Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 51 miðlar vita líklega að böm og ungl- ingar eru ekki bara poppóðir kján- ar, heldur harðhugsandi fólk og margir þeirra á kafí í tónlistar- námi, sér til yndis og ánægju. Tónlistarskólarnir hluti f ræðslukerf isins Að lokum ályktun til að minna á að það skall hurð nærri hælum, þegar uppi voru hugmyndir og áætlanir um að rekstur tónlistar- skólanna yrði tekinn af ríkinu og þeir færðir á framfæri sveitarfélag- anna. Ályktunin er um að áfram- haldandi aðild ríkisins að rekstri tónlistarskólanna verði tryggð, eins og nú er, varað við hugmyndum um breytingar á rekstrarformi tón- listarskólanna, eins og þeim, sem komu fram á síðastliðnu ári í tengsl- um við áform um breytt verka- skipti ríkis og sveitarfélaga. Tón- listarmenn líta svo á að tónlistar- skólamir séu hluti af fræðslukerf- inu og eðlilegt að tónlistarkennarar þiggi laun sín af ríkinu, rétt eins og aðrir kennarar. Eins og sjá má í þessari stuttu rakningu af þingi Félags tónlistar- skólakennara bar margt forvitnilegt á góma þingheims, forvitnilegt þeim, sem á stundum hugleiða tón- listarmál hér og þeir em ekki svo fáir, ef glöggt er að gáð. Ályktanir ráðstefnu Félags tónlistarkennara 1. Nú þegar verði að nýju ráðinn námsstjóri tónlistarskóla í fullt starf til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum á sviði tónlistar- fræðslu sem nú bíða úrlausnar. 2. Gerð verði tilraun með samstarf nokkurra tónlistarskóla og gnmnskóla á Reykjavíkursvæðinu, til að reyna breytt fyrirkomulag tónlistarfræðslu, í þeim tilgangi að fleiri nemendur fái tækifæri til tónlistamáms. Tilraunin miðist einkum við nemendur á forskóla- aldri og í fyrstu bekkjum gmnnskóla og nái til almennrar tónlistar- kennslu og hópkennslu á hljóðfæri. 3. Lokið verði hið fyrsta við námsskrárgerð í öllum hljóðfæra- greinum og í tónfræðagreinum. Jafnframt verði hafin endurskoðun dg endurútgáfa á þeim námsskrám, sem þegar hafa verið gefnar út. 4. Vemlegt átak verði gert á sviði grunnmenntunar, endurmennt- unar og framhaldsmennunar fyrir tónlistarkennara, einkum í tengsl- um við væntanlegan Tónlistarháskóla íslands. 5. Aukið verði tónleikahald starfandi listamanna í tónlistarskólum og unnið að því að nemendur tónlistarskóla taki meiri þátt í al- mennu tónleikahaldi, ekki eingöngu sem flytjendur, heldur einnig sem hlustendur. 6. Tryggð verði áframhaldandi aðild ríkisins að rekstri tónlistar- skólanna, eins og nú et. Tónlistarskólar em hluti fræðslukerfísins og eiga því að starfa undir yfíramsjón menntamálaráðuneytisins. Varað er alvarlega við hugmyndum um breytingar á rekstrarformi tónlistarskólanna eins og þeim, sem komu fram á síðastliðnu ári í tengslum við áform um breytt verkaskipti ríkis og sveitarfélaga. Umferðarkönmin Neytendasamtakanna: Meirihlutinn andvígur því að Austurstræti verði opnað bílaumferð Áfram verði leyfð bílaumferð niður Laugaveg Yfirgnæfandi meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu er mót- fallinn því að Austurstræti verði opnað fyrir bílaumferð en aðeins vilja rúm 40% að Laugavegur verði lokaður fyrir bilaumferð neðan Snorrabrautar. Þá telja aðeins rúm 20% rétt að leggja hraðbraut um Fossvogsdalinn. Þessar upplýsingar er að finna í könnun sem Neytendasamtökin stóðu fyrir í nóvember siðastliðn- um og var birt í siðasta tölublaði Neytendablaðsins. Álls urðu 1005 manns fyrir svör- um, 59% konur og 41% karlar. 