Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 5 Heimilistæki hf Tæknideild • Sætúni8 SÍMI: 69 15 00 !/eó i samuK^u/tc Skoðanakönnun Stöðvar 2 og Skáís: Hlutfallslega flestir Reyknesingar hafa bragðað áfengan bjór HÆST hlutfall þeirra sem hafa bragðað áfengan bjór er í Reykj- aneskjördæmi samkvæmt niður- stöðun skoðanakönnunar sem Skáís gerði fyrir Stöð 2 dagana 19. og 20. ágúst. Þar kemur einn- ig fram að 67,9% þeirra sem tóku afstöðu vildu að innlendur bjór verði ódýrari en erlendur. í þessari könnun var m.a. spurt hvort svarendur hefðu bragðað áfengan bjór, hvort þeir teldu íslenska vatnið gefa meiri mögu- leika en ella á góðri bjórfram- leiðslu, hvort þeir teldu líklegt að íslendingar geti flutt út íslenskan bjór, hvort þeir telji rétt að Áfengis- verslunin selji allar bjórtegundir sem íslenskir framleiðendur geta boðið og hvort sanngjamt sé að innlendur bjór verði ódýrari en er- lendur. 85,2% þeirra sem tóku afstöðu hafa bragðað áfengan bjór. Reyk- nesingar eru fámennastir í hópi þeirra, sem ekki hafa bergt á bjóm- um, 19% miðað við 33% í Reykjavík og 48% á landsbyggðinni. Af þeim sem ekki hafa sopið bjórinn em karlar 35%, konur 65% og 66% em 50 ára eða eldri. Af þeim sem tóku afstöðu telja 84,1% að íslenska vatnið gefi meiri möguleika en ella á góðri bjórfram- leiðslu. 76,8% telja líklegt að íslend- ingar geti flutt út áfengan bjór. 77,8% telja rétt að Áfengisverslunin selji allar þær bjórtegundir sem íslenskir bjórframleiðendur geta boðið upp á. Loks telja 67,9% sann- gjarnt að innlendur bjór verði ódýr- ari en erlendur. Spurt var í gegn um síma og var spumingum beint til þeirra sem vom 18 ára eða eldri. Haft var samband við alls 700 einstaklinga og af þeim svömðu 636, eða 90,9%. Kona slas- ast í veltu KONA var flutt á slysadeild, sködduð á hrygg, eftir að hún hafði ekið bíl sínum út af, hann oltið og hafnað í ánni Bugðu skammt ofan Leirvogsvatns. Að sögn lögreglu mun konan hafa blindast af sól og því misst bílinnút af veginum. Verktaki Blaðprents- húsanna gjaldþrota PERSÍA HF., verktakafyrirtækið er byggir hús Blaðaprents, Tímans, Alþýðublaðs og Þjóðvilja við Lyngháls, óskaði eftir gjald- þrotaskiptum hjá Borgarfógeta- embættinu í Reykjavík á mánu- dag. Ragnar Ámason, formaður stjórnar Blaðaprents segir alltaf áhyggjuefni þegar fyrirtæki sem eigi í viðskiptum og hafi gengist Skipverji meiddist áfæti SKIPVERJI klemmdist illa á fæti um borð í togaranum Hrímbak, er hann var staddur um 20 sjómílur norður af Grfmsey um klukkan 14 f gær. Ekki þótti ástæða til að þyrla Landhelgisgæslunnar færi í sjúkra- flug vegna þessa heldur hélt togar- inn áleiðis til hafnar með manninn. undir skuldbindingar verði gjald- þrota. Hann telji þó að tekist hafi að tryggja hagsmuni Blaðaprents og blaðanna eins vel og auðið sé. Byggingamar sem hér um ræðir eru tvær, bygging Blaðaprents er svo að segja fullfrágengin en þar eru einnig til húsa Tíminn, sem ásamt Blaðaprenti er þegar fluttur inn. Hin byggingin er skemur á veg komin en þar hefur m.a. Þjóðviljinn fest kaup á húsnæði. Hafsteinn Baldvinsson lögmaður Persíu segir ástæðu gjalþrotsins þá að kostnaðurinn við húsið hafi farið úr böndunum og söluverð þess sé of lágt. Húsin voru eina verkefni fyrir- tækisins. Deilur komu upp á milli Blaða- prents og Persíu á byggingartíman- um og spunnust þær hver af annari að sögn Hafsteins Baldvinssonar, lögfræðings Persíu hf. „Blaðaprent taldi að ekki hefði verið staðið við afhendingardaga en Persía sagði greiðslur Blaðaprents af húsinu ekki hafa verið skilvísar. Það var svo ótal- margt sem kom til, m.a. fékkst hús- ið seint samþykkt. Allt varð þetta á endanum til þess að verktakinn varð gjaldþrota," sagði Hafsteinn. infotec Sendðierrar reiéubúnir í þína þjónustu- borga sig upp ó tveimur mónuðum og þurfa enga kauphœkkun! Gjaldskrá gæsluvalla hækkar úr 30 krónum í 50 BORGARRÁÐ ákvað á fundi sínum í vikunni að hækka gjald- skrá gæsluvalla í Reykjavík úr þijátíu krónum í fimmtíu fyrir hvert skipti og 25 miða afsláttar- kort hækka úr 600 krónum í 1000. „Mér finnst þetta ekki háar upp- hæðir fyrir góða gæslu barna með- an við borgum til dæmis fímmtíu krónur fyrir bílastæði," segir Elsa Theodórsdóttir forstöðukona gæsluvallanna. „Þá held ég að ekki sé ýkja mikið að borga þúsund krón- ur fyrir bamagæslu hálfan daginn í heilan mánuð, á afsláttarkortunum era 25 miðar en 22 vinnudagar í venjulegum mánuði. Gjaldið hefur alltaf verið afskap- lega lágt og þótt þetta sé dálítið stökk mætti hafa í huga að nú er verið að byggja þessa velli upp. Ný leiktæki hafa verið að bætast á gæsluvellina og verða komin á þá alla í haust. Þá er víða brýn þörf, á að gæslukonur fái betri aðstöðu." Gæsluvellimir era opnir á hveij- um degi frá klukkan 9 til 12 og 13.30 til 17, en á tímabilinu frá 1. nóvember til 1. mars frá 10 til 12 og 13.30 til 16. Að sögn Elsu Theo- dórsdóttur era nú 27 gæsluvellir í Reykjavík, þar af vora tveir opnað- ir í fyrra, við Frostaskjól og Fanna- fold. Verið er að reisa gæsluvöll í Malarási 17. A flestum völlunum starfa tvær gæslukonur en þijár á þeim fimm stærstu. Yfir sumartím- ann era stúlkur úr Vinnuskóla Reykjavíkur konunum til aðstoðar. Aðsókn á gæsluvellina hefur að sögn Elsu verið mjög góð í sumar og komu liðlega 22.500 böm á „róló" í júlí. Það er þó um þúsund bömum færra en í sama mánuði í fyrra. Flest börn, yfír 1900 talsins, komu á gæsluvöllinn við Stakkahlíð í júlímánuði síðastliðnum. Ákveðið var í vikunni að hækka gjaldskrá gæsluvalla úr 30 krón- um í 50 fyrir hvert skipti. Elsa Theodórsdóttir forstöðukona tel- ur gjaldið ekki hátt fyrir góða gæslu barnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.