Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 23 Kanada: Mjaldurmn víð mynni St. Lawrence-fljóts í útrýmingarhættu Ottawa, Reuter. MJALDURINN lifir í Norður-íshafinu. Þ6 hefur þessi smávaxna hvalategund um aldir einnig haldið til á mun suðlægari slóðum við mynni Sankti Lawrence-fljótsins í Kanada. Munu þetta vera syðstu mörk útbreiðshisvæðis mjaldursins. Umhverfisverndar- sinnar í Kanada óttast nú að stofninn við Kanada sé í hættu vegna mengunar en árlega er þúsundum tonna af úrgangi hent í St. Lawrence-fljótið frá iðnfyrirtækjum. Xanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að koma upp sjávarþjóð- garði til að vemda mjaldurinn en umhverfísvemdarsinnar segja að framkvæmdum vegna þessa hafí verið seinkað æ ofan í æ að nauð- synjalausu. Á meðan fækki dýrun- um stöðugt á svæði þar sem sjáv- armengun er talin vera með þvf mesta sem gerist í úthöfunum. Árlega henda kanadísk iðnfyr- irtæki jrfír 100.000 tonnum af úrgangi í fljótið, olía, málmar og hundmð tegunda af eiturefnum berast fljótinu tij sjávar þar sem mjaldurinn lifír. Á hveiju vori rek- Mjaldur. ur að minnsta kosti tíu dýr á land. Hræin eru svo úldin að stjórnvöld líta svo á að þau séu eiturúrgang- ur. Vísindamenn segja að hvalim- ir drepist úr ýmsum sjúkdómum, s.s. krabbameini, lifrarbólgu og vegna bandvefsmyndunar í lung- um, svo að dæmi séu tekin. Um aldamót er talið að mjald- urs-stofninn við mynni St. Law- rence hafi talið um 5.000 dýr. Ofveiði og mengun hafa valdið því að dýrunum hefur fækkað stórlega og nú em dýrin um fímm hundmð. Við fæðingu er mjaldurinn dökkur en eftir því sem hann eld- ist lýsist hann og fullvaxinn er hann alhvítur. Mjaldurinn er lítill hvalur, um sex metrar að lengd og vegur um tvö tonn fullvaxinn. Þessi hvalategund hefur ekki ver- ið mikið rannsökuð, aðallega vegna þess hversu norðarlega hún lifír. Þess vegna er vísindamönn- um ómetanlegt að geta fylgst með þessum fallegu dýram við mynni St. Lawrence-fljótsins. Kanadastjóm tilkynnti nýlega að fímm milljónum dollara (um 235 milljónum ísl. kr.) verði varið til að reyna að bjarga hvölunum og koma á fót sjávar-þjóðgarði í samvinnu við yfírvöld í Quebec- ríki. Þessi ákvörðun gladdi þá sem óttast um hvalina en það hefur valdið þeim áhyggjum hversu lítið hefur orðið úr framkvæmdum. Orð em til alls fyrst og vonandi verður hægt að koma í veg fyrir útrýmingu mjaldursins við mynni St. Lawrence-fljótsins. Herforingjar í Chile aflétta neyðarlögum Santiago. Reuter. Herforingjastjórnin í Chile af- létti í gær neyðarlögum sem sett voru fyrir 15 árum, skömmu eft- ir að herinn hrifsaði til sín völd- in. Lögin takmörkuðu funda- frelsi jafnt sem prentfrelsi og veittu jafnframt yfirvöldum heimild til að halda fólki í fang- elsi í allt að 20 daga án þess að það kæmi fyrir dómara. Kveða mátti upp útlegðardóm yfir stjórnarandstæðingum án þess að þeir fengju að áfrýja. Sljórn- arandstæðingar fögnuðu i gær ákvörðun yfirvalda en eftir sex vikur fer fram forsetakjör er jafnframt verður þjóðarat- kvæðagreiðsla þar sem úrskurða skal hvort herforingjastjórnin verði áfram við völd. Patricio Aylwin, sem er leiðtogi helsta flokks stjómarandstæðinga, Kristilega demókrataflokksins, sagði að afnám neyðarlaganna væri gmndvallarskilyrði þess að kosningamar gætu orðið lýðræðis- legar. „Þetta er sýndarmennska af hálfu ríkisstjómarinnar en hefur samt þýðingu fyrir stjómarandstöð- Syndir yfir jökulkalt Baikalvatnið Moskvu. Reuter. Bandaríska sundkonan Lynne Cox, ætlar að reyna að synda 16 kílómetra leið yfir jökulkalt Ba- ikalvatnið í Síberíu í dag. í gær synti hún tveggja kilómetra leið