Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1988 39 Morgunblaðid/Þorkell Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar flytur skýrslu stjórnar á aðalfundinum á Hótel Holiday Inn. Aðalfundur Landsvirkjunar: Rekstrarafkoma já- kvæð fjórða árið í röð undangenginni ítarlegri rannsókn, þar eð bæði Útvarpsráð hefði ijallað um málið og tekið afstöðu og Frétta- stofan beðið afsökunar á þessu. „Þeir vilja bæta um betur og reiða refsivönd yfir fréttastofunni, til þess að fæla fréttamenn frá því að taka slík mál til umfjöllunar. Mennta- málaráðherra er með þessum heila- þvottaraðferðum að hræða frétta- menn frá skyldu sinni.“ Hjörleifur taldi það gagnrýnisvert að einungis skyldi vera leitað álits eins aðila, dr. Þórs Whitehead, og skýrslu hans taldi Hjörleifur verulega gagnrýnis- verða, þar eð hann hefði ekki haft fyrir því að tala við alla aðila máls- ins eins og t.d. Stefán Jón Hafstein eða skoða nægilega öll gögn. „í skýrslunni segir sagnfræðiprófess- orinn að engin skjöl séu til um starf- semi CIA hér á landi og bætir því síðan við að það eigi við um gögn sem opnuð hafi verið fræðimönnum. Hann gat þess hins vegar ekki að öll skjöl eru flokkuð í bandarískum stofnunum eftir því hvort þau má opna eða ekki og ég hlýt því að spyija hvort um slíkt hafi verið sótt. Einnig hlýt ég að furða mig á því að ekki skuli vera minnst á þau skjöl frá þessum tíma sem Helgarpóstur- inn hefur birt.“ Hjörleifur varði síðan talsvert löngum tíma til þess að kynna fyrir þingmönnum efni þess- ara skjala, sem aðallega voru fólgin í bréfaskriftum bandarískra sendi- ráðsmanna hér á landi frá árinu 1948 um stjómmálaástandið hér á landi og áhrif kommúnista. Pólitísk skýrsla Páll Pétursson (F/Nlv) kvaðst hafa hlustað á sjónvarpsviðtal við Tangen úti í Noregi og sannfærst um að hann væri ekki ábyggilegur fræðimaður. Mergurinn inálsins væri hins vegar sá að fréttastofa RÚV hafi gert mistök; og beðist afsökunar á þeim mistökum. Þar með hafi málinu átt að vera lokið. Skýrsla menntamálaráðherra hafi því verið óþörf. Páll gagnrýndi skýrslu dr. Þórs Whitehead, sem hann sagði skrifaða frá mjög pólitísku sjónarhomi. Dr. Þór væri flokksbundinn sjálfstæðismaður. Páll las síðan skýringar Stefáns Jóns Hafstein, fréttamanns, á hans hlut í þessu máli, en Stefán telur skýrslu ráðherra vera villandi að þessu leyti. Páll lét að því liggja að reynt væri að „terrorisera" fréttastofu RÚV með skýrslu ráðherra. ekki afnema matarskattana. Hann vitnaði til Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins þar sem sagt hafi verið að stjórnmálamenn væru að verða eitt helzta vandamál samfélagsins — og heimfærði þau upp á ríkis- stjómina. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, sagði ríkisstjómina hafa leit- ast við að draga úr þenslu á undan- fömum mánuðum, hún hafí spomað gegn vaxandi viðskiptahalla, meðal annars með því að ná jöfnuði í ríkis- búskapnum, hún hafi dregið úr er- lendum lántökum, og hún hafi náð þeim árangri, sem mest er um vert, að verðbólga hefur nú lækkað, frá því að vera um 26% á þremur síðustu mánuðum 1987 niður í það að vera á milli 13-14% á síðastliðn- um þremur mánuðum. Þetta er ár- angur af efnahagsstarfi ríkisstjóm- arinnar, sem skilar sér bæði til launafólks og atvinnufyrirtækja. Meginþorri launþega í landinu hefur samið á undanfömum vikum. Þess- vegna em þær fullyrðingar algjör- lega út í bláinn að efnhagsstefna ríkisstjómarinnar sé hvatinn að kjaradeilu verzlunarfólks. Það er rétt hjá Albert Guðmunds- syni að ég greip fram fyrir hendur hans sem fjármálaráðherra 1984 til að tryggja það að þeir samningar yrðu til lykta leiddir. Þá vóru bama- bætur stórauknar og gerðar veru- legar ráðstafanir til að koma til móts við einstæða foreldra, í sam- ráði við aðila vinnumarkaðarins. Nú hafa bæði bamabætur og skatt- leysismörk verið hækkuð verulega. Þannig hafa tvær síðustu ríkis- stjómir reynt að koma til móts við þá sem lakast eru settir. En megin- málið er að skapa stöðugleika í þjóð- félaginu og