Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 14 Minning: Vilhjálmur Ingvarsson framkvæmdastjóri Fæddur 27. apríl 1940 Dáinn 18. ágúst 1988 í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Vilhjálms Ingvarssonar framkvæmdastjóra, sem andaðist í Landakotsspítala 18. ágúst síðastlið- inn. Með honum er genginn góður vinur og frændi og er nú tregt tungu að hræra. Litlir drengir lékum við okkur saman sumarstund í Laugar- ási við Síðumúla. Árin liðu og leiðir lágu aftur saman, stundum daglega, og nú síðast fyrir nokkrum vikum uppi við Þverá, þar sem öllu amstri var gleymt þó að lítt viðraði til veiði. Drengir urðum við aftur. Svo kom fregn af veikindum, dauða. Dugnaðarforkur hlífði sér ekki og lagði veikur í langferð. Þaðan kom hann að vísu, en nú er hann farinn aftur, þá ferð er enginn kemst und- an. Mér er söknuður sár en í minning- unni býr bros, vinátta, einlægni og drenglund. Vilhjálmur Ingvarsson fæddist í Reykjavík 27. apríl 1940, sonur hjón- anna Áslaugar Jónsdóttur og Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns. Áslaug var dóttir Jóns bónda í Hjarðarholti í Stafholtstungum Tóm- assonar að Skarði í Lundarreykjadal Jónssonar og Sigríðar Ásgeirsdóttur frá Lundum Finnbogasonar bónda, bókbindara og útvegsmanns og Ragnhildar dóttur Ólafs í Bakkakoti í Bæjarsveit, er nú heitir Hvítár- bakki, Sigurðssonar. Ragnhildur var áður gift Ólafí á Lundum Ólafssjmi, sem fórst af slysförum. Eitt barna þeirra var Ragnhildur langamma mín í Engey. Ásgeir hafði áður búið á Lambastöðum á Seltjamamesi en misst konu sína, Sigríði Þorvalds- dóttur prests Böðvarssonar. Eitt bama þeirra var Kristín langamma mín á Komsá. Þannig lágu ættir okkar saman á tvo vegu; hann var jafnskyldur foreldrum mínum þó að ekki verði rakinn skyldleiki þeirra í milli. Nánar frænkur urðu mæður okkar vinir. Foreldrar Ingvars vom Vilhjálmur Hildibrandsson bóndi og jámsmiður af Víkingslækjarætt og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir bónda á Bakka í Þykkvabæ Ámasonar. Bjuggu þau fyrst í Dísukoti í Þykkvabæ og síðar í Vetleifsholti í Ásahreppi. Þau flutt- ust til Reykjavíkur L919 og bjuggu á Laufásvegi 20. Áslaug frá Hjarðarholti varð bráðkvödd á aðfangadag jóla 1968. Henni var flest til lista lagt, er góða konu má prýða. Ingvar lifír í hárri elli og dvelst á Hrafnistu við Hafnar- flörð. Að loknu stúdentsprófí frá Versl- unarskóla íslands 1961 hóf Vilhjálm- ur störf með föður sínum, einkum austur á Seyðisfírði. Það var hans háskóli. Þá vom síldarár. Þeim dugði ekki að salta síldina, verkið varð að vinna til enda og þess vegna var reist síldarbræðsla sem kennd var við Hafsíld. Vilhjálmur var fram- kvæmdastjóri hennar frá stofnun 1965 og söltunarstöðvarinnar Sunnuvers frá 1962. Jafnframt vann hann við ísbjöminn hf. og gerðist framkvæmdastjóri þar 1971. Árið 1973 kom Jón bróðir hans einnig til starfa við félagið og stóðu nú bræð- umir báðir við stjómvölinn með föður sínum. Getur vart samhentari menn. Ingvar Vilhjálmsson hafði stofnað ísbjöminn hf. árið 1944 en hafíð útgerð, fískkaup og fískverkun í Reykjavík 1935. Áður hafði hann verið togaraskipstjóri, en í sjóróðra fór hann fyrst á opnu áraskipi frá Þorlákshöfn 1916. Þeir feðgar réðust í það stórvirki að reisa eitt fullkomn- asta hraðfrystihús landsins á Norður- garði við Reykjavíkurhöfn í stað gamla hússins á Hrólfsskálamelum á Seltjamamesi. Jafnframt vom gerðir út togarar og