Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 Morgunblaðið/Bjami r sem nú eru bílastæði, til vinstri á myndinni, og bílageymsluhús, úti- Kveldúlfshúsin eru rammgerðar byggingar, þar voru fiskgeymslur á efri hæðum og fullhlaðnir saltfiskbUar óku eftir yfirbyggðri brú miUi húsanna. Saltfiskur verkaður í Kveldúlfshúsunum. portið er það keypti húsin árið 1953. Félagið hefur nýtt húsin sem vörugeymslur. Ofan við efra húsið er annað port, 1300 fermetr- ar, og í kringum það geymslu- byggingar. A neðri hæð framhússins voru stórir salir þar sem saltfiskur var vaskaður, en á þeirri efri voru skrifstofur, skjalasafn, sölubúð og tveir geymslusalir fyrir verkaðan saltfisk. Á neðri hæð hæð bak- hússins var fískþurrkunarhús og saltfískgeymsla, en verkstjórar höfðu aðstöðu á þeirri efri. Þá var þar netaverkstæði ásamt geymsl- um fyrir matvæli og veiðarfæri. í aftara húsinu var fiskur gufu- þurrkaður í fjórum klefum upp af efri hæðinni. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal maðurinn hjá Verslun varnarliðsins með hina nýju húsgagnaverslun. tæki starfa fjölmargir íslendingar og er Trausti Björnsson í Keflavík verslunarstjóri. Trausti og starfs- fólk hans hafa tvö síðastliðin ár fengið viðurkenningu fyrir að vera með best reknu verslunina í verslun- arkeðjunni „Navy Exchange" sem eru starfræktar víðsvegar um heim. Nýja húsgagnaverslunin var opn- uð við hátíðlega athöfn og það gerði elsti starfsmaðurinn, Helga Jó- hannsdóttir sem hefur starfað hjá versluninni í 35 ár. Helga átti ný- lega sjötugsafmæli, en lætur samt engan bilbug á sér finna og vinnur enn hálfan daginn. „Ég nýt starfs- ins og vinnufélagamir eru frábærir og ég ætla að halda áfram eins lengi og kraftamir leyfa og ég fæ að halda starfinu," sagði Helga. BB 25 Finnland: AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir LARS LUNDSTEN Samið um laun, skatta og fjárlög í einu lagi FINNSKA ríkisstjórnin hefur afrekað það að semja við stéttarfé- lög og atvinnurekendur um meginlínur kjaramála hálfu ári á undan áætlun. Auk þess verður launahækkun mun minni en búist var við. Til þess að greiða fyrir samkomulaginu tók ríkið að sér að tryggja hluta af aukningu kaupmáttar með því að greiða nið- ur skatta launafólks um 1,4 milljarða finnskra marka (14 millj- arða isl. króna) á næsta ári. Telur rikisstjórnin nú að hún hafi fengið nægar tryggingar fyrir stöðugleika á vinnumarkaðinum til þess að geta framkvæmt allsheijar endurnýjun á skattheimtu sem tengist rikisfjárlögum ársins 1989. Tapani Kahri, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins, og Pertti Viinanen, formaður Al- þýðusambandsins, eru sammála um að með þessu hafi náðst veru- legur árangur í þeirri viðleitni að draga úr verðbólgu. Að undan- fömu hefur eitt af helstu áhyggju- efnum útflutningsiðnaðarins, og þar með einnig vinnumarkaðarins, verið að verðbólgan í Finnlandi vex umfram meðaltal í þeim ríkjum sem aðild eiga að Efna- hags- og framfarastofnuninni, OECD. Stefnir hún í sex af hundr- aði á þessu ári. Samkomulag á elleftu stundu Samkomulag náðist við vinnu- veitendur og fjögur helstu stéttar- sambönd landsins snemma á þriðjudagsmorgun og var það á elleftu stundu. Ríkisstjómin hafði þegar náð samstöðu um ákveðin atriði fjárlagafrumvarpsins en áformað er að ljúka gerð þess í þessari viku. Raunar urðu þeir Iikka Suominen, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, (hægrim.) og Erkki Liikanen, fjármálaráðherra, (jafn.) að fjalla um fjárlögin á fundi ríkisstjómarinnar á mánu- dag meira eða minna í fundar- hléum frá viðræðum við aðila vinnumarkaðarins. Ráðherramir áræddu ekki að gera hlé á viðræð- unum við atvinnurekendur .og stéttarsambönd því talið var að slitnaði upp úr þeim myndi ekki reynast unnt að ná mönnum sam- an til fundar fyrr en eftir að fjár- lagafmmvarpið hefði verið af- greitt til þingsins. Ríkisstjómin gat hins vegar ekki fengið nægi- legar tryggingar fyrir tekjuhlið fjárlaganna nema henni tækist að koma í veg fyrir aukna verð- bólgu í kjölfar væntanlegra launa- hækkanna. Þegar viðræðum við aðila vinnumarkaðarins lauk snemma á þriðjudagsmorgun var Erkki Liikanen fjármálaráðherra mjög ánægður: „Nú er búið að fjármagna nýja skattakerfið.