Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C II STOFNAÐ 1913 193. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hinna ólöglegu pólsku verkalýðssam- taka, ásamt nokkrum verkfallsmönnum við skipasmiðastöð í Gdansk. Pólland: Verkföll halda áfram í þremur kolanámum Varsjá. Reuter. PÓLSKA lögreglan bældi niður verkföll í kolanámum i Suður- Póllandi en i norðurhluta lands- ins var enginn bilbugur á verk- fallsmönnum þrátt fyrir tilraunir stjórnarinnar til að binda enda á mestu verkalýðsólgu síðan á ár- inu 1981. VerkföII voru enn í þremur kolanámum í gærkvöldi, að sögn pólska sjónvarpsins. Eftir að lögreglan hafði á mið- vikudag ráðist inn í þtjár kolanám- ur í Silesíu, þar sem verkföll hófust þann 15. ágúst, höfðu pólsk yfir- völd í fyrsta sinn samband við Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, hinna ólöglegu verkalýðssamtaka, með aðstoð milligöngumanns. Lögreglan lokaði háskólanum í Varsjá og safn- aði leiðtogum stúdenta saman til að koma í veg fyrir að efnt yrði til mótmælagöngu til stuðnings verk- fallsmönnum. Pólska sjónvarpið greindi frá því að í gærkvöldi væru verkföll enn í þremur kolanámum. Óháðir heim- ildarmenn hafa staðfest þetta og segja að lögreglan hafi ekki reynt að binda enda á verkföllin í þeim. Aðspurður sagði talsmaður stjómarinnar, Jerzy Urban, að of snemmt væri að lýsa yfir því að yfirvöld hefðu brotið verkfalls- mennina á bak aftur. Félagi í Sam- Fríðarviðræður írana og íraka hófust í Genf í gær: De Cuellar seffir viðræðurn- ar hafa verið árangursríkar Gnnf Rnnlnr Genf. Reuter. ÍRANAR og írakar héldu í gær sinar fyrstu beinu viðræður um frið á Persaflóa eftir átta ára styijöld og Javier Perez de Cuellar, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, sagði að þær hefðu verið árangursríkar. Fyrirhugað er að halda viðræðunum áfram í dag. „Ég hef komist að því að báðum aðilum er alvara og að þeir hafi í raun hug á að finna lausn. Ég held að okkur miði nokkuð áfram,“ sagði Perez de Cuellar, sem leiðir viðræð- umar. „Við erum að ræða mikilvæg atriði og höfum þegar komið okkur saman um fyrirkomulag viðræðn- anna," bætti hann við. Sendinefndir ríkjanna, sem ut- ariríkisráðherramir Tareq Aziz (írak) og Ali Akbar Velayati (íran) leiða, komu saman í höfuðstöðvum Pakistan: Herínn skipti sér ekki af stjórnmálum íslamabad. Reuter. NÝSKIPAÐUR æðsti yfirmaður Pakistanshers, Mirza Aslam Beg hershöfðingi, lýsti því yfir í gær að herinn, sem hefur verið við völd i landinu í 41 ár, ætti ekki að skipta sér af stjórnmálum. Opinber fréttastofa Pakistans, APP, skýrði frá því að Beg hefði sagt háttsettum embættismönnum landsins að hemum væri einungis umhugað um öryggi Pakistans. Hann hefði ennfremur lýst yfír að hann væri hlynntur því að kosningar færu fratn þann 16. nóvember. FVéttaskýr- endur segjast ekki minnast þess að háttsettur pakistanskur embættis- maður hsdR maelt svo eindregið með borgaralegri stjóm og lýðræði ( Pak- istan. Sameinuðu þjóðanna í Genf, en hættu viðræðunum eftir tvær og hálfa klukkustund. Ákveðið var að gera fimmtán mínútna hlé á viðræð- unum, en 90 mínutum síðar höfðu sendinefndirnar ekki enn komið saman aftur. „Ekki túlka þetta þannig að viðræðumar gangi sér- lega vel eða illa," sagði þá talsmað- ur Sameinuðu þjóðanna, Francois Giuliani. Svo virtist sem sendinefndirnar, sem skipaðar eru fimmtán