Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 44
-44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 BRÉF FRÁ BANGLADESH Að sofa ekki hjá múlla Hugleiðingar um fljótaferð og vegabréfsáritun Við veiðar. eftirJóhönnu Kristjónsdóttur Hvítskeggjaður múllann er seztur að í klefanum mínum og það er ekkert fararsnið á honum. Hann hefur sítt en rytjulegt skegg og hann sýnir mér al- þýðlegt viðmót og rabbar við mig um ferðina eftir fijotunum. Svo sagir hann mér að hann eigi stórt h ús í Khulna og annað í Dhaka og þar að auki á hann herskara af börnum, barnabörnum og frænkum og frændum og það er á honum að skilja, að hann sé líka búinn að kaupa hús handa þeim. Samt finnst honum skyn- samlegast að hafa fjölskylduna í kringum sig. Hún er líka öll hér á ferjunni, eða að minnsta kosti bróðurparturinn af henni. Kona hans, mágkona, dætur, tengdad- ætur og barnaböm ganga inn og út eins og ekkert sé sjáifsagðara. Stundum þegar ég kem inn í klef- ann hefur frænkan, eða nokkur barnabörn, lagt sig í kojunni minni. MúUann brosir til min. „Þær em þreyttar,“ segir hann uppfullur af skilningi. Svo að ég, sem er náttúrlega ekki þreytt, flý af hólmi. Eg er á leiðinni í fljótaferð til Khulna, smábæjar með 800 þúsund íbúa lengst inni í landinu. Ferð til Bangladesh er ekki fullkomin nema maður hafi upplifað fljótin í þessu landi. Skipgeng fljótin skerast inn í landið og renna öll í Bengalflóa. Ferjan líður ofurhægt eftir fljótinu Megnha frá Dhaka, eftir það missti ég tölu og nöfn á þeim, en þau hríslast eins og bugðóttir vegir inn í landið, eftir að við höfum síðla kvölds komizt niður á flóann og beygt aftur upp í landið. Eg stend úti á dekki og er að reyna að ná valdi á þessu öllu. Öllu sem fýrir augu bar. Litlu þorpin meðfram fljótunum, lengst inni í skógunum grillir í mannabústað, krakkamir að svamla, fískibátamir að kom að landi enda farið að halla af degi. Reykur stígur upp frá úti- eldstæðum þar sem er verið að malla kvöldgrautinn. í fæstum þessara litlu þorpa við fljótin var rafmagn. Fyrr en komið er til Bar- •i isal daginn eftir. Niðri á öðru far- lými er líf í tuskunum, þar eru all- ar milljónimar mínar að vanda og hver fjölskylda er að elda fyrir sig. Það er glápt á mig eins og ég sé af annarri stjömu. Það er farið að venjast og ég sezt niður í grennd við einn eldunarhópinn og áður en við er litið er ég náttúrlega orðin ein af þeim og mér er borinn matur á diski, brauð og hrísgijón og te. Ég svipaðist um eftir hnífapörum, en það er óþarfalúxus; hér borða allir með höndunum. Mér fannst það skrítið fyrst og horfði stóreygð *-fc, það er makalaust hversu hrein- legar aðfarimar eru, þetta er list sem lærist og þau hlógu dátt að mér fyrir klaufaskapinn og reyndu að leiðbeina mér. Krakkamir komu og horfðu á mig biðjandi: „Boksa, boksa, sist- er.“ Þá var ég orðin það veraldar- vön að ég-vissi aðþau voru að biðja um pening. Eg álpaðist til að gefa litlum strák 2 boksa og eftir að hafa þakkað fyrir matinn fór ég í rannsóknarleiðangur niður á þriðja farrými. Mér var fagnað jafn inni- lega þar, en maturinn var ívið fá- tæklegri og ég kom mér undan að þiggja annað en te og velti fyrir mér hvort ég fengi ekki matareitrun upp úr öllu saman. Það fór auðvitað eins og eldur í sinu um skipið, að uppi á fyrsta farrými væri útlenzkur kvenmaður, sem hefði sézt gefa einhveijum boksa. Ég hafði ekki frið eftir það unz stjómendumir á fyrsta farrými ruddu skaranum í burtu og ég hafði gert árangurslausa tilraun til að flýja inn í klefann minn. Múllann sat og þuldi. Dóttirin var að svæfa son sinn og dóttur, dóttir- in sem lá og stundi í kojunni