Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 Hvenær má segja manni upp og hvenær má ekki segja manni upp? Spumingin er að verða álíka ásækin á íslandi eins og hjá Dana- prinsinum Hamlet, spumingin um „að vera eða ekki vera", sem enn í dag er að þvælast fyrir á leiksvið- um heimsbyggðarinnar. Og skag- ar upp í þá þjóðlegu spumingu um hvenær maður hefur drepið mann og hvenær maður hefur ekki drepið mann. Málið hið flókn- asta. Greiddist þó nokkuð úr því í úrskurði dómara um embættis- mann norður í landi. Þar liggur að minnsta kosti fyrir að engan veginn nægir til uppsagnar að verkstjórinn eyði og skrifi upp á meiri útgjöld en nemur því fé sem fyrir hendi er. Því síður ræður úrslitum að starfsmenn og stjóm- endur séu á sama róli um verk- efni og framkvæmdir. Ja, kannski rúmast ekki orka dugnaðarfor- kanna nema dajnpinum sé hleypt af í innbyrðis átökum á vinnustað áður en farið er að beita sér að viðfangsefninu út á við. Enda sagði Oscar heitinn Wilde með talsverðri drýldni að dugnaðar- kraftur væri bara síðasta úrræði þess, sem ekki vissi hvemig á að láta sig dreyma. Kannski er eilífur eldur bara til. bóta fyrir vinnustað og verkefni. Með þeirri óvissu um hvenær má segja manni upp og hvenær ekki má segja manni upp, höfum við komið okkur upp enn einu ágætu hitamáli, og þar eru ekki nein einkaslagsmál heldur geta allir tekið þátt — í fjölmiðl- um. Ekki virðist þetta jafn alþjóð- legt vandamál. Má í öðmm lönd- um jafnvel losa sig við ráðherra sem ekki rekast saman með hinum fyrir stjómarvagninum, án þess að hann missi æmna eða stjómin spryngi. Minnir á sögu, sem undir- rituð var af einhveiju gleymdu tilefni að segja borðherra sínum, framkvæmdastjóra Evrópusam- bands útvarpsstöðva EBU, Regis de Kalbermatten, í hádegisverðar- boði suður í Genf í haust. Við höfðum þrír íslenskir fréttamenn verið í París í þann mund sem Francois Mitterrand Frakklands- forseti var að stokka upp í stjóm sinni, að því er virtist af því að honum fannst hún ekki samstiga og vildi fá á hana nýtt andlit. Við höfðum beðið um viðtal við hinn litríka menntamálaráðherra hans Jaque Lang. Eftir að aðstoðar- maður hans hafði til tímaspamað- ar gert okkur grein fyrir stefnu- málum, gerðum og hugmyndum ráðherrans hittum við hann sjálf- an í móttöku. Aðstoðarmaður hans kom þá tii mín og fór að afsaka tímaskort ráðherrans. Hún hefði nefnilega lofað honum að hún skyldi ná honum út af þess- ari samkundu og heim til sín þama rétt hjá nægilega snemma til að heyra til forsetans í kvöld- fréttunum. Helsti stuðningsmaður og flokksbróðir hans þurfti sem- sagt að heyra til forsetans í sjón- varpsfréttunum til að vita hvort hann væri enn ráðherra eða ekki. Við urðum jafn spennt. Það kvöld kaus Mitterrand að tilkynna eð- eins um 7 helstu ráðherra sína og Lang varð enn að bíða nokkra daga til að vita að hann héldi sínum ráðherrastóli. Regis de Kalbermatter svaraði með annarri sögu, til að sýna að slíkt væri ekkert einsdæmi og sjálfsagt í mikilvægum störfum að líta fram hjá vináttu — og all- ir standi jafnréttir eftir. Þykir raunar engin dauðasynd að henta ekki í ákveðinn vinnuhóp eða af- mörkuð verkefni. Ekki þori ég eftir minni að fara með nöfnin, en viðkomandi útvarpsstjóri hjá BBC var kunningi hans. Viðkom- andi ráðherra var mikill vinur útvarpsstjórans. Einn góðan veð- urdag héldu ráðherrann og út- varpsstjórinn því saman í helg- arfrí upp í sveit, og áttu þar sam- an góðar stundir. Þegar hann var að kveðja á sunnudagskvöld, þeir búnir að þakka fyrir góða helgi, sagði ráðherrann rétt si svona: Meðal annarra orða, þú ert ekki lengur útvarpsstjóri! Hvað áttu við? spurði