Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.04.1988, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 Minning: Pálína Jónas- dóttir, Akureyri Fædd 10. október 1891 Dáin 8. apríl 1988 Hún fer að engu óð, er ðllum mönnum góð, og vinnur verk sín hljóð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Sumir ganga í gegnum lífið með fyrirgangi og hávaða, þó það tryggi engan veginn að orðstírinn lifí. Svo N eru það aðrir sem ávaxta sitt pund með öðrum hætti og alveg án há- reysti eða skarkala. Þannig er þetta og verður, enda „svo misjafnt sem mennimir leita að/og misjafn til- gangurinn sem fyrir þeim vakir“. Ommusystir mín, Pálína Jónas- dóttir, sem á morgun er lögð ti! hinstu hvílu, fyllti síðamefnda hóp- inn. Það var ekki hennar háttur að vekja athygli á sér með hávaða eða tilburðum. Engu að síður veit ég að hún skipar í hjörtum margra stórt rúm, sakir einstakra mann- kosta og fágæts hjartalags. Pálína fæddist þann 10. október árið 1891 að Heiðarhúsum á Lauga- landsheiði í Eyjafirði. Það var þá lítið býli en er nú fyrir löngu komið í eyði. Foreldrar hennar voru Jónas Ólafsson bóndi og sjómaður og kona hans Guðrún Amadóttir. I Heiðar- húsum dvaldist Pála, en svo var hún kölluð, til eins og hálfs árs aldurs, en fluttist þá ásamt foreldrum og systkinum að bænum Steinkoti í Eyjafirði. Þar var heimili hennar fram á sextugs aldur. Pálína er af þeirri kynslóð sem séð hefur byltingu verða á íslensku þjóðfélagi. Þegar hún fæddist á litlu heiðarkoti í Eyjafirði ríkti sannar- lega önnur öld í fleiri en einum skilningi. Tækniframfarir höfðu nær algjörlega farið hjá garði ís- lendinga. Vinnubrögðum og verk- kunnáttu svipaði til þess sem ríkt hafði um aldur. Það hafði rétt að- eins byijað að örla á þeirri öldu upplýsinga sem síðar átti eftir að gera íslenska þjóðfélagið að vel- megunarþjóðfélagi, eins og það þekkist best í heiminum. Þjóðin hafði á þessum tíma enn ekki sigrast á skortinum og því svarf fátækt að fjölmörgum heimil- um á íslandi. Steinkot var og er ekki stór jörð, hvemig sem það er skoðað, ekki einu sinni á mælikvarða fólks á fyrri hluta þessarar aldar. Og þó að bömunum fjölgaði leið öllum alltaf vel, var Pála vön að segja mér. Þar réði mestu nægjusemin og samheldni sem jafnan var aðals- merki þessa fólks. Bömin í Steina- koti urðu fimm og vom í aldursröð: Ámi, Jófríður, Helga, Pálína og Sigurbjörg. Sigurbjörg lést á öðm aldursári, en hin systkinin lifðu öll og náðu háum aldri. Með fráfalli Pálu nú em þau öll látin. Fyrir okkur nútímafólkið sætir það undmn hvemig fólk fyrri tíðar megnaði að draga fram lífið á hin- um fjölmörgu kostarým jörðum sem þá vom setnar. Ekki síst vegna þess að ekki vom þá til þess aðstæð- ur sem nú, að bijóta landið og vinna tún. Því varð bústofninn oft rýr og gat ekki gefið mikið af sér. Það gilti því miklu að allir sem vettlingi gátu valdið tækju til hend- inni við bústörfín og leituðu eftir bjargræði væri þess nokkur kostur. Hjá heimilisfólkinu í Steinakoti gjltu auðvitað sömu lögmál. Bömin tóku til hendinni eftir því sem kraftar og aldur leyfðu og þótti sjálfsagt. Gamla fólkið var vant að segja að vinnan göfgaði manninn oger það svo sannarlega sannmæli. Í Steinakoti munaði auðvitað mestu um það, að Jónas heimilis- faðirinn var ötull og eftirsóttur sjó- maður og réri eftir því sem kostur var. Yfír vetrarmánuðina var hann á hákarlaveiðum, þess á milli fór hann á síld eða á aðrar veiðar eftir aðstæðum hverju sinni. Eins og nærri