Hafsíldarverk- smiðjan starfaði áfram. Þegar upp- gripin vom mest var tekið á leigu sfldarbræðsluskipið Norglobal. Fyrir þremur ámm gengu ísbjamarfeðgar svo til samstarfs við Reykjavíkurborg um stofnun Granda hf., en hag- kvæmt þótti að sameina rekstur Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ís- bjamarins hf. í einu fyrirtæki. Eftir stóð verksmiðjan á Seyðisfírði. í vet- ur var tekin ákvörðun um end- ursmíði hennar og keyptar vélar frá Noregi. Enn var leitað hins full- komna og ákveðið að nota nýjustu tækni og framleiða verðmætara mjöl en áður. Að þessu vann Vilhjálmur heilum huga og í þágu þessa verkefn- is lagði hann veikur í langferð. Vilhjálmur kom víða við sögu í atvinnulífí þjóðarinnar, einkum í sjávarútvegi og fyrirtækjum og sam- tökum tengdum honum. Þannig var hann í stjóm Landssambands íslenskra útvegsmanna og Verslun- arráðs íslands og framkvæmdaráð- um þeirra, í stjóm Fiskveiðasjóðs íslands og stjómum ýmissa hlutafé- laga, m.a. Sfldar- og fískimjölsverk- smiðjunnar hf., Isbjamarins hf., Granda hf. og Olíuverslunar fslands hf. Vilhjálmur kvæntist 19. október 1969 Önnu Fríðu Ottósdóttur Winth- ers umboðsmanns á Seyðisfírði Magnússonar og konu hans Valdísar Guðmundsdóttur. Böm þeirra em Ottó, Valdís og Ingvar. Sambýlis- kona Ottós er Elín Helena Bjama- dóttir og eiga þau einn son, Bjama Steinar. Yngri bömin eru í foreldra- húsum. Vilhjálmur Qg Anna Fríða áttu vel saman. Hún studdi hann í störfum hans og bjó honum gott heimili, fullt af hlýju, þar'sem gott var að koma að loknu dagsverki. Þau vom bæði smekkmenn og höfðu komið sér upp góðu safni fágætra bóka og fagurra málverka. Hennar og bamanna er söknuðurinn mestur. Vilhjálmur bar nafn afa síns. Um hann orti Davíð Stefánsson frá Fa- graskógi kvæðið Höfðingi smiðjunn- ar og sagði: Hann tignar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. Þannig minnist ég frænda míns. Blessuð sé minning hans. Benedikt Blöndal í þessum örfáu, fátæklegu orðum langar mig að minnast Vilhjálms Ingvarssonar, framkvæmdastjóra, sem lést langt um aldur fram í Landakotsspítala þann 18. ágúst eft- ir skamma en ógnarharða sjúkdóms- baráttu. Vilhjálmur var gæddur mörgum góðum mannkostum. Hann var ein- stakt prúðmenni og alltaf var stutt í glettnina, hann var dulur maður og lítið fyrir að láta á sér bera. Hann flíkaði lítt tilfínningum sínum eða bar þær á torg. Hann var mikill at- hafnamaður, alltaf með eitthvað á ptjónunum, tranaði sér ekki fram, en vann verk sín í hljóði. Hann átti svo margt eftir ógert, en hafði þó áorkað svo miklu. Að leiðarlokum eru efst í huga söknuður og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum afbragðs- manni sem svo brátt varð um í blóma lífsins. En minninguna um góðan dreng munum við eiga og hún yljar okkur um hjartarætur um ókomna framtíð. Ég veit að litli drengurinn minn sem nú spyr hvar afí sinn sé sendir honum hlýjar kveðjur, því barns- hjartað hafði fundið vin í Villa afa. Elsku Anna, Ottó, Valdís og Ingv- ar, ég bið góðan Guð að styrkja ykk- ur og aðra ástvini í sorginni. Blessuð sé minning Vilhjálms Ing- varssonar. Elín Helena Bjarnadóttir Vilhjálmur var dugmikill athafna- maður, sat í stjómum fyrirtækja og stofnana og rak eigin fyrirtæki. Hér verður starfsferill hans ekki rakinn, það verður væntanlega gert af öðr- um. í þessum fátæklegu orðum vil ég minnast góðs vinar og hafa sam- verustundir fjölskyldna okkar verið margar og ánægjulegar