hinn undrandi. Jú, það hefur verið ákveðið að skipta og setja annan í þinn stað. Blessað- ur, kæri vinur, sjáumst seinna. Ráðherrann hafði burt séð frá öllu öðm ákveðið að gera það sem gera þurfti. Ekkert meira með það. Alltaf er happ að fá skemmti- legan og víðfróðan borðherra sér við hlið um stund, og vissulega var mikill fengur að fá að spjalla við framkvæmdastjóra Sambands útvarps og sjónvarpsstöðvanna í Evrópu, sem við þekkjum helst af Eurovision-söngvakeppninni. Og það er mikið vanmat á þessu merkilega samstarfí þjóða, sem íslendingar eru aðilar að. Með þáttöku í annarri samkeppni, um sjónvarpsmynd, þar sem landi okkar Vilborg Einarsdóttir er komin í úrslitakeppnina, fá nær- sýnir íslendingar kannski áhuga á öðrum þætti þessa samstarfs. En Evrópustöðvamar standa engu síður í grimmri samkeppni við stóru öflugu markaðssvæðin á borð við Ameríku um að halda áhorfendum en gamla Gufan og ríkissjónvarpið hér á landi í nýrri Qölmiðlabyltingu. Ríður ekki síður á samstöðu á heimavígstöðvum til að halda sínu. Útskýrðu Kal- bermatten og hans fólk að til- gangurinn með því að þjappa Evrópuþjóðunum saman á þennan hátt væri alls ekki að fá einhverja samræmda meðallínu, heldur lægi að baki sú grundvallarhugsun að fjölbreytnin, þar sem hver og einn leggur til f krafti sinnar menning- arhefðar, auðgi einmitt framboð- ið. Og með því að vinna saman í EBU (European Broadcasting Union) á sem flestum sviðum, bjóðist stærri markaður fyrir framboð smærri þjóða og meiri kynni milli Evrópuþjóðanna. Nú þegar eru sendar út samsafnaðar fréttir til afnota fyrir alla frá höf- uðstöðvunum og samstarfíð býður upp á sameiginlegt átak eins og áramótatónleika Vínarhljómsveit- arinnar, sem enginn einn_ stæði undir. Auðvitað teljum við íslend- ingar að við getum lagt eitthvað markvert til, engu síður en að taka við öðru, enda leggur okkar útvarpsstjóri, Markús Órn Ant- onsson, upp úr því og er virkur í Evrópusamstarfínu. Útvarp er mikil galdramaskína, sem á fáum áratugum hefur tekið ótrúlegustu hamskiptum. Bætt mynd við mál og teygt tæknilega arma sína út um byggðir hvers lands, yfír landamæri og unnið bug á sveigjunni á hnettinum með geimtólum. En eins og Kalber- matten (hér á mynd með forseta vorum) sagði: „Það fer ekki á milli mála að fjölmiðlaheimurinn er í' erfíðum og ekki alltaf vel skilgreindum fæðingarhríðum. Laga-, fjárhags- og stjómmálaleg þróun er í óða önn að móta nýtt og síbreytilegt landslag. Sam- keppnin um að halda í og draga að áhorfendur er því grimm. Nota- legt væri að mega trúa því að þessi vöxtur stöðvanna muni að minnsta kosti auka efnisvalkosti almennings." Og hann trúir því að samvinna ólíkra Evrópuþjóða muni einmitt auka fjölbreytnina. Þrátt fyrir allar umbyltingar er hún þó enn í fullu gildi á köldu vori lausavísan, sem þakklátur Homstrendingur sendi á því her- rans ári 1937 einum úr fram- varðarsveit efnismótunar í íslenska útvarpinu og höfundi hins klassíska þáttar Um daginn og veginn, Jóni Eyþórssyni: Þeim skal rétta hlýja hönd handan yfir fjöllin, sem flytja yl á fjærstu strönd, þótt fjúki vetrarmjöllin. HAGEN BATTERIER, DANMÖRKU ÓSKA EFTIR AÐ RAÐA UMBOÐSMANN Á ÍSLANDI Hagen Danmark óskar eftir að ráða umboðsmann sem getur séð um sölu og alla þjón- ustuvarðandi Hagen-vörur á ís- landi. Viðförum fram á að viðkom- andí hafi einhverja reynslu í markaðssetningu á iðnaðarvörum ásamt því að hafa aðgang að starfandi sölu- og þjónustufyrirtæki þannig að mögulegt reynist að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu. Hringið og fáið nánari upplýsingar í síma 9045/5 80 53 99 og talið við Fleming Damkjær forstjóra. P.S. Við