Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 Hamlet sem ljómar af dirfsku LeikMst Hávar Sigurjónsson Leikfélag Reykjavíkur sýnir: Hamlet eftir William Shakespe- are Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Þýðing: Helgi Hálfdanarson Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson Lýsing: Egill Örn Ámason Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson og Pétur Grétarsson Leikgerð: Leikstjórinn og hóp- urinn Það fyrsta sem slær áhorf- andann er hann gengur í salinn á Hamletsýningu Iðnó er gjör- breyttur salur. Sviðið teygir sig fram eftir áhorfendasalnum í langri, mjórri tungu svo áhorf- endur sitja til sitt hvorrar hlið- arinnar, aftan við, einnig upp á svölum og gott ef ekki upp á gamla leiksviðinu líka. Leik- félagsfólk hefur reyndar geng- ið langt áður í því að brjóta upp hið hefðbundna form leikhúss- ins gamla í Iðnó, en svona langt hefur aldrei verið gengið og merkilegt nokk; Hamlet hefur nálgast uppruna sinn, sviðsetn- ing Kjartans Ragnarssonar og Grétars Reynissonar byggist á sérstaklega hugvit samlegri notkun á rými og á vissan hátt minnir form þessa leikpláss á leiksvið meistarans sjálfs. Þar endar reyndar samlíkingin og sýning Leikfélags Reykjavikur á Hamlet tekur við. Það hefur áreiðanlega vafíst fyrir mörgum í gegnum tíðina við sviðsetningu á Hamlet að þar er kannski fyrst og fremst verið að segja sögu. Meira að segja spenn- andi sögu. í hugum margra er Hamlet svo merkilegt leikrit, svo djúpt og flókið, persóna Hamlets sjálfs svo margslungin og meiri háttar að ef þetta kemst ekki allt til skila, er sýningin einskis virði. Það er alveg rétt, hræðslan við efniviðinn getur borið þassa ein- földu staðreynd um leikritið Ham- let ofurliði; að segja þessa spenn- andi glæpa- og átakasögu á ein- faldan, skýran og skemmtilegan hátt. Þetta fínnst mér Kjartani Ragnarssyni og liði hans hafa tekist að fiestu leyti og um leið sýna þau frammá að stórverk leik- bókmenntánna eru akkúrat stór- verk leikbókmenntanna vegna. þess að það er meira í þau varið en hin smærri verk. Þröstur Leó Gunnarsson er Hamlet í þessari sýningu. Þröstur fer sérstaklega skynsama leið að þessa erfica hlutverki - kannski er það einkum erfítt fyrir það hvað allir halda að það sé erfitt - hann ryðst ekki um með offorsi en beitir stillingu og undirtónum af kunnáttu. Hættan er vafalaust sú að ætla að taka áhorfendur með trompi, arga þá í kaf, og um leið gera sýninguna að einhvers konar tæki þessa eina leikara til að sýna stjömuleik. Kjartan Ragnarsson hefur farið rétta leið að verkinu í þeim efnum og um leið Sétt byrðinni af Þresti, áhersl- an er ekki alfarið á Hamlet, þó sjónir beinist að honum. Þröstur Leó vinnur hér leiksigur, einhvem vepinn fínnst manni blasa við af hversu mikilli einlægni og virð- ingu hann hefur nálgast hlutverk sitt; án þess að ofmetnast, án þess að láta hugfallast og útkom- an er fullkomlega trúverðugur Hamlet sem gengur á vit örlaga sinna vegna þess að aðrar leiðir virðast ekki færar. „Að vera eða ekki vera“ er þekktasta upphaf ræðu í leikriti - þeir eru sennilega færri sem þekkja framhaldið - og þegar ungum leikara tekst að blása iífí í þessa gömlu ræðu, þannig að maður trúir því að ver- ið sé að segja hana í fyrsta skipti, þá... ja, þá er maður einfaldlega á réttum stað það kvöldið. Kjartan Ragnarsson leikstjóri fer mjög ákveðna leið að þessari uppsetningu. Hann hefur greini- lega haft sterka hugmynd í upp- hafi og verið samkvæmur sjálfum sér allt til loka. Sýningin er því vel unnin, myndræn og lifandi og hlaðin hugvitsamlegum og ein- földum lausnum. Lýsing Egils Ámasonar er knöpp og nákvæm, verulega áhrifamikil á köflum, en sum staðar full brött og þröng til að þjóna grundvaUartilgangi sínum; varpa ljósi á leikendur. Þetta er þó ákvörðun leikstjórans og ekki við Egil að snkast. Leik- hljóðum -tónlist - er beitt af dirfsku, sumstaðar sem eins konar undirspili annars staðar til áhrifa- auka. Hvoru tveggja gengur og er upprisa draugsins t.d. mjög vel útfært og áhrifamikið atriði. Svið- setningin gerir miklar kröfur til áhorfenda, sjónlínur em nýttar til hins ýtrasta og hugsanlega um of frá stöku stað séð. Kjartan nýtir sér nálægð við áhorfendur á hófsaman hátt, hvergi er geng- ið of nærri, né er áhorfendum ofboðið. Þessi sviðsetning á Ham- let er í leikskrá kölluð leikgerð. Það er vegna þess að leikritið hefur verið stytt, sumu er sleppt, öðru þjappað saman. Hér má spyija hvort leikstjóranum hafi verið svo mikið í mun að fella verkið að hugmjmd sinni að verk- ið hafí orðið að láta undan, eða hvort um vantraust á leikritið í sínu upprunalega horfí sé að ræða. Flestar breytingamar horfa að vísu aðeins til styttingar verks- ins og er það saklaust, en þegar sviðsetningin gerir eina fallegustu ræðu verksins óviðeigandi, þá má gera athugasemd. Hér er ég að