Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 45 SUND / OLYMPIULEIKAR Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona: „Æfingamar veríð langar og strangar ii „ÆFINGARNAR hafa verið . langar og strangar, en nú fer ég að slaka aðeins á, enda ekki nema 15 dagar þar til við förum til Seoul,“ sagði Ragn- heiður Runólfsdóttir sund- konan kunna ífyrradag. Hún hefur orðið að leggja hart að sér að undanförnu til að ná settu marki og eftir linnulitlar æfingar allan daginn vann hún frá kvöldmat til mið- Bjöm nættis á þrekmið- Blöndal stöð. Hún hefur ver- sknfar ið á svokölluðum B-styrk ÍSÍ og feng- ið 18 þúsund krónur á mánuði, en í fyrradag bárust henni þær fréttir að styrkurinn hefði verið hækkaður um helming. Ég fann að þetta var of mikið álag og því hætti ég að vinna á kvöldin. Við förum til Reykjavíkur flóra morgna í viku og síðan eru æfingar í Njarðvík eða í lauginni á Keflavíkurflugvelli. Það kemur sér náttúrlega vel að fá þessa peninga, en þeir hefðu gjarnan mátt koma fyrr,“ sagði Ragnheiður í samtali við Morgunblaðið. Ragnheiður náði ólympíulág- mörkum í sínum uppáhaldssund- greinum 100 og 200 metra bringu- sundi á stórmóti í Noregi í mars og setti í leiðinni glæsileg íslands- met. Hún bætti síðan um betur á móti á Spáni í júlí og setti þá aftur íslandsmet í báðum greinunum og í 200 m ijórsundi. Ragnheiður sagði að þeir sem færu með styrkveitingar hjá ÍSÍ hefðu aldrei haft samband eða talað við sig. Upp hefði komið sá mis- skilningur hjá ÍSÍ mönnum að þeir hefðu talið laugina í Noregi þar sem hún náði lágmörkunum vera 25 metra en ekki 50 metra eins og kraflst er, en þetta hefði verið leið- rétt. Ragnheiður sagði að hún myndi æfa á fullum krafti út næstu viku og síðan yrði létt á æfingarálaginu. Hún ætlar að keppa í 3 greinum í Seoul og verður fyrsta greinin 200 metra bringusund sem er hennar uppáhaldsgrein. íslandsmet Ragn- heiðar í greininni er 2.37.11 mín. og hefur hún bætt metið um 4 sek- úndur á árinu. Hún sagði að til þess að komast í úrslit yrði hún að bæta sig um 3 sekúndur enn og það væri markmiðið. „Ég er á góðu róli um þessar mundir og er miklu öruggari með mig en áður. Því er FOLK ■ OPIÐ öldungamót í golfi verður laugardaginn 27. ágúst á HlíðaveUi í MosfeUsbæ. Keppt verður í flokki 50-54 ára og flokki 55 ára og eldri. Keppt verður með og án forgjafar og veitir verslunin Pfaff glæsileg verðlaun. Hér er um að ræða mót þar sem árangur verð- ur notaður til viðmiðunar við val á landsliði öldunga. ■ NINA RICCI-MÓTIÐ,opið kvennamót í golfí, fer fram á vegum GS á HólmsveUi í Leiru á laugar- dag og hefst kl. 10:00. Leiknai verða 18 holur með og án forgjaf ar. Jafnframt fellur niður opið golf mót karlá sem áður hafði verii auglýst á vellinum á sama tíma. Morgunblaðið/KGA Ragnhelður Runólfsdóttlr mætt á æfíngu í Laugardalslauginni í Reykjavík í gærmorgun. fyrir ísland í Seoul," sagði Ragn- ég bjartsýn og jákvæð á framhaldið og það verður stór stund að keppa 3.0G4. DEILD Einherji í 2. deild Einheiji frá Vopnafírði hefur tryggt sér sigur í B-riðli 3. deildar og þar með 2. deildar- sæti, þótt liðið eigi tvo leiki eft- ir. í fyrrakvöld bar Einherji sig- urorð af Þrótti N, 2:0 og skor- uðu Viðar Siguijónsson og Bald- ur Kjartansson mörkin. Einherji féll í 3. deild fyrir ári og hafði því skamma viðdvöl í deildinni. Liðið, sem er undir stjóm Njáls Eiðssonar, fór frek- ar rólega af stað í sumar en hefur unnið hvem leikinn á fæt- ur öðrum upp á síðkastið. Hveragerói vann Hveragerði sigraði Skotfélag Reykjavíkur 2:1 í leik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar Hvera- gerði í fyrrakvöld. Ólafur Jós- epsson skoraði bæði mörk Hver- gerðinga en Jens Ormslev skor- aði mark Skotfélagsins. KNATTSPYRNA Akureyrar- mótíkvöld Ikvöld mætast KA og Þór á Akureyrarvelli kl. 19.00. Leikur liðanna er í Akureyrarmótinu, og verður aðeins um þessa einu viður- eign að ræða. heiður ennfremur. Morgunblaðiö/Björn Blöndal Ragnhelóur Runólfsdóttlr og EAvarð Þór EAvarðsson notuðu eftir- miðdaginn í fyrradag til að hlaupa frá Njarðvík að afleggjaranum til Grindavík- ur því sundlaugin á Keflavíkurflugvelli var lokuð. ÍSLANDSMÓTIÐ 2. DEILD FH - ÞRÓTTUR á Kaplakrikavelli í kvöld kl. 19.00 FH-ingar fjölmennið .GSft Kópavogsvöllur Breiðablik Víðir kl. 19.00 Zenith tölvur BYKO <SAMEÍND> XNr/ 'srn-2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.