á undan- fömum árum. Vilhjálmur er af góðu fólki kom- inn. Faðir hans, Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður, lifír_ son sinn í hárri elli en móðir hans, Áslaug Jónsdótt- ir, andaðist 1968. Árið 1968 kvæntist hann Önnu Fríðu Ottósdóttur frá Seyðisfírði og eignuðust þau tvö böm, Valdísi, f. 1969, og Ingvar, f. 1973. Anna átti son fyrir, Ottó, f. 1966, og gekk Vilhjálmur honum í föður stað. Böm- in em öll við nám. Mörg góð ráð og ábendingar hef ég fengið frá Vilhjálmi. Hann var drengur góður í fyllsta skilningi þess orðs; ekki aðeins gagnvart vinum sínum heldur og gagnvart öllum öðr- um. Við hjónin höfðum ákveðið ferða- lag með Vilhjálmi og Önnu þann 11. ágúst, en þau komust ekki því sama dag og Vilhjálmur kom úr viðskipta- ferð frá Hong Kong 2. ágúst var hann lagður inn á sjúkrahús og dó þar 18. ágúst eftir stranga legu, sem var konu hans og bömum mikið álag. Fjölskyldan sýndi þar mikinn styrk, sem ég treysti að þau sýni áfram. Föður Vilhjálms, Ingvari, og systkinúm hans, Sigríði og Jóni, sendi ég innilegustu samúðarkveðjur en með bróður sínum starfaði Vil- hjálmur alla sína tíð. Samúðarkveðj- ur fær tengdafaðir hans, Ottó W. Magnússon, en samband þeirra var gott og náið. Fjölskylda mín sendir Önnu og bömunum hugheilar samúðarkveðjur og óskum við þeim allrar blessunar um ókomin ár. Blessuð sé minning hins góða drengs', Vilhjálms Ingvarssonar. Gísli Ólafsson Af spjöldum sögunnar og íslenskri söguerfð er að fínna einkunnagjöf um manngildi. Þar ber hæst um mat manngildis, þá mæts manns var get- ið, að hann hafí verið drengur góð- ur. Mér kom í hug þessi upprifjun úr sögunni, er ég frétti um hið svip- lega fráfall vinar mfns og félaga, Vilhjálms Ingvarssonar. Fundum okkar Vilhjálms bar sam- an er við nokkrir félagar stofnuðum fyrir nokkrum árum til félagsskapar, tengdum veiðiskap. í félagsskap þessum var Vilhjálmur ætíð traustur og tillögugóður félagi, svörun hans jafnan jákvæð og viðhorf til lausnar verkefna er fyrir lágu mótuðu jafn- vægi hugans, meitluðu raunsæi og eðlislægri rökhyggju. Lífíð er ráðgáta að því er tekur til iengdar jarðneskrar tilvistar. Um það gilda engar reglur og þrátt fyrir framgang og tilorðningu mikilla framfara á síðustu tímum á vett- vangi tækni og vísinda hefur aðlægð þessara þátta ekki fengið breytt þessari staðreynd. Það er mikil eftirsjá að slíkum mannkostamanni, sem Vilhjálmur var. Hann var í ytra sem innra dag- fari mótaður mikilli ögun, sjálfsstill- ingu og fölskvalausri einlægni í öllum mannlegum samskiptum. Lífsstíll hans var því prýddur þeim frábæru eiginleikum, er jafnan fylgja góðum dreng. í afturhvarfí er mér fremst í huga þakklæti fyrir samskipti okkar o^ samverustundir, ógleymanleg ferða- lög innanlands sem utan, í Evrópu og Vesturheimi. Hann var frábær ferðafélagi og alls staðar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar. Það voru mér dýrmæt forréttindi að kynnast drengskaparmanninum Vil- hjálmi, deila við hann geði og njóta hans samneytis. í félagsskap okkar verður staða Vilhjálms vandfyllt og þar skarð fyr- ir skildi. En endurminningamar munu lýsa upp það tóm, sem orðið er, og um síðir gróa öll sár með sam- stillingu huga og handar. Eiginkonu Vilhjálms, Önnu Fríðu, bömum þeirra og öðrum ástvinum er vottuð einlæg samúð á kveðju- stund. Gunnar Helgason Vilhjálmur vinur minn er látinn eftir tiltölulega stuttan hildarleik við dauðann, sem yfírbugaði hann