Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 50
50 SrawTOAGUKlT^APREL 1988 Emelía J. Bergmann frá Flatey - Minning Fædd 12. desember 1897 Dáin 7. apríl 1988 Lækkar lífdaga sól. Löng er órðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lðgðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Á morgun verður langamma mín, Emelía J. Bergmann frá Flatey á Breiðafirði, jarðsett frá Fossvogs- kirkju. Við þekktumst bara í þrettán ár af hennar níutíu, en vorum samt miklar vinkonur. Það var alltaf jafn gaman að koma á Kambsveginn til langömmu og fá kakó og kökur, sem hún var nýbúin að baka. Eftir kaffit- ímann fékk ég alltaf að þvo upp og þótt bollar og diskar brotnuðu var langömmu alveg sama. Hún brosti bara og sagði að einhvem tíma yrði maður að læra að þvo upp. Fyrsta kaffisopann fékk ég að smakka hjá langömmu sem sagði að kaffi gerði ekkert illt. Eftir að langamma slasaðist og fluttist alveg inn á Borgarspítalann voru dagamir lengi að líða hjá henni. Þá gat hún ekki lengur pijónað eða gert krossgátur, eins og hún var vön og þá gat Auðunn, vinur hennar úr Flatey, ekki lengur fært henni dag- blaðið daglega, eins og hann hafði alltaf gert. En það hefur ömgglega stytt dagana hjá langömmu að eiga alltaf von á Jónínu, dóttur sinni, sem fór daglega til mömmu sinnar og tók hana alltaf heim til sín þegar hægt var. Það væri óskandi að allt gamalt og veikt fólk ætti jafn góða dóttur og langamma mín átti. Mér finnst erfitt að kveðja langömmu mína sem mér þótti svo sérstaklega vænt um. Við mamma þökkum henni fyrir tryggðina við okkur. Við vitum að hún var lengi búin að þrá að sofna en við söknum hennar samt svo mikið. Megi elsku langamma mín hvíla í friði. Lízella Frú Emelía J. Bergmann lézt í Reykjavík hinn 7. apríl níræð að aldri. Hún var fædd að Eyvindarstöð- um í Élöndudal, dóttir Jóns bónda þar Jónssonar og konu hans Óskar Gísladóttur. Að henni stóðu sterkar ættir úr Húnaþingi og Skagafirði. Ósk móðir hennar var dóttir Gísla bónda á Eyvindarstöðum Ólafssonar og Elísabetar Pálmadóttur, systur. Jóns í Stóradal og Erlends í Tungu- nesi. Hópur þeirra systkina var stór, en margir afkomendur þeirra urðu þjóðkunnir og áhrifamiklir, bæði á sviði stjómmála, lista og mennta. Emelía ólst upp í foreldrahúsum og var elzt sex systkina. Fjögur þeirra komust til fullorðinsára, 9 þau Þorsteinn sýsluskrifari og söngstjóri á Blönduósi, Gísli, sem var bóndi á Eyvindarstöðum, og Guðmunda, hús- freyja að Eiríksstöðum í Svartárdal. Tónlist setti svip á æskuheimili Emelíu, bæði hljóðfæraleikur og söngur, en móðir hennar átti sjálf orgel og kenndi bömum sínum öllum orgelleik. Var hún organisti í sóknar- kirkjunni og lagði kirkjunni einnig til orgelið sitt. Þegar þess er gætt hve fáar voru menntaleiðir ungra stúlkna snemma á öldinni er Ijóst hve mikla alúð for- eldrar Emelíu og hún sjálf lögðu við að afla þeirrar menntunar sem tiltæk var. Hún stundaði nám í unglinga- skólanum á Sauðárkróki og síðar á hinu merka menningarsetri, Kvenna- skólanum á Blönduósi. Það er ljóst að þegar á æskuskeiði hefur Emelía verið ötul skörungskona, vinnusöm og umhyggjusöm. Mörg hafa verkin verið á höndum hennar, elztu systur- innar í hópnum á Eyvindarstöðum. Hún hélt áfram menntunarvið- leitni sinni og sótti ýmis námskeið þegar færi gafst, svo sem í vefnaði á Sauðárkróki. Er hún var komin á þrítugsaldur var hún í Reykjavík, vann fyrir sér fyrri hluta dags og lærði á námskeiðum á síðdögum og kvöldum. Eftir slíkan vetur var hún á leið heim til sín norður. Samskipa henni var Sigfús Bergmann Hallbjamar- son, kaupfélagsstjóri í Flatey á Breiðafirði, röskum áratug eldri en hún. Skipti það engum togum að hugur hans varð fanginn af glæsileik og glaðværð þessarar ungu konu, söng hennar og hljóðfæraslætti. Sjálfur stjómaði hann blönduðum kór í Flatey og var organisti í Flateyjar- kirkju. Mun hann þegar hafa strengt þess heit, að hún og engin önnur skyldi verða konan hans. Hann steig af skipsQöl í Flatey en hún hélt áfram norður til síns heima. Þau skrifuðust síðan á um skeið og niðurstaða þeirra bréfaskipta var stofnun hjónabands hinn 6. janúar 1928. Heimili þeirra í Flatey varð um- svifamikið, það leiddi af starfi Sig- fúsar, búsetu og gestrisni þeirra beggja. Þeir sem komu af Barða- ströndinni