Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, Hjallavegi 10, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 24. apríl. Jarðarförin aug- lýst síöar. Hjörvar Garðarsson, Jón Sverrir Garðarsson, Reynir Garðarsson, Jóhann Baldvin Garðarsson, Guðjón Steinar Garðarsson, Vignir Ingi Garðarssorr, Garðar Jóhannsson, og barnabörn. Ágústa Rósa Þórisdóttir, Erna Sveinbjarnardóttir, Helga Eygló Guðlaugsdóttir, Guðfinna Óskarsdóttir, Emelia Ástvaldsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Sonur okkar, unnusti, faðir, bróöir og frændi, BJARNI SNORRASON, lést 24. april. HólabergiO, Snorri Agnarsson, Helga Heiðberg, Valgerður Snorradóttir, Sigrún Snorradóttir, Karl Snorrason, Lilja H. Snorradóttir, Agnar R. Snorrason, Tryggvi Snorrason, Lára Bjarnadóttir, Ragnar Davíð Bjarnason, Gunnar Júliusson, Bragi Sveinsson, Ástríður Hákonardóttir, Carl Adams, Snorri Þ. Eysteinsson, Helga Helgadóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, HALLUR KRISTJÁNSSON, fyrrverandi póstfulltrúi, Úthlið 7, lést í Borgarspítalanum að morgni 24. apríl. Ingeborg Kristjánsson, Inger Hallsdóttir, Kristján Baldvinsson, Rúnar Þór Hallsson, Sigfríð Guðlaugsdóttir, Heba Hallsdóttir, Eyjólfur Eðvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN LILJÁ KRISTMANNSDÓTTIR, Stóragerði 13, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum 24. þessa mánaðar. Ásgeir P. Ágústsson, Maria Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir. Maðurinn minn, t ÓSKAR B. JÓNSSON mælitækjasmiður, lést mánudaginn 25. april. . Fyrir hönd vandamanna, - Laufey Kristinsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, FRIÐNÝS. MÖLLER, Furulundi 11A, Akureyri, lést föstudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. april kl. 13.30. Alfreð Möller, Halldór Hallgrimsson, Gerður G. Möller, Birgir B. Svavarsson, Sverrir Sigurvinsson, Stefanía Hauksdóttir og fjölskyldur. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR G. JÓHANNESSONAR hljóðfæraleikara, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 27. apríl kl. 10.30 f.h. Jóhannes Garðar Jóhannesson, Ingveldur Sigurðardóttir, Hörður Jóhannesson, Fanney G. Jónsdóttir, Ólafur H. Jóhannesson, Arnþrúður Jóhannesdóttir, Þórir Jóhannesson, Gunnar Rafn Jóhannesson, Svala Valdimarsdóttir, börn og barnabörn. Gígja Möller, Páll G. Möller, Súsanna J. Möller, Alma K. Möller, Erla E. Möller, Jóhann G. Möller, t Þökkum innilega hlýhug og vináttu við andlát og útför GESTS MAGNÚSSONAR, cand mag. Gyða Guðmundsdóttir, WMBfiHRUÍÍ f ÍÍ'ÍÍÍÍÍÍÍÍMÍf f Soffia Magnúsdóttir. Jens Ragnarsson húsvörður—Minning Fæddur 5. október 1925 Dáinn 17. apríl 1988 Sunnudaginn 17. apríl sl. lést á St. Jósefsspítalanum í Hafríarfirði Jens Ragnarsson húsvörður í Haga- skóla í Reykjavík. Jens hafði átt við veikindi að stríða undanfama mánuði en gekk þó til starfa sinna dag hvem, lengur en kraftar hans leyfðu, og varð því sjúkrahúsvist hans stutt. Það var haustið 1976 að Jens gerðist húsvörður í Hagaskóla. Skólinn er fjölmennur, 3 árgangar 7.-9. beklq'ar með samtals rúmlega 500 nemendum og starfslið skólans fjölmennt, alls um 60 manns. Hús- vörður sér um að ekkert skorti á að skólinn sé í kennsluhæfu ástandi dag hvern. Til þess að slíkt megi takast er nauðsynlegt að hann sé í góðu sambandi við allt starfslið skólans, kennara, nemendur og ræstingafólk. Jens Ragnarsson stóðst þær kröfur, sem gerðar voru til hans, með mikilli prýði. Eðliskostir hans vom skapmildi og jafnaðargeð sem nýttist honum vel í erilsömu starfí. Hann gætti þess að ekkert skorti á til daglegra starfa — sá um að- drætti — ýmist pöntunum gegnum Skólaskrifstofu eða með því að út- rétta sjálfúr það sem hann