má geta var sjó- mennska þeirra tíma erfið og kalsa- söm á tíðum. Bátarnir vom opnir, hjálpartæki engin og ekki nokkur lífsins leið að láta af sér vita, ef eitthvað fór úrskeiðis. Árið 1881 um vetur réri Jónas faðir Pálu sem oftar á hákarlaveið- ar. Þetta var annálað ísaár. Veður hefur því verið kalt en sennilega sjólítið. Svo gerðist það eitt sinn um hávetur að allir bátarnir nema einn skiluðu sér í land. Á bátnum sem saknað var var Jónas í skip- rúmi. Það þótti fljótlega sýnt að báturinn hefði farist. Vikumar liðu og ekki var mikil von um mann- björg á þessum árstíma, þegar í hlut átti lítill opinn bátur úti á regin- hafí yfír hávetrartímann. Það má því nærri geta að sorg hefur ríkt hjá fjölskyldunni ungu. En þá gerð- ist kraftaverkið. Tólf vikum eftir að báturinn fór af stað í hákarlaleg- smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Innrömmun Tómasar Hverfisgötu 43, sími 18288. Úrval ál og trélista. Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, sími 28040. □Gimli 59884187-1 Atkv. □ HELGAFELL 5988041807 IVA/-2 I.O.O.F. 3 = 1694188 = Sp. í dag kl. 16.00 er almenn sam- koma í Þríbúöum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Barnagæsla. Ræöumaður er Gunnbjörg Óladóttir. Allir velkomnir. Samhjélp. Trú og líf Smlðjuvegl 1 , Kópavogl Samkoma í dag kl. 15.00. Þú ert velkominn. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 17. apríl: 1) Kl. 10.30 Bláfjöll - Kistufell - Grindaskörð/skíðaganga. Ekið að þjónustumiöstöðinni i Bláfjöllum og gengið þaðan á skiðum að Kistufelli, siöan er stefnan tekin á Grindaskörð og komið þar niður á Bláfjallaveg vestari. Verð kr. 800,-. 2) Kl. 13.00 Þríhnjúkar - Grinda- skörð, gönguferð/skíðaferð. í þessari ferð eins og þeirri fyrri verður ekið að þjónustumiðstöð- inni í Bláfjöllum og gengiö þaöan á Þrihnjúka og siðan i Grindaskörð og sameinast hóparnir við bílinn á Bláfjallaveginum. Gert verður ráð fyrir skiðagöngu í þessari ferð einnig. Verð kr. 800,-. Sumardagurinn fyrsti - 21. april - kl. 10.30 Esja - Ker- hólakambur (856 m). Verð kr. 500,-. Helgarferð í Tindfjöll 21.-24. apríl. Gist i skála Alpaklúbbsins. Gönguferðir og skiðagönguferð- ir. Farmiðar seldir á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Brottför i dagsferðirnar er frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Fritt fyr- ir börn í fylgd fulloröinna. Til athugunar: Mikið af óskila- munum frá síðasta ári er geymt á skrifstofu Fi og vegna pláss- leysis verður nauösynlegt aö henda öllu slíku gm næstu mán- aöamót. Vitjið óskilamuna sem fyrst á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. KFUM og KFUK Vorfagnaður KFUM og K verður haldinn í Kirkjuhvoli, Garðabæ föstudaginn 22. april. Miöasala er hafin á aðalskrifstofu KFUM og K á Amtmannsstíg 2b. Ald- urstakmark 18 ár. Takmarkaður miðafjöldi. Nefndin. ÚtÍVÍSt, Grotmni , Sunnudagur 17. april Strandganga í landnámi Ingólfs 11. ferð Innri Njarðvik - Leira. a. Kl. 10.30 Innri Njarðvík - Leira. Gengið frá Innri Njarðvik- urkirkju um Njarðvíkurfitjar að byggðasafni Suðurnesja, Keflavík og það skoðað. Við Duusverslunarhúsin sameinast ferðir a og b. i þennan hluta mæta staðkunnugir heima- menn og fræða um sögu og staðhætti. b. Kl. 13.00 Keflavik - Hólms- berg - Leira. Gengið framhjá Helguvík og Bergvötnum. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, bensínsölu. Verð 800,- kr., fritt f. börn m. fullorðnum. Þetta er einstakt tækifæri til að fræðast um þessi svæði. Viöurkenning veitt fyrir góða þátttöku i „Strandgöngunni”. Alls verða 22 ferðir. Sjáumstl Útivist, ferðafélag. Ungt fólk Æáj meðhlutverk tJSá YWAM - Ísland Fjölskyldusamvera Við minnum á fjölskyldusam- veruna í Grensáskirkju í dag kl. 17.00. Fréttir, fræösla, lofgjörð og þjónusta. Sérstök stund fyrir börnin. Allir velkomnir. Krislílugf Fólag H«illsríg<fisstétla Kristilegt félag heilbrigðisstétta Fundur verður haldinn i safnað- arsal Laugarneskirkju 18. april. Fundurinn verður i umsjón fé- laga úr gamla kristna hjúkruna- rfélaginu. Efni: Litskyggnur, María Finns- dóttir. Hugleiöing: Benedikt Arnkels- son. Kaffiveitingar, allir velkomnir. I dag kl. 17.00 hjálpræðissam- koma. Flokksforingjarnir stjórna og tala. Mánudag kl. 16.00, heimilasam- band. Miðvikudaginn 20. aprd kl. 18.20, verður fyrirbænamessa i Neskirkju, sameiginleg bæna- stund. Allir eru velkomnir. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík I dag, sunnudag, verður almenn samkoma kl. 17.00. Veriö velkomin. Ktossinn Auöbrekku 2,200 Kópavogur Almenn samkoma i dag kl. 16.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagaskóli kl. 11.00. Allir krakkar velkomnir. Almenn samkoma. kl. 16.30. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Kristniboðsfélag karla Reykjavík Fundur verður mánudagskvöldið 18. april kl. 20.30 heima hjá formanni á Markarvegi 15 i Fossvogi (fyrir neðan Borg- arspitala). Benedikt Arnkelsson hefur biblíulestur. Þess er vænst að félagar fjölmenni. Stjórnin. KFUM og KFUK Sfðdegissamkoma í dag kl. 16.00 á Amtmannsstíg 2B. Góði hirðirinn. Jóh. 10,11-17. Ræðu- maður sr. Guðmundur Óli Ólafs- son. Barnasamkoma veröur á sama tima. Allir velkomnir. m Útivist, G Simar 14606 oq 2373? 4 daga ferð 21 .-24. apríl 1. Skaftafell - Öræfasveit - Jökulsárlón. Gönguferðir. Einnig dagsferð með snjóbil ef aðstæð- ur leyfa. Gist í svefnpokaplássi að Hofi. 2, Skíðagönguferð á Öræfajök- ul. Ferð að hluta sameiginleg nr. 1. Gist að Hofi. Uppl. og far- miðar á skrifst., Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Orð lífsins Samkoma verður í kvöld kl. 20.30 á Smiðjuvegi 1, Kópavogi. Allir velkomnir! Bóksala eftir samkomu. Úrval kristilegra bóka, fræöslukasetta o.fl. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Sunnudagsskóli kl. 10.30. Safn- aðarsamkoma kl. 14.00. Ræðu- maöur Óskar Gíslason. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræöumaöur San Daniel Glade. Fór til kristni- boðs í Afriku. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Fundur um iðnaðarmál Stokkseyri Aðalfundur sjálfstæöisfélags Stokkseyrar verður haldinn sunnudag- inn 17. apríl 1988 kl. 17.00 i barnaskólanum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Iðnaðarnefnd Sjálf- staeöisflokksins efn- ir til opins fundar þriðjudaginn 19. apríl kl. 17.00 í Val- höll. Iðnaðarráðherra, Friðrik Sophusson, ræðir um viðhorfin í iðnaðar- og atvinnu- málurh. Formaöur Iðnaðarnefndar, Eggert Hauksson, gerir grein fyrir i störfum nefndarinnar. | Fundurinn er opinn öllu áhugafólki. Iðnaóarnefnd Sjálfs tæöisflokksins. Vestur-Húnvetningar Atvinnumál á landsbyggðinni Almennur fundur um erfiðleika atvinnul/fs í kjördæminu og úrbætur veröur haldinn þriðjudaginn 19. april kl. 20.30 i Ásbyrgi, Miðfirði. Á fundinn mæta Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, Pálmi Jónsson, alþingismaður ög Vilhjálmur Egilsson, varaþingmaður. Sjálfstæðisfélögin V-Húnavatnssýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.