eða úr Breiðafjarðareyjum að verzla í Flatey þáðu mat og diykk á heimili Emelíu og var þá oftar en ekki margt um manninn. Þau fluttu til Reykjavíkur 1954 og keyptu húsnæði við Kambsveginn. Sigfús andaðist 1960. Þeim varð tveggja bama auðið. Jónína dóttir þeirra fæddist 1929 og er gift Jóni Þorsteinssyni hæstarétt- arlögmanni og fyrrum alþingis- manni. Eiga þau fjóra sjmi: Sigfús bæjarstjóra á Akureyri, Jóhannes Gisla, Þorstein og Jón Gunnar, sem allir þrír em við háskólanám. Hallbjöm sonur Emeliu og Sig- fusar fæddist 1932 og kvæntist Eddu Úlfsdóttur. Hallbjöm er búsettur í Hafnarfirði og starfar hjá Rafha. Sonur þeirra er Úlf verkstjóri í hrað^ frystihúsi í Keflavík. Emelía naut náinna samvista við böm sín. Fyrstu árin eftir lát eigin- manns hennar bjó Hallbjöm sonur hennar hjá henni með konu sína og son. Hún átti síðan öruggt skjól hjá Jónínu dóttur sinni og því meir sem árin færðust yfir. Hún hélt andlegum kröftum sínum og skýrleik fram und- ir það síðasta. Hún var hins vegar farin að líkamskröftum og var síðustu tvö árin á Öldrunardeild Borgarspítalans, þar sem hún naut frábærrar umönnunar. Emelía var glæsileg kona að vall- arsýn og sópaði að henni. Hún var hávaxin og bjartleit með mikið ljóst hár. Það gránaði lítið sem ekkert. Hún klæddist íslenzkum búningi, peysufötum og möttli, á tyllidögum. Yfir framkomu hennar og lífsvið- horfi öllu var rammíslenzk reisn. Allt víl var henni Ijarri skapi. Hún taldi iðjuleysi jafngilda því að forsmá Iandsins gæði eða þann lífsbjargar- grundvöll sem hveijum og einum bar að vinna úr. Henni þótti þungbært að sjá „forðabúr landsins", Breiðafjarðar- eyjar, leggjast í eyði hveija af ann- arri. Hún hafði á orði að aldrei þyrfti að vera þröngt í búi hjá þeim sem hefðu sæmilegar jarðir og vit og hörku til að vinna. Þetta var viðhorf hennar kynslóðar. Emelía var komin yfir sextugt þegar kynni okkar hófust. Hún tók að sér árið 1961 að vera bömum okkar hjóna til trausts og halds í fjarveru okkar á vinnustöðum utan heimilis. Fyrir þá viðkynningu, vin- áttu og samvistir hennar við okkur og böm okkar verður seint full- þakkað. Hún bar með sér þjóðlegan menningarblæ. Fræðaþorsti hennar var sívakandi. Því lýsa bezt orð er hún sjálf sagði, er fundum okkar bar fyrst saman. Hún, sem hafði verið ekkja um skeið, tjáði mér, að hún vildi gjaman auka verkefni stn eins og á stóð, ekki væri hún ókunnug verkefnum í þágu bama á heimilum, þótt meira hefði verið um að vera í húshaldinu í Flatey. Þetta gæti orðið beggja hagur, eins og hún orðaði það. Hún bætti við: „Eg bý við Kambs- veg, þið við Álfheima og bókasafnið er við Sólheima. Ég fer þangað svo oft hvort sem er. Þetta er alveg í leiðinni.“ Að leiðarlokum er Emelía Berg- mann kært kvödd. Blessuð sé minning hennar. Fjölskyldu hennar er vottuð inni- leg samúð. Ragnhildur Helgadóttir Vilhjálmur Birgis- son - Kveðjuorð Fæddur 29. ágúst 1978 Dáinn 2. apríl 1988 Hann Villi er dáinn. Það er erfitt að skilja að bekkjarfélagi okkar í blóma lífsins sé búinn að kveðja þennan heim. Bilið á milli lífs og dauða er oft svo stutt. Þegar við hugsum um Villa þá munum við eftir því hvað hann var hress og skemmtilegur. Hann var alltaf í góðu skapi og kom okkur oft til að hlæja. Það er góður eigin- leiki. Hann var líka traustur vinur og vildi allt gera fyrir vini sína. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Villa fannst gaman að vera úti og naut fjallaferðanna með pabba sínum óspart. Hann þekkti orðið hvem krók og kima á landinu sínu. Það er því kaldhæðni örlaganna að það hafi einmitt verið á einni slíkri ferð sem hann lét lífíð. Tíminn framundan verður öllum erfiður en við hugsum fallega til Villa. Við vitum að hann er uppi á himnum hjá Guði og líður vel. Foreldrum, systrum og öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Bekkjarsystkini í 3.-J og Jórunn Ella Þórðar- dóttir kennari. „Dáinn, horfínn, harmafregn, hvílíkt orð mig dynur yfír, en ég veit að látinn lifír, það er huggun harmi gegn.