“ Deilt um skattfrjáls hlunn- indi Hefði samkomulag ekki náðst um kjaramálin væri ríkisstjómin í verulegum vanda stödd. End- umýjun skattakerfisins átti að framkvæma þannig að allar tekjur yrðu skattlagðar og þar með yrði unnt að lækka skattprósentu launafólks. Miklar deilur hafa ver- ið um skattfrjáls hlunnindi sem stéttarfélög hafa talið gmndvall- arréttindi og hins vegar hafa at- vinnurekendur kvartað undan fyr- irhugaðri lækkun á skattleysis- mörkum fyrirtækja. Ríkisstjórnin hefur smám saman orðið að hverfa frá hugmyndum um að allar tekjur skuli vera skattskyld- ar. Helstu stjómarflokkamir, Hægri flokkurinn og Jafnaðar- mannaflokkurinn, hafa ekki verið samstiga í yfirlýsingum um breyt- ingar á skattalögunum. Hægri menn hafa lagt mikla áherslu á, að enginn þurfi að greiða yfir 50% í skatta af tekjum. Hafa jafnaðar- menn talið þetta einhliða áhuga- mál yfirstéttarinnar og hafa þeir því frekar viljað undirstrika þýð- ingfu þess að væntanlegar skatta- lækkanir komi hinum lægst laun- uðu til góða. Kaupmáttur eykst um 2,5% Samkomulagið um „stöðug- leika á vinnumarkaðinum", eins og plaggið kallast, gefur fyrirheit um 2,5% raunaukningu kaup- máttar landsmanna. Einnig náðist samkomulag um að láglaunakon- ur fái bætur umfram þetta. Verkamannalaun hækka ekki nema um 40 penni á klukkutíma (40 ísl. kr.), en vegna skattaniður- greiðslu af hálfu ríkissjóðs og minnkandi verðbólgu var talið að lítil launahækkun dygði til að tryggja raunhækkun kaupmáttar. Verðbólga í Finnlandi þykir ef til vill hlægilega lítil miðað við ástandið á Islandi, en hún telst vera um 6 af hundraði í ár. Hafa Finnar miklar áhyggjur af henni, því finnskur útflutningsiðnaður hefur orðið að búa við meiri verð- bólgu en keppinautar erlendis. í samkomulaginu eru einnig ákvæði um verðtryggingu launa, og felst hún í því að þeir samning- ar sem nú hafa verið gerðir falla ' úr gildi ef verðbólga verður yfír 4% á næsta ári. Skattakerfið ein- faldað Endumýjun skattakerfísins er nú helsta markmið samstjórnar fínnskra hægrimanna og jafnað- armanna. Áætlað er að einfalda skattakerfið með því að skatt- leggja allar tekjur jafnt og fækka undanþágum og afsláttum. Upp- haflega var talað um að hætta öllum undanþágum í heilu lagi, en vegna mótmæla ýmissa hags- munahópa geta Finnar fengið skattaafslátt nokkur ár í viðbót. í „stöðugleikasamkomulaginu" var m.a. samið um að skattaaf- sláttur vegna félagsgjalda til stéttarfélaga yrði ekki afnuminn og að verkfallsstyrkir yrðu áfram skattftjálsar tekjur. Þessi tvö mál voru skilyrði fyrir aðild Alþýðu- sambandsins að samkomulaginu. Einstök stéttarfélög fjalla um samkomulagið næstu mánuðina, en ekki er búist við meiri háttar mótmælum nema af hálfu komm- únista. Aamo Aitamurto, vara- formaður Alþýðusambandsins, (komm.) fordæmdi samkomulagið strax og lýsti því yfir að það stað- festi einungis að „Finnland verði áfram himnaríki á jörðu“ vegna skattleysis atvinnurekenda. Höfundur er fréttaritari Morg- unblaðsins í Finnlandi. Finnskir verkamenn krefjast styttri vinnuviku I Helsinki. í samkomulagi ríkisstjórnarinnar, stéttar- félaga og atvinnurekenda er ekki kveðið á um að vinnuvikan verði stytt en þrátt fyrir að hækkun launa verði minni en búist var við verður raunaukning kaupmáttar um 2,5% vegna minnkandi verðbólgu og skattniðurgreiðslna stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.