mönnum hvor, hefðu ekki ræðst við í sama herbergi eftir þetta, en Perez de Cuellar sagði að viðræður þeirra hæfust aftur í dag og þar til myndu ær ráðfæra sig við stjómvöld í ran og írak. Hann sagði að viðræð- umar hefðu verið árangursríkar og víðtækar. Hann vildi þó ekki upp- lýsa í hverju sá árangur fælist. t Reuter Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, heilsar Javier Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, þegar friðarviðræður íraka og írana hófust í Genf í gær. stöðu sagði að um 500 verkamenn, sem tóku þátt í mótmælagöngu við stærstu olíuvinnslustöð Póllands í Plock, 120 kílómetrum norðvestur af Varsjá, hefðu hótað að efna til verkfalls beitti lögreglan verkalýð- inn valdi. Búrma: Verkföll lama at- vinnulífið Rangoon. Reuter. Allsheijarverkfall lamaði at- vinnulifið í Rangoon, höfuðborg Búrma, í gær. Rúmlega 100.000 manns söfnuðust saman á götum borgarinnar til að fagna þvi að ellefu pólitískir fangar voru leystir úr haldi og til að að krefj- ast þess að endi yrði bundinn á einræði sósíalistaflokksins i landinu. Þeir fáu hermenn sem vom enn á götum höfuðborgarinnar eftir að stjómin aflétti herlögum stóðu vörð við seðlabanka laridsins. Starfsemi lá niðri í bönkum, verslunum og fyrirtækjum borgarinnar. Ennfrem- ur voru skrifstofur hins opinbera mannlausar og engin dagblöð komu út. „Þetta er í fyrsta sinn síðan byltingarstjómin tók við völdum árið 1962 sem hægt hefur verið að efna til slíks allsheijarverkfalls með þátttöku allra stétta og félagasam- taka,“ sagði einn leiðtoga verkfalls- mannanna við fréttarita Reuters. Ríkisstjóm iandsins ákvað í gær að leysa ellefu pólitíska fanga úr haldi, en þeir höfðu verið fangelsað- ir fyrir „andóf gegn ríkinu". Meðal þeirra var Aung Gyi, sem tók þátt í valdaráni hersins árið 1962 en féll í ónáð þegar hann mótmælti þjóð- nýtingu fyrirtækja og einræði sósía- listaflokksins. Noregur: Þjófurínn skilaði Munch-málverki Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. í SEX mánuði leitaði lögreglan í Noregi að málverkinu „Blóðsug- an“ eftir Edvard Munch, sem stolið var úr Munch-safninu í Ósló. Yfirmenn safnsins töldu að málverkið, sem metið er á 40 miltfón- ir norskra króna (268 mil(jónir ísl. kr.), væri með öllu glatað þegar því, öllum til mikillar ánægju, var skilað fyrr i vikunni. Ungur maður kom á lögreglu- stöðina í Ósló fyrr í vikunni með málverkið undir hendinni. „Ég stal málverkinu og ég sé eftir því að hafa gert það. Hér er mynd- in,“ sagði maðurinn, sem heitir Pál Enger, við lögregluna. Enger, sem spilaði með knattspyrnuliðinu Válarengen í norsku 1. deildar- keppninni í knattspymu á síðasta ári, situr nú í fangelsi vegna þjófn- aðarins. Enger er einnig grunaður um að hafa staðið að stærsta skart- griparáni sem framið hefur verið I Noregi. Það var framið í Osló í júnímánuði og var andvirði þýfis- ins um 4,5 milljónir norskra króna (30 milljónir ísl. kr.). Enger tjáði lögreglunni að hann hefði tapað gífurlegum fjárhæð- um í spilum og steypt sér í miklar skuldir. Því hafi hann ákveðið að stela málverkinu. Hugðist hann selja það til þess að verða sér úti um peninga til að greiða skuldim- ar en honum tókst ekki að koma málverkinu í verð. Ákvað Enger að skila því og nú hangir „Blóð- sugan“ á sínum gamla stað á Munch-safninu í Ósló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.