minni trúði mér fyrir því að hún væri vanfær — mætti hún rétt hvíla sig augnablik. Gazi Sadeq, velgjörðarmaður minn hjá Paijatan-ferðaskrifstof- unni í Dhaka, hafði pantað fyrir mig tveggja manna klefa og sagt að ég myndi deila honum með bangládeskri frú. Hann minntist ekki á ða fjölskylda hennar væri öll með. Hann hafði líka sagt mér, að þetta væri lúxusferja og verðið eftir því næstum 500 krónur fyrir hálfan annan sólarhring. Ég hafði orðið dálítið hissa þegar ég komst niðureftir, þaðan sem feijumar leggja frá, skipið var ekki nákvæm- lega eins og Gazi Sadeq hafði lýst fyrir mér. Ég hugsaði mér að hann hefði auðvitað lagt bangladeskan mælikvarða á feijuna og ákvað að taka þessu með stóiskri ró. Það var ekki fyrr en daginn eftir Mæðgin. Sölumaður á útimarkaði. að ég varð þess vísari, að lúxus- feijan hafði náttúrlega bilað rétt áður en hún átti að leggja af stað og gamall kláfur með aðra vélina bilaða var sendur í staðinn. En þar sem ég hafði ekki hugmynd um þetta truflaði það ekki sálarróna. Ég stóð sem sagj; úti á dekki og horfði á sólarlagið og beið morg- uns, þegar allt myndi vera að sjá. Á fyrsta farrými vom auk mín og múllafjölskyldunnar hollenzk fjöl- skylda og þrír Svisslendingar, auk þess Mohammed Lokiotullah, bankastjóri. Það var dúkað borð fyrir okkur þegar ég kom inn í „borðsalinn" og það er fjórréttuð máltíð á boðstólum. Minna mátti það ekki vera fyrir svona fínt fólk sem hafði borgað fímm hundmð krónur fyrir vikið. Fyrst var súpa og síðan fiskur og svo kjúklingur og loks karamellubúðingur og te á eftir. Sami matseðill var svo til enda ferðar. Það var gott að anda að sér fljótaloftinu eftir þessar kræsingar. Peter' Svisslendingur kom til mín út á dekk. Hann hefur búið hér í tíu ár með konu og tveimur böm- ■um, en nú em þau á förum. Hann er akuryrkjusérfræðingur og sagði mér að, hann hefði upphaflega ætl- að að vera hér í ár. Fjölskyldan var þá í Sviss og þau vom að losa sig úr skuldum. Eftir fyrsta árið ákvað hann að vera ár í viðbót. „Síðan hefur þetta teygst í tímann," sagði hann. „En nú verð ég að fara.“ „Áður en ég fer að hrækja og spýta um allt. Áður en ég fer að elska þessa þjóð, þrátt fyrir alla eymdina. Ég' verð að fara á meðan ég trúi því enn, að ég hafi látið gott af mér leiða." Hann sagði það hefði orðið erfíð- ara eftir að Ershad forseti tók við. Það hefði allt einhvem veginn fallið í sinnuleysi og vónleysi. Ekkert væri gert. Honum væri lofað tækj- um og aðstoð en hann þyrfti einatt að bíða mánuðum saman eftir að tæki væm leyst út úr tolli. „Sumt kemur aldrei," sagði hann dapur í bragði. „Einhveijir stela því eða aðrir bjóða hærri mútur... Ég kemst samt aldrei frá þessu fólki, hversu erfítt sem það er í sam- vinnu, hversu óþolandi skriffínnsk- an og patið er. Þetta fólk, að frá- töldum þessum embættismönnum, sem alltaf em að gera sig breiða, er orðið mér svo hjartfólgið . . . ég vildi bara óska að munnvatnsfram- leiðslan væri ekki svona mikil og þeir væm ekki alltaf að spýta og ropa og pmmpa. Það væri líka gott ef maður fyndi að samt hefði eitt- hvað gott komið út úr þessum tíu ámm. Ég er farinn að missa trú á það. Þess vegna verð ég að fara.“ Nú var hánn á leið með vinahjón- um sínum til Mongla og þaðan ætluðu þau að reyna að komast inn í Sundarban-fmmskógasvæðið í einn dag. Þar sem Bengal-tígrís- dýrið syndir tignarlega í fljótunum og leggur ekki menn sér til munns fyrr en það er orðið gamalt og elli- ært og ræður ekki við að fanga annað. Við skáluðum í tei og síðan sagðist ég ætja að athuga ástandið í klefanum. Þa var eiginkonan kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.