þó að lokum. Segja má, að dauðinn sé ávallt í nálægð, misjafnlega mikill eftir t.d. búsetu manns á jarðar- kringlunni, aldri o.fl. Baráttan við dauðann er afstæð. Sem læknir get- ur maður oftast nær tekið á honum án of mikillar tilfínningasemi. Þegar Vilhjálmur háði sína dauða- orustu, fann ég undir lokin hversu vanmátta maður er og einnig hversu erfítt ég átti með að sætta mig við þennan ósigur. Dauði aldraðra ein- staklinga, jafnvel náinna skyld- menna, tekur oft minni tilfínninga- legan toll, en ef um er að ræða vin eða skyldmenni á besta aldri. Það er þetta sem gerir lokaþátt þessa tilverustigs svo tilfinningalega magnaðan. Svo var farið með ótíma- bært fráfall vinar míns, Vilhjálms. Hann hafði ávallt verið við bestu heilsu. Skyndileg veikindi sem komu eins og holskefla drógu hann til dauða, þrátt fyrir vasklega fram- göngu bestu lækna og hjúkrunarliðs, sem völ var á. Ég vil færa þeim hjart- anlegar þakkkir. Vilhjálmur var aðeins 48 ára e_r hann lést og því á besta aldri. Á þessum aldri hafa menn aðeins lokið hluta síns lífsstarfs. Hið sorglega er þá að vera hrifinn svo skyndilega á brott frá ungri eiginkonu og bömum sínum, sem enn hafa ekki lokið nema hluta af undirbúningi sínum fyrir lífið. Kynni okkar Vilhjálms og Önnu Fríðu og fjölskyldu þeirra voru tilvilj- unarkennd. Við vorum nágrannar í nokkur ár og kynntumst eiginlega gegnum yngstu syni okkar, sem voru og eru skólafélagar. Strax eftir fyrstu kynni skapaðist mikill vin- skapur með fjölskyldum okkar, sem hefur vaxið með árunum. Vilhjálmur var höfðingi heim að sækja, dreng- lyndur að eðlisfari og í alla staði vænn. Við ræddum oft um heima og geima og fannst mér hann mjög já- kvæður persónuleiki, sem vildi öllum gott og var öll neikvæð umfjöllun um menn og málefni honum mjög á móti skapi. Anna Fríða mín, Ottó, Valdís og Ingvar, missir ykkar er mikill, en minningin um góðan dreng mun lifa. Guð gefí ykkur styrk á þessum erf- iðu tímamótum. Haukur Jónasson Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, “ að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfír sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú! Þetta vers, sem Matthías Joch- umsson mælti af munni fram þegar hann frétti skyndilegt fráfall Bergs Thorbergs, landshöfðingja, fyrir rúmri öld, hefur sótt á huga minn síðan ég frétti andlát Vilhjálms Ingv- arssonar, langt fyrir aldur fram. Kynni okkar Vilhjálms urðu hvorki eins náin eða löng og ég hefði ósk- að, en þó fann ég strax eftir að þau hófust, að ég hafði eignast í honum tryggan og fölskvalausan vin, sem aldrei myndi bregðast. Vilhjálmur var sannkallaður öðlingsmaður í þeirri merkingu, sem Matthías notaði orðið um Berg Thorberg, allra manna ljúfastur í lund og hjartahlýr, en þó skapfastur og stórlyndur. Viðmót hans var innilegt, blandið bæði glettni og alvöru, og hann tók á hveiju málefni af fullri hreinskilni og drengskap. Þess vegna var ætíð gott að vera í návist hans og blanda við hann geði. Vilhjálmur var um margt líkur föður sfnum, Ingvari Vilhjálmssyni, sem ég hef metið einna mest allra íslenskra athafnamanna, og hann hefur haldið ótrauður áfram lífsstarfi föður síns, þótt oft hafi á móti blás- ið hin síðari ár. En eins og margir, sem standa í erfíðu veraldarvafstri, átti Vilhjálmur sér athvarf í áhuga- málum sínum, svo sem lestri og söfn- un góðra bóka og listaverka. Um þau efni var honum ljúft að ræða, og höfðum við báðir lengi