gat. Hann var ósérhlífinn og gaf ríku- lega af tíma sínum. Ymsir kunna að halda að hús- varsla sé óskastarf þeirra sem kom- ast vilja í rólega vinnu. Starfíð krefst að sönnu ekki mikillar líkam- legrar áreynslu en er engu að síður umfangsmikið eins og áður greinir. Húsvörður þarf að færa nákvæmt bókhald yfir starfslið sitt og skila vinnuskýrslum, fylgjast með við- haldi og sjá um að það sé fram- kvæmt. Ollu þessu sinnti Jens með prýði en auk þess kom í hans hlut yfírumsjón með íþróttahúsi skólans á daginn og ekki síst á kvöldin og um helgar þegar húsið er leigt út til íþróttafélaga borgarinnar. Vinnudagur hans vildi því oft verða langur. Þegar hann hafði lokið starfsdegi í skólanum tóku við reglulegar kvöldvaktir, 2-3 í viku í íþróttahúsinu, sem venjulega lauk um miðnættið. Eg þykist vita að margir íþrótta- iðkendur minnist Jens með hlýhug á þessum degi því hann Ieysti oft óvænt húsnæðisvandræði með lip- urð og góðum samstarfsvilja. Það kom einnig oft í hlut Jens að sjá um móttöku ýmissa hópa utan skólatíma t.d. í tengslum við ráðstefnur og annað. Þetta gerði hann af samviskusemi og lipurð. Það var jafnan létt yfir honum, hann var grandvar maður og dreng- ur góður. Slíkum manni var gott að treysta fyrir stóru húsi. Eftirlifandi eiginkonu hans, Sig- urbjörgu Kristjánsdóttur, kynntist ég þegar hún hóf einnig störf við Hagaskóla. Það leyndi sér ekki að þau hjónin voru ákaflega samhent í starfi og leik. Böm þeirra urðu sjö og hann reyndist þeim hinn besti faðir, góðviljaður og hjarta- hlýr. Eitt aðaláhugamál Jens síðari árin var bygging sumarhúss í ná- grenni Laugarvatns. Náði hann að fullgera húsið og ræktun lóðarinnar var komin vel á veg. Hugur hans leitaði oft í þennan unaðsreit og það var órækt merki um vorkomu þegar maður fór að heyra hann hafa á orði að nú væri gott að komast austur. Við Steinunn kveðjum Jens með þökk fyrir áralanga vináttu. Haga- skóli á honum margt að þakka og ég vil ásamt öllu starfsliði skólans votta eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum innilega sam- úð um leið og ég bið þeim guðs blessunar. Hann hvílij friði. Einar Magnússon Þreyta merkir hár og hár hvítt, er líður vorið. Sljógvar auga tár og tár. Tæmist æskuþorið. Allir hljóta sáir og sár, svo þyngir sporið. Leggst við baggann ár og ár, unz menn fá ei borið. Mörgum þykir vel sé veitt, vinnist gullið bjarta, láta í búksorg ævi eytt, ágimdinni skarta. En þeir flytja ekki neitt yfír djúpið svarta. Þangað fylgir aðeins eitt: ást frá vinarhjarta. Om Arnarson Þegar okkur barst fregnin um að hann Jens væri allur, fylltumst við harmi og söknuði. Sjúkralegan, sem við öll héldum að yrði stutt, var þannig orðin að ferðalaginu langa. Ferðalaginu, sem við öll þurf- um að leggja upp í, fyrr eða seinna. BirgirB. Guðbjarts- son — Minning Fæddur 13. mars 1944 Dáinn 14. apríl 1988 Þegar mælt er eftir 44 ára gaml- an mann er það þyngra en svo að tárum taki. Á sl. ári fékk Birgir að vita að hann gengi með ólækn- andi krabbamein. Lífið þvarr og þreyttur sofnaði hann að kveldi 14. apríl sl. Leiðir okkar Birgis lágu fyrst saman 1961, en þá var hann að læra prentiðn í Félagsprentsmiðj- unni, en ég var starfsmaður hjá Dagblaðinu Vísi, sem var settur og umbrotinn þar. Að loknu námi kom hann til starfa í Prentsmiðju Vísis, sem ég þá veitti forstöðu. í Blaða- prenti vann hann nokkur ár. Árið 1972 hóf Birgir störf í prentstofu minni. Síðastliðin fimm ár hefur hann verið starfsmaður heildv. Ás- bjöms Olafssonar hf. Birgir var góður starfsmaður. Hann hafði létta lund, alltaf já- kvæður og snyrtimennska fylgdi honum í starfi. Vinmargur var hann og ræktaði þann garð vel. Birgir kvæntist ungur -Þóru G. Valtýsdóttur og áttu þau