tala um ræðu Geirþrúðar drottn- ingar um dauðdaga Ófelíu. Þá er ég einnig ósáttur við að fella nið- ur atriðið milli grafarana tveggja sem og útstrikun persónunnar Fortinbras. Hvoru tveggja þjónar þeim tilgangi að opna sýn til stærri veraldar en húshaldsins í Elsinóru kastala og innkoma Fort- inbras b lokin bendir til framtí- ðarskipunar mála. Með því að fella þetta burt er verkinu lokað, það verður hringlaga og satt best að segja; það verður lítilfjörlegra en ella. Svartur litur er ráðandi í leik- mynd og búningum. Ekki virðist mér fullkomlega ljóst hvaða hug- mynd er að baki þessu einhliða litarvali. Svart er táknrænn litur sorgarinnar, valdsins og illskunn- ar. Þetta rennur á köflum út í eitt og ekki ljóst hvað á við hvað. Laertes og Hamlet í kröppum dansi. Þröstur Leó og Valdemar Öm Flygenring. V Gítartónleikar í Þorlákskirkju GÍTARLEIKARINN Símon H. ívarsson heldur tónleika í Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn á morgun, miðvikudaginn 27. aprfl kl. 20:30. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá mismunandi tímabilum, m.a. eftir J. Dowland, J.S. Bach, F. Sor, I. Albeniz og John Speight. Símon mun einnig verða með hljóðfærakynningu fyrir nemend- ur tónlistaskólanna í Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi. Ókeypis aðgangur verður fyrir alla nem- endur. Símon H. ívarsson lauk kenn- araprófí frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1975 og síðar einleikaraprófí við Tónlistar- háskólann í Vínarborg. Símon starfar nú sem kennari við Tón- skóla Sigursveins. Hann hefur haldið tónleika víðsvegar um Iandið undanfarin ár og komið fram í útvarpi og sjónvarpi, auk þess sem hann hefur gefíð út hljómplötu ásamt Dr. Orthulf Prunner, með samleik gítars og orgejs._________________ Símon H. ívarsson HEIMSPEKI Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson An Encyclopaedia of Philosop- hy. General Editor: G.H.R. Park- inson. Associate Editors: T.E. Burke, J.G. Cottingham, M.A. Proudfoot, J.E. Tiles, Routledge 1988. Ritstjórinn skrifar í formála: „Þessi alfræði heimspekinnar er ætluð almenningi; þeim sem vilja öðlast vitneskju um „hvað er heim- speki?“; nemendum í menntaskól- um, einkum þeim sem hafa hug á að kynna sér þetta efni nánar og nemendum í heimspeki í háskólum, sem fá hér yfírlitsrit um helstu við- fangsefni heimspekinnar. Einnig getur þessi bók orðið þeim sem lengra eru komnir í faginu hentug uppflettibók." Alfræðiorðabækur í vissum greinum hljóta að vera yfirgrips- miklar og alhliða. Útgáfa slíkra bóka takmarkast oftast við stærð og útgáfukostnað, því verður að koma sem mestu lesmáli í sem styst mál. Alfræðin verður því takmörk- uð og í þessari bók eru upplýsing- amar bundnar nútima heimspeki og stöðu greinarinnar nú, en auð- vitað er tekið fullt tillit til heim- spekisögunnar. Fyrri tíma heim- spekingar, sem snerta nútíma heimspeki eru teknir með, annars juði þessi bók skrípamjmd af heim- spekinni, ef höfundar fíölluðu ein- göngu um nútímann, enda kæmi engum óvitlausum manni slík fjar- stæða í hug, nema ef vera skyldi þeim, sem eru haldnir þeirri fírru, að nútíminn hafí byijað 1945 og fjasa stöðugt um nútímalegar skoð- anir og virðast álíta að hver kjm- slóð og meðvitund hvers tíma sé afskorin frá allri fortíð. Ritstjóri þessa rits skrifar: „Það er skoðun mín, að viðfangsefni nútíma heimspeki eigi sér rætur í fortíðinni og geti best skilist með þvf að rekja þær til þeirra róta, aftur á móti mun ekki verða fjallað um efni sem eru algjörlega tíma- bundin fortíðinni. Þau efni eru mörg þess eðlis, að vera óviðkoip- andi höfuðviðfangseftium jheim- spekinnar á öllum tímum og þeir sem ræddu þau, eru grafnir og gleymdir." Engil-saxnesk heimspekiarfleifð er um sumt frábrugðin heimspek- iarfleifð meginlandsins. Áhersla á viss meginatriði er mismunandi og sumir þættir heimspekiskóla meg- inlandsins eiga ekki upp á pallborð- ið hjá engil-saxneskum og þá eink- um enskum heimspekingum. Rit- stjóri nefnir í þessu sambandi fyrir- bærafræði Husserls og Brentanos og framvindu kenninganna um greiningu og takmörkun vitund- alffsins hjá Heidegger og Merleau- Ponty. Einnig nefnir hann málví- sindi struktúralismans og þær heimspekikenningar sem þaðan eru ættaðar, poststruktúralisminn er látinn liggja á milli hluta, hvað þá gerviheimspeki „deconstruktional- ismans" sem er nýr af nálinni og gætir einkum í bókmenntum. Greinarnar eru skrifaðar frá sjónarmiðum enskrar heimspeki og snerta heimspekiarfleifð megin- landsins að svo miklu leyti sem sú arfleifð snertir breska heimspeki. Að þessu lejrti er ritið ekki fullnægj- andi. Með því að taka fullt mið af hvoru tveggja hefði bókin orðið allt of löng og krafíst viðameiri undirbúnings og fleiri höfunda. Ejnnig ,er sleppt austurlenskri heimspeki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.