forsendur til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara. AÐALFUNDUR Landsvirkjunar var haldinn á Hótel Holiday Inn í Reyjavík sl. föstudag. Á fundin- um fluttu Jóhannes Nordal stjórn- arformaður og Halldór Jónatans- son forstjóri yfirleitt starfsemi fyrirtækisins árið 1987. Fram kom á aðalfundinum að Landsvirkjun framleiddi alls 3.850,2 GWst af rafmagni á árinu 1987. Þar af nam rafmagnssalan 3.680,4 GWst og töp og eigin notkun 169,8 GWst, sem er 4,41% af rafmagn- svinnslunni í heild. Rafmagnssalan skiptist þannig að almenningsraf- veiturnar keyptu 1.610,1 GWst eða 43,8% og stóriðjan 2.070,3 GWst’eða 56,2%. Rafmagnssalan til almenn- ingsrafveitna jókst á árinu um 33,8 GWst eða 2,14% og til stóriðju um 19,8 GWst eða 0,97%. Alls nam sölu- aukningin 53,6 GWst eða 1,48%. Meðalverð ársins 1987 á rafmagni frá Landsvirkjun lækkaði að raun- gildi í krónum frá meðalverði ársins 1-986, bæði til almenningsrafveitna og stóriðju. Til almenningsrafveitna lækkað verðið um 5,6%, til Islenzka Álversins hf. um 14,6%, til Áburðar- BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir á nær 100 manna fundi á Laugarvatni fyrir skömmu að hann teldi að byggja ætti Laug- arvatn áfram upp sem háborg mennta og íþrótta á íslandi. Góð- ur rómur var gerður að máli ráðherrans, en hann fjallaði mjög ítarlega um hugmyndir og möguleika í uppbyggingu Laug- arvatns. Það var Iq'ördæmisráð Sjálfstæð- isflokksins á Suðurlandi sem stóð fyrir fundinum, sem er einn fjölsótt- asti fundur í sögu Laugarvatns þar sem íjallað hefur verið um málefni staðarins. Framsögumenn á fundin- um auk menntamálaráðherra voru Kristinn _ Kristmundsson skóla- meistari, Ami Guðmundsson skóla- stjóri Iþróttakennaraskólans og Sigurður Sigurðsson vörubílstjóri. Fundarstjóri var Ami Johnsen. Birgir ísleifur fjallaði meðal ann- ars um þær tillögur sem Laugar- vatnsnefndiri svokallaða er að vinna, en hana skipaði Sverrir Her- mannsson fyrrverandi menntamála- ráðherra á síðasta ári. í þeim tillög- um er gert ráð fyrir því að íþrótta- kennaraskólinn fái aðstöðu í Hús- stjómarskólanum auk þess að Hús- stjómarskólinn verði nýttur til ann- arra þátta einnig, svo sem til nám- skeiðahalds í hússtjómarfræðum og miðað er við að skólinn verði einnig nýttur fyrir íþróttamiðstöðina á verksmiðju ríkisins um 34,4% og til Islenska jámblendifélagsins hf. um 4,1%. Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu alls 3.377 milljónum króna og rekstrargjöld alls 3.119 milljónum króna. Vextir og afskriftir voru sem fyrr stærstu gjaldaliðimir, alls 2.201 milljón króiia eða 70,6% gjaldanna í heild. Rekstrarafgangur á árinu 1987 varð alls 258 milljónir króna og mun meiri en 1986, er hann nam 8 millj- ónum króna. Meginástæðan fyrir bættri rekstrarafkomu er hagstæð gengisþróun 1987, sem hafði í för með sér verulega lækkun raunvaxta á erlendum lánum. Hlutfall afskrifta og vaxtakostnaður af heildarrekstr- argjöldum lækkaði því úr 78,5% á árinu 1986 í 70,6% á árinu 1987. Er þetta fjórða árið í röð sem rekstr- arafkoman er jákvæð eftir að hafa verið óhagstæð um 6 ára skeið. Á árinu 1987 námu afborganir af langtímalánum Landsvirkjunar alls 806 milljónum króna að frá- dregnum endumýjunarlárium. Ný lán, sem tekin voru vegna fram- Laugarvatni á sumrin og að ein- hveiju leyti á vetrum, en tillögur Laugarvatnsnefndarinnar gera ráð fyrir því að íþróttamiðstöðin fái til umráða núverandi húsnæði íþrótta- kennaraskólans og einnig aðstöðu í gamla Héraðsskólanum, en menntamálaráðherra lagði á það áherslu að ekki stæði annað til en að 8. og 9. bekkur grunnskóla fyr- ir heimamenn yrði áfram starfrækt- ur á staðnum. Hins vegar ætti eftir að taka ákvörðun um það hvemig því fyrirkomulagi yrði best háttað kvæmda á árinu námu hins vegar alls 342 milljónum króna. Á árinu lækkuðu því skuldir Landsvirkjunar um alls 464 milljónir króna. Með hliðsjón af hinni hagstæðu afkomu verður eigendum Lands- virkjunar greiddur arður að fjárhæð alls um 45 milljónir króna, sem nem- ur 4% af framreiknuðum