þrjá syni, mestu efnismenn. Hjónin unnu úti- veru og ferðuðust mikið. Var ætíð hlýtt og notalegt að heimsækja þau hjón, og fékk maður þá að sjá ferða- lagið í myndum, en Birgir var pjiJ^- ill áhugamaður um töku ljósmynda. Á kveðjustund eru Birgi færðar þakkir og kveðjur frá eigendum Prentstofunnar og starfsfólki öllu, og ég veit að þar má ég einnig mæla fyrir hönd prentiðnaðar- manna sem Birgir vann með. Þóra mín og synir. Missirinn og söknuðurinn er mikill. í helgri bók er talað um trúmennsku sem veitir lífsins kórónu. Líf Birgis mótaðist af trúmennsku við allt sem gott er og fagurt. Megi því Guð blessa hann og ykkur öll sem eigið um sárjiað'binda við fráfall hans.ti i) Guðm. Benediktsson. Við kynntumst Böggu og Jens fyrir hartnær fímmtán árum, stuttu eftir að hann Siggi kom inn í lif okkar. Frá fyrstu kynnum fannst okkur alltaf mikið til Jens koma. Hér var á ferðinni einstaklega hlýr maður, maður sem var ekki fyrir það að hreykja sér, heldur jarð- bundinn og góður maður. Það er ekki oft að við fyrstu kynni sjái maður hvaða mann viðkomandi hafí að geyma, en í tilvikinu með hann Jens fannst okkur öllum að þama hlyti mikið ljúfmenni að vera á ferðinni. Hann var ákaflegá ein- lægur maður, bros hans yljaði öllum um hjartarætumar, því að hann brosti með öllu andlitinu. Þannig komum við líka til með að minnast hans Jens, sem, hlýlegs brosandi manns. Jens og Bagga urðu margra barna aðnjótandi, og þannig ríkari heldur en margur. Hann var stoltur af þessum fríða hóp sínum og fór ekki í launkofa með það. Hann var líka barnabörnunum góður afi og munu þau örugglega sakna hans sárt. Það var ljúft að hugsa til þess hversu samrýmd Jens og Bagga voru. Það var ekki bara að þau ynnu saman, heldur voru þau ákaf- lega samstíga í öllu utan vinnu- tíma. Hámarkið á þessu var sumar- bústaðurinn góði, sem þau reistu í sameiningu og þar sem þau eyddu mörgum góðum stundunum. Við munum öll hversu Jens litli, nafni afa síns, var spenntur að fara í blessaðan bústaðinn, eins og hann kallaði hann alltaf, og má segja að bragð sé að þá barnið finnur. Þó að samvera okkar með Jens í þessum heimi hafi verið mun styttri heldur en við hefðum óskað, þá setti hann sannarlega mark sitt á okkur, sem og aðra sem hann þekktu. En Guðs vilja fær enginn haggað og við lifum í þeirri trú að eftir erfíð veikindi sé Jens nú sælli en áður. Þjáningunum hefur linnt og hann"er nú á góðum stað þar sem honum líður betur en áður. Auðvitað er alltaf erfítt að kveðja ástvin sinn, en þegar maður veit að honum líður betur en áður, þá felst í því dálítil huggun. Við vonum að góður Guð gefi Böggu, börnum þeirra og fjölskyld- um styrk á þessari erfiðu stundu. Megi trúin á góðan Guð og vissan um, að elskulegum Jens líði nú mun betur en áður hjálpa ykkur á þess- ari erfiðu stund. Við kveðjum nú Jens Ragnarsson með þessum fátæklegu orðum og vonum að Guð og góðar vættir geymi hann um aldir alda. Minning- in um kæran vin mun að sama skapi lifa á meðal okkar. Fjölskyldan Selbrekku 1 Jens Ragnarsson, húsvörður í Hagaskóla, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 17. apríl sl. eftir til- tölulega stutta en harða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Jens fæddist á ísafirði 5. október 1925. Hann lauk þar gagnfræða- prófí og var svo um nokkurt skeið til sjós. Jenni, eins og hann var oftast kallaður af vinum og vanda- mönnum, giftist systur minni, Sig- urbjörgu Kristjánsdóttur, 1946. Fyrst bjuggu þau á ísafirði, en fluttu til Reykjavíkur árið 1947. Böm þeirra eru: Sigurður Ágúst viðskiptafræðingur, kvæntur Helgu ■ Valþemarsdóttur, Sigrún, búsett í í Ameríku, gift Gordon Larson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.