förum jafnframt fram á að umboðsmað- ur okkar tali dönsku — því við erum ekki svo ýkja góðir í íslensku. SUi HAGEN m Batterier Vejle . Kobenhavn 0lholm Bygade 51 Rugvænget 22 716OT0rring 2630Tástrup Tlf. 90 45 5 80 53 99 Fax. 90 45 5 80 53 91 Hagen Danmark er einkaumboðsaðili fyrir hin heimsþekktu þýsku Hagen-batterí. Hagen Batterier framleiðir háþróaða rafgeyma til notkunar í hvers kyns iðnaði. Afmæiiskveðja: Indriði Indriða- son rithöfundur í dag, 17. apríl, verður Indriði Indriðason rithöfundur áttræður. Kvikur í hreyfíngum, beinn í baki og með yfírbragð fimmtugs manns og með gamanyrði á hraðbergi sigl- ir hann inn í níunda áratuginn. Manni er spum: Hver er uppskriftin að svona hreysti og endingu? Hvemig fara menn að svonalöguðu? Em þetta galdrar eða hvað? Eða gera menn haldgóðan samning eins og Dorian Grey forðum? En þessu er í raun og vem fljót- svarað. Indriði Indriðason frá Fjalli hefír ömgglega ekki gert samning við neikvæðu öflin, heldur hagað lífí sínu á þann veg að það yrði honum sjálftim og samferðamönn- unum að sem mestum og bestum notum. Þar fer maður sem ræktað hefír garðinn sinn og nýtur nú upp- skemnnar, horfir yfír grónar græn- ar lendur mannlífsins eftir langa og viðburðaríka vegferð. Oft hefír mér dottið í hug að Indriða Indriða- syni svipaði um margt til sögualdar- manna. Hann var haldinn útþrá og ævintýralöngun. Hann hleypti ung- _ ur heimdraganum og hélt til út- landa. Hann dvaldi ófá ár í Vestur- heimi, lengst af úti við Kyrrahaf, stundaði nám í ensku og enskum bókmenntum í frægum skóla í San Fransisco en vann fyrir sér við byggingar og smíðar. Þetta var á þriðja áratugnum. í stuttri afmæliskveðju er ekki mögulegt að rekja lífshíaup þessa áttræða heiðursmanns, né heldur að geta þeirra margslungnu starfa sem hann hefír tekist á hendur um ævina. Hann hefir alla tíð verið í fararbroddi framfaraafla, lagt fjöl- mörgum góðum málum lið og lítt sinnt um veraldarauð né þegið laun fyrir margslungin störf að félags- málum. Hvarvetna hefír hann látið gott af sér leiða. Slíkir menn eru farsælir og ómetanlegir samferða- mönnum. Ritstörf Indriða Indriðasonar eru mikil og margháttuð. Rit frá hans hendi samanstanda af sögum, kvæðum, ævisögum og ritgerðum um margvísleg efni. Þýðingar hans á kvæðum erlendra góðskálda eru fjölmargar. Hann hefir ritað um ættfræði og bindindismál og annast útgáfur og valið ljóð í söngbækur. Indriði hefír um árabil gegnt trún- aðarstörfum fyrir samtök rithöf- unda og fyrir þau vil ég á þessum tímamótum þakka honum sérstak- lega. Hann hefir verið í stjóm Fé- lags íslenskra rithöfunda nær óslit- ið frá 1952. Það var á þeim vett- vangi sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Þar lærði ég að meta og virða þennan þingeyska heims- borgara, sem af víðsýni og góðvild leggur alltaf gott til mála. Enn gegnir Indriði Indriðason trúnaðarstörfum í stjórn félags okk- ar af sama áhuga og eldmóði sem fyrr. Með slíkum er gott að starfa. Fyrir hönd annarra stjórnar- manna og Félags íslenskra rithöf- unda í heild sendi ég Indriða og hans góðu konu, Sólveigu, bestu afmæliskveðjur. Sveinn Sæmundsson, formaður Félags íslenskra rithöfunda. Kvikmyndafélagið BÍÓ hf. auglýsir: LEIKARAR STATISTAR STARFSFÓLK við kvikmyndina MEFFÍ Þeir sem áhuga hafa á vinnu þ.e.a.s. leikarar, statistar og almennt starfsfólk, vinsamlegast sendi umsóknirtil BÍÓS hf. Borgartúni 24,105 Reykjavík, fyrir 30. apríl n.k. merktar: MEFFÍ -TRÚNAÐARMÁL. Leikarar og statistar eru vinsamlega beðnir um að senda góða, nýlega Ijósmynd, ásamt persónulegum upplýsingum s.s. aldur og hæð. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.