eiginQár- framlögum þeirra. Eigið fé Landsvirkjunar jókst á árinu um 1.360 milljónir króna vegna endurmats eign.a og rekstrar- afgangs að frádregnum arðgreiðsl- um og nam í árslok 13.560 milljón- um króna að jafnvirði um 380 millj- óna Bandaríkjadollara. Er eigið fé um 36% af heildareign Landsvirkj- unar, sem nam um 37,8 milljörðum króna í árslok 1987 að jafnvirði um 1.058 milljónum Bandaríkjadollars. Framkvæmdir við Blönduvirkjun gengu vel á árinu. Lokið var við allan gröft vegna jarðganga og stöðvarhússhellis og 2/3 af steypu- vinnu í stöðvarhúsinu. Verður fyrsta vél virkjunarinnar gangsett 1991. I janúar festi Landsvirkjun kaup á nýjum kerfíráði til tölvuvæddra með markvísa uppbyggingu á Laugarvatni í huga, því auk nauð- synlegrar uppbyggingar mennta- skólans væri ljóst að uppbygging nýrrar sundlaugar væri forgangs- mál og síðan ýmis smærri mál eins og til dæmis endurbygging hins rómaða gufubaðs á Laugarvatni. Það kom fram í máli ræðumanna að hið nýja íþróttahús á staðnum skipti sköpum fyrir uppbyggingu staðarins og einnig kom fram mik- ill áhugi fyrir því að nýta vel mögu- leika Laugarvatns sem ferða- fjarstýringar og fjargæslu afl- og aðveitustöðva Landsvirkjunar. Verða stjómstöðvamar tvær, önnur í Reykjavík, þar sem móðurtölvur verða til húsa í nýrri stjómbygg- ingu, og hin á Akureyri. Verður hinn nýi kerfíráður tekinn í notkun 1989 og kemur hann í stað eldri og úrelts búnaðar. Engar vettvangsrannsóknir fóm fram á árinu vegna nýrra virkjana að undanskildum vatnamælingum og ýmsum grunnrannsóknum, er krefjast langtímarannsókna eða mælinga. Hér var því um óbreytt ástand að ræða frá 1986, enda aukn- ing stóriðju og rafmagnsútflutning- ur um sæstreng ekki í sjórimáli enn sem komið er og því engin vissa fyrir því að þörf sé á nýrri virkjun í framhaldi af Blönduvirkjun fyrr en eftir aldamótin. Á árinu var samþykkt breyting á uppbyggingu heildsölugjaldskrár Landsvirkjunar í því skyni að gera hana kostnaðarréttari en áður miðað við langtímajaðarkostnað við öflun afls og orku. Er meginbreytingin sú að aflgjaldið lækkar, en orkugjaldið hækkar. Hið nýja gjaldskrárform á því að hafa áhrif til lækkunar á smásöluverði almenningsrafveitna til notenda með stuttan nýtingartíma svo sem til heimila og minni iðnfyrir- tækja, en til hækkunar á verði til þeirra, sem eru með iangan nýting- artíma. Almenningsrafveitur þurfa langan tíma til að aðlaga taxta sína þessum breytingum og er hinu nýja_ gjaldskrárformi Landsvirkjunar því ekki ætlað að taka gildi fyrr en 1. janúar 1991. í árslok var lokið frumhagkvæmn- isathugun, sem iðnaðarráðuneytið lét gera í samvinnu við Landsvirkjun varðandi möguleika á byggingu nýs álvers í Straumsvík með um 180.000 tonna árlegri afkastagetu og krefj- ast mundi um 300 MW aflgetu í virkjunum. Einnig lauk Landsvirkj- un frumathugun á því hvort það geti verið tæknilega og fjárhagslega hagkvæmt að flytja og selja raforku um sæstreng frá íslandi til Bretlands miðað við minnst 500 MW afl. Gefa þessar athuganir tilefni til bjartsýni varðandi möguleika á stóraukinni orkunýtingu hér á landi á næstu einum til tveim áratugum að því er fram kom á aðalfundinum. mannastaðar, enda er þar mikil og vaxandi umferð ferðamanna og einnig er sumarbústaðabyggðin orðin snar þáttur í mannlífi Laugar- vatns, ekki aðeins að sumarlagi, heldur í vaxandi mæli árið um kring. Miklar umræður urðu á fund- inum, þar sem menn fögnuðu vilja til markvissrar uppbygingar á staðnum, en margir ræðumenn lögðu áherslu á mikilvægi þess að tryggja þá þjónustu og menntun sem Héraðsskólinn hefur veitt. Laugarvatnsfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins: Markviss uppbygging mennta og íþrótta á Laugarvatni — sagði Birgir Isleifur Gunnarsson menntamálaráðherra Nær 100 manns voru á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi um möguleika Laugar- vatns, en 150 (búar búa á staðnum. Myndin var tekin i upphafi fundar þegar þorri fundarmanna var mættur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.