttur hjá heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. „Það var í mars 1987, sem við fórum formlega að bjóða upp á heimahlynningu," upplýsti Bryndís. „Framan af var starfsemin æði tak- mörkuð, enda tekur það sinn tíma að undirbúa jarðveginn og kynna þjónustu á borð við þessa. Það má eiginlega segja að það sé fyrst nú í vetur, sem virkilegur skriður hefur komist á málið," bætti hún við. „Ekki alls fyrir löngu var stofnað svokallað „líknarteymi", níu manna nefnd, sem hefur það að markmiði að stuðla að bættum lífskjörum mikið veikra sjúklinga og dauðvona fólks í landinu," sagði Lilja. „í þessu teymi eiga sæti tveir hjúkruna- rfræðingar, krabbameinslæknir, geðlæknir, svæfingalæknir, fé- lagsráðgjafí, sálfræðingur, prestur og loks lyfjafræðingur. Þetta líknarteymi hefur það hlutverk með höndum að marka stefnu og veita ráð varðandi líknarmeðferðina," útskýrði hún. „Markmiðið með heimahlynningunni er að krabba- meinssjúklingar geti dvalið sem lengst heima, ef þeir óska þess og aðstæður leyfa. Einnig er stefnan sú að veita aðstandendum nægan stuðning til að sjúklingamir geti dáið heima, ef þeir óska þess og aðstæður leyfa. Þetta þýðir þó ekki að við viljum ekki að krabbameins- sjúklingar fari inn á spítala, heldur á heimahlynningin einungis að gera fólki kleift að dvelja heima eins lengi og það óskar þess — jafnvel allt fram á síðasta dag,“ sagði Lilja. „Þetta er það, sem við stefnum að,“ skaut Bryndís inn í. „Hvort sá draumur rætist verður framtíðin hinsvegar að leiða í ljós. Við erum komin með hugmyndafræðina á hreint, undirbúningi er að mestu lokið og við höfum endanlega sann- færst um að þörfin fyrir líknarmeð- ferð hér á landi er raunveruleg. Það, sem okkur vantar nú er bol- magn til að hrinda hugmyndafræð: inni í framkvæmd," sagði hún. „í upphafí var heimahlynningin til- raunaverkefni," upplýsti Bryndís. „Við vildum kanna hver þörfín væri áður en ráðist yrði í þetta af fullum krafti. Fjármagnið fengum við úr þjóðarátakinu, sem fram- kvæmt var 1986. Nú er sá sjóður hinsvegar senn á þrotum og orðið tímabært að huga að fjármögnun þessarar þjónustu í framtíðinni. Það er þó rétt að geta þess að Trygg- ingaráð hefur styrkt þessa starf- semi með fjárveitingu, sem nægir til að borga laun hjúkrunarfræðings í hlutastarf í eitt ár. Einnig tókust samningar um samstarf milli Krabbameinsfélags íslands og Visa ísland í febrúar sl., sem fólst í því að Visa-korthöfum var gefínn kost- ur á að styrkja m.a. þessa starf- semi, um leið og þeir greiddu mán- aðarreikninginn sinn. Svo útlitið er alls ekki svo svart. Við erum í það minnsta bjartsýnar á að fólk — bæði ráðamenn og aðrir meti þessa þjónustu, sem skyldi," sagði hún. „Auk þess sem heimahlynning gef- ur sjúklingum kost á að dvelja og jafnvel deyja heima — þá er hún hreinlega þjóðhagslega hag- kvæmt," sagði Lilja. „Kostnaður við umönnun sjúklinga í heimahúsum er nefnilega töluvert lægri en á sjúkrastofnunum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.