ætlað að gefa okkur verulega góðan tíma til að skiptast á skoðunum um þá hluti alla, sem þó varð aldrei sem skyldi. Á skilnaðarstund sendum við Dóra Önnu og bömunum, öldnum föður og öðrum ástvinum dýpstu samúðar- kveðjur. Jóhannes Nordal Ég átti erfítt með að trúa mínum eigin augum þegar ég fletti Morgun- blaðinu yfír kaffíbollanum sl. föstu- dagsmorgun. Vinur minn Vilhjálmur Ingvarsson var látinn. Það tekur tíma að átta sig á þeirri staðreynd að Vilhjálmur er ekki með okkur lengur. Það er alltaf erfitt að sætta sig við fráfall fólks í blóma lífsins fyrirvaralaust. Ávallt er verið að minna okkur á hverfult líf okkar og hvemig glöð og björt lífsstund getur breyst í sorg og söknuð. Vilhjálmur fæddist í Reykjavík 27. apríl 1940, sonur hjónanna Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns og konu hans, Áslaugar Jónsdóttur frá Hjarðarholti, Borg. Kona Vilhjálms var Anna Fríða Ottósdóttir frá Seyðisfírði. Leiðir okkar lágu fyrst saman 1978. í júlí það ár réðst ég til starfa á skrifstofu Isbjamarins, í nýju og glæsilegu frystihúsi út á Granda. Man ég vel þegar ég kom í viðtal hjá Vilhjálmi, ég var kvíðinn eins og flestir sem slflrt gera, en ekki var ég búinn að sitja lengi, þegar mér fannst ég vera búinn að þekkja hann alla ævi, slíkt var viðmót hans. Á þeim tíu árum sem við Vilhjálm- ur vorum vinir gerðist margt. Það skiptast ávallt á skin og skúrir. Hann bar sig oftast vel, hann bar ekki áhyggjur sínar á torg fyrir hvem sem var, hann vissi að það var til lítils. Það er oft í mjöl- og lýsisviðskipt- um sem þarf að taka skjótar ákvarð- anir. „Hik er sama og tap“, á þar stundum við, eða frekar „að veðja á réttan hest", — hans hestur sigraði oft. Helsta áhugamál Vilhjálms var laxveiði, hann var dijúgur í viðureign sinni við þann silfraða, enda naut hann sín vel á bakkanum, í baráttu sem gat endað á ýmsa vegu. Vilhjálmur og Anna byggðu sér og fjölskyldunni fallegt sumarhús við Þingvallavatn. Þar sást vel að smekkfólk réð ríkjum, enda höfðu þau mikla ánægju af dvöl sinni þar. Allt sem Vilhjálmur tók sér fyrir hendur varð áhugamál hjá honum, hvort sem var í starfí eða leik. Þetta er mikill kostur hveijum manni. Hann hafði skemmtilegt skopskyn, ákveðnar skoðanir og stóð fast á þeim, þess vegna var gaman að umgangast hann. Hann var vinur vina sinna, það fékk ég oft að fínna. Bræðumir Jón og Vilhjálmur unnu vel saman, samband þeirra var eins og bræðra skal vera, kært og alúð- legt, með virðingu hvor fyrir öðrum. Nú er efst í huga söknuður og þakklæti fyrir að þeklcja góðan dreng og söknuður vegna þess að kynnin urðu allt of stutt: Nú er sár missir hans nánustu, föður hans, Ingvari Vilhjálmssyni, Önnu, Ottó, Valdísi og Ingvari svo og öðmm ástvinum, sendir fjölskyld- an á Lindarbraut 10 innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu um góðan dreng. Karl Óskar Hjaltason Það er skarð fyrir skildi þar sem er lát vinar míns Vilhjálms Ingvars- sonar framkvæmdastjóra. Vilhjálmur Ingvarssonar var óvenjulega sterkur persónuleiki. Hann var fagurfræðingur og naut lífsins og gersema þess. Hann var jafnframt skapmikill athafnamaður, sem mjög rounaði um í hveiju liði. Hann var góður vinur vina sinna, og ógleymanlegur öllum þeim sem kynntust honum. Skarð hans verður vandfyllt. Ég á Vilhjálmi, íjölskyldu hans og skyldmennum margt að þakka, bæði í viðskiptum og einkalífi. Samt vefst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.