Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 47 Sunnuhlíð: Rífum aldraða úr biðraðakerfinu — segir Asgeir Jóhannesson MEÐAL frummælenda á ráðstefnunni var Ásgeir Jóhannesson forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins. Ásgeir er jáfnframt formaður Sunnuhlí- ðarsamtakanna í Kópavogi en þau hafa á undanförnum árum vakið athygli fyrir myndarlega uppbyggingu hjúkrunarheimilis og nú nýverið einnig þjónustuíbúða fyrir aldraða. Einkum hafa vakið athygli mikill byggingahraði, en fyrstu þjónustuíbúðirnar voru afhentar eigendum fullfrágengnar, 8'/2mánuði eftir að framkvæmdir hófust, og nýstárleg- ar leiðir í fjármögnun. „Við erum að opna sýn í heilt kerfi og viljum rífa aldraða upp úr hugmyndum um það að fara á bið- lista og bíða eftir einhverju," sagði Ásgeir. „Þeir eiga ekki að láta ráð- stafa sér, þeir eiga sjálfír að taka ákvörðun áður en þeir verða til þess ófærir. Það sem fyrst og fremst aðskilur okkur frá öðrum er að við leggjum höfuðáherslu á sjálfsákvörðunarrétt eldri borgara til þess að velja sér íbúðir og um- hverfí á eldri árum, sem er alveg andstætt við biðlistana og ráðstöfun annarra á öldruðu fólki, ef til vill í aðstæður sem ekki henta viðkom- andi aðilum. Allt sem við höfum gert í þessum málum gengur út frá þessum sjálfákvörðunarrétti,“ sagði hann. „Síðan höfum við fundið leið- ir til að aðstoða fólk til að velja sér íbúðir með því að byggja þijár mis- munandi stærðir af íbúðum, 49, 61 og 81 fermetri og við höfum gefíð fólki kost á að velja sér á meðan þær eru til, þar er engum ráðr-'af- að.“ „Við rekum þjónustukjarnann, sem tengist þjónustuíbúðunum en með tilstyrks sveitarfélagains, sem einnig sér um heimahjúkrun og heimilishjálp lögum samkvæmt. Mjög mörg sveitarfélög hafa sent einstaklinga eða heilar nefndir til að kynna ser hvemig við höfum staðið að okkar uppbyggingu, bæði við hjúkrunarheimili fyrir nokkrum árum síðan, og ekki síður nú í sam- bandi við byggingu á þessum fjör- utíu vemduðu þjónustuíbúðum sem við höfum reist á síðustu 12 mánuð- um,“ sagði Ásgeir Jóhannesson. „Það er ekki vafí á þetta hefur vakið athygli, af því að við höfum farið nýjar leiðir. Við höfum gert einstæðan samning við Búnaðar- banka íslands um aðstoð og banka- ábyrgðir í þessu sambandi því við viljum ekki að gamalt fólk þurfi að stofna til skulda þegar það kemur á lífeyrisaldur. Við höfum því tvær tegundir af íbúðum og í samvinnu við Kópavogsbæ tryggjum við þeim sem ekki búa í eigin húsnæði, að þeir geti líka búið við sama öryggi, þjónustu og félagsskap og þeir sem hafa eignast íbúð og þar af leiðandi er þetta fyrir alla. Við leggjum áherslu á að þeir sem ekkert hafa eignast þurfí ekki að taka lán held- ur séu þær íbúðir í eigu sveitarfé- lagsins. 10% af íbúðunum er fyrir slíkt fólk enda er það í samræmi við niðurstöður félagslegrar könn- unar í Kópavogi þar sem kom í ljós að yfír 90% sextíuára og eldri bjó í skuldlausum eða skuldlitlum eigin íbúðum," sagði Ásgeir. „Annar hlutur í þessum málum, snertir allt þjóðfélagið og það er að það fólk sem við erum að ræða um skuldar yfírleitt ekki. Þess vegna á ekki að lána því fólki. Það er unga fólkið sem á að fá þessi fullverðtryggðu lán. Við viljum að það séu byggðar íbúðir fyrir eldra. fólk án þess að þurfa að taka lán frá þjóðfélaginu og losa um leið íbúðir í grónum hverfum þar sem eru leikskólar og skólar, bamaheim- ili, íþróttavellir og svo framvegis," sagði Ásgeir Jóhannesson. „Þar með er hægt að tvöfalda árangurinn af hverju láni, það er lánað út á gömlu íbúðimar en nýjar íbúðir fyr- ir gamalt fólk eru byggðar skuld- lausar. Lausleg athugun sýnir að ef 