72,2% aðspurðra vom búsettir í Vortónleíkar í Mosfellsbæ Karlakórinn Stefnir í Mosfells- bæ heldur sína árlegu vortón- leika á næstunni. Einnig er fyrir- huguð söngför kórsins um Áust- urland. Vortónleikamir verða haldnir miðvikudaginn 27. apríl kl. 21 í Hlégarði, föstudaginn 29. apríl kl. 21 í Fólkvangi á Kjalamesi og laug- ardaginn 30. apríl kl. 17 í Hlégarði. Ráðgert er að kórinn fari söngför um Austurland og syngi á Neskaup- stað föstudaginn 6. maí kl. 20:30 og á Egilsstöðum laugardaginn 7. maí kl. 17. 56 söngmenn syngja í karlakóm-' um Stefni. Stjómandi kórsins er Láras Sveinsson og undirleikari er Jónína Gísladóttir. Formaður Stefnis er Bjöm Ó. Björgvinsson. Reykjavík og Seltjamamesi, aðrir, 27%, í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðábæ og Mosfellsbæ. Spurt var hvort ætti að loka Laugaveginum neðan Snorrabraut- ar fyrir bflaumferð og sögðu 41,3% já en 46,7% nei og vom konur hlynntari lokuninni en karlar. Langflestir aðspurðra töldu að ekki ætti að opna Áusturstræti fyr- ir bflaumferð eða 84,1% en aðeins vom um 21,1% fylgjandi því. Ein- ungis 3,8% aðspurðra tóku ekki afstöðu. Mikill meirihluti, eða 78,4%, telja að hraðahindranir fækki slysum en mun færri vilja flölga þeim, eða 53,9%. Mun fleiri konur, eða 87,6%, telja að hraðahindranir fækki slys- um en 71% karla telja að svo sé. Eykst munurinn lítillega milli kynja er spurt er hvort fjölga eigi hraða- hindmnum. 42,7% vilja að fleiri götum fyrir gegnumumferð sé lokað en 36,1% em andvígir. Þá telja um 70,3% að mengun af völdum umferðar sé skaðleg, um 75% kvenna og 65% karla. 23,2% telja rétt að leggja hraðbraut um Fossvogsdalinn en 57% em því andvígir. Að síðustu var kannað hvort við- mælendur ferðuðust með strætis- vögnum og hvað þeim fyndist um þá þjónustu sem þeir veita. 19,7% svömðu ekki fyrri spumingunni en 45,3% segjast aldrei ferðast með strætisvögnum og 35,8% stundum. Aðeins 18,9% nota þá reglulega. 70,8% karla utan Reykjavíkur ferð- ast aldrei með vögnunum en 26,5% kvenna nota þá reglubundið. Þá telja tæp 60% aðspurðra þjónustuna góða en tæp 10% slæma. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir WILLIAM SCOBIE Páfinn vill fara til Sovétríkjanna TALIÐ er nú fullvist að Jóhannes Páll páfi II muni síðar á þessu ári - hugsanlega í júní - krjúpa til að kyssa sovézka grund í tilefni þess að liðin eru 1000 ár frá kristnitöku i Rússlandi. Til skamms tima var það tabð nálgast trúvillu þjá páfa að vilja fara i vináttuheim- sókn til höfuðbyggðar óguðleika trúleysisins. En nú hefur breytt stefna Mikhails Gorbatsjovs Sovétleiðtoga leitt til þess að heimsókn- in þykir fyllilega viðeigandi, og ekkert skortir á að úr henni geti orðið annað en að þessir tveir menn eigi fund um málið i Vatíkaninu. UUr þeim fundi gæti orðið fljót- lega nú eftir myndun nýrrar ríkisstjómar á Ítalíu þegar Gor- batsjov gefst loks tækifæri til að fara í opinbera heimsókn til