“ Hann Villi Iitli er dáinn. Tvær dætur mínar tilkynntu mér það á páskadag, en hann hafði látist í slysi. kvöldinu áður. Hversu erfitt er ekki að trúa því að hann, aðeins 9 ára gamall, sem virtist eiga allt lífið framundan hafi lokið sínu ævi- skeiði. Hann sem alltaf var heil- brigður, kátur og góður drengur og hugljúfi þeirra sem til hans þekktu, en gat einnig verið alvar- legur og hugsandi, en oftast var stutt í fallega brosið hans. Villi var yngstur bama hjónanna Victoríu Vilhjálmsdóttur og Birgis Brynjólfssonar, en áður áttu þau dætumar Brynju, 25 ára, Önnu Maríu, 20 ára og Jóhönnu Ruth, 17 ára, og er hans sárt saknað af þeim öllum. Auk þes ólu þau Vic- toría og Birgir upp dótturson sinn, Amar Þór, sem nú er þriggja ára, og var Villi mjög góður við hann og saknar hann nú góðs vinar þótt hann segi ekki mikið. En tíminn læknar sárin og ég trúi því að vel hafi verið tekið á móti litla frænda hinum megin. Ég vil senda systur minni, mági og dætmm þeirra, mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að styrkja þau og blessa í þeirra þungu sorg, einn- ig vil ég biðja Guð að hjálpa þeim að gleðjast yfir góðum minningum um yndislegan dreng sem enginn getur frá þeim tekið. „Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma, öll bomin þín svo blundi rótt.“ Erla Knudsen Hann Villi er horfínn — og hér sit ég eftir og sakna og græt og hugsa um svo margt. Það er svo sárt að eiga hann ekki lengur að sem leikfélagann og vininn góða og glaða. Eins og við áttum margt skemmtilegt og skrýtið saman, sem hægt var að hlæja saman að og leika sér saman að. Við áttum svo margar gleðistundir saman og þær hefðu þurft að verða svo margfalt miklu fleiri. Alltaf var hægt að treysta á Villa, ef maður var leiður og vissi ekki hvað nú skyldi gera. Hann sem brosti svo fallega og hló svo inni- lega í öllum okkar leikjum og ímyndunum. Alltaf var hann eins og aldrei var betra en þegar við vorum bara tveir, og það var oft, hvort sem var úti eða inni og hann var vinurinn, sem gerði gott úr öllu og saman byggðum við svo margt — og ætluðum svo margt — og allt- af saman. Það er svo erfítt fyrir mig svona lítinn strák að verða að trúa því að þetta allt gerist aldrei aftur — og allt sé búið svona allt í einu. Mikið geta þessir björtu dagar ver- ið dimmir. Og hann svona hress og glaður og góður, þegar við sáumst síðast — eins og ætíð. Það er svo ótalmargt að muna, en ég ætla ekki að fara að segja frá því núna, ég ætla að geyma það hjá mér alltaf, eins og geislandi ljós águllnu kerti, sem aldrei slokknar. Ég man hvað hann var duglegur við að passa hann litla frænda sinn, sem honum þótti svo undur vænt um og vildi allt gera fyrir. Eða hvað hann Villi var góður að passa Hákon bróðir með 'mér. Honum datt alltaf eitthvað í hug til að hugga hann og hressa, ef eitthvað amaði að. Svona var Villi' alltaf, hann lét sér detta svo margt f hug og fann alltaf upp á einhveiju skemmtilegu. Það er svo hræðilega sárt fyrir mig að eiga ekki lengur bezta vininn minn, til að leika við, til að tala við, til að fara með inn í framtíð- ina. Ósköp er allt kalt og dimmt nú, þegar ég er að kveðja hann elsku Villa, eins og mér þótti inni- lega vænt um hann. Þó ég vilji það ekki verð ég að kveðja hann og reyna að brosa gegnum tárin eins og hann gerði og þakka honum svo hjartanlega allar yndislegu sam- verustundimar okkar. Hann afi setur á blaðið, það sem ég vildi segja, en ekki einu sinni hann getur sagt allt sem ég ætlaði að segja, sem ég átti eftir að segja. Elsku Viktoría, Birgir og þið öll, ég sem sakna hans Villa svo sárt veit að þið hafið misst svo óskap- lega mikið. Góður guð á himnum leiði hann Villa vin minn inn í ljósið og dýrð- ina hjá sér. Þar líður honum vel. En ég gleymi honum aldrei. Leikfélagi og vinur Helgi Seljan Jóhannsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁLFHEIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, Skálagerði 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 1Ö.30. _ Jon Ormsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Móðursystir mín, t PÁLÍNA JÓNASDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlið, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. april kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Dvalarheimilið Hlíð. Fyrir hönd vandamanna, Þórir Sigtryggsson. •• K0RFUSK0R Verð kr. 990,- Litir: Svart, hvítt, rautt og dökkblátt Stærðir: 36-42 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. KRINGWN KBIneNM Slmi 689212. sxoem VELTUSUNDI 1 21212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.