10% sextíu ára og eldri flytti sig til, mundi losna um 7 milljarðar í íbúðakerfinu tíl bygginga, án þess að stofnað sé til skulda. Það jafn- gildir byggingu um 2000 íbúða sem þýðir að ef byggðar væm 2000 íbúðir fyrir eldri borgara losna 2000 aðrar í grónum hverfum. Það þýðir að hægt er að fá 4000 íbúðir í notk- un fyrir 2000 lán út á eldri íbúðir, sem um leið nýtast unga fólkinu og bömum þess til þess að flytjast í gróin hverfí með allri þjónustu. Það þarf að stefna mjög markvisst að þessu og við höfum verið að leita lausna. Öll okkar hugmyndafræði stóðst í framkvæmd, það kom ekk- ert óvænt upp á.“ „Við teljum nauðsynlegt að þeir sem byggja fyrir eldri borgara geri langtímaáætlanir í byggingamál- um. Þeir eldri borgarar sem hug hafa á því 'að búa í vemduðum íbú- um þyrftu því að geta skráð sig hjá þeim sem byggja slíkar íbúðir með 5-10 ára fyrirvara, en tilkynnt síðan endanlega ósk sína 1-2 árum áður en þeir vilja flytja inn. Með þeim hætti má draga úr öryggis- leysi eldra fólks og óvissu þess um öruggt húsnæði á efri árum og tryggja að það geti notið öryggis á ævikvöldi, þjónustu og félagsskapar að eigin vali. Það er okkar hugsjón og stóri framtíðardraumur," sagði Ásgeir Jóhannesson. Nokkrir þátttakenda. Hlíf ísafirði: Heimilismenn haldi fjárhagslegu siálfstæði Morgunblaðið/Sverrir Ásgeir Jóhannesson formaður stjórnar Sunnuhlíðar. ERINDI Halldórs Guðmundsson- ar forstöðumanns Hlífar, ibúða aldraðra á ísafirði, vakti athygli ráðstefnugesta, en hann fjallaði um uppbyggingu og rekstur verndaðra þjónustuíbúða og fé- lagsstarf aldraðra. Hlíf, íbúðir aldraðra á ísafirði, tóku til starfa 1982. Þar búa nú 60 manns. Að- staðan er í eigu ísafjarðarbæjar en íbúar leigja 45 fermetra íbúð- ir og hafa þær til ráðstöfunar meðan heilsa leyfir. Heimilið er þannig upp byggt að hver heimil- ismaður haldi fjárhagslegu sjálf- stæði sínu og reki eigið heimili en eigi þó aðgang að ákveðinni þjónustu og búi við öryggi. Heim- ilið er rekið án daggjalda eða opinberra framlaga og hafa tekj- ur staðið undir útgjöldum. Leiga er rúmar 13 þúsund fyrir ein- stakling en um 21 þúsund fyrir hjón. Að auki greiða heimilismenn fyr- ir þá þjónustu sem boðið er upp á og þeir kjósa að færa sér í nyt. Einungis eru 3,65 stöðugildi við Hlíf, eða 1 á hveija 16 vistmenn Morgunblaðið/Sverrir Halldór Guðmundsson forstöðu- maður Hlífar á ísafirði. en algengt mun á elli- og dvalar- heimilum að 1 starfsmaður sé fyrir hverja 2 vistmenn. í erindi sínu sagði Halldór Guðmundsson meðal annars: „Heimilisfólk í Hlíf er ekk- ert frábrugðið öðru eldra fólki, að Búnaðarbankinn og Sunnuhlíð: Bankaábyrgð- ir í stað afsals BÚNAÐARBANKI íslands gerði samning við Sunnuhlíð sem á sér ekki hliðstæðu f bankastarfsemi hérlendis. Samningurinn er þríþættur. Auk þess að taka að sér bókhaldsþjónustu og ráðgjöf fyrir viðskiptavini Sunnuhlíðar brúar bankinn bil milli greiðslna vegna eigna sem seldar eru og gjalddaga á greiðslum vegna framkvæmda f Sunnuhlíð. Þriðji þátturinn og sá sem gerir samninginn svo sérstakan er að bankinn veitir eigendum bankaábyrgðir fyrir framlögum sfnum, og koma þær f stað afsals f þessum viðskiptum, þar sem Sunnuhlfð er skráður eig- andi húsnæðisins og annast sameiginlegan rekstur utan húss og innan. Samkvæmt ábyrgðunum er bank- traustur og það skipti öllu máli. Mik- inn skuldbundinn til að greiða verð íbúðarinnar, samkvæmt mati sérs- takrar nefndar sem tekur tillit til markaðsverðs og ýmissa annarra þátta, til eigenda eða erfíngja þeirra innan 18 mánaða frá því að þess er óskað. Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri hefur annast þessa samningsgerð fyrir hönd Búnaðarbankans og flutti hann framsöguerindi á ráðstefnunni. Hver er reynsla Búnaðarbankans af samningnum við Sunnuhlíð? „Það hefur allt gengið eftir áætlun í þessu máli. Viðsemjandi okkar var il vinna var lögð í að vanda til áætl- ana og undirbúnings enda hafa allar forsendur staðist. Þannig að það er óhætt að segja að reynsla okkar af þessum samningi sé góð,“ sagði Jón Adolf. „Præðilega séð ætti bankinn að geta gert svona samning við aðila hvar sem er á landinu en þó hefur ekki á það reynt. Þó getur verið að einhvers staðar séu ljón á veginum. Það yrði að koma í ljós," sagði hann. „Eins og þessi samningur er gerður varðar hann ekki aukna þátttöku bankans í fjármögnun húsnæðismála Jón Adolf Guðjónsson. en hins vegar opnar bankinn náttúru- lega með ábyrgðaryfirlýsingunni nýja möguleika," sagði Jón Adolf Guðjónsson. „Það er vissulega ákveðnin hag- nýting í því að eldra fólk geti flutt úr of stóru og ef til vill óheppilegu húsnæði og geri stærri fjölskyldum kleift að eignast hina gömlu íbúð. Það er kannski eitt alstærsta verkef- nið í húsnæðismálum hér á landi að nýta betur það húsnæði sem fyrir er. Ég held að það hafi ekki verið hugað nægilega að því,“ sagði Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri. öðru leyti en því að andleg og líkam- leg hrömun þess virðist vera mun hægari en gerist á mörgum stofn- unum.“ Nokkrar ástæður þessa sagði Halldór vera: 1. Með því að vera nánast gert skylt að halda eigið hetmili virðist fólk halda lengur andlegu og líkamlegu atgervi. 2. Fólk haldi ijárhagslegu sjálfstæði sínu og eigi beinan þátt í greiðslu rekstrarkostnaðar. Haldnir séu fundir þar sem íbúum eru kynntar greiðsluáætlanir og breytingar á gjaldskrám. 3. Vegna fjölbýlis sé lítil hætta á félagslegri einangrun. Auk þess að íbúar hittist í þvotta- húsi, verslun, setustofum og öðru sameiginlegu rými sé lögð sú skylda á herðar allra íbúa að fylgjast með nágrönnum sínum, þannig að við hverjar dyr er ljós sem kveikt er þegar gengið er til náða en slökkt að morgni þegar farið er á fætur. Þetta skapi ábyrgðartilfinningu fyr- ir velferð náungans. 4.Hver og einn ákveður hvort og hve mikið hann tekur þátt í félagsstarfsemi og 5.011 aukning þjónustu beinist að ein- staklingum en ekki heildinni. Þjón- usta er því aðeins aukin að hver og einn samþykki eða biðji sjálfur um aðstoð. Þegar heilsa fólks fari að bila og það geti ekki haldið heim- ili sé þjónustan aukin meðheimilis- hjálp og -hjúkrun en síðan sjúkra- húsvist ef þörf krefur. Þannig sé reynt að gera hvem og einn meðvit- aðan um aðstæður sínar og ýtt undir að allir reyni sitt ítrasta til að sjá um sig sjálfír. Halldór sagði það lykilatriði að nauðsynlegt sé að tengja saman fjárhagslega ábyrgð og þjónustu. Þar þurfi að ríkja tregðulögmál, þjónustan sé til staðar en sé ekki veitt nema í síðustu lög og ef þörf krefji. Halldór sagði að ef allar þjón- ustuíbúðir nái að skila sama ár- angri og raunin er á ísafirði sé fyrir- sjáanlegt að þörf fyrir hjúkrunar- rými muni fara minnkandi. And- hverfa þjónustuíbúða séu stofnanir sem taki af gömlu fólki allt sjálf- stæði og steypi það í munstur sem henti stofnuninni, láti það þiggja þjónustu hvort sem það vill eða ekki og geri fólk með skipulögðum hætti að þiggendum sem ekki hafi annað hlutverk en að vera lifandi dauðir, stofnuninni til lífsviðurvær- is. Markmið stofnana sem annast aldraða sagði Halldór að ætti að vera að leggja sjálfar sig niður. Öldmðum kæmi það best geta svo lengi haldið líkamlegu og andlegu atgervi að þeir þurfi aldrei að fara inn á stofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.