Róm- ar, sem lengi hefur staðið til. Ljóst er að báðir leiðtogamir taka vem- lega áhættu með heimsókninni, og að hún veldur samstarfsmönnum Gorbatsjovs ekki síður áhyggjum en ýmsum nánum ráðgjöfum páfa. Hver verða viðbrögðin hjá millj- ónum undirokaðra kristinna manna í_ Sovétríkjunum við komu páfa? Árið 1945 fyrirskipaði Stalín út- fymingu kaþólsku kirkjunnar f Ukraínu. Fimm milljónum fylgj- enda hennar vom gefnir þrír kost- ir lýsið yfír trúleysi, gangið f söfn- uð keppinautanna, ríkisreknu rétt- trúnaðar-kirlqunnar, eða horfízt f augu við vist f Gúlaginu. Yfírmaður kirkjunnar, Slipyi erkibiskup af Lvov, var fangelsað- ur, pyndaður og sveltur. Það var ekki fyrr en árið 1963, þegar Khrústsjov vildi koma á sínum eig- in „glasnost"-tengslum við Jóhann- es páfa XXIII að erkibiskupinn var sendur í útlegð til Rómar þar sem hann andaðist 1984. Arftaki hans í Róm, Luvatsjivskíj kardináli, full- trúi „óopinbem" kaþólsku kirkj- unnar, er eindregið á móti þvi að páfi heimsæki Sovétríkin f ár. Betra að bíða innar", sek um að arðræna fátæk- ar þjóðir Þriðja heimsins. Þar er enginn greinarmunur gerður á skoðanafrelsinu í vestri og áfram- haldandi kúgun um 100 milljóna kristinna í Sovétríkjunum. Páfi og „perestrojka“ Gagnrýnendur páfa halda því reyndar fram að til að koma sér í mjúkinn hjá yfírvöldum í Moskvu bergmáli hann setningar úr nýút- kominni bók Gorbatsjovs, „Per- tryggði honum frægðarsess í sögu Rússa. Örlagadagurinn 13. maí Auk þess sem páfí fínnur hjá sér þörf fyrir að bæta ástandið í austri, liggja aðrar og duldari ástæður að baki áhuga hans á skjótri. lausn. Hann helgaði yfí- standandi ár minningu Maríu meyjar um allan heim, og hami er mjög handgenginn boðskap hennar. Oftar en einu sinni hefur hann vitnað til þess þegar Maria mey birtist í Fatima, þorpinu helga f Portúgal, þar sem hún varaði við því - á ári rússnesku byltingarinnar - að ef nýju ráða- mennimir í Sovétríkjunum gengju kristninni ekki á hönd hlytj heim- urinn að farast. Þetta gerðist 13. Þessi mynd er tekin í Vatikaninu i júnimánuði í fyrra, er Jóhann- es Páll páfi n tók á móti hópi stúlkna frá Litháen í tilefni af því, að 600 ár voru þá liðin frá kristnitöku í landi þeirra. „Vissulega yrði þjóð okkar yfir sig ánægð," sagði hann. „En yrði það til bóta - eða mundu yfirvöld notfæra sér heimsóknina í eigin tilgangi? Mun betra er að bfða þar til kristnum mönnum allsstaðar í Sovétríkjunum hefur verið tryggt trúfrelsi." En Jóhannes Páll - sem átt hefur f útistöðum við kommún- ista allt frá því hann var vígður til prests í Póllandi árið 1946 - er alls ekki á því að bíða, og Rússar virðast hafa komið til móts við óskir hans, því að patrí- arki rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar bauð sendinefnd frá Róm að koma og vera viðstödd hátf- ðahöld í Moskvu og Kíev f fyrra mánuði í tilefni þúsund ára af- mælisins. Boðið barst um svipað leyti og páfí birti áskoran um „nýjar að- gerðir er miði að fullri samein- ingu“ við rússnesku rétttrúnað- ar-kirkjuna og gætu læknað sár liðinna tíma. „Eg ber hlýhug til Rússa,“ sagði hann við Lu- vatsjivkíj kardfnála. „Dettur þér í hug að ég geti nokkumtíma snúið baki við austrænum bræð- mm okkar?" Það má að sjálfsögðu líta tvennum augum skoðanir þessa berorða en jafnframt dula páfa. Hann sendi nýlega frá sér 20.000 orða handskrifað umburð- arbréf, sem augljóslega var ætlað að greiða honum leiðina til Moskvu. Það vakti ánægju í Kreml en reiði í Hvíta húsinu. Undir fyrirsögninni „Þjóðfé- lagsleg verkefni kirkjunnar" er 600 milljónum kaþólikka í heimin- um sagt að ríkjasambönd austurs og vesturs séu bæði „hús syndar- estrojka". Til dæmis segir Gor- batsjov á einum stað: „Fái ekki allir notið öryggis, er það ekkert öryggi." Og páfí staðhæfir: „Frið- ur er órofa heild. Annaðhvort er hann fyrir alla, eða hann er ekki fyrir neinn." Hvorki í áskomn páfa um sameiningu kirkjunnar í Sovétríkjunum né í umburðarbréf- inu umdeilda minnist Jóhannes Páll II einu orði á grimmilega kúgun kristninnar á 70 ára vald- atíma kommúnismans. Leiðtogar úkraínskra og baltn- eskra kaþólikka í Róm andmæla harðlega mati páfa á þessu við- kvæma máli. „Við getum ekki horft framhjá áframhaldandi píslarvætti kirkjunnar í Sovétríkj- unurn," segir einn aðstoðarmanna Luvatsjivskíjs kardínála, sem setið hefur í mörg ár í ýmsum fangels- um og vinnubúðum. „Tugir þús- unda kirkna em enn lokaðar, ák- aft er unnið gegn skím, og það er saknæmt afbrot að kenna trú- fræði. Biblíum verður að smygla inn til landsins, og því fylgir mik- il áhætta. Sá sem uppvís verður að því að vera kristinn, hvað þá kaþólskur, er samstundis látinn gjalda þess.“ ' í áskomnarbréfí sínu fer Jó- hannes Páll páfi þó mörgum lofs- orðum um Vladimir mikla prins, sem seint á tíundu öld stofnaði fyrsta slavneska stórveldið í Aust- ur Evrópu. Þegar hann tók kristna trú bauð hann yfírbiskupnum í Konstantínópel (síðar Istanbul) að koma og stofna biskupsdæmi ( landinu. Þar með hófst þar gull- öld býsanskrar menningar sem maí 1917. 13. maí 1981 særði tyrkneskur launmorðingi páfa skotsári á PéturstoYginu, og sama dag réttu ári síðar tókst að koma í veg fyrir aðra tilraun til að ráða hann af dögum. í maí í fyrra - enn einu sinni á 13. degi mánaðar- ins - birtist María mey svo við kapellu, sem ekki er lengur not- uð, við Gmshev í Úkraínu, vöggu kristninnar í Rússlandi, þar sem áætlað er að fjórar milljónir íbú- anna tilheyri ólöglegum söfnuði kirkjunnar. Að sögn Pravda heimsækja 80.000 pflagrímar staðinn dag- lega þrátt fyrir aðvaranir yfir- valda og háðsglósur. Getur Jó- hannes Páll II, sem verður 68 ára 18. maí, virt þessa köllun sína að vettugi? Og hvað gerist ef hann fer? Gorbatsjov er það mjög í mun að auka vinsældir sínar á Vestur- löndum og áhrif sln í heimshlutum eins og Mið- og Suður Ameríku með því að koma á friði í einu stofnuninni sem enn berst fyrir sjálfstæði sínu. Síðustu hindran- imar í veginum em að sögn gagn- rýnendumir í Kreml, sem óttast að upp úr ’sjóði ef páfí kemur til Úkraínu - hvað svo sem gerist í Lettlandi og Litháen, hinum höf- uðvígjum kaþólskunnar, þar sem söfnuðurinn telur þijár milljónir manna, sem StaKn innlimaði ( Sovétríkin árið 1939. En Páfarík- ið hefur aldrei viðurkennt þá innli- mun. Höfundur er blaðamaður þjá brezka blaðinu The Qbaerver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.