í straumþungri Angara-ánni þar sem hún rennur i vatnið. Engum hefur tekizt að synda yfír Baikalvatn og er tilraun Cox því sýnd mikil athygli í Sovétríkjun- um. Eftir æfinguna í Angara-ánni, á sömu slóðum og vinsælt sovézkt leikritaskáid, Alexander Vampílov, dmkknaði árið 1970, sagðist hún þess fullviss að sundið yfír vatnið frá Tolstíj-höfða til Listvíjanka yrði leikur einn. Cox hefur getið sér frægðar fyr- ir iangsund en hún synti m.a. yfír Mývatn fyrir nokkmm ámm. í fyrra synti hún yfir Beringssundið, frá eyju við Alaska til austasta odda Sovétríkjanna. Hún undirbjó sig fyrir það sund m.a. með því að synda yfír Magellansundið við Suð- ur-Ameríku. una sem fær nú a.m.k. fræðilegan rétt á að halda fundi án þess að sækja til þess leyfi hjá stjómvöld- um,“ sagði Aylwin. Neyðarlögin hafa haft í för með sér að lögreglu- lið landsins hefur, samkvæmt fyrir- skipunum herforingjastjómarinnar, umsvifalaust brotið alla mótmæla- fundi á bak aftur. Stjómarandstæð- ingar krefjast þess nú að fá betri aðgang að fjölmiðlum , einkum sjónvarpi. Talið er nær fullvíst að Augusto Pinochet hershöfðingi, sem nú gegnir bæði stöðu forseta og æðsta yfírmanns heraflans, verði fram- bjóðandi hersins til að gegna for- setaembættinu næstu átta ár. Pinochet er 72 ára að aldri. Herfor- ingjar era ráðandi afl í stjórninni en þeir óbreyttu borgarar, sem í henni sitja, em sagðir styðja Pinoc- het með því skilyrði að hann láti sér framvegis nægja forsetaembæt- tið eitt. Aðeins einn maður verður í framboði en hann þarf að fá meiri- hluta atkvæða til að verða rétt kjör- inn. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum hefur stjómarandstaðan nokkm meira fylgi en herforingj- arnir en 30% segjast ekki hafa gert upp hug sinn. Á miðvikudag birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Ámnesty Intemational skýrslu þar sem segir að leynilegir hópar manna, er teng- ist chilensku öryggislögreglunni, ofsæki hundmð stjómarandstæð- inga í landinu með morðhótunum, mannránum og pyntingum. Hafí ofsóknimar færst í aukana því nær sem dragi kosningunum í október. Reuter Takeshita sækir Kínverja heim Noboru Takeshita, forsætisráðherra Japans, kom í gær í opinbera heunsókn til Kína sem standa mun i sex daga. Tilgangurinn með heimsókninni er einkum viðskiptalegs eðlis en japanskir embættis- menn sögðu að forsætisráðherrann hygðist bjóða Kínveijum rúm- lega 270 milljarða isl. kr. að láni til uppbyggingarstarfs i Kína. Lánið verður veitt á fimm árum og verður fyrsta greiðslan innt af hendi árið 1990. Þúsundir manna fögnuðu Taskeshita er hann kom til Peking og sýnir myndin forsætisráðherrann og eiginkonu hans, Naoko, klappa skólabörnum lof í lófa fyrir framlag þeirra við mót- tökuathöfnina. Geimvarnaáætlun Bandaríkjastj órnar: Tilraimimar nýtast almenningd The Daily Telecraph. ^ i J ' Daily Telegraph. MARGIR efast um gildi og réttmæti geimvarnaáætlunar Banda- rikjamanna, en hvert sem álit fólks er á geimvörnum verður því ekki neitað að tæknin sem þær byggjast á hefur orðið vísindunum til ómetanlegrar hjálpar. Leysigeisli, sem hannaður var til að eyðileggja óvinveittar kjarnaeldflaugar á leið inn í gufuhvolfið, hefur reynst afar þarfur við að fjarlægja illkynja æxli úr mönn- um auk þess sem leysigeislar eru notaðir í örtölvutækni og við lyfjaKerð- Öll sú vinna, sem lögð hefur verið í gerð geimvamaleysibyss- unnar, sem hönnuð er með það fyrir augum að hún geti skorið í sundur málma af mörg hundmð kílómetra færi, hefur leitt til þess að hannað hefur verið nýtt tæki sem kallað er „flökkurafeinda- leysirinn" (free-electron laser). Samþjappaður sterkur ljósgeisli Leysigeisli er ljósgeisli sem magnaður hefur verið upp og þjappað saman í einn sterkan geisla, öfugt við venjulegan ljós- geisla sem varpar geislum (eða ljóseindum) í allar áttir. Leysi- geislinn er fremur óþjáll og tak- markaður í notkun. Aflgjafínn setur fmmeindir efnis, til dæmis gulls eða koltvísýrlings, á hreyf- ingu þar til það gefur frá sér ljó- seindir sem skotið er fram og aft- ur milli spegla er þétta geislann *og koma i veg fyrir að ljósið dreif- ist. Stöðugir árekstrar ljóseind- anna valda keðjuverkun sem eyk- ur styrk ljóssins. Þegar ljósstyrkurinn nær ákveðnu marki (sem nefnt er þrö- skuldsstyrkur) er geislinn orðinn svo þéttur að hægt væri að varpa honum frá jörðu til tunglsins án þess að hann dreifðist. Sá bögg- ull fylgir þó skammrifí að notkun- armöguleikar leysigeisla, sem bú- inn er til á þennan hátt, takmark- ast af því hvaða efni ljósgjafinn er gerður af. Því er þannig farið að bylgju- lengd ljóssins ákvarðast af efninu sem notað er. Gull, til dæmis, gefur frá sér appelsinugulan geisla með bylgjulengdinni 628 milljarðar metra (6,28xlOu m). Þessi bylgjulengd hentar vel til að virkja ákveðin ljósnæm efni f lyfjum. Koltvísýrlingur gefur geisla af bylgjulengd sem vatn gleypir og við það sýður vatnið. Með ör- grönnum geisla er hægt að skera sundur líkamsvefí sem innihalda vatn. Argon-leysigeisli er af bylgjulengd sem rautt efni gleypir í sig. Þess vegna hentar hann til að skera blóðríka vefí. Argon- leysigeisla er hægt að nota til að gera skurðaðgerðir á sjónu aug- ans. „Flökkurafeinda- leysigeislinn“ Leysigeislabyssur sem nota mismunandi ljósgjafa gegna mis- munandi hlutverki eftir því hver ljósgjafinn er. Ekki er hægt að nota argon-leysibyssu til að skera vatnsríka vefi eða koltvísýrlings- leysibyssu til að gera skurðaðgerð á sjónhimnu. John Madey, próf- essor við Stanford-háskólann í Kalifomíu, fékk þá hugmynd að gera leysigeislabyssu sem gæfí frá sér geisla af mismunandi bylgjulengdum er notandi gæti breytt að vild. En, hvemig átti slíkt að vera framkvæmanlegt? Það væri sérlega óheppilegt ef taka þyrfti leysibyssuna í sundur og skipta um ljósgjafa í hvert skipti sem þörf væri á að breyta bylgjulengdinni. Prófessomum datt þá það snjallræði í hug að senda geislann á milli margra segla sem gætu breytt bylgju- lengd ljóssins að hentugleik. „Þetta er svo einfalt að ég furð- aði mig á því hvers vegna engum hafði dottið það í hug fyrr,“ hefur verið haft eftir prófessor Madey. Notkun búnaðar, sem samstarfs- menn Madeys kalla „segul-velti", gerir kleift að stjóma bylgjulengd leysigeislans. Þetta nýja tæki hef- ur á fræðimáli verið kallað „flök- kurafeinda-leysirinn". 90 milljónum dollara (4.230 milljónum ísl. kr.) var á síðasta ári veitt til rannsókna á vegum Geimvamaáætlunarinnar banda- rísku og 9 milljónum dollara (423 milljónum ísl. kr.) var varið til rannsókna í friðsamlegum til- gangi í tengslum við rannsóknir til geimvama. Stærstur hluti þess fjár var notaður til að þróa „flök- kurafeinda-leysinn“. Búist er við að á næsta ári verði sömu fjárhæð veitt til þessara rannsókna. Verkfræðingar sjá í hillingum á hvem hátt sé unnt að nota þenn- an nýja leysigeislabúnað. Hægt verður að fjarlægja æxli við heila án þess að framkvæma skurðað- gerð. Hægt verður að framleiða ný efnasambönd og lyf sem em betri en þau er nú em framleidd með erfðatækni. Unnt verður að smíða vélar á stærð við sameind- ir, knúnar stöðurafmagni. Eina hættan við smíði og notkun slíkra dverg-tækja verður sú að menn gætu slysast til að anda þeim að sér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.