Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 7 Hennes Akranesi: 45 milljóna kröfur í þrotabúið RÚMLEGA 45 milljóna kröfum hefur verið lýst í þrotabú sauma- stofunnar Hennes á Akranesi. Veðkröfur eru 16,3 milljónir og forgangskröfur vegna launa, líf- eyrissjóðsgreiðslna og skipta- kostnaðar 5-6 milljónir. Stærsta krafan er frá Iðnlánasjóði, um 20 milljónir. Að sögn skiptastjóra, Tryggva Bjamasonar fulltrúa bæjarfógetans á Akranesi, verða eignir fyrirtækis- ins á næstunni auglýstar til sölu á almennum markaði. Helstu eignir eru húseignin á Kalmannsvöllum 1, að brunabótamati um 20 milljón- ir króna, og tækjabúnaður til fram- leiðslunnar. Enn hefur enginn sýnt áhuga á að kaupa eignir búsins. Takist ekki að selja þær á fijálsum markaði kemur til nauðungarupp- boða. 29 starfsmenn voru á launaskrá saumastofunnar Hennes sem úr- skurðuð var gjaldþrota þann 5. jan- úar síðastliðinn. Reykjavík: 223 ökumenn kærðir um helgina 151 ók of hratt, 14 grunaðir um ölvun LÖGREGLAN í Reykjavík tók 151 ökumann fyrir of hraðan akstur á föstudag og laugardag. Einnig voru 14 ökumenn grunað- ir um ölvun við akstur en alls kærði lögreglan 223 ökumenn fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot á föstudag og laugardag. Þeirra á meðal voru tveir sextán ára drengir sem staðnir voru að því að aka án ökuréttinda. Flestir ökumennirnir voru stöðv- aðir á Skúlagötu, Bústaðavegi, Hvefisgötu, Laugarvegi austan- verðum og Skógarhlíð. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðal- varðstjóra voru flestir ökumennirnir kærðir fyrir að aka með 80-90 kíló- metra hraða. Tveir voru sviptir ök- uskírteini á staðnum fyrir að aka með 107 kílómetra hraða eftir Stekkjarbakka og Kleppsvégi. Margir voru skammt undan mörk- unum sem sett eru við bráðabirgða- sviptingu. Að sögn Ómars Smára verður mörgum ökumannanna boð- ið að ljúka málunum með sektar- greiðslum en þeir sem hraðast óku mega búast við að verða boðaðir fyrir dómara og þurfa jafnvel að greiða háar sektir og sjá á bak ökuleyfinu um sinn. Ómar sagði að langflestir ökumannanna væru ungir og að hjá ótrúlega mörgum gætti þess hugarfars að þeir mættu aka á hvaða hraða sem þeim sýnd- ist utan þess tíma þegar umferðin er mest. „En reynslan sýnir að flest slysin verða einmitt utan annatím- ans og við ætlum okkur að veita þessum ökumönnum mikið aðhald á næstunni," sagði Ómar Smári Ármannsson. 23 umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglunni í Reykjavík á föstudag og laugardag. • • Okumaðurinn gaf sig fram ÖKUMAÐUR BMW bifreiðarinn- ar, sem átti þátt í kappakstri er leiddi til banaslyss á Hverfisgötu á miðvikudagskvöldið, gaf sig fram við lögreglu á laugardag. Hann hafði farið af slysstað án þbss að segja til sín en gaf sig fram við lögreglu fljótlega eftir að áskor- anir þess efnis birtust í fjölmiðlum. Þyrlan lent við Borgarspítalann Morgunblaðið/Ingvar Þyrla Landhelgisgæslunnar: Lengsta flug án millilendingar ÞYRLA Landhelgisgæslunnar fór í sitt lengsta sjúkraflug án miliilendingar á sunnudag. Þá var sóttur veikur maður um borð í togarann Svein Jónsson KE 9, sem staddur var um 65 mílur út af Bjargtöngum. Togarinn var um 80 sjómílur út af Bjargtöngum þegar beðið var um aðstoð vegna manns sem veikst hafði um borð. Talið vár að hann væri með botn- langabólgu. Þyrlan fór í loftið klukkan 11.15, flaug 154 mflna leið og tók sjúklinginn um borð 65 mílur út af Bjargtöngum. Síðan var flogið í bæinn án millilendingar og lent við Borgarspítalann klukkan 13.55. Fram og til baka var ferðin 310 sjómflur og var orðið grunnt í eldsneytisgeymunum við komuna í bæinn. í áhöfn þyrlunnar voru Páll Halldórsson flug- stjóri, Bogi Agnarsson flugmaður, Sigurður Steinar Ketilsson stýrimaður og Bjarki Þórarinsson læknir. Verða fyrirtæki að afla hlutafjár í auknum mæli? Sjálfstæðisflokkurinn efnir fil opinnar ráðstefnu um fjármögnun fyrirtækja 28. apríl nk. á Hótel Sögu (Ársal, 2. hæð) Dagskrá: Kl. 14.45 Skráning þátttakenda, kaffi. Kl. 15.15 Setning ráðstefnunnar: Eggert Hauksson, forstjóri. Ávarp: Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra. Kl. 15.30 Breyting á fjármögnun fyrirtækja sfðustu áratugi. Ólafur Davíðsson, hagfræðingur. Fjármögnun fyrirtækja frá sjónarmiði stjórnenda. Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri. Kl. 16.15 Kaffihié. Kl. 16.35 Hlutafjármarkaður í mótun: Ragnar Ön- undarson, bankastjóri. Áhrif skatta á fjármögnun fyrirtækja: Sig- urður B. Stefánsson, hagfræðingur. Kl. 17.15 Fyrirspurnir og panelumræður. Umræðu- stjóri: Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur. Þátttakendur auk frummælenda, forsætis- ráðherra og Sigurður Helgason, forstjóri. Kl. 18.30 Ráðstefnuslit. Ráðstefna þessi fjallar um þau breyttu viðhorf, sem verðtrygging fjárskuldbindinga og hækkandi raun- vextir valda í fyrirtækjarekstri, - og hvernig fyrirtæki „ geta mætt þeim vanda með hlutafjáraukningu. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Efnahagsnefnd - Iðnaðarnefnd - Landbúnaðarnefnd - Skattanefnd - Viðskiptanefnd - Sjávarútvegsnef nd RÁÐSTEFNAN ER